20.4.2008 | 00:08
Sjómannadagurinn 70 ára
Árið er 1938.Og mánuðurinn júní.Í Gamla Bíó er kvikmyndirnar"Engillinn"með Marlene Ditrich í aðalhlutverkinu kl 7.9 og svokölluð alþýðusýning kl 5.Og"Tarsan strýkur".Ég vissi nú ekki að hann hefði nokkurtíma strokið,en það skeði nú áður ég fæddist.Þetta með alþýðusýningu skýrist að ég held í auglýsingu Nýja Bíó sem auglýsir kvikmyndins"Reimleikarnir á herragarðinum"með þeim"Litla og Stóra.Frægum hetjum okkar stríðsáraárgöngunum ásamt þeim"Gö og Gökke","But Abbot"og "Lu Kastelló"að ógleymdum Roy Rogers.Í sömu auglýsingu segir um sýningartímann:kl 3(fyrir börn) og kl 5(lækkað verð.)
Til v þess tíma(1938)kaupskip t.h þess tíma línuveiðari
T v þess tíma togari t,h þesstíma mótorbátur
Fyrsti sjómannadagurinn var haldin hátíðlegur mánudaginn 6 júní(2 Hvítasunnudag)Í leiðara í Mogganum þann dag segir m.a:Það er mjög vel til fallið að láta sjómanninn fá sinn dag.Ekki til þess sérstaklega að nota daginn til að ausa yfir hann væmnu lofi heldur hins ,að minnast þess,hvað hægt er að gera til þess að tryggja líf hans í baráttu n við hin óblíðu náttúruöfl"Svo segir blaðið frá hátíðarhöldum Sjómannadagsins þ 8 júní með stæðsta letri í fyrirsögn:"Stórfengleg hátíðarhöld sjómanna"og svo með svolítið smærra letri:"Virðulegasta og mesta skrúðganga sem hér hefur sést"Svo liðu árin og dagurinn festist sig í sess
Minnisvarðinn um óþekkta sjómanninn
Ég geri nú ekki ráð fyrir því að margir núllifandi Íslendingar viti hver hvílir undir minnismerki óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði.Þetta er kannske ekki rétt til orða tekið,en sá sem hvílir þar er sannarlega óþekktur en svo er mál með vexti að nokkru eftir að b/v Skúli fógeti fórst 1933 við Grindavík rak óþekkanlegt lík ekki fjarri strandstað Skúla og jarðsetti sr Árni Sigurðssoin líkið í Fossvogskirkjugarði 27 maí sama ár sem óþekkta sjómanninn.Af strandi Skúla segir þv bóndinn á Stað í Grindavík Gamalíel Jónsson, í viðtali við Birgir Kjaran í Lesbók MBl árið 1960:
"Svo strandaði Skúli fógeti hér á Staðarmölum. Þú sérð þarna, beint út af. Það var svona klukkan að ganga sex um nóttina, sem við vissum um það. Það komu að austan tveir menn og létu okkur vita. Karl heitinn Guðmundsson fór niður um nóttina og var að hlusta á veðrið frá Vestmannaeyjum, og þá heyrir hann, að það var kallað út, að Skúli fógeti væri strandaður. Það var stöðin í Vestmannaeyjum, sem kallaði þetta út með verðinu. Hann vakti mennina og fór að leita, og svo ræstu þeir okkur. Við höfðum komið heim að Stað um nóttina kl. tvö frá aðgerð. Það var mikið brim, og það var langt að skjóta út í Skúla. Línan var 97 faðmar. -
Já, það það mátti ekki miklu muna. Það var síðasta línan, sem náðist í. Við áttum ekki fleiri. Það var seinasta skotið, sem hægt var að skjóta. Við voru svo heppnir, að vindurinn bar línuna upp að mastrinu, þar sem þeir sátu á hvalbaknum, og einn gat teygt sig í hana. Þeir voru sumir mjög þrekaðir, skipsbortsmennirnir, en einn var þó ótrúlegt hraustmenni, og var hann ekki nema 16 ára gamall. Hann hljóp eins og krakki þegan hann kom upp á kambinn, hreint eins og ekkert hefði í skorist. Það var mikið tekið eftir því. Það var Sæmundur Auðunsson, sem síðar varð skipstjóri á Akureyrartogurunum. Þeir fórust 14 á Skúla, en 24 var bjargar, svo ver hefði getað farið þar, ef síðasta línan hefði brugðizt"Í lögum um Sjómannadag sem eru nr 20,26 mars 1987 sem tóku gildi 14. apríl 1987.segirm.a:
1. gr. Fyrsti sunnudagur í júnímánuði ár hvert skal vera almennur frídagur sjómanna með þeim undantekningum sem um getur í lögum þessum. Beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skal sjómannadagur haldinn næsta sunnudag á eftir.
Sjómannadagurinn skal vera almennur fánadagur.
2. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til sjómanna á íslenskum farskipum sem sigla milli Íslands og annarra landa. Þó skal farskipi, sem liggur í íslenskri höfn og eigi hefur látið úr höfn fyrir kl. 12 á hádegi á laugardegi næstum á undan sjómannadegi, eigi heimilt að láta úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
Ferjur milli lands og eyja eru undanþegnar ákvæðum 1. gr.
Strandferðaskip og sanddæluskip skulu halda höfn þar sem þau eru stödd á sjómannadag.
3. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til skipa Landhelgisgæslu Íslands. Stjórn Landhelgisgæslunnar ber þó að sjá til þess að skipin séu í höfn ef þau hafa ekki aðkallandi verkefnum að gegna að hennar mati.
4. gr. Hafrannsóknastofnunin skal skipuleggja rannsóknaleiðangra þannig að skip geti leitað hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láti ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
5. gr. Öll fiskiskip skulu liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
Skipverjar skulu ekki vera skyldir til vinnu við skipið eftir kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag nema öryggi þess sé í hættu.
Ákvæði 1. mgr. eru frávíkjanleg ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað, enda sé skipshöfn kunn sú fyrirætlan áður en veiðiferð hefst. Einnig má víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar.
6. gr. Útgerðarmaður og skipstjóri bera ábyrgð á því að farið sé að ákvæðum laga þessara. Brot gegn lögunum varða sektum í ríkissjóð.
7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Einn af svokölluðum nýsköpunartogurum
Svo er þetta í fréttum 3 júní 2007: Haldið var upp á sjómannadaginn í 69. sinn í dag og fara hátíðahöld fram víða um land þó ekki á Akureyri og Dalvík. Í Hrísey og á Árskógsströnd var dagskrá í gær í tilefni sjómannadagsins..Mér fynnst satt að segja með ólíkindum að svona geti skeð.Akureyri þessi mikli útvegsbær(hélt ég að minnsta kosti)sagði pass.Þetta kom frá þeim á Akureyri:
" Sjómannafélag Eyjafjarðar sendir sjómönnum um land allt bestu kveðjur með von um að þeir og fjölskyldur þeirra eigi góða og ánægjulega helgi fyrir höndum. Til hamingju með daginn!"Og eða Dalvík.Mér er fjandans sama um einhverjar nafnbreytingar og aðrar tilraunir til að eyðileggja þennan dag þ.e.a.s.Sjómannadaginn með að halda einhverja bryggjudaga eða einhverja hátið hafsins.Ráðherra sjávarútvegs ætti að skammast sín fyrir að vera að hæla sér yfir hve vel hafi tekist með hátíð hafsins.Á það að vera einhver sigurhátíð hafsins yfir föllnum sjómönnum.Ef þarf að halda hátíð til heiðurs hafinu þá má gera það á öðrum degi.En á Sjómannadagi eigum við að fagna sigrunum við hafið og syrga ósigrana.Víst er hafið göfult og fyrir því þarf að bera mikla virðingu en það er líka ógnvekjandi og hefur höggvið óbætandi skörð í hóp íslenskra sjómanna.Og mér finnst satt að segja lítil eða engin ástæða fyrir ráðherra sjávarútvegs að vera að hylla það sérstaklega nú um stundir.
Ég skora á íslenska sjómenn(þar með taldar fjölskyldur þeirra)að taka þátt í að hylla sjómannsstarfið og minnast fallina félaga og að landi komna,úr hrakningum með mikilli þátttöku í hátíðarhöldum Sjómannadagsins um land allt á 70 ára afmæli dagsins næstkomandi júní.Munið það sjómenn hvar sem þið starfið hvort það er far eða fiskimennska sem þið stundið að þið eruð að berjast við sömu öflin sama hver fleytan er.Mér finnst það tregara en tárum taki að hugsa til farmannastéttarinnar.Hugsa til árana fyrir 1980 þegar 450-500 sjómenn störfuðu á kaupskipum og um 120 menn á varðskipum.Vitanlega hefur fiskimönnum líka fækkað en mér finnst það af öðrum toga
Einhverntíman á þessum árum sagði Guðmundur Hallvarðsson fv þingmaður og að mínu viti mikill baráttumaður fyrir íslenska sjómenn"Okkar málstaður má aldrei falla í gleymsku"Munið það sjómenn.Englendingurinn talar um "Centleman of Sea"þegar þeir vilja nefna sérlega góða sjórmenn.Ég var rúm 50 ár á sjó og sigldi með mörgum svoleiðis,Það fer nú að síga á seinni hlutan á þessu skrifelsi.En mér varð hugsað til málsháttarins"batnandi manni er best að lifa"þegar ég las eftirfarandi á heimasíðu"Sjómannafélags Eyjafjarðar þar sagði m.a."Þá fögnum við auðvitað mjög þeim orðum forstjóra Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar, að Samherji hefði sannarlega lagt sitt af mörkum til að halda hátíð á sjómannadag ef haft hefði verið samband.Í okkar huga er málið því skýrt:
Eitt af fallegustu skipunum sem sigldu á gullaldar árum íslenska kaupskipaflotans sem nú er að blæða út
Við blásum til sóknar að ári og skipum sjómannadeginum þann heiðurssess sem hann á skilið"Ja alltaf er Samherjiinn miskunsamur ég segi nú ekki annað.Ég vil enda þennan pistil með að segja við núverandi íslenska"Centleman of Sea"munið eftir að taka þátt í 70 ára afmæli Sjómannadagsins.Hingað lestnir kært kvaddir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 20. apríl 2008
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar