"hetjur"

Maður verður ósjálfrátt hreykinn af að vera íslendingur við svona fréttir. Að íslendingar séu framarlega í allslags hjálparstarfi. Með allri virðingu fyrir í íþróttum og handbolta þá finnst mér nafnið "hetja" dálítið of notað nú um stundir.

 

Ég vona að fólk skilji hvað ég er að fara. Fólk sem leggur sig í stóra hættu við að hjálpa/bjarga öðrum eru virkilegar hetjur. Maður gæti kannske skift hetjum í 2 flokka Hvurndagshetjur og Sparihetjur. Hvurndagshetjur er fólk eins og rústabjörgunarmennirnir á Haíti um daginn Flugmenn og aðrir starfsmenn LHGÍ.Sjúkraliðar lögregluþjónar Nú þetta hjúkunarfólk sem greint er frá í greininni heyrir undir þennan flokk.

 

 

Ég held satt að segja að fólk hér heima viti ekki alveg út í hvað þetta fólk er að fara út í. Þegar svona skeður í þessum fátæku löndum er mikil hætta á að allslags hættulegir sjúkdómar breiðist út. Það vill svo til að ég hef kynnst sjúkrahúsi á Haíti af eigin raun.Ég segi kannske frá því seinna. Við getum sett íþróttafólk okkar í Sparihetjuflokkinn.

 

 

Og við þurfum að styðja báða flokkana Eins og þegar við heiðrum íþróttamenn fyrir unnin afrek( sem ég er ekki að gera lítið úr)  ættum við kanske t.d að heiðra flugsveit LHGÍ með góðum framlögum þegar þeir bjarga mannslífum.

 

Og af því stór hluti þjóðarinna lítur niður á sjómenn af því þeir tilheyra engum anga af svokallaðri menningu þá ber að líta á að það getur einhver af fg hóp  hnigið niður einhverstaðar langt frá næsta lækni. Og þá væri fjandi hart að fá svarið :"ekki hægt að senda þyrlu vegna fjárskorts"Læt þetta duga í bili og kveð þá sem eiga það skilið kært.( margir líta á þessa kveðju sem hroka en mér er andsk..... sama) 


mbl.is Hjálparstarfsmenn til Haiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Jú víst er þetta fólk hetjur, en ég var mjög ósáttur með íslensku björgunarsveitina sem kom með þeim fyrstu á vettfang,hún kom strax heim,var ekki betra að senda lyf fyrir þessar miljónir

í gær dó systir konu sem býr hér á landi,það þurfti að taka af henni útlim engin verkjlyf voru fyrir hendi,ég er með siglinga tíma ca. 20.ár fólk gleymdi sér með peningafólkinu, hvernig er

útkoman nú má ekki fiska nema eiga kvóta, og þekking glatast.

Bernharð Hjaltalín, 13.2.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 536128

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband