27.7.2008 | 20:06
Nútíma farmennska
Það er með endemum hvernig farmenn nútímans eru"handeraðir"Fréttir af síendurteknum skipsránum og meðhöndlun útgerðarmanna á mönnum sínum vekur hjá manni óhug og hrylling.
Tökum flutningaskipið m/v Lehmann Timber sem dæmi.Skipinu var rænt út af strönd Sómalíu þ 28-05-2008.Því var haldið þar til 08-07-2008.Eftir að ræningunum hafði verið greitt lausnargjaldið:" $1,300, 000".Maður hefði nú haldið að útgerðin hefði látið skipið sigla til næstu hafnar til áhafnarskifta og kosttöku.En því var ekki að heilsa.Eftir að hafa verið sleppt lausu var skipinu stefnd að Persaflóa.
Útgerðin þóttist ekki geta greitt lausnargjaldið til þeirra þar sem skipip var statt.(Við akker út af strönd Sómalíu) En ef skipið færði sig á annan stað væri það hægara eða eins og rússneskur blaðamaður segir m.a:
"he won't be able to deliver ransom to the place vessel is anchored now (along Indian ocean Somali coastline), till 3 weeks later.If vessel could move to other position in Guls of Aden, it will be much easier for shipowner to deliver money, maybe in just 1-2 days.Og hann heldur áfram:
Herskipið USS Monsen sem kom vatni og vistum yfir í L.Timber
"But some of the pirates are afraid, because some local fighting began exactly in area m/v Lehmann Timber was asked to move to.".Skipverjar slippir og snauðir.Skipið án vatns og vista.Eða eins og blaðamaðurinn segir:
"Food supply is irregular and inadequate, and pirates prohibit crew to go out and take food provisions from safety rafts and boats. Now, with total blackout, there's no toilet, no chance to boil water for drinking, crew is hurdled on the bridge, about 0.5-1 sq.meter per person. Þann 12-07 um miðjan dag sendir skipið út neyðarkall svona segir rússneski blaðamaðurinn frá:
Staðurinn sem L.Timber sendi út neyðarkallið
"July 12, 22.30 moscow time (time on board, too) - master and crew decided to send distress message, main engine broke down, disabled vessel adrift in 14.11.6N 5821.4E, Arabian sea. Weather worsening, heavy swell. People exhausted by under nourishment and more than a month imprisonment, and they were informed, that salvage tug is delayed, arrival time unknown.
Under the circumstances, master decided to send distress call, which was sent at about 21.00 msc time July 12, and received by French RCC. Later distress call was confirmed and received by coalition forces Command Center and they dispatched a ship, ETA July 13, afternoon."og hann heldur áfram:
July 13, 10.00 LT - bulker, name unknown, came to assist, trying to transfer food and water on board of m/v Lehmann Timber, weather stormy, they're trying to transfer supplies by raft. Navy ship ETA 13.00 LT, and then they'll decide what to do, either to evacuate crew or to wait for a tug. Anyway, there's bulker standing by, and navy nearing, looks like no immediate danger by now"
Herskipið mun hafa komið vistum til hins nauðstadda skips.Síðan kom dráttarbáturinn Dubai Moon taug í skipið og dró það til hafnar í Salalah í Oman.Svo veltir rússneski blaðamaðurinn þessu fyrir sér í lauslegri þýðingu:" Skipið kemur til Salalah í Oman,í drætti í fyrrinótt.engir bladamenn fá að koma um borð eða menn frá þeim löndum sem mennirnir komu frá
Aðeins eigandinn og hans fólk - Og einhv. milligöngumenn frá London síðan er áhöfnin (undirmenn) flutt a óþekktan akvörðunarstað. (líkl. flugvöll) án læknisskoðunar. - Yfirmennirnir rússneskur skipstj. 4 ukrainumenn og einn eistlendingur voru boðið hótelgisting, læknisskoðun og eins mánaðarlaun. - ekki eins og skaðabætur (e.compensation) heldur sem laun fyrir 1 mánuð. Óskir um bætur fyrir einkaeigur og peninga var hafnað.
En einmitt skipið var tryggt,en ekki áhöfnin!!! Hvað gengur á?Er útgerðarmaðurinn orðinn klikkaður?Áhöfnin bjargar skipinu fyrir hann og hann býður þeim ekkert,ekki einu sinni læknishjálp,eða tækifæri til að jafna sig.Svo talar hann um að eitthv. sé svakalega gruggugt í þessu öllu og eigi ekki að komast upp á yfirborðið???Svo mörg voru þau orð.Þarna er um að ræða þýska útgerð.
Þessa mynd kalla þeir Gehard-Merkel
Angela Merker kanslari Þýskalands getur ekki heimsótt Kína vegna mannréttindabrota hinna síðarnefndu.Svona er nú andsk..... tvískinnungshátturinn í stjórnmálum.Önnur valdamikil kona,hér um lands kvaðst ekki líða mannréttindabrot,hvar sem þau væri framin.Ég segi nú ekki annað en að þessar dáyndis konur ættu að líta í eigin rann.
Þessi saga af þýskri útgerð er með svo miklum endemum að manni sem gömlum sjómanni flögrar.Manni flögrar við mannfyrilitningunni sem þessir menn sína.Yfirgangurinn og græðgin er óskiljanleg.Svo er talað um mansal .þegar um konur er að ræða.Ég er fullviss um að ónefndur kráareigandi hér á landi sýnir stúlkum sínum meiri virðingu en þessi þýska útgerð sínum mönnum.
Ég er ekkert að gera lítið úr konum þó ég orði þetta svona.Er of hrifin af þeim til þess.Og er heldur ekki að mæla vændi bót.Satt að segja og er það reyndar heilagur sannleikur að ég gat eiginlega aldrei notað mér slíka þjónustu.Vildi hafa fyrir hlutunum sjálfur.Gat ekki ráðist að næstu konu og borgað svonalagað fyrirfram.Og pían kannske að lesa"Grimsby News"á meðan á áhlaupinu stóð.Nei ég kunni ekki við þessslags viðskifti
Góður blogvinur minn Jóhann Páll sagði í svari við athugasemd frá mér:" farmennskan er ekkert spennandi lengur enda er þetta allt að fara til fjandans og útlendingar streyma í störfin og verkalýðsfélögin aðhafast ekkert í þeim málum."Það hafa fáir menn verið ötulli en Jóhann að berjast fyrir öryggi og kjörum sjó-/farmanna.Og þegar menn eins og hann segir svona já þá er nú farið að hallast á"truntunni"Ég segi nú ekki meir.Hingað lesnir kært kvaddir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2008 | 14:06
Ísbjarnardráp???
Mér finnst orðin"segja frumskógartrommurnar"vera betri orð yfir sögur sem ganga manna á milli og eru hvurndags kallaðar"kjaftasögur"Nú segja frumskógartrommurnar frá því að ferðafólk sem statt var um daginn nálægt þeim stað sem aðrir ferðamenn töldu sig sjá ísbirni á Ströndum um daginn hafi heyrt 2 skot á svipuðum slóðum.Í frétt Vísis.is þ. 20-07-08 segir m.a:
"Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði voru kölluð út eftir að hópur ferðamanna taldi sig hafa séð tvo ísbirni á ferð skammt frá Hvannadalsvatni, milli Hornvíkur og Hælavíkur á ströndum, um klukkan níu í gærkvöldi."og svo seinna í fréttinni:
"Þyrlan sveimaði yfir svæðinu til klukkan hálf þrjú í nótt en engir ísbirnir fundust og telur lögregla að um missýn hafi verið að ræða en vill koma því á framfæri að allar svona tilkynningar séu teknar alvarlega".
Kindur??? varla.Álftir ??? varla.Það skyldi þó aldrei vera að"Bjössa"hafi verið banað og"líkinu"laumað burt bara svona til að æsa ekki "lýðinn"meira upp.Málinu lokið án alls"fjölmiðlafárs"Hvað veit maður?En svo getur hljómur trommana brenglast í rigningunni og engin skot hafi heyrst.Ekki veit ég.Kært kvödd
Líka hneykslast á ísbjarnardrápi 1974 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 27. júlí 2008
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar