30.9.2008 | 18:58
Hans Hedtoftslysið
Þ 30.janúar næsta ár eru 50 á síðan hið hræðilega slys varð þegar Grænlandafarið Hans Hedtoft fórst og með því på 40 skipsmenn og 55 farþegar. Þar af 6 börn og 19 konur.Skipiðvar í jómfrúarferðinni.eins og Titanic og eins og það skip gefið út fyrir að geta ekki sokkið.Undarleg tilviljun..7.januar 1959 sigldi "Hans Hedtoft" frá Kaupmannahöfn
Hans Hedtoft ljósum prýddur í Köben
Ferðin til Grænlands gekk slysalaust "Hans Hedtoft" setti met hvað varðaði tíma.Aldrei fyrr hafði skipsferð til Grænlands gengið svo vel.Í ferðinni höfðu sumir á orði að skipið ylti meir en fyrri Grænlandsskip.En skipstjórinn" Kaptajn P.L.Rasmussen" taldi það vera af því að skipið væri sérstaklega til siglingar í ís.Hann taldi skipið gott sjóskip"Hans Hedtoft" sigldi frá Julianehåb hinn 29. januar kl. 21:15
Við brottför frá Kaupmannahöfn
Farmurinn var 958 ts og 350 ts af olíu og vatni.Siglingaleiðin til Grænlands er hættuleg sérstaklega í janúar og febrúar.Það sem gerir hana hættulega er samskil myrkurs,íss,storms og bylja.og ekki síst óreglulegu slæmu sjólagi við Kap Farvel(Hvarf)Þessir þættir eru kannske hver fyrir sig ekki svo hættulegir.En ef þeir eru allir til staðar þá fara þeir að verða það.Þegar særok þá er ómögulegt að sjá framfyrir stefnið.Og allavega eldri gerðir ratsjáa verða óvirkar..
Einnig þegar skip siglir gegn um stórsjói og þegar loft og sjávarhitir er kominn undir 0°.Þá er mikilhætta áferðum að ísing setjist á skipin.það eru dæmi þess að 60 ts af ís hafi sest á skip á 3-4.Þetta skapar yfirvigt á skipið svo það missir stöðuleika og veltur Aldrei er siglt með mikilli ferð þegar svo stendur á.Mestalagi svona 5-6 sjm.Hvað grandaði skipinu var það borgarísjaki sem gerði það?Hin opinbera skýring á slysinu var sú að skipið hefði verið að sveigja fyrir ísjaka sem hafi hreinlega skorið skipssíðuna endilanga,(eins og Titanic)Þessi skýring er ennþá gefin því fólk gleypur við þeirri skýringu.Ólíklegri finnst fólki sú skýringu að skipið farist við að steyta á grunni í stórsjó.
Eftir slysið gerði skipstjóri að nafni Junker nokkrar mælingar á áætluðum slysstað.Það kom í ljós að undirsjávarsker eða klappir sem var 9 metrar niður á var á staðnum.Þetta sker eða klöpp var hvergi merkt í sjókort.Í rannsókn á slysinu kom fram að það var mikill sjór og ölduhæð var há.Getur verið að skipið í miklum öldudaal hafi rekist á þessi sker eða klappir?Það gefur teóríunni um að bæði vélarúm hafi fyllst af sjó.En skipið var búið 2 aðskildum vélarrúmum sem bæði áttu að vera vatnsheld.Annað var fyrir aðalvél en hin fyrir hjálparvélar,dínamóa og slíkt.
Qaqortog eða Julianehåb eins og þorpið hét.
Í mót þessari teóríu talar að í skeyti frá skipinu er talað um borgarís. Í svona tilfelli er kannske ekki svo mikilvægt að skýra ástæðu þess að gat var komið á skipið og það var að sökkva.Mikilvægara að hugað að björgunin kæmi sem fyrst..Rasmussen skipstóri hefur kannske séð borgarísjaka og haldið að þeir væru valdir að skaðanum á skipinu.Skipið sendir tilkynningu kl 1610 að engir ísjakar séu sjáanlegir.Togarinn "Johannes Kruss"sem kom á áætlaðan slysstað sá enga jaka sem gætu valdið svo stórum skaða á skipinu að það sykki.Yfirmaður Sjómælingana í Danmörk.kaptajn Hansen segir um þetta m.a"Der har været nogle indberetninger om vanddybder på ni meter, også nogle der siger 15 meter. I 1980 blev de aflivet, der er 196 meter vand på stedet, hvilket sandsynliggøres af, at ingen isbjerge har "strandet" der, og på stedet ses ingen reaktion på et undervandsskær. Tidligere kort har vist vanddybder på ni meter, og det forklares med strømkæntringer, der optræder på ekkolod som flimmer"
Komið hefur í ljós að staðurinn sem Hansen tala um er 40 sml frá ætluðum slysstað.Á þeim stað hafa aldrei verið aðrar mælingar en þær sem fg Junker skipstjóri gerði.stuttu eftir slysið.Ein tilgáta til er sú að rafsuða hafi hreinlega gefið sig..Skiðið var eins og fyrr er greint í"jómfrúarferðinni"og í 1sta skifti í miklum sjó.Nokkur svokölluð Libertyskip höfðu hreinlega brotnað svoleiðis í fyrstu ósjóum sem þau lentu í.Carlsen skipstjóri var búinn að súrra Fying Enterprise saman með vírum og ventspennum.Böndin voru rafsoðin saman einnig plöturnar.En svo voru plöturnar og böndin hnoðuð saman.En þetta slys átti sér langan eftirmála sem ekki verður rakinn hér.
En þetta er eitt þeirra sjóslysa sem aldrei verður upplýst.Ég endurtek hér að þetta grúsk mitt má ekki taka sem einhverja sagnfræði.Heldur eins og það er grúsk gamals ekkert sérstaklega skarps náunga sem lítið hefur annað að gera en að búa.þetta blog til.Og er leiður á að vera alltaf að rífa kja.. yfir öllu sem honum finnst aflaga fara í þjóðfélaginu.Á tímum gufuvéla þá safnaðist oft mikil gufa saman í katlinu og þá"blæsu"þeir út.Það þótti engum kyndara til sóma að það blæsi út hjá þeim.Minn ketill er er nú að yfirfyllast og þarf sennilega að blása út að minnsta kosti 1 sinni áður en ég fer að blogga um atburði líðandi stundir.Ég ætla að láta þetta nægja hér í þessu blogi.Það kemur framhald á þessu slysi og þar inn í samskifti Hans Hedtoft og annara skipa.Hingað lesnir kært kvaddir með óskum að við megum öll vera á þess guðs vegum er við trúum á.Lifið heil
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2008 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2008 | 00:21
Vopn og fl
Ég hef furðað mig á áhugaleysi þjóða á þessum tíðu sjóránum.Þetta er að verða daglegur viðburður Hvað ef þetta hefðu nú verið flugvélar,sem rænt hefur verið.Með t.d 12 -13 farþegum hver.Hefðu menn regerað meir ef svo hefði verið?Ég bara spyr?
T-73 eru hættuleg vopn í höndum"óvitum"
Þangað til nú hafa menn haldið að farmur Fainu vöruflutningaskipsins sem sjóræningar heróku um daginn,vopn og skotfæri þ.á.m 33 T-72 skriðdrekar hafi átt að fara til Kenýa en nú þykast Bandaríkamenn vissir um að farmurinn hafi átt að fara til Súdan.
"""We have a report indicating that the cargo and the shipment was headed to Sudan," said Nathan Christensen, spokesman for the Bahrain-based US Fifth Fleet.Both Kiev and Nairobi have denied Washington's claim, as did a Sudanese army spokesman."The Kenyan and Ukrainian governments have all the documents to prove that this cargo belongs to the Kenyan government and not some unknown buyers in Sudan," Kenyan defence ministry spokesman Bogita Ongeri told AFP."I really doubt whether the US has the right information. And I don't think that the US Navy has the jurisdiction to talk about this issue," he added"".
En bandaríkjamenn eru skíthræddir að hinir 33 T-72 rússnesksmíðuðu skriðdrekar falli í hendur Al Qaedamanna.Það vekur furðu mína hve miklir peninga þessar Afríkuþjóðir hafa til vopnakaupa.Þeir virðast eiga skítnóga peninga til þess þó svo að safna þurfi svo til matarkaupa fyrir þá t.d.hér á landi.Og mörg munu dæmi þess að peningar sem safnað hefur verið til matarkaupa fyrir sveltandi fólk hafi lent beint í höndum herkónga.
En það liggja miklir peningar í þessum vopnabraski.Ég þekki svolítið til þeirra því ég var oft með að flytja vopn t.d. frá Wilmimgton N-Carolina til t.d Ítalíu Tyrklands,og landana við Persaflóann.Útgerðin sem ég sigldi hjá sérhæfði sig að nokkru leiti í þessum flutningu.Þeir byggðu 1 skip á ári í 10 ár sem voru spesíalt byggð með svona flutninga í huga.Fyrir framan undirlestarnar voru svokölluð"strong room"þar sem t.d. kveikjurnar í voru geymdar.
Tv Danica Red sem var sérstaklega búin til vopnaflutninga og th staðsetning"strong room"
Eina ferð man ég frá Píreus til Ríó de Janero árið 2000.Á Danica Red.Að vísu kom ég um borð í skipið í Gíbraltar.Ég bloggaði um þessa ferð í fyrra og kallaði "Ferðasaga"Farmur skipsins voru 10,20 feta gámar af vopnum..5600 sjm leið.Einn danskur vinur minn var captain hjá J Poulsen & co á MARSUS rúmlega 1000 tonna dalli var sendur með einn gám af vopnum úr Persaflóanum til hafnar í S- Ameríku .
Eitthvað hafa þeir flutningar kostað.Ég læt þessu lokið við skulum vona að það takist að bjarga sem flestum áhafnarmeðlimum af hinum herteknu skipum lifandi úr klóm þessara glæpamanna í Sómalíu.T-72 skriðdrekarnir komast vonandi í hendur þeirra sem skilja hverskonar drápstæki þetta eru og nota þau aðeins ef á þá er ráðist.
Kemíkaltankskip Eiga þó ekkert skylt við pistilinn annað en sá th er grískur
Síðast náðu sjóræningar grískum kemíkal tankskipi sem ekki hefur komið fram nafnið á.Farið öll á þess guðsvegum sem þið trúið á og af mér ávallt kært kvödd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 30. september 2008
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar