Gamlir"kunningar"

Þegar maður er orðinn gamall með ónýtt bak og til einskins nýtur þá er gott að hafa,á ljótri íslensku sagt eitthvert"hobbý"Sumir spila golf.það kann ég ekki aðrið fara í hressandi gönguferðir eða sund.en það leyfir ekki bakið á mér.Ég er eiginlega bestur sitjandi í góðum stól sem verður þá að vera neð góðu baki,sem sagt öfugt við mitt.Þess vegna sit ég oft við tölvuna og kíki inn á"Veraldarvefinn"Segir maður ekki svo þegar maður vil vera gáfulegur í orðum/skrifum.

 

Ég hef stundum verið að rífa kja..yfir öllu mögulegu hér á blogginu.En minnugur minar fyrstu ferðar sem skipstjóri á strandferðaskipi þá held ég að svona kjaftrífelsi sé allsekki gott fyrir hina andlegu heilsu.Sú líkamlega er farinn fjan... til svo það er lítið hægt að gera við hana.Ég minntist á mína fyrstu ferð.Og minnistæðast við hana var lesefnið sem ég greip með mér.Það voru 2 eða 3 bindi úr ritsafni Steinars J Lúðvíkssonar:"Þrautgóðir á Raunastund" og svo endurminningar Theódórs Friðriksonar:"Í Verum"Fyrsta höfn var Ólafsvík svo voru þar á eftir Vestfjarðahafnir.Allt gekk að óskum.En ég skildi ekkert í að eftir að höfnunum fjölgaði án óhappa óx mér einhverskonar kvíði.Þetta var eiginlega í öfugu hlutfalli við veruleikan.

 

En svo laust niður í hausinn á mér:"Hvað ert þú að lesa góði maður"Jú ég var að lesa um óhöpp og slysfarir sem mér miklu færari menn höfðu lent í.Ég henti bók Steinars og byrjaði að lesa bók Theódórs.Og viti menn kvíðinn hvarf.Þessvegna held ég að mér henti ekki að vera alltaf að rífa kja.. og velta mér úr því sem mér finnst fara aflaga.Það er kannske gott um helgar en að halda sig á mjúku nótunum svona"hvurndags"Ég hef verið að vafra svolítið á heimasíðum með skipamyndum og oft tekur hjartað kipp er maðu sér"gamlan"kunninga.Innlenda og útlenda.

 

Bæði sem maður sigldi sjálfur á eða sá oft hér við land.Ég hef sent fyrirspurnir á nokkra staði út af"copýréttindum"og mér skilst að maður megi birta myndirnar ef maður notar þær án þess að hafa hagnað af.Og svo held ég að minn lesendahópur að fjölda til,geri ekki stóran skurk í þeim málum.Þessvegna langar mig að leyfa öðrum að njóta þessa með mér ef einhver hefur áhuga.Ég hætti hérna skrifelsinu en læt myndirnar tala,svona að mestu:

HOLMUR1929 Hólmur færeyist flutningaskip sem bar beinin við Ólafsfjörð.Hafði verið togari en var svo breytt í flutningaskip

Caterine Þessi ber nafnið Caterina.Hét í upphafi Esja(Var fysta strandferðaskipið sem ég leysti af sem skipstjóri á)síðan komu nöfnin"Kistufell.Lesja,Sonja,Sonja Helen,Helen og svo Caterina(2004)

 

Baltic Fjord Þessi hét fyrst Fjord síðan Ísberg(þarna leysti ég af sem skipstj og stm)síðan Stuðlafoss,Ice Bird.Sfinx,Fjord,Baltic Fjord,Endalok þessa skips urðu þau það kviknaði í því í dokk í Tallin 2006 og það var rifið þar sama ár.

Baroy 1 Þessi heitir Baroy.Hét fyrst Polstraum síðan Vela svo Hekla(ég var þar stm og afleysningaskipstj.)svo eftirfarandi nöfn:Búrfell,Katla,Nour Han,Lena,Baroy(2001)

Gullholm Þessi heitir Gullholm,Hét fyrst Lynx svo Askja,Lynx aftur og síðan Gullholm(1999)

Saga 2 Þessi hét fyrst Baltique svo:Summore,Frengenfjord,Saga I,Hvitanes,Ljósafoss (2001)Frekari afdrif veit ég ekki.

Maya Reefer Þessi hét í upphafi Hofsjökull,Síðan Stuðlafoss(þá var ég á honum undir stjórn Þórs Elíssona þess mikla heiðursmanns)Síðan hét skipið Malu,Miss Xenia.Maya Reefer,Skipið endaði sína daga í skipakirkjugarðinum í Alang(Indlandi)2003

IB í eigu Grikkja 2 þessi hét fyrst Dorrit Hoyer.Síðan Sverre Hund,Grímsey.Iris Borg,(ég var skipstj,á skipinu um tíma undir því nafni)Lindenes,Winco Mariner,Evripos(1995)

Sverre Hund Hérna undir nafninu Sverre Hund

HALIMAAWAL1965 ex Hvita Þessi hét þarna Halimaawal en hét einusinni Hvítá í eigu Hafskip

Jarl 01 Þessi hét upphaflega Sorte Jarl en svo Jarl(Björn Haraldson gerði skipið út með því nafni)síðan Khalaf,Ametlla,Jacky (1998)rifinn 1999.

Linz Þessi hét í upphafi Samba síðan Mambo svo Hvalvík,Hvalnes og svo1993 Linz

Nordvåg ex Blikur  Nordvik ex Lómur Þetta voru færeyisku tvíburarnir Blikur og Lómur.Þeir komu hingað til lands oft.Hér komnir undir annað flagg með önnur nöfn

Tananger Tananger var í leigu hjá Ríkisskip

463248 800 Orion er í eigu Samherja að ég held

Ocean Theresa Þetta skip hét í upphafi Coaster Betty (systurskip Coaster Emmy sem Ríkisskip hafði á"timecharter)en hét síðan Star Skandia.Skandia Aftur Star Skandia,Skandia,Green Skandia,enn og aftur Skandia og svo(2003)Ocean Theresa.Var hér á ströndinni þá í eigu Færeyinga en í"timecharter"hjá SÍS.Þarna er búið að lengja skipið.

Danstar Danstar var áður en henni var breytt í pallettuskip mikið hér á ströndinni.Og á ef mig misminnir ekki á það heldur dapra minningu af einni af Austfjarðarhöfnunum.

Fjord Ice Þessi hefur oft verið að"þvælast"hér við land.Síðast hér í Eyjum um daginn.Ég man ekki undir hvaða nafni.En hann hefur heitað mörgum.M.a:El Septimo,Septimo Reefer,Quasar,Everest,Frio Indianic,Loen Stream,Fjord Ice,Fiona(2006).Og að lokum læt ég Samphired ex Bretting fylga meðSAMPHIRE071207A ex Brettingur Með von um að þessu sé tekið með temmilegri nákvæmni hvað núverandi nöfn varðar og von um að einhver hafi haft eins gaman að sjá þessa gömlu"kunninga"og ég,þó kannske allar upplýsingar séu ekki alveg réttar kveð ég hingað lestna kært.Þetta er mest fengið"að láni"úr hinum mörgu skipsmyndaheimasíðum.Aðallega Shipspotting.Ég vil biðja menn ef þeir vita betur um einhver af þessum skipum að gera athugasemdir við þetta hjá mér..Lifið heil 


Bloggfærslur 9. júlí 2008

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband