16 dagar



Það voru fleiri skip sem tilheyrðu kaupskipaflotanum í WW2 en skip Eimskipafélagsins
1st er það skip sem byggt hjá Helsingör Værft í Helsingör Danmörk 1890 sem Maja fyrir þarlenda aðila. Það mældist 377,0 ts 463,0 dwt. Loa: 47,70 m brd: 7,30 m. 1938 fær það nafnið Christian B, 1939 Sildberin 1942 kaupir Sæfell h/f í Vestmannaeyjum skipið og  fær það nafnið Sæfell. Og 1948 nafnið Ófeigur. Það var rifið 1951


Næst er skip sem var byggt hjá Stavanger Stöberi & Dok í Stavanger Noregi 1901 sem Thyra fyrir þarlenda aðila það mældist 583,0 ts 749,0 dwt Loa: 59,40 m  brd:9,20 m. 1924 fær skipið nafnið Konghaug 1935 kaupir Útgerðarfélag KEA á Akureyri skipið úr strandi við Siglufjörð. Skipið var skírt Snæfell. Skipið var statt í  Kristiansand í Noregi þegar þjóðverjar hertóku landið í apríl 1940. Eftir að hafa legið þar í 3 mánuði leyfðu þjóðverjarnir að skipinu yrði siglt til Lysekil í  Svíþjóð þar sem það lá svo til að það var selt til Finnlands 1941. Þar fékk það nafnið Rita H Og 1952 Willy Það var svo rifið í Hamborg 1955







Að síðustu var svo skip sem ekk slapp eins vel og hin 2 Það var byggt hjá Frederiksstad MV í Frederiksstad Noregi 1907 sem Clothilde Cuneo fyrir þarlenda aðila. Það mældist 1184,0 ts 1600,0 dwt, Loa: 68.77 m brd: 10,30. m. 1920 fær skipið nafnið Kong Onge  1932 kaupir Eimskipafélag Reykjavíkur skipið og skírir það  Heklu. 1940 er skipið selt Kveldúlfi h/f en heldur nafni. Skipinu var sökt á 59°15´0 N og 034°05´0 V Á leiðinni frá Reykjavík til Halifax Með skipinu fórust 14 menn en 6 menn björguðust eftir 10 daga hrakningar á litlum fleka




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 536304

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband