3.7.2008 | 02:35
Upside-down
Maður verður að fylgja tískunnu,þessvegna þessi fyrirsögn.Ég skrifaði um daginn hve"blóðugt"mér þætti að sjá bara erlenda aðila sjá um að sýna okkar fallega land af sjó.Þar finnst mér einkennilega að staðið.En ég ætla mér ekki að tala um það það er víst ekki nógu fínt að tala um þess slags "túrisma"
Það er dálítið furðulegt að engu megi hrófla við inná hálendinu vegna þess að þangað eigi að koma erlendir ferðamenn og sjá ósnortna náttúru.En svo er á sama tíma talað um að byggja tilbúna fossa inn á hverjum firði eins og ónefnd listakona lét hafa eftir sér í fyrrnefndum Kastljósþætti og ég skrifaði um um daginn.Ekkert er hægt að gera nema að einhverjir svokallaðir listamenn komi það að.Hvorki að mótmæla neinu eða fyrirbyggja atvinnuleysi.Með þessum orðum er ég ekki að gera lítið úr Ólafi Elíassyni eða verkum hans.
Ég gæti trúað að verk hans minntu á mörg listaverkin sem maður hafði oft í mánuði fyrir augunum í strandsiglingunum.En maður er löngu hættur að botna í þessum svokallaðri list.Fyrir allmörgum árum kom "mikill listamaður"á að mig minnir á Listahátið.Hann settist á þ.v Útvegsbankatröppurnar og vafði á sér liminn.Í mínu ungdæmi hefði svona verið kallað"dónaskapur".
Í gærkveldi á Rás 1 í útvarpinu hlustaði ég á einn listamanninn sem sagði frá að hann hefði mígið á sig fyrir stóran hóp af fólki.Þ.e.a.s. listinn fólgst í að míga í buxurnar.Þetta hefði nú verið kallaður púra aumingjaskapur í mínu ungdæmi.Þarna sést kannske best hve gamall og veruleikafyrtur maður er sennilega orðinn.En ég er farinn að íhuga að gerast listamaður.En þar sem krabbamein gerði það að verkum að taka þurfti mikilvægt líffæri úr mér get ég sennilega ekki snúið mér að vafningunum en í buxurnar get ég pissað allavega enn sem komið er ef með þyrfti.Nú er bara af fara til Finnlands ljúga einhverjum fjandanum um fortíðina og pissa svo í buxurnar fyrir fullu húsi.
Maður gæti tekið upp listamannsnafnið:" Olav von Pí pí"Ég sé sé mig komin á Listamannalaun strax á næsta ári og þarf ekkert á ölmusu frá Tryggingarstofnun að halda.Fer bara til Finnlands pissa þar nokkru sinnum í buxurnar fyrir fullu húsi og lifi svo eins og konungur a ströndum Caribbean.Sea þess á milli.Sem betur fer er maður hættur að drekka svo að maður þarf ekkert að standa í að gera það ókeypis.
Ég skrifaði í kvöld um hve hlutir geta breyst í öndverðu sína.Vestmanneyjingar að fara að selja vatn til útlanda ónafngreindur maður hættur að reykja og drekka.Og það virðist allt vera að umhverfast.Hafró stendur fast á sínum fræðum þó allir sérfræðingar utan hennar séu á öndverðum meiði.Seðlabankinn stendur fast á sínum háu vöxtum þótt allir sérfræðingar utan hans segi að það eigi að lækka þá hér og nú.
Flugstjórar hjá Icelandair fúlir út í ráðherra utanríkismála vegna hve miklu fleiri flugtíma hún fær út úr sínu starfi heldur en þeir.Ljósmæður hóta öllu íllu svo fólk er farið að spara við sig kannske það eina sem þykir verulega skemmtilegt.2 ráðherrar moka og skrifa ávísanir fyrir nýjum álverum á meðan svo samráðherra vill loka þeim áður en þau opna.NASA gerir kvörtun við ríkistjórnina vegna rusls úti í geimnum sem kom svo í ljós að var hinn íslenski ráðherra fjármála sem tapaðisr út í geim fyrir nokkru og er víst enn að þvælast algerlega ójarðtengdur og fyrir öllum njósnagervihnöttum USA svo að þeim gengur ekkert við að drepa Talibana í Afganstan eða Al Kaidamenn í Austurlöndum nær og fjær
Og erlendir fjölmiðlar farnir að spá stjórnarslitum á Íslandi.Enda hljóta allir heilvita menn sjá að glundroðinn í þessari ríkisstjórn ríður ekki við einteyming.Þegar einn ráðherrann talar í Norður kemur sá næsti og talar í Suður og svo hinir í Austu eða Vestur eftir því hvernig stendur í bæli þeirra.Forsætisráðherra orðinn önugur við fréttamenn og lætur eins og allt sé í fínasta lagi þótt allir sérfræðingar hvers fræða þeir svo eru sega allt á hraðri leið til andsk......Eitt sinn kvað maður við föður sinn:"Ég er glataður sonur göfugs manns/girndanna aumur þræll/ég er á leið til andsk...../alfarinn vertu sæll/Kannske á þetta við um nútíma Ísland.Það er kannske of stuttur vegur frá moldarkofunum sem áar okkar buggu í uppí hallirnar sem við búum í í dag.Við erum kannske að fara með hina göfugu þjóð til fjand...
En nú þarf ég að fara að"æfa"mig fyrir listina ,þó að í þetta sinn fari það ekki í buxurnar.Þess vegna kveð ég þá kært,ef einhverjir hafa nennt að lesa þessar vangaveltur gamals skröggs sem ekki er sáttur við allt sem fyrir augu ber og í eyrum heyrist.En þó flest.Og allt hér í Suðurhafseyju Íslands.Vestmannaeyjum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.7.2008 | 01:00
Vatn og farþegaskip
Það má segja að ýmislegt snúist upp í öndverðu sína.Hver hefði trúað því fryrir 40 árum eða svo að Vestmannaeyjingar ættu eftir að flytja út vatn.
Það hefði verið eins fjarstæðukennt á þeim tíma og að ónefndur maður myndi kallast"stakur reglumaður"á seinni tímum.En svona geta tímar og menn breyst og sennilega í þessum tilfellum til batnaðar.Eða það skildi maður halda að minnsta kosti.
Clipper Adventure og Spirit of Adventure
Hingað til Vestmannaeyja koma nú hvert stórskipið á fætur öðru.Farþegaskipið Minerva II kom í byrjum júní,rétt á eftir eða þ 12 kom Clipper Adventure.27 júní Spirit of Adventure,29 júní Black Prince og 1/7 sjálfur Marco Polo.
Og svo er það vatnið.Í síðustu viku kom lítill dráttarbátur en hann á að hjálpa Henry P Landing við að leggja hina nýju vatnsleyðslu sem leggja á að öllu óbreittu á föstudaginn.Í dag kom Henry P Landing hingað,dreginn af dráttarbátnum Lucasi.Þannig að það hefur verið nóg að snúast hjá hafnarstarfsmönnum,þó svo að stærstu skipin kæmu ekki inn í höfnina.Ég stals inn á heimasíðu eiganda H.P.L og hér er árangurinn:
lagning á kapli/röri lagningsskipinu stjórnað af 2 dráttarbátum Rörið lagt á botninn. Dráttarbáturinn Thor sem kom í síðustu viku.Og dráttarbáturinn Lucas ex Susanne A sem dró H.P.L til landsin og kom í dag.Svo myndir af Henry P Landing
Einhvers misskilnings virtist gæta hjá Fréttastofu Sjónvarps í kvöld kl 2200 er þeir sögðu að skipið hefði verið byggt til lagningar vatnsleiðslunar fyrir 40 árum en það er ekki alveg rétt.Það er byggt 1930 og eins og segir á heimasíðu þess:"The vessel is built as a pontoon without its own propulsion machinery and is equipped with an anchor winch, 4 warp winches and 2 capstan winches complete with anchors, chains and wires. She has accommodation for 25 people".En hvort því hafi verið breytt fyrir vatnsleiðslulögnina fyrir 40 árum,það gæti verið.
Ef einhver hefur haft nennu til að lesa þetta kveð ég þann sama kært
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. júlí 2008
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar