Um daginn og ??

Það er ekki gott að vera jákvæður svona hvurndags eins og ég hafði ætlað mér,nú um stundir.Hvað eru svokallaðir"ráðamenn"eiginlega að hugsa.Það er auðséð að það eru 3 korter í kosningar.Víst er er,að lægju kosningar fyrir dyrum myndu þessir herrar ekki haga sér eins og þeir gera

 

Ráðherra fjármála hefði ekki stefnd félagi ljósmæðra eins og hann gerði.Ljósmæður eiga mikla samúð í þjóðfélaginu nú um stundir það er á hreinu.En skilar sú samúð sér í skoðanakönnunum og eða í kjörkassa.Það held ég nefnilega ekki.Það virðist vera alveg sama hvað fólk tekur stórt upp í sig hvað þetta varðar alltaf halda þeir sem svo stjórna þessu,velli.

 

Hvað er orðið um mótmæli vörubílstjóra.Hverju skiluðu þau.Nú heyrist ekki múkk í þeim.Hefur olían hér á landi lækkað eitthvað að ráði?Hver skipaði hverjum hvað og hvenær???Eru ekki olíufélögin að"fá fyrir sinn snúð"í lækkuðu heimsmarkaðsverði?Ná þar upp í þær sektir er þau hlutu.Það er með endemum hve langtímaminni hins almenna borgaraí þessu landi nær skammt.Það er staðreynd að kvennastéttir þjóðfélagsins eru ílla launaðar.Það eru allir sammála um.

 

En hvað er þá í veginum.Kosningar eftir kosningar er þessum stéttum lofað bættum kjörum ásamt fleirum utangarðsstéttum.En alltaf eru þessi loforð svikin.Svokallaðar ummönnunarstéttir eru ásamt öldruðum og öryrkjum algerar hornrekur.Þessar stéttir sem eðli málsins samkvæmt ættu að vera það vel launaðar að fólkið sem í þeim eru geti lifað mannsæmandi lífi.

 

Tökum ummönnun við aldraða sem dæmi.Mér er sagt og það af konu sem starfaði í henni að brandarinn um gömlu konuna sem taldi sig vera í útlöndum og bað fólkið sem hún heyrði að talaði íslensku um að koma sér heim til Íslands sé enginn brandari,heldur blákaldur íslenskur veruleiki.Það er ekki nóg með að þessu gamla fólki sem kom fótunum undir það þjóðfélag sem við lifum í dag séu boðin smánarlaun heldur er þjónustunni við það mjög svo áfátt á sumum dvalarheimilum.Ég get talað af reynslu um hve dýrmætt það er að hafa gott fólk í þessum störfum.

 

Í mínu tilfelli er um að ræða konur sem þrífa hjá mér einu sinni í viku.En í því sambandi er ekki hægt annað að segja en ég sé lukkunar pamfíll.Ég kveið fyrir þegar sú sem hefur gengt þessu starfi hjá mér af mikilli prýði fór í sumarfrí.En sá kvíði var ástæðulaus í staðin kom virkilega skemmtilega kona sem vann sit verk vel.Svona þarf þetta að vera á öllum sviðum svokallaðrar umönnunar.Þó að ég geti hrósað happi geta það ekki allir á landinu.Það hlýtur að vera öllum þjóðfélögum til góða að eldri borgurum þess líði vel og að fólki sem nálgast þann aldur sjái fram til sæmilegra kjara og umönnunar.Burtséð frá hvaða stöðu það sé í og eða af hvaða ástæðum sú staða sé.

 

Það er alveg sama hvort opnað er blað,fyrir útvarp eða sjónvarp allt er sagt að sé komið langleiðina til andsk..... Svo til að kóróna allt þá verður það sennilega Björgúlfur Guðmundsson sem bjargar"Óskabarninu"frá falli.Satt að segja kaldhæðni örlaganna í ljósi sögunar.Ég man að ég las viðtal við Björgúlf,Kjartan,Helga og Pál.Aðalmennina í svokölluðu"Hafskipsmáli"í gömlu Mannlífs hefti fyrir nokkrum árum.

 

Þar lætur Björgúlfur hafa eftir sér."Hafskipsmálið er geymt en ekki gleymt.Ég hef alltaf verið hallur undir Björgúlf.Það má rekja til náfrænda hans sem var mikill vinur minn.Nú vona ég að honum takist að bjarga"Óskabarninu".En nóg um það.

Það eru dökkir tímar í kaffireikningnum hjá mér."Torfi á viktinni" farinn aftur í frí.Megi hann njóta frísins í faðmi fjölskyldunnar á vegum Tyrkja.Lesandi um lengdarbauga og ganga þar á guðs vegum þó svo að Allah,ráði þar kannske flestu.Og ég verð að láta mér lynda"heimabrugg"Ef einhver hefur nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært.


Afmæli

Það hefur verið hálfgerður"lurkur"í mér undanfarið.Þrepið yfir á áttræðisaldurinn var kannske stærra en maður hélt.Hófið sem systkini mín héldu mér í"Ljónagryfjunni"var þeim til mikils sóma og mér til mikillar ánægju.

 

Óli 70 ára 002Tekið við gjöf úr hendi væntanlegs þingmanns

Ég vil þakka þeim kærlega fyrir það og þeim sem gerðu mér þann heiður að heimsækja mig þangað þakka ég kærlega fyrir það og þær gjafir er mér voru færðar.

Óli 70 ára 007"formaðurinn"að halda tölu og veislustjórinn Garðar Steindórsson t.h 

En samt fór það neins og ég óttaðist að ég kann hreinlega ekki að haga mér í slíkum bjóðum.Innan um margt fólk er ég eins og vængbrotinn hæna.

Óli 70 ára 023

Það þarf nú stærri mynd af svona góðum hóp

 

Þó að ég geti myndast við að reyna að rífa kja.. yfir öllu hér á bloginu þá er ég einn við það.Hér með bið ég þá vini mína sem ég hreinlega"vanrækti"í þessu hófi fyrirgefningar og afsaka mig með fákunnáttu á samskiftasviðinu.

Óli 70 ára 036 Með hálfsystkinum stjúpu og lítilli frænku.Beta mágkona með sonardóttirina Emilíu Ósk.Hann sjálfur,Stjúpan Halldóra Jónsdóttir Ragnhildur Helga hálfsystir og Brynjar hálfbróðir.

Óli 70 ára 049 Með miklu velgerðarfólki að"Vestan"Hauk og Ástu frænku

Óli 70 ára 015 Annað mikið velgerðarfólk fyrir"Sunnan"Rúnar og Bína frænka

 

Óli 70 ára 021 Frændfólk að"sunnan"

Ég er góður í 2 til 3 manna hóp og helst fá að hafa orðið.En margmenni er mér eiginlega ofviða.En ég ætla að láta myndir sem vinur minn síðan í Stýrimannaskóla Gísli Ólafsson tók í"bjóðinu"

 

Óli 70 ára 028 2 breiðir bræður með frekar mjórri systir.Það mætti halda að maturinnn hafi allur farið í bræðurna en svo var nú ekki.

Óli 70 ára 027 Æskufélagi Gísli Summ á tali við Dóru stjúpu.Tv Sigvaldi Jónsson föðurbróðir

Óli 70 ára 014 Æskuvinur með frú.Baddi og Munda

Óli 70 ára 018 Góðir vinir til margra ára Sigurbjörn og Malla

 

Óli 70 ára 055 "Vestfjarðarmafían"Nei ekki svo ljót orð ,Með frænkunum að vestan

Óli 70 ára 009 "Magga frænka"Margrét Jónsdóttir föðursystir

Óli 70 ára 013 Kristbjörg hálfsystir og Óskar mágur

Óli 70 ára 030 Með hálfsystkinum Brynjari Kristbjörg,Ragnhildur Helga

Óli 70 ára 038 Þarna hefur dóttirin Ragnhildur Halldóra bæst í hópinn

Óli 70 ára 044 Með stjúpu sinni,dóttir og dótturdætrum Lindu Andreu og Ingibjörgu Söru.

Óli 70 ára 041 Það voru margar myndir teknar

Óli 70 ára 008 Ragnhildur Helga systir og Steini mágur

Óli 70 ára 047 Helga Lóa frænka og Ragnhildur Halldóra dóttir.

Ég læt þessari upptalningu lokið,og kveð þá sem skoðað hafa kært.

 


Klukkaður aftur

Minn góði blogvinur Helgi Þór hefur"klukkað"mig.Annar blogvinur minn Hafsteinn Viðar Ásgeirsson gerði það fyrir ári síðar.Er formúlan kannske önnur??En ég læt þá gömlu duga í bili: 

1.Fæddur í Keflavík 29-08-1938.Nýbúinn að halda upp á 70 ára afmælið í"Ljónagryfjunni"í Reykjanesbæ

 

2,Ólst upp á Ísafirði og í Borgarnesi

 

3 Byrjaði  í mai 1953 sem hjálparkokkur og skipsjómfrú(hreinsaði ælubakkana)á M/S"Eldborg"MB-3 sem þá var í vöru/farþegaflutningum:Reykjavík-Akranes-Borgarnes.

 

4, 1954 Byrjaði mína alvöru sjómensku sem háseti á Björg frá Siglufirði sem réri frá Grundarfirði

 

5.Eftir það háseti og bátsm á ýmsum togurum og bátum

 

6 Þvældist í gegn um Fiskimannin með próf 1963

 

7.2 dætur með 2ur konum.Giftur annari í 12 ár

 

8,Dyggur þjónn"Bakkusar"í tæp 30 ár en sagði upp vistinni fyrir 26 árum og hef lítið sem ekkert  haft saman við hann að sælda síðan nema að reyna að flytja hann milli landa.Eftir slys fór aftur í Stýrimannaskólan og kom út með Farmannapróf 1981.Eftir það stm og skipstj.aðallega hjá"Ríkisskip"Eftir misheppnaðan innflutning á varningi(sjá ofar) sem hefði átt að vera mér óviðkomandi fór ég í"Langfart"

 

9.Sigldi hjá erlendum aðilum aðallega Dönum í 15 ár.Fékk krabbamein í visst stjórntæki og missti það.Flutti svo til Vestmannaeyja,Ætlaði að framhalda þvælingi um heimin en fékk hjartaslæmsku í 1stu útmunstringu.Uppúr því hjartaaðgerð með tilheyrandi flutningi á æðum sem virtist vera nóg af í hægri fæti.Fór svo fullsnemma á sjó og damlaði með vini mínum Garðari Sveinssyni í Norðursjónum að passa rafmagnskapla.Kom heim eins og ílla undin tuska en fór fljótlega á Reykjalund.Og kom þaðan út vel yfirfarinn og sprækur.

 

10.Síðan þess látið leti og ómennsku hafa áhrif á lífernið og þyngdina.Legið yfir tölvunni og leitað að einhverju til að rífa kja... yfir.Er nýfluttur í "Himnaríki"að mínu mati.(þjónustuíbúð fyrir aldraða við"Elló"í Vestmannaeyjum)Líður þessvegna með eindæmum vel hér,vonandi í sátt við alla hér á Eyjunni..Gerir minna til með "Landann"Svo verður það spurningin hvort ég fer "upp"eða"niður"frá þessari lokaviðkomustöð.Mjög líklega niður því ég er mikið fyrir að fara auðveldustu leiðina.Er búinn að setja mig í vandræði með þetta árans klukk.Hvað gerir maður svo?

 


Bloggfærslur 12. september 2008

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband