21.9.2008 | 23:10
Afsökunarbeiðni m.m
Svona til að ég stöðvi ekki veðbankan sem virðist vera að komast á legg á síðunni minni byrja ég bara hér á nýju blogi.Ég vil þakka þeim Magnúsi Þ,Georg, Helga, Sigurjóni, Hönnu Birnu að ógleymdri minni mjög svo kæru vinkonu Kolbrúnu fyrir innlitið.Um leið bið ég Helga afsökunnar á að hafa haft hann fyrir rangri sök.
Að vísu vissi ég ekkert um hverjum þetta væri að kenna og beindi ásökunum mínum þessvegna kannske óvart að honum án þess að vita það.Ég nenni nú ekki að rifja málið upp hér.En ég reiddist mjög þegar félagi minn til nokkra ára bar mér þessa sögu sem nú virðist vera komin frá Gróu á Leiti í morgun.
Hann vill ekki blandast í málið og er það miður.Því miður hefur það loðað við mig að ef ég reiðist þá flýg ég upp í himininn.Eða þannig.En oftast kem ég nú með næstu ferð til baka.Þegar ég sigldi með dönum hægðist töluverð á þessum reiðihimnatúrum.Mér var gersamlega ómögulegt að vera reiður á dönsku.Nú virðist þetta vera að taka sig upp.
Hefði þetta skeð fyrir nokkrum árum eða þegar ég var að byrja að skrifa á tölvu hefði bréfið litið einhvernveginn svona út:"okdahifvuoyew v0'pöoð"og þá kannske aldrei farið.En með aukinni"tækni"í minni "leitið og þér munið finna"aðferð get ég verið dálítið reiður á tölvu.,á íslensku að vísu enn.Hafi ég sært einhvern í þessu"kasti"biðst ég forláts.Móðgað? ja mér er eiginlega sama um það.Sá hinn sami hefur sennilega verið mógaður fyrir.Sum af þessu bloggi mínu átti sér ekki stoð og hef ég beðið forláts á því.En margt stend ég við.
Stóri sannleikurinn í þessu mái er sá að það er ekkert gaman að vera tengdur FF í fámennu byggðarlagi í dag.Maður stendur eins og álfur út úr hól og veit ekki sitt rjúkandi ráð;Hvað verður næst,í hvern verður sparkað í fréttunum í kvöld.Það vill svo til að ég sat hér í nokkra tíma á dag fyrra á kosningaskrifstofu FF hér í Eyjum og þeir sem komu ekki í heimsókn sáu mig daglega við upp og niðurfíringar á fána flokksins.Ég var stoltur af þessu.
En nú er bara gert grín að manni og spurt hvernig getur þú stutt svona"ólátabelgi" Þannig er þetta orðið vegna sífeldra deilna flokksmanna í fjölmiðlum fyrir"Sunnan"Menn fyrir"Sunnan" verða að átta sig á því að einu fréttir sem hægt er að fá frá starfi flokksins eru á þessum súpufundum,hverfa fundum eða hvað þetta heitir nú allt saman og á heimasíðu flokksins.meira að segja Útvarp Saga sem hefur stundum verið hliðholl flokknum heyrist ekki hér í Eyjum nema með höppum og glöppum.Þið getið náð þessu á"netinu"segið þið fyrir"Sunnan"
En því miður er bara stór hluti af fólki sem hafði,ég sagði hafði áhuga á og kannske kaus flokkinn ekki með slíkan útbúnað.Þó að ég geti kannske fylgst með beint hvað er að ske á Alþingi eru eldri borgarar margir ekki með þá rás.
Þessvegna eru einu fréttirnar af þessum flokki allavega hér í Eyjujm aðallega rifrildi flokksbræðra um stöður og völd í fjölmiðlum.Svo er maður spurður hvað er eiginlega að ske með þennan flokk.Við sem spurðir eru eru kannske fáfróðari um það en spyrjandinn því maður hefur ekki séð blað eða misst af fréttum.
Það var stundum sagt hjá Ríkisskip að þegar stýrimaður varð að verkstjóra í Reykjavíkurhöfn væri eins og þeir hreilega kynnu ekki að lesta skip.Af því að þeir væru sloppnir er skipi færi og þyrfu ekki að koma nálægt losunni.Ég er hreinlega farinn að einhverskonar þannig sýki sé hlaupin í menn og þeir haldi að það sé nóg að ná í titla og völd svo megi allt fara fjan.... til.Það er eins og menn umturnist við að flytja Suður.Fái einskonar fjölbýlisbrjálæði.
Við á landsbyggðinni erum stundum á sunnudögum kallaðir dreifarar Það mætti kannske kalla suma þreifara því þeir virðast alltaf vera að þreifa á hvar þeir geti gert sem mesta bölvun.Manni dettur oft í hug krakkar í sandkassa eða systkini rífast um súkkulaðimola.Ég segi nú bara ekki annað en að hugsa sér að þetta séu menn með allavega það mikið vit að það nægi til að komast á þing.Það er alveg á hreinu að meðan valdabarátta og framapot innan FF verður háð í fjölmiðlum og á blogsíðum tapar hann fylgi.Það þurfið þið sem kjörnir vóru af okkur í stjórnir og ráð flokksins að skilja.Ég læt þetta nægja ykkar og minni geðheilsu í bili.Ég legg til að menn skoði myndina hér að neðan vel og setji hana á minnið Förum gætilega í skammdegismyrkrinu á þess guðs vegum er við trúum og af mér ávallt kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.9.2008 | 14:00
Brottkast
Ja nú duttu mér allar lýs dauðar úr úr hári.Þær voru nú kannske ekki heldur svo margar.Þær drápust ekki úr hungri þó hárin séu orðin fá,það held ég að sé á hreinu.
Heldur held ég að þær hafi brennst til bana í ofhituðum haus.Ég ætlaði að taka bloggbindindi um tíma vegna stjörnuspárinnar en símtal sem ég fékk í morgun frá gömlum félaga setti mig svo upp á háa C-ið,að það liggur við að ég skrifi þessa færslu alla með stærsta letri sem finnst.Og lýsnar drápust í neistafluginu sem komu úr hausnim.
Talið barst að því sem ég vissi fyrir nokkru og hafði jafnvel spurst fyrir um en ekkert svar fengið.Þeir sem ég spurði komu af fjöllum og vissu ekki svarið.Nafn mitt hafði verið inná síðuð FF þar sem mig minnir eldilega að hafi staðið"Frjálslyndir blogga"Um daginn tók ég eftir því að það var búið að breyta þessu og nú heitir það "Félagar bogga"og nafn mitt ekki með.
Mér hafði verið andsk..... sama um það.Ég hafði ekki sótts eftir að vera þar.En mig langaði að vita ástæðuna.En ástæðan sem þessi félagi gaf mér og þóttist hafa hlerað var sú að ég væri svo út og suður í þessu blogi mínu það sé lítið vit í því og aldrei hægt að stóla á að ég væri ekki að fíflast.Og tæki aldrei neinn þátt í umræðunni.
Ef þessum"FÍNU HERRUM og ofurbloggurum"þarna í FF sem jafnvel líkja sér við guði líkar ekki bloggið mitt þá er mér svo drullusama.Þeir geta skriðið upp í vissar garni á hverjum öðrum.Sleikt og skei...hvern annan Ég les mörg blog þó ég sé ekki alltaf að gera athugasemdir og geri aldrei athugasemd bara til þóknast bloggaranu,
Ég hef aldrei í lífinu skriðið hvorki fyrir öðrum eða á hnjánum yfirleitt ófullur.Og fer ekki að gera það nú alltaf edrú.Hjólið fannnst ekki upp á höfuðborgarsvæðinu og á ekki allt bara að snúast um það svæði.Súpufundir eða hvað þetta heitir nú allt saman sem þar fer fram eru kannske bara cellufundir þar sem fræðingarnir undirbúa næstu fjölmiðlafundi eða hverjir mega blogga á vegum þeirra.En lítil eru fundarhöldin á landsbyggðinni.Þeir kvarta ekki yfir því þessir valdasjúku höfuðborgar fræðingar
Mér er andsk.... sama hvort ég er þarna inni á þessari síðu eða ekki.En ég hef alltaf vanist því að séu menn settur út af einhverjum listum eða þvílíku,þá sé þeim tilkynnt það og ástæðan fyrir því.Svo eru menn að tala um heiðarleika og opnar ummræður.Það er kannske enginn óheiðarleiki í að henda bjálfa eins og mér út af svona lista.En það er óheiðarleiki að láta mann frétta ástæðuna eiginlega úr frumskógartrommunum.Ég er reiður yfir hve Gróa á Leiti og frumskógartrommurnar eru notaðar mikið í sambandi við þenna flokk milli þess sem sumir frammá menn rífast hástöfum í fjölmiðlum.Í gegn um almannaróm og þegar herrarnir rífast í fjölmiðlum fáum við landsbyggðarfólkið okkar fréttir af þessum flokki.
Þessir herra á höfuðborgarsvæðinu virðast ekki skilja að stórhluti landsbyggðar fólki er ekki búið þeim tækjum að að nái nokkrum fréttum hvorki hvað er að ske inni á Alþingi eða af svokallaðri Heimasíðu frá þessum flokki.Einu fréttirnar sem landsbyggðarfólk fær er rifrildi nokkurra forustumanna flokksins í fjölmiðlum.Svo eru menn steinhissa að flokkurinn bæti litlu eða engu við sig.Ég get sagt ykkur það þarna fræðingar fyrir sunnan þegar þessum mannavígum og skóníði í fjölmiðlum linnir þarna fyrir sunnan þá fara tölur að koma upp.Fyrr ekki reynið að skilja það.
Og þessir herrar skulu ekki voga sér að setja mig inn á"Félagarnir blogga"á heimasíðu FF.Ég er hvorki gáfaður eða get hælt mér af einhverjum innlits tölum ofurbloggara.Ég er að þessu fyri mig,af því að mér þykir gaman að þessu.Ef það hugnast ekki einhverjum gervifræðingum eða háskólamenntuðum fræðingum hvaða nafni sem þeir nefnast þá geta þeir étið SKÍT fyrir mér.Og það skulu þessir fínu og menntuðu kallar hverskonar fræði þeir stunda gerfi eða ekki gerfi að ég kýs FF meðan Guðjón Arnar Kristjánsson verður formaður.
Verði hróflað við honum það þá hætti ég því.Ég skynja það stórkallar,að þið kímið og hugsið hvern fjandan varðar okkur um einn karlfausk sem lifir jafnvel ekki fram yfir næstu kosningar.En munið það"fjölbýlis hottentottar"að þarf ekki nema eitt korn til að fylla mælirinn.Og það korn getur komið úr dreifbýlinu.
Og var það ekki Landsbyggðarframbjóðandinn Guðjón Arnar Kristjánsson sem dró fjölbýlishottentottam Sverri Hermannson inn á þing á sínum tíma.Gleymið því aldrei.Ég vona bara engin hjartveikur sem hefur lesið þetta sé eins reiður og ég núna.Það fer ekki vel með blóðþrýstinginn..Ég kem ekki tll með að opna tölvuna um tíma meðan reiðin rennur af mér það gæti tekið tíma.Ég bið ykkur þess guðs blessunar sem þið trúið á.Verið eins kært kvödd og mér er unnt svona reiðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
21.9.2008 | 00:39
Stjörnuspá
Bloggfærslur 21. september 2008
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar