7.2.2008 | 17:23
Einbeiting kannske ekki alveg 100%
Orrustuflugmenn á Viagra? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2008 | 01:07
Steypirinn
Steypubíll í höfnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2008 | 00:57
Vega mann og annan
Skelfing finnst mér vegið að blogvinkonu minni Kolbrúnu Stefánsdóttir þegar athugasemd hennar á bloggi Hjartar J Guðmundssonar er misskilin og það all verulega að mínu mati.Ég hef bloggað töluvert um sjómenn og Kolbrún er ein af fáum konum sem hafa komið inn á bloggið mitt og gert athugasemdir.
Ef einhver getur lesið einhvern óvilja hjá henni til sjómanna í þeim þá veit ég ekki með hverskonar gleraugum menn lesa blogg yfirleitt.Ég held að bloggvinkona mín hafi komið,óvart að vitlausum enda þegar hún segir:"Reyndar er það mín skoðun að flestir karlar sem eru til sjós séu það af því þeir kunna og geta ekkert annað""Þarna er hún að mínu viti að tala um karla eins og t.d. mig sem hef aldrei að heitið geti starfað við annað en sjó.
"Ég kann ekkert annað"Hve oft hefur maður ekki heyrt menn komna"í land"væla um að þeir"plummi"(svo maður sletti nú aðeins)sig ekki í jobbinu.Nei eftir að hafa lesið athugasemdir Kolbrúnar á mínu bloggi er ég sannfærður um góðan hug hennar til sjómannastéttarinnar.Enda segir mér hugur um að hún hafi verið alin upp á trosi eins og mörg okkar hin.Og deilt sínum kjörum með fólkinu við sjávarsíðuna t.d.á Raufarhöfn þaðan sem ég held að hún sé ættuð.Til að fólk geti áttað sig á þessu bloggi mínu birti ég hérna með athugasemdina sem virtist fara fyrir brjóstið á sumum:
""Já finnst þér þetta ekki furðulegt :) Gott kaup og skattfríðindi sem þekkjast ekki annarsstaðar. Skyldi þetta eitthvað hafa með karlana að gera? Kemur fram í skýrslunni hvort konur hafi sótt um og verið hafnað þar sem skipstjórinn hafi kannski frekar viljað reyndan karl en eldri konu ?. Sjá grein.. ,,Ungar konur sækja því ekki í miklum mæli inn í greinina fremur en ungir menn. Þar að auki virðast konur ekki vera hvattar til þess að fara á sjóinn í sama mæli og karlar." Reyndar er það mín skoðun að flestir karlar sem eru til sjós séu það af því þeir kunna og geta ekkert annað. Skyldi ég geta fengið pláss á verksmiðjutogara? kveðja Kolbrún."
Hún Kolla hefði kannske getað notað diplómatískari orð yfir okkur þessa gaura"sem kunnum ekki annað"En í guðanna bænum ekki misskilja hana.Með kærri sjómannskveðju kvödd.
7.2.2008 | 00:14
Varðar mest til allra orða.............
Það er kannske engin tilviljun að það voru loftskeytamenn sem komu fyrst fram með hugmyndina að Sjómannadeginum"Þ 19 nóv.1936 skrifar Henry Hálfdansson formaður félags þeirra bréf til allra sjómannafélaga í Reykjavík og Hafnarfirði.Í bréfinu segir m.a:""Félag íslenskra loftskeytamanna leyfir sér hér með að spyrjast fyrir um það,hvort félag yðar muni vilja taka þátt í samvinnu um að fá 1 dag úr hverju ári opinberlega viðurkenndan sem sérstakan sjómannadag til að heiðra minningu drukknaðra sjómanna,og í sambandi við slíkan dag að hefja skipulega starfsemi í þeim tilgangi að fá komið upp í Reykjavík veglegum allsherjar minnisvarða drukknaðra sjómanna sem um leið geti verið grafreitur þeirra sem bylgjurnar skola að landi en ekki þekkjast""""
Gullfoss 1 Flaggskip kaupskipaflotans 1938
Það er kannske engin furða þó loftskeytamenn skildu ganga fram fyrir skjöldu í þessu máli frekar en aðrir sjómenn.Með nokkur SOS glimrandi í eyrunum allavega vikulega.En á þessum árum voru skipstapar meira daglegt brauð en þeir eru nú.Sumir hverjir verið þeir síðustu sem höfðu heyrt í góðum vini.Þetta bréf Henry Hálfdanssonar var kveikjan að því sem síðar varð.Það var talið að yfir10 þúsund manns hafi tekið þátt í fyrsta Sjómannadeginum sem haldin var á mánudegi 6 júni 1938 þ.e.a.s.á öðrum degi Hvítasunnu.Á þessu ári(1938) voru 118 árabátar gerðir út.702 vélbátar undir 12 tonnum 310 yfir 12 tonnum og 25 svokölluð gufuskipTogarnir voru 37 af ýmsum stærðum og aldri.Stærsti togarinn var b/v Reykjarborg.
Reykjaborg RE64 sem var skotin niður 10 mars 1941 tv th dæmigerður línuveiðari(gufuskip) 1938
Flutningaskip til millilandasiglinga voru 10.Þau voru:e/s Edda 1450 ts (varð seinna Fjallfoss),e/s Hekla 1215 ts(skotin niður 29 jan 1941),e/s Katla,1650 ts(varð seinna Reykjafoss)e/s Brúarfoss 1570 ts.e/s Dettifoss 1564 ts(skotinn niður 21 febr 1945),e/s Goðafoss 1542 ts(skotinn niður 10 nóv 1944),e/s Gullfoss1414 ts kyrrsettur í Kaupmannahöfn apríl 1940 og kom aldrei meir til Íslands e/s Lagarfoss 1211 ts e/s Selfoss 775 ts.
tv Dettifoss th Brúarfoss.Nýustu skip í kaupskipaflotanum 1938.Dettifoss var skotinn niður 21 febr 1945.
m/s Artic Fiskflutningaskip í eigu .Skipið var hertekið af bretum og Bandaríkjamönnum í apríl 1942.Skipshöfnin var pyntuð grunuð um njósnir,en sleppt eftir miklar píningar og flutning til Englands.Artic strandaði svo á Mýrunum og björguðust menn naumlegam.
Strandferða skipin voru 3 e/s Esja1 749 ts ,e/s Súðin 811 ts.Skipið varð fyrir árás þýskra flugvéla fyrir N-land 2 skipverjar fórust og 2 særðust og skipið mikið laskað.,m/s Laxfoss 312 ts.strandaði 2svar fyrst í Örfirisey 10 jan 1944.Náðist út og var endurbyggður og svo 19 jan 1952""Varðar mest til allra orða undirstaða rétt sé fundin""stendur einhvers staðar.
Esja 1 Var seld til Chile í okt1938
Dagskrá 1sta Sjómannadagsins var svo velheppnuð að hún varð eiginlega undirstaðan í dagskrá þegar hátíðarhöld dagsins fóru að breiðast út um landið.Síðan hefur þessu farið hnignandi því er nú ver og miður.Áður tóku sjómenn þátt í flestum atriðum dagsins:Eins og t.d kappróðri,reiptogi,stakkasundi björgunarsundi,knattspyrna milli skipshafna,kappbeitningu.Nú virðist enginn nenna þessu lengur.Þessi dagur var ætlaður sem minningardagur um þá sjómenn er vota hvílu hlutu í klóm Ægis og Ránar.
Í baráttunni við að brauðfæða fólkið í þessu landi.Einnig á þetta að vera þakkarhátíð fyrir þá sem náðu heilir í höfn.Flestir með sæmilega andlega heilsu.Sumir þó með óbærilegar minningar um þegar lá við að ílla færi.Ég held að það sé engin sérstaklega skemmtileg tilhugsun að vera á skipi sem kannske hefur lagst á hliðina með öll alörm sem hugsast getur hílandi í eyrunum.Og verða að halda ró sinni.Ég minnist þess er m/t Erika var að sökkva um 40 sml SW af Ushant að morgni þ 12 des 1999.Ég var á öðru skipi 10-15 sml frá.Ég var á m/s Danica Sunrise og vorum við á leið til Mostaganem í Alsír með fullfermi af kartöflum.Ég náði að tala aðeins við skipstjórann og ég undraðist hvernig hann hélt ró sinni þrátt fyri sírenuvælið í bakgrunni,
e/s Súðin á leið til nýrra eigenda i Hong Kong 1951
En við áttum fullt í fangi með okkursjálfa og gátum ekkert gert annað en að bera á milli einstaka sinnum.Þetta verður manni ógleymanleg.Gerir fólk sér grein fyrir hve margir eiga líf sitt í dag undir því að Örnólfi Grétari Hálfdánarsyni tókst að ná bjargbátnum,Þegar hann kastaði sér í sjóinn í brunagaddi á eftir björgunarbátnum.Þegar v/b Svanur sökk út af Deild 29 jan 1969.Hvað skyldu margir sem sjá hann í dag hér á götum Vestmannaeyja vita um hetjudáðina sem hann drýgði fyrir tæpum 40 árum.Þau eru mörg "efin"í lífi sjómanna
Fyrir mér vakir aðeins,það að á 1 degi á ári getum við sjómenn sama af hvaða tegund sjómennsku við stundum/höfum stundað komið saman og fagnað sigrum og syrgt ósigra.Það er nákvæmlega sama hvar í stétt menn eru,það er öruggt að einhvert"efið"snertir hann eða einhvern honum nákomnum.Ég skora á þingmenn hvar í flokki sem þeir eru standa að sjá til að lögum um þennan dag settum 1987 sé framfylgt í sínum kjördæmum þar sem sjómennska er stunduð.Sérstaklega skora ég á Kristján Þór Júlíusson 1sta þingmann N-lands eystra og fv sjómann að sjá til að lög um þennan dag séu haldin í kjördæmi hans.Hingað lesnir kært kvaddir
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2008 kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 7. febrúar 2008
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar