"vinnur sitt verk í kyrrþei"

Ég get oft ekki annað en dáðst að samlöndum mínum þó svo að virðing mín fyrir svokölluðu "fyrirfólki" sé sáralítil og fari enn þverrandi. Það er sennilega ekki hægt að kalla mig sannkristinn mann.

 

En ég man svona "hrafl" úr kristinfræðinni. Og eftir fátæku ekkjunni sem gaf 2 smápeninga 1 eyris virði þegar auðmenn gáfu mikið. Þeir gáfu af allsnægtum en hún af skorti. Hve oft höfum við íslendingar ekki upplifað þessa fátæku ekkju. Hana er ekki að finna á forsíðum blaðanna.

 

Hún lætur ekki mynda sig skælbrosandi  með forustufólki líknarfélaga réttandi fram einhvern tittlingaskít. Á meðan bakhöndin stelur millörðum af fólkinu í landinu. Og gerir þann hóp stærri sem sér líkn þarf að sækja til fg félaga.

 

Nei hún vinnur sitt verk í kyrrþei. Íslendigar eiga að minnast (eftir því sem ég best man) 1stu landsöfnunni 1914-17 þegar þeir söfnuðu sér fyrir skipum til að styrkja sjálfstæðið. Og var ekki 1sta björgunarþyrlan að mestu leiti keypt fyrir söfnunarfé. En það er nú önnur saga .

 

En íslendingar (þ.e.a.s þjóðin) hafa oft verið rausnarlegir þegar stórsafnanir hafa verið sett af stað. Þá hefur "fátækja ekkjan"komið mikið við sögu. Og þótt enginn skilningur sé hjá "þeirri tæru" eru sem betur fer til fólk sem vill styðja og styrkja lítilmagnan.

 

Ég bið því fólki blessunar þess er öllu ræður og þá er ég ekki að meina:"International Monetary Fund" Kært kvödd


mbl.is Sumarhjálpin stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 536225

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband