Svörtu nóturnar

 

 

 

Það er sagt að í Etýðu fyrir píanó,opus 10 nr 5 eftir Frederic Chopin,sé aðeins einn tónn á hægri hendi,sem er spilaður á hvítu nótunum.Allt annað er spilað á svörtu nótunum.Af hverju er ég að segja þetta jú mér dettur þetta í hug er ég hugsa um hvernig stjórnendur sjávarútvegs í fiskveiðiþjóðfélaginu Íslandi hafa spilað sínar"Etýður"gegn um tíðina.Allt spilað á svörtu nótunum.Og nú hef ég í huga skilgreiningu almennings á hvítu og svörtu.

 

 

Gerir fólk sér grein fyrir  smáninni sem felst í væntanlegum aðgerðum nokkurrra loðnuútgerðarmanna.Að fara að rannsaka loðnuna sjálfir.Það yrði nú Íslenska Sjávarútvegsráðuneytinu til ævarandi skammar ef af verður.Þá getur það lið sem þar stjórnar pakkað allt saman niður og snúið sé að sorphirðingu.Ekki að sorphirðu sé ekki heiðarleg vinna en ég gæti haldið að þessir menn þyrftu ekki að hugsa eins mikið og í núverandi starfi.Að vísu eru það fleiri sem ættu að skammast sín og taka pokann sinn.

 

 

Mér finnst satt að segja"fjárveitingarvaldið"upp til hópa ætti að skammast sín.Skammast sín fyrir það að hafa haldið Hafrannsóknum í spennitreyju allar götur frá stofnun þessa svokallaðs lýðveldis.Ef minnið er ekki að bregðast mér þess meira man ég ekki betur en að Íslenskir útgerðarmenn hefðu"gefið"ríkinu 1sta almennilega "Hafrannsóknarskipið"Árna Friðriksson.Hugsið ykkur á þessum tima var Ísland í 1sta sæti hvað varðaði þyngd afla per sjómann.En við áttum ekkert almennilegt hafrannsóknarskip.

 

 Gjöf útgerðarmanna til Ísl.ríkisins 1967 ??

Og "ríkið"sem þó hirti dágóðan hlut af afrakstri sjávarútvegsins allavega með sköttum á sjómennina lét sig hafa það að þiggja þessa"ölmusu"Ja svei´ttan.Nú svo fengust peningar og skip var byggt.Ég man þegar það kom.Maður heyrði að ætlun Sjávarútvegsráðuneytisins hefði verið  að setja skipið undir Landhelgisgæsluna en Jón Jónsson þv forstjóri hjá Hafró á að hafa lamið í borðið og sagt nei.Þarna er ég að tala um r/s Bjarna Sæmundsson.Hinn mikli öðlingur,dugnaða og aflamaður Sæmundur Auðunsson var ráðinn skipstjóri.Ég var 1sti stm á síðutogara og úti á sjó er skipið kom fyrst til landsins.Mér er minnisstætt samtal sem einn af bræðrum Sæmundar(hann átti 4 bræður sem allir voru togaraskipstjórar og ef mig misminnir ekki allir að störfum er þetta var),þá nýkominn úr landi búinn að skoða skipið og sennilega átt orðastað við bróðir sinn uim það,átti við annan skipatjóra og sem ég hlustaði á.

 

 Skipið með stóru tromlurnar 

Hann sagði m.a. að ekki væri að sjá að maður sem  eithvert hundsvit hefði á sjómennsku hefði komið nálægt hönnun skipsins(en Sæmundur kom mun ekki hafa komið að smíðinni fyrr en á endasprettinum.og litlu fengið að ráða.Þess ber líka að geta að þarna voru"togarakallar"að tala sama og líka að þá þekktist ekki annað en að slaka vírunum út manualt)Hann tók sem dæmi að það sæjist ekki úr brú á vinnudekkið og að þegar"slakað væri út"sæu spilmennirnir ekki merkin á trollvírunum vegna hve háar spiltromlurnar væru.Það þyrftu 2 menn að standa fyrir aftan spilið og kalla merkin þegar slakað var út.

 

 Núverandi flaggskip Hafró  

Svo man ég að bróðirinn orðaði það svo að skipstjórinn væri eins og"strætisvagnabílstjóri"framm í tækjalítilli brúnni.En einhver tækjaklefi mun svo hafa verið aftar.Ég hef aldrei um borð í þetta skip komið en ég tel mig muna þetta samtal nokkuð vel.Maður man ýmsa hluti vel þegar þeir koma manni á óvart.Eiríkur Kristófersson sagði í útvarpsviðtali sem haft var við hann þegar hann varð 100 ára(hann varð að mig minnir 104 ára):""'Ég man samtal sem ég átti við mann fyrir 50 árum,man það frá orði til orðs en ég man ekkert hvað hjúkrunarkonan sagði við mig fyrir 10 mín síðan""En að vinnubrögðum þessarar svokölluðu Hafrannsóknarstofnunnar og andúðar hennar á að starfa með sjómönnum.Ég man eftir því að í kring um 1970 var ég 1sti stm á síðutogara.Þetta var seinnipart vertrar að mig minnir og loðnan búinn að ganga sína venjulegu göngu V með S-landi og komin ínn á"Víkurnar"við Reykjanes og veiði orðin lítil sem engin.

 

 Svona lítur fiskurinn út sem "Hafró"spekingarnir fullyrtu að Auðunn Auðuns þekkti ekki  

Við,á togaranum sem ég var á vorum vestur í Víkurál.Fiskurinn fullur af loðnu og trollin voru loðin af henni.Þarna var líka b/v Hólmatindur SU undir stjórn Auðuns eins af bræðrum fyrrgreinds Sæmundar.Hann var alltaf að"hringa"í Hafró og segja frá þessu.En þeir vildu ekki hlusta á hann.Ég man eftir(sennilega síðasta samtal hans við þá í það skiftið)Þá sagði "spekingurinn"á Hafró við hann."þetta getur ekki verið þú þekkir bara ekki loðnu.Þetta var nú aðeins meira en hinn dugmikli aflamaður þoldi og"spekingurinn"fékk að heyra álit skipstjórans á honum og það á hreinni kjarnyrtri íslensku.En svo var það að Hafrún ÍS(ex Eldborg GK)gafst upp á veiðinum við Reykjanes og hélt heimleiðis.Þeir gerðu lykkju á leið sína og komu þarna út og viti menn skipin komu og fylltu sig hvert á fætur öðru og ef ég man rétt endaði leikurinn í Kolluálnum.Þeir hjá Hafró klóruðu sér bara í höfðinu(eins og þeir virðast vera að gera í dag)og vissu ekkert í sinn já haus.Og svo er það"Togararallið"fræga.Ólærður og vitgrannur gamlingi eins og ég spyr sig hvernig hægt sé að mæla stofnstærð þorsks með nokkrum hölum á nokkrum togurum á nokkrum stöðun kring um landið.

 

 Þorskur,fiskurinn sem allir aðrir en Hafrámenn finna.

 

Ég man svo langt að línubátar voru að"rótfiska"rétt hjá okkur á togurunum sem fengu ekki bein.Svona var það(og ég hef grun um að sé enn)að það fiskast mismunandi eftir hvaða veiðarfæri er notað á svipuðum stöðum.Heyrt hef ég sögu af síðasta"netaralli"(sem kom víst of vel út fyrir Hafró)Þekktur skipstjóri kallaðu upp einn "rallbátinn"sem var með eina trossu nálægt hans trossum og spurði hvað hefði verið í hana."150 fiska"var svarið"Hvað segirðu á hinn að hafa sagt.  Ég hef verið að fá 6-800 fiska í trossurnar mínar hérna.Þetta var ekkert athugað frekar.Spekingunum frá Hafró kom  svona lagað ekki við.

 

 

Nóg um það.Það má segja það furðum sæta hve oft þetta svokallaða lýðveldi hefur oft þurft að fá hluti"gefins þegar t.d um er að ræða öryggi sjómanna.Ég man ekki betur en"Þjóðin"hafi safnað fyrir 1stu björgunarþyrlunni.Fleiri dæmi sem of langt væri að rekja hér.Einnig hve yfirvöld eru sein í gang hvað ýmsan öryggisútbúnað fyrir sjómenn.Ímyndið ykkur það tók um 10 ár að fá lögleiddan,einfaldan öryggisútbúnað sem hinn snjalli hugvitsmaður Sigmund hannaði varðandi.neyðarstopp á netaspilum.10 ár og mörg alvarleg slys.Nei það er með ólíkindum hve erfitt hefur verið að fá fé til Sjávarútvegsmála í þessu fv Lýðveldi.Ég segi fv því eftir að hafa hlustað á Silfur Egils á sunnudag sér maður hve fólk er í járngreipum ægisvalds bankaveldisins.Það fer allavega að styttast í að almenningur geti strokið frjálst um höfuð allavega svona hvurndags.

 

Svo er oft til nógir peningar til allslags"gæluverkefna"hinna ýmsu ráðherra.Þó að ekki fáist peningar til almennilegra fiskirannsókna(þetta er kannske nóg til að eyða í þessa stofnun við Skúlagötuna)þá er ég viss um að ef búið væri að finna upp"sjálfskeinara"væri búið að kaupa slíkt apparat til allra ráðuneytana og að maður tali nú ekki um öll"Ambassaden"út í hinni víðu veröld.Menn ættu að skammast sín loka 2-3 slíkum og setja peningana í fiskirannsóknir í þess orðs fyllstu merkingu.Mikið finnst mér orð sem Kiljan lætur Jón Marteinssonar segja við  nafna sinn Hreggviðsson í"Íslandsklukkunni"Við skulum fá okkur franskt brennivín-og súpu.Ísland er sokkið hvorteð er"eiga við einmitt í dag.

 

Þetta verður sennilega síðasta blogg mitt allavega um hríð.Þessa fjandans flensuóværur sem hafa verið að hrjá mig undanfarið virðast vera hlaupnar í tölvuna mína.Það tók mig ekki svo langan tíma að hripa þetta niður(þó notuð sé"leitið og þér munið finna aðferðin)en að koma því inná bloggið þess meiri.Fja..... talvan er alltaf að frjósa og slá út á"Internetinu"þetta hefur verið að ágerast og nú er ég búinn að fá nóg.Ég fór með hana til öðlingsins hans Guðbjörns (sonur hins kunna Guðmundar Halldórssonar skipstjóra í Bolungavík) tölvuviðgerðarmanns hér í Eyjum.Hann leit á mig og sagðist vera steinhissa á að hún skuli ganga enn með þessu prógrammi svo gömul sem hún væri.Þegar menn eru með óráði í peningamálum búnir að mála sig út í horn eins og ég sem með mistökum og"lappadrætti"er komin í ónáð hjá hinu háa Bankaveldi rúin korta og lántrausti ,þá er ekki afgangur til tölvukaupa af því sem þetta fv lýðveldi en núverandi bankaveldi lætur aflóga aumingum eins og mér af sínu mikla örlæti í té per mán í krónum talið.Jæja þeim svíður er undirm.....En nú er mál að linni ef einhver hefur nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært.Og ég þakka fyrir mig Ég kveð með orðum skáldsins frá Skáholti:"Stæli ég glóandi gulli/úr greipum hvers einasta manns/þá væri ég örn minnar ættar/og orka míns föðurlands/"


Bloggfærslur 26. febrúar 2008

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband