Ísland og mannréttindi

 

Um leið erum við ekki að hvika frá eindreginni stefnu íslenskra stjórnvalda, sem er sú að mótmæla hvers konar mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin"Þetta segir ráðherra menntamála Íslands núna. Skelfing er nú það mikið fagnaðarefni að fá svona ummæli frá íslenskum ráðherra nú um stundir.

 

Í Mannréttindasáttmála SÞ segir m.a:"Mannréttindi eru grundvallarréttindi fyrir okkur sem mannlegar lifandi verur. Án mannréttinda, gætum við ekki þroskast til fulls og notað mannlega hæfileika okkar, gáfnafar, hæfni og andlega eiginleika.Sameinuðu þjóðirnar ákváðu almennan stuðul fyrir mannréttindi fyrir allar þjóðir árið 1948, þegar mannréttindayfirlýsingin var staðfest.

 

Með yfirlýsingu þessari samþykktu ríkisstjórnirnar skyldur sínar til að sjá til þess að allar mannverur, ríkar sem fátækar, sterkar sem veikar, karlmenn og konur af öllum kynþáttum, skuli meðhöndla á sama hátt. Yfirlýsingin er ekki bindandi að lögum aðildarríkjanna, en vegna útbreiðslu hennar um heim allan, skuldbinda ríkin sig siðferðislega, til að framfylgja henni."Íslendingar eru aðilar að Mannréttindasáttmála SÞ"Svo segir áfram m.a:"Þegar ríki hefur undirritað alþjóðlegan samning um mannréttindi þá ber því að fara eftir þeim ákvæðum sem að finna má í samningnum. Ríkið er skylt að vernda mannréttindi einstaklinganna sem að búa innan lögsögu ríkisins"

 

Svo fá íslenskir ráðherra þetta: „Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðar að íslenskum stjórnvöldum beri að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið og greiða tveimur sjómönnum bætur fyrir að hafa ekki fengið úthlutað kvóta"Og þar segir m.a:"Í niðurstöðu meiri hluta nefndarinnar segir að meginálitaefnið sé hvort kærendur verði að lögum skyldaðir til að greiða samborgurum sínum fé til að afla sér fiskveiðiheimilda sem séu nauðsynlegar til að eiga kost á að veiða í atvinnuskyni kvótasettar fisktegundir í eigu íslensku þjóðarinnar.

Tekið er fram í áliti nefndarinnar að hópum fiskveiðimanna á Íslandi sé mismunað. Einn hópur fiskveiðimanna hafi fengið ókeypis fiskveiðiheimildir af því að hann stundaði fiskveiðar á þar tilgreindum fisktegundum á tímabilinu frá 1.11.1980-31.10.1983. Sérstaklega er tekið fram að þeir sem þannig háttar til um þurfi ekki að nota fiskveiðiheimildir sínar en geti selt þær eða leigt til annarra. Annar hópur fiskveiðimanna þurfi að kaupa eða leigja kvóta frá fyrri hópnum eða af öðrum sem hafa keypt kvóta af honum ef þeir vilja stunda veiðar á kvótasettum fisktegundum af þeirri einföldu ástæðu að þeir áttu ekki eða ráku fiskiskip á ofangreindu tímabili. Meiri hluti nefndarinnar telur að slík mismunun sé grundvölluð á ástæðum sem samsvari eignarstöðu"

 

Vegna þessa alls fagna ég ummælum  ráðherra menntamála.En mér sýnist hún ekki vera sannfærandi.Ég get vel skilið frúna að hana langi  á setningu og lok ólympíuleikanna í Peking.Ég myndi vel þiggja svona boð.Og"strunta"í öll mannréttindi á Íslandi Tíbet eða hvar sem er ef mér biðist slíkt.Maður verður nú að taka tilllit til mannana með peningana.Og líka heija á íþróttamennina okkar.Það er kannske alveg nóg að vera mannréttindasinni í hjáverkum.Kært kvödd


Bloggfærslur 17. apríl 2008

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband