1.4.2008 | 17:40
Líf,heilsa og löggæsla
Þar nú svo bæði með vélar og menn að þegar þau eldast þurfa þau meiri aðgæðslu og ummönnun.Ég tala nú ekki um þegar keyrslan hefur verið í óhófi hér áður fyrr.Í dag er 1sti dagur minn"på fri fod"eftir algera yfirferð hjá hinum ágæta yfirlækni Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og hinu ekki síðra ágæta starfsfólki sem þar starfar.Það er nú efni í sérstakt blogg.Það má segja að maður hafi verið tekin frá A-Ö.Síur hreinsaðar,pumpan athuguð og króntappinn ,ja við skulum ekki tala um hann.Svo voru allskonar tegundir efna prófaðar til að halda þessu gamla"hrói"í sem besta lagi.
Svo nú er sá gamli komin í,allavega skoðunarfært ástand.Nú ég var að væla um daginn um tölvuskort ella heldur vandræði með gamla tölvu sem komin er í aftökuklefann.Og enn hef ég heppnina með mér eins og í heilsufars málum Ritstjóri"Heima er best" vill hlaupa undir bagga með mér gegn því að fá aðgang að þessu "grúski"mínu og fá að birta þar það sem ég kem til með að grúska af neti og úr minni mínu á næstunni.Svo að ef einhver hefur áhuga á tilvonandi grúski mínu þarf sá hinn sami að kaupa það blað.
En ég kem nú til með að skifta mér svolítið af líðandi stund og birtra hér.En ég hef nú frekar lítið fylgst með landspólitíkinni.Blöðin bárust illa inn á deildina sem ég lá á og ég hreinlega grét það ekki.Og ég nennti oft ekki að horfa á sjónvarpið.En eitt er það mál sem mig langar að rífa kja.. yfir.Það er þetta með hringlið með embættin á Suðurnesjum.Hvað er eiginlega í gangi.Hverjum er það í hag að ganga svona blákallt gegn vilja flestra sem að mínu mati hafa vit málinu.Það virðast vera til sterk öfl í landinu svo sterk að enginn,sem þekkir til þeirra þorir ekki að nefna þau..Hvaða öfl eru það sem stóðu t.d. bak við hótanirnar í garð löggæslumanna í Keflavík.?
Hvaða öfl standa á bak við smyglið á eiturlyfjunum til landsins?Öfl sem þeir sendiboðar sem"skotnir"eru þora ekki að nefna nöfn á.Dettur t.d. einhverjum í hug að "Pólstjörnu"smyglið hafi verið"fjármagnað"af þeim sem dæmdir hafa verið fyrir?Getur verið að það sé"einhverstaðar" verið að þrýsta á einhverja til að veikja þær varnir sem Lögæslan á Suðurnesjum er búin að byggja upp.Þó alltaf sé verið að"skjóta sendiboðana"þá hlýtur Það að skaða "þessi"öfl sem standa sennilega að baki meirihluta smyglsins á eiturlyfjum til landsins.
Hver sem þau eru og hvernig sem þau starfa hlýtur það vera þeim til hagsbóta ef fleinn er rekinn í hold löggæslunar á Keflavíkurflugvelli.Ég hef hlustað rökin bæði með og á móti þessum áætlunum og mér finnst satt að segja að rökin á móti þessum, áformum sterkari en þau sem eru með.Og hugsið ykkur um leið og milljarðar eru lánaðir og gefnir nokkrum vildarvinum í formi húseigna á Vellinum er farið á sjá á eftir nokkrum milljónum til þess að æskulýður þessa lands verði sem mest án eiturlyfja.Verið ávallt kært kvödd og heilt lifandi.
Bloggfærslur 1. apríl 2008
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar