28.4.2008 | 15:12
Farmenn og fl
Mig langar að leyfa mér að hafa skoðun á núinu.Hvernig komast.unglingar dagsins í dag að atvinnuvegunum t.d. sjómennsku.Og hvernig snýr heimurinn að þeim með öllu sínu yfirgengilega auglýsingaflóði og öllum þessum raunveruleikasjónvarpsþáttum.Ég lýsti því um daginn hvernig Reykljavíkurhöfn heillaði mig óharnaðan ungling utan af landi.
Nú sjá unglingar engin skip nema í fjarska.Enginn fær að koma lengur að þeim.Enda kannske engin áhugi fyrir að sjá útlenska"dalla"með mönnum um borð sem skilja ekki íslensku.Er nokkuð gert af skólum til að kynna þeim undirstöðuatvinnuvegi landsins.Siglingar,fiskveiðar,landbúnað Íslendingar kenndu því löngum um að þeir hefðu glutrað niður sjálfstæði sínu í öndverðu vegna þess að þeir létu siglingar úr höndum sér og urðu eingöngu upp á náð og miskunn norskra kaupmanna komnir með ferðir landa á milli.
Í náinni framtið verðum við að vera undir náð og miskun erlendra manna um mönnun þeirra skipa sem hingað sigla.Ég heyrði einusinni einn af forráðamönnum skipafélags halda þvi fram að sjómaður væri sjómaður hvar sem er í heiminum.Það er að vísu alveg rétt.En reynsla manna er ekki sama af Kyrrahafinu og Atlantshafinu.Menn hljóta sína reynslu af því hafsvæði sem þeir eru vanastir að sigla á.Mér kemur í hug er "harbourcaptain"frá Salemskipafélaginu sænska kom eina hringferð með okkur á m/s Hofsjökli.Þeir voru,hjá Salem að hugsa um að bjóða í flutninga á frosnum loðnuafurðum beint til Japan.Eftir ferðina hristi hann höfuðið og sagð eitthvað á þá leið að hann treysti ekki sínum skipstjórum að sigla hingað.Ef augu stjórnvalda fara ekki að opnast hvað farmennskuna varðar þá erum við í djúpum sk...
Ráðamenn ættu að rifja upp ræður fv forustumanna þjóðarinnar þegar þeir minnast á sjálfstæði og siglingar. Gamli sáttmáli var undirritaður á árunum 1262-64 sem færði Íslendinga undir Noregskonung gegn því að honum yrði greiddur skattur sagðist hann skyldu tryggja reglulegar siglingar til landsins og frið.Margir ráðamenn hér á árum áður töldu við hafa fengið sjálfstæðið til baka þegar við náðum siglingunum í okkar hendur.Mér finnst íslendingar í dag þurfa að íhuga þessi mál gaumgæfilega.Við eigum enn sem betur fer dugandi farmenn sem görþekkja aðstæður við þetta land.Ég minnist þess á"Ríkisskips"árunum þá var nokkuð stór útlenskur dallur að lesta fiskimjöl á Austfjörðum.Á þessu skipi voru allavega hásetar frá suðurlöndum.
Þetta var um vetur og íslensk veðrátta í essinu sínu.Verkamenn úr landi þurftu að opna og loka lúgum ef veðurskilyrði kröfðust þess.Ég man að annað skip beið lestunnar út á einni höfninni en þessi harðneitaði að hreifa sig fyrr en það yrði almennilega bjart.Það getur orðið töf á slíku þegar dagur er sem styðstur á þessu landi.Ef mér misminnir ekki þá var slóð af brotnum bryggjum sem hann skildi eftir sig.Ég lenti í óhappi á suðlægum slóðum sem ekki hefði skeð ef ég hefði verið kunnugur hafsvæðinu.Það er eins og við íslendingar byrgum aldrei brunninn fyrr en barnið er dottið niður í ´ann.
Við ættum að taka okkur tak Íslendingar og styðja við bakið við alíslenska farmennsku.Íslendinga verða að skila þýðingu íslenskrar farmennsku.Við verðum að sjá dimmubakkan út við sjónarrönd hvað þetta varðar.Við finnum oft fyrir því hér í Eyjum ef Herjólfur stenst ekki áætlun sína hverra ástæðu það nú er.Eybúar eru fljótir að finna fyrir ef siglingar hindrast af einhverjun ástæðum.Það virðist eins og við heyrum aldrei í aðvörunnarbjöllum hvar hvenær þær glymja.Munið eftir orðum ráðamenna í fyrra er danir og fl voru að skrifa um íslenskan efnahag.Hvað kom svo í ljós.Ég læt þetta nægja í bili og kveð ykkur sem lesið hafa kært
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 28. apríl 2008
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar