"heimsmet í hálfvitum"

Mikið er talað um að við eigum heimsmet í hinu eða þessu. Og er þá oftar en ekki  vitnað í hausatölu.Og út frá henni er algerlega öruggt að við eigum heimsmet í "hálfvitum" Frá árinu 1944 hefur vitinn efst í turni Sjómannaskólans verið innsiglingarviti fyrir Reykjavíkurhöfn.

 

Hann gegndi því hlutverki með sóma þar til í fyrra þegar reistur var nítján hæða turn á Höfðatorginu, við Borgartún 12-14.Þarna eru "hálfvitar" búnir að brjóta lög með þessari byggingu 

 

Í II kafla í Lögum um vitamál sem tóku gildi 11. janúar 2000 segir m.a:"4. gr. Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur Siglingastofnun Íslands látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu"

Top.BMP

Þetta er sennilega verk hámenntaðra fg vita sem teiknuðu turninn.Og maður er hissa á að ekki fleiri og þá
raunveruleg neyðarljós skuli ekki sjást á þessum slóðum og þá frá strönduðum skipum. Þrátt fyrir öll nýtísku GPS og "trökk" þá fara sumir allavega eldri skipstjórnarmenn eftir leiðarmerkjum enn.

 

En umferð inn í gömlu höfnina er kannske orðin svo lítil að mönnum finnst þetta OK. En þarna er verið að brjóta lög og þeim er beitt af alefli á þá sem minna mega sín en svokallaðir "fræðingar" og svokallaðir heldri borgarar virðast komast upp með allan andsk.... Kært kvaddir sem það eiga skilið


mbl.is Neyðarblysi skotið við höfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband