Vangaveltur

Maður situr stundum og veltir hlutum fyrir sér.T.d hvernig menn fara eftir lögum landsins.Tökum 2 menn sem dæmi.Annar er svokallaður "afbrotamaður"og hefur verið t.d.notaður sem fyrirmynd í sjónvarpsauglýsingu tryggingafélags hinn er ráðherra fjármála.og er oft sýndur í sjónvarpi.Hvað eiga þessir menn sameiginlegt.Að mínu mati það að hafa brotið lög.Ekki það að ég telji mig einhvern hvítþveginn engil langt frá því.Sá fyrrnefndi hefur brotið Hegningarlög sá síðarnefndi Fjárlög.Ég hefði haldið,að menn eigi að fara eftir lögum.Fara eftir Hegningarlögum jafnt og Fjárlögum.Eiga ekki líka allir þegnar að vera jafnir gagnvart lögum þessa lands.Nú veit ég að margur hugsar"Bölvaður þvættingur er þetta hjá þér.Þú getur ekki borið saman afbrotamann af götunni og ráðherra.

 

Það er nefnilega það sem er að,finnst mér.Það er ekki sama hver brýtur lögin.Hvað hef ég fyrir mér í þessum samanburði.Jú.t.d.þetta:"Vegna ummæla fjármálaráðherra um fjárheimildir Vegagerðarinnar þykir Ríkisendurskoðun ekki úr vegi að vísa til umfjöllunar um fjárreiður hennar í nýútkominni skýrslu stofnunarinnar um framkvæmd fjárlaga 2006. Í skýrslunni er bent á að rekstrarútgjöld Vegagerðarinnar hafi farið rúmlega 500 milljónir kr. fram úr fjárheimildum í árslok 2006 og þar af eiga að mati Ríkisendurskoðunar um 300 milljónir kr. rætur að rekja til útgjalda vegna kaupa og breytinga á hinni nýju Grímseyjarferju""Þetta er tilv í skýrslu Ríkisendurskoðun.Er það ekki lögbrot að fara fram úr heimildum löggafans Kostnaður við kaup og endurbætur á Grímseyjarferjunni Sæfara varð 553 milljónir króna, sem er 403 milljónum yfir upphaflegri kostnaðaráætlun.Í viðtali við Fréttablaðið í dag 03-05 segir Jón Rögnvaldsson m.a:

 

" Það jákvæða segir Jón að Grímseyjarferjan standist allar kröfur sem til farþegaferju eru gerðar og kostnaður sé lægri en ef byggt hefði verið nýtt skip.""Ég spyr hvaðan hefur hann það.Í fyrirspurn nv ráðherra samgangna frá því á síðasta þingi sagði m.a:" En ég vildi geta þess - það er innlegg í fyrirspurnina sem hæstv. ráðherra mun svara - að í skipasmíðageiranum hér á Íslandi er talað um að 29 metra langur togari í nýsmíði kosti 350-400 millj. kr., ekki meira, sem er svipuð upphæð og kaupverðið á þessari gömlu ferju frá Írlandi, plús útboð og plús allur sá aukakostnaður sem fellur til.Nú er mér sagt að ekki sé mikill munur á að byggja lítinn togara eða ferju, það sé að sjálfsögðu munur á útbúnaði en kostnaðurinn sé svipaður.""Tilv lýkur

 

Ég spyr:"Af hverju var ekki hægt að nota ferjuna"Baldur"til Grímseyjaferða.Að mínu mati miklu meira skip og alveg yfirbyggt.Að vísu hefði þurft að gera einhverjar breytingar á hafnar aðstöðu á viðkomustöðunum. En hefði það komið nokkuð nálægt þeim 553 milljónum sem hent var í hina nýju ferju.Það er líka áhugavert að athuga yfirlýsingu Sæferða í Stykkishólmi vegna sölu Baldurs:

 

" Í þessu sambandi má einnig nefna að Sæferðum bauðst t.d. ferja frá Noregi sem kostaði á núvirði um 25 millj. en hún tók jafnmarga bíla og gamli Baldur (20 bíla) og 250 farþega.""Þetta var skrifað í mars 2008.Ja það hafa verið miklar breytingar á ferjumarkaðnum..Og Jón endar viðtalið á:" Jón segir að hafi fjárreiðulög verið brotin sé ábyrgðin hans en þau lög séu ósveigjanleg og taki lítt mið af hraða í ákvörðunum og framkvæmdum í nútímaþjóðfélagi.Þurfa þá ekki hegningarlögin að vera sveigjanlegri í nútímaþjóðfélagi.Ég bara spyr,en ég hefði haldið að yfirmaður fjármála gæti heldur ekki fríað sig ábyrgð í þessu máli.

 

Einnig segir Jón í fyrrgreindu samtali:" Spurður að því af hverju verksamningi hafi ekki verið rift segir Jón að það hafi verið erfitt. „Samskiptin við verktakann voru afleit en sannleikurinn er sá að þegar verkkaupinn er kominn með skip upp í kví hjá sér.þá er mjög erfitt að ná því þaðan."""Það er nefnilega það.Skelfing er vald þessara manna lítið allavega ástundum..Og svona í endirinn þá fékk"Ríkið" fékk í heild um 53 milljónir kr., en hagnaður Sæferða við söluna á Baldri áfram eftir að hafa átt skipið í aðeins 2 mánuði var 55 milljónir.

Nú verðu gaman að sjá hvort ráðamenn í þessu máli ætla að vaða yfir okkur almenninginn í landinu á"skítugum"skónum eina ferðina enn.Eða verður einhver látinn taka ábyrgð á þessum 2 málum.Er samstaðan sem hjúkrunarfræðingar sýndu þegar átti að vaða yfir þá,á skítugum skónum komin til að vera hjá almenningi.Hingað lesnir kært kvaddir


Bloggfærslur 3. maí 2008

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband