14.2.2008 | 21:42
Æfintýri aldarinnar 2
Ég vil byrja á að þakka þeim sem lagt hafa inn góð orð til mín í athugasemdum.Ég vil taka það fram að ég er ekki að leita eftir neinni frægð heldur geri ég þetta mest fyrir mig sjálfan.Þegar aldur slys í fortíðinni og kröfuhart líferni á yngri árum seta mark sitt á skrokkinn þannig að hann verður illa hæfur til gangs og nokkurra verka annars en sitja við það þá léttir manni það lífið að geta rifjað ýmislegt upp og sett það á blað á tölvunni þó að það sé með hinnu kunnu aðferð"leitið og þér munuð finna".
Einni systirinni(Danica Green) mætt á rúmsjó
Nokkrar myndir tók maður sem ef ekki hér,kæmust aldrei fyrir sjónir neins sem vissu af hverju þær væru.Þetta brölt aftur í fortíðina gerir manni lífið svolítið léttara og tala ég ekki um ef einhver skildi hafa einhverja ánægju af.Þá finnst manni maður til einhvers nýtur.Þó ég láti stundum gamminn geysa í"kjaftrífelsi"þá er það nú bara gott í hófi eins og svo margt annað.En getur verið gott í bland.Menn hafa verið að stinga upp á að ég ætti að fá útgefanda til gefa þessi"bakföll" hjá mér út en hræddur er ég um að hann findist seint.Mér finnst nútímafólk ekki hafa áhuga á svona.Engan mann drap ég engan bankann rændi ég og yfirhöfuð ekkert"fjölmiðlavænt"gerði ég.En nú er mál að linni og held ég hér áfram frásögninni
Þarna erum við að leggja af stað á"Violet" frá Setubal, með sementið.Verkstjórinn við sementverksmiðjunnar gaf mér þessa mynd þegar ég kom þar seinna á öðru skipi
Ég átti fyrstu vakt og var búinn að standa í 3 tíma þegar"kallinn"leysti mig af.Það var búinn að vera í mér svona hálfgerður ónota beygur allan tíman frá því að við fórum af stað,svo ég sagði við"kallinn"að ég ætlaði eina ferð enn.."Kallinn"sem hafði sjálfur verið með í leitinni taldi það óþarfa,við hefðum"kembt"þetta svo vel.En ég fór eftir matinn niður í lest og viti menn finn ég ekki einn kolsvartan uppi í einum loftventlinum.Hvernig í ósköpunum það gat átt sér stað veit ég ekki,en við töldum okkur hafa leitað þar,sem og annarsstaðar.Nú voru góð ráð dýr.
Mannskrattinn var algerlega pappíralaus og þar sem við vorum búnir að"klarera út"vorum við í vondum málum.Yfirvöld i Bissaau hefðu aldrei tekið við honum þó svo við hefðum snúið við með hann.Hann var heldur ekki frá Bissau.Þannig að við hefðum setið uppi með hann,Guð veit hvað lengi.Þannig að það var ekkert annað að gera en að reyna að koma honum sjálfir í land,svo að lítið bæri á..Við urðum að að fara mjög leynt að því svo við yrðum ekki teknir fyrir smygl á mönnum.Við lögðumst við akkeri ca 2 sml frá landi undan vita sem þarna var.Við sáum í kortinu að það var smáþorp ekki langt frá vitanum þannig að hann kæmist fljótlega til manna.
Við biðum svo myrkurs.Við höfðum svokallaðan"man over board"bát eða svona lítin gúmmíbát með utanborðsmótor sem við gátum notað í þetta.Þegar dimmt var orðið "fýruðum"við svo"djöfsa"niður í bátinn.En við höfðum bundið hendur hans rækilega þegar við yfirbuguðum hann eftir að ég hafði fundið hann en hann hafði orðið alvitlaus og hélt að við ætluðum að henda honum í sjóinn.Við lögðum svo af stað með hann til lands ég og einn hásetinn.Það verð ég að segja þó ég hafi verið búinn að vera rúm 40 ár á sjó er þetta skeði hafði ég aldrei lent í öðru eins ferðalagi.Það byrjaði á því að við lentum með bátinn undir kælivatnsbununni frá aðalvélinni og hásetinn sem var um borð var ekki nógu fljótur að hala okkur frameftir en við höfðum ekki komið vélinni í gang.Við þetta hafa blotnað bæði handlampi sem ég ætlaði að nota við landtökuna og V.H.F stöð sem einnig var með.Þetta kom ekki í ljós fyrr en seinna.
Báturinn t,v er báturinn sem notaður var við landtökuna með lumufarþegann Myndin tekin við annað tækifæri..T.h M,O,B(Man over board)bátur af öðru Danica skipi
Við vorum sem sagt sambands og ljóslausir.Það var töluverð alda svo ég þorði ekki að keyra fulla ferð,einnig var botninn í bátnum ekki fullútblásinn sem dró úr sjóhæfninni.Þetta hafði ekki verið athugað í öllum hamaganginum.Við vissum heldur ekkert um hvort það voru sker og klappir eða sandur þarna við ströndina.Ég náði engu sambandi við skipið af fyrrgreindum ástæðum.Þarna vorum við sem sagt ljós og sambandslausir í kolniðamyrkri með hálfvitlausan laumufarþega á leið til lands sem við þekktum ekkert til..
Þarna erum við á"Violet"á leið til Lissabon með þessa tanka.Eftir losun á þeim lestuðum við svi sementið til Bissau
Ég hafði að vísu lítið pennavasaljós en það gerði lítið gagn.Aldan jókst þegar við nálguðumst ströndina og landtaka alls ekki árennileg..Í ljós kom að þarna var fullt af kóralskerjum . Sem betur fer lýsti vitinn upp ströndina nokkuð ört svo við höfðum mikið gagn af honum..Við fundum okkur svo smáglufu í öldunni sem við renndum okkur í og gátum lent.Það var svo mikill súgur svo að hásetinn varð að hafa sig allan í að halda bátnum svo við misstum hann ekki.Ég óð svo í land með"gaurinn".Í baslinu við að koma honum í land tapaði ég pennaljósinu og hafði ég nú ekkert ljós annað en af vitanum þegar hann blikkaði.Ég var skíthræddur um að maðurinn myndi ráðast á mig og reyna að ná bátnum þegar hann yrði laus.
Við fluttum margt á Danica skipunum tv erum við að losa "China Clay"í Alexandríu frá Englandi.T.h þarna erum við að lesta járnbrautarteina í Workington Englandi til Port Cartier í Canada
Ég hafði logið því að honum á leiðinni í land að ég væri vopnaður(stór rörtöng vafinn inn í stórt handklæði)og ég myndi skjóta hann umsvifalaust ef hann sýndi einhvern mótþróa.Ég vildi eiga það á vídeó mynd þegar ég þarna skjálfandi af hræðslu, var að reyna að leysa böndin á honum þarna í myrkrinu.Hann var níðsterkur og hafði streist á móti í byrjun og reynt að losa sig,þá hafði herst svo að hnútunum að það var næstum ógerningur að losa þá.Ég var því þarna gleraugnalaus ,hálfblindur,skjálfandi úr hræðslu í kolniðamyrkri að reyna að losa alla hnútana sem bundnir höfðu verið..Loksins hafðist það nú af og fjandi var ég nú feginn þegar"kauði"tók sprettinn eins og andsk..... væri á hælum hans og hvarf út í buskan..Það ætlaði nú ekki að ganga andskotalaust að komast frá landi aftur en það tókst að lokum eftir að við höfðum slegið"skrúfunni"í eitt af kóralrifunum sem þarna voru og skemmt hana svo mikið að litlu munaði að við kæmumst um borð aftur því að nú gekk báturinn bara "kvartferð"En sem betur fer dugði bensínið.Einnig sáum á útleiðinni fullt af netum þarna við ströndina svo að við höfðum nú verið aldeilis heppnir að fá þau ekki í skrúfuna.
T.v Kassaefni lestað i Portúgal(D,Violet.)Th Jakt lestuð á dekkið í Pireus.(D,White)
Ferðin í land hafði tekið um 1 tíma en við vorum 2 ½ tíma um borð aftur.Mikið varð nú"kallinn"feginn að sjá okkur aftur heila á húfi.Hann sagðist hafa verið orðinn drulluhræddur um okkur þar sem hann náði engu sambandi við okkur og ekki séð neinum ljósum bregða fyrir frá okkur.Það var svo ekki fyrr en við vorum komnir langleiðina um borð aftur að hann sá ljósin á björgunarvestunum sem við vorum í.Hann hefði líka ekki getað mikið aðhafst ef eitthvað hefði farið úrskeiðis.Það var líka ákveðið strax og um borð var komið,að ef við lentum aftur í svona löguðu myndum við fara allt öðruvísi að og gefa okkur meiri tíma til að athuga aðstæður og gera þetta í björtu.Ég fékk svo mikið hláturskast þegar um borð var komið og ég fór að hugsa um þegar ég var að leysa gaurinn þarna í fjörunni og allt vesenið á okkur í ferðinni að ég ætlaði varla að geta haft mig úr blauta gallanum.En það var ekki þurr þráður á okkur eftir allt volkið.
t.v Þarna eru við komnir á Karina Danica til Novorossiysk í Rússlandi(Svartahaf)með rör fyrir olíuiðnaðinn.T.h þessa var ein af erfiðustu lestunum sem ég lenti í.Granít frá Napóli til Bremen.Þarna þurfti mikið að hífa fram og til baka til að máta við o.sv fr.Aftari hrúan bíður eftir betra plássi.Einnig Karina Danica
En þarna var 30° hiti svo að ekki varð okkur kalt.En allt fór þetta vel að lokum:"allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó"eins og þar stendur.Og eftir stendur maður reynslunni ríkari og hefur eitthvað til að segja barnabörnunum(Þegar afi var í Afríku o.sv.fr)Kallinn átti í mér hvert bein á eftir þetta og ég veit að hann gerði mikið úr mínum þætti í málinu þegar hann sagði útgerðinni af þessu öllu.En það hefði getað kostað þá stórfé ef við hefðum ekki komið honum í land.Þess ber að gæta að þetta er fyrst skrifað sem sendibréf til vinar svo að það eru um 13 ár síðan að megnið af þessu var skrifað.Þakka þeim sem lesið hafa og kveð þá kært
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.2.2008 | 06:11
Æfintýri aldarinnar
Þetta greinarkorn birtist nú í Sjómannablaðinu Víking ´í fyrra enn einn vinur minn skoraði á mig að birta hana aftu og þá hér.
Æfintýri í Guinea Bissau
Við lestupum swement á Danicu Violet niður tiL Bissau höfuðstaðar Guinea Bissau Viðkomum til Bissau eftir að hafa beðið eftir lóðs í fjóra daga í fljótsmynninu.Þetta var sá einkennilegasti lóðs sem ég hef komist í tæri við.Hann kunni ekki eitt einasta orð í ensku,Og ef við spurðum um hvort þessi eða hin baujan sem við sigldum framhjá væri á rættum stað hristi hann hausinn og tautaði"pilot og okkur heyrðist Koma þar "fix it"Strax og við vorum búnir að binda hengdi sig á mig strákstauli svona 12-13 ára sem kynnti sig sem minn "einka guide"og "ráðgafa". Sagðist hafa"certificate"sem "mate assistent".
Þessi minnir óneitanlega mikið á "the mate assistent"
Máli sínu til sönnunar sýndi hann mér útstimplaðan landgöngupassa frá Ísrael sem einhver hafði gefið honum,þar sem Polarroid mynd af honum hafði verið heft á í stað upprunalegu myndarinnar.Hver sem það hefur svo verið en nafnið hljómaði pólskt.Þessi vinur minn sagðist ábyrgast mína velferð meðan á dvöl minni í Bissau stæði.Einnig sagðist hann alfarið sjá um öll mín samskifti mín við innfædda bæði verkstjóra,verkamenn og sauðsvartan almúgan.Sem sagt öll mín almannatengls.Minn góði vinur kom fljótlega inn á það að ég hlyti að vera í kynferðislegu svelti eftir svona langa útiveru(1/2 mánuður án kvennmanns var óhugsandi að hanns mati)Úr þessu yrði að bæta og það snarlega.Hann ætti 8 systur sem gætu hjálpað upp á sakirnar.Þær væru á aldrinum 13 - 23 ára.
Þessar gætu verið á svipuðum aldri og systurnar sem um er rætt
Gæti ég ég fengið afnot af þeim öllum í einu eða einni í senn bara eftir hvað ég vildi.Annars mælti hann með þeirri 13 ára hún væri yngst minnst notuð og sprækust. Máli sínu til sönnunar sýndi hann mér polarroid mynd af 8 negrastelpum sem mér virtist allar vera um fermingu Þar sem komið er fyrir mér eins og"gamla Ford" seinn í gang eða þannig,og á þessum tímum eyðni og alsæmis og svo að mér sýndist dömurnar vera full ungar fyrir mig ætlaði ég að eyða þessu tali fyrir fullt og allt í einu skoti.Ég sagðist ekki líta við kvennmanni sem væri deginum yngri en 80 ára.Velgerðarmaður minn og vinur sagði að þetta væri minn happadagur því að amma sín hefði einmitt orðið 80 ára í fyrradag(þetta með ekki deginum yngri)Hann skildi sýna mér hana að vörmu spori.Ég sem hélt að það yrði í líki Polaroidmyndar tók vel í það.
Stórvaxin afrikukona ekki þó amman
Vinur minn fór nú í land.Kemur hann þá ekki aftur og nú með þá stórvöxnustu og hrikalegustu afríkukonu sem ég hef augum barið á ævinni og fullyrti að þetta væri hin 80 ára gamla amma sín(ég sá í"Hvem,Hvad.Hvor að meðalaldur þarna væri um 35 ár)Mér var nú ekki farið að lítast á blikuna og sagðist vilja fá þetta skjalfest annars yrði ekki af neinum samningum.Skötuhjúin hurfu og andaði ég nú léttar.Um klukkutíma seinna birtast þau aftur og nú veifaði vinur minn og ráðgafi plaggi einu.
Við nánari athugun kom í ljós að þetta var afhendingarseðill fyrir 5 tunnum af smurolíu um borð í M/V"Quint í Lissabon 3 árum áður.Á bakinu var ýmisleg óskiljanlegt krass og pírumpár sem ég botnaði nú ekkert í en talan 80 var mjög áberandi á 3 stöðum.Á plagginu var svo teipuð með heftiplástri,mynd af þeirri gömlu sýnilega tekin mjög skömmu áður.Á þetta plagg var svo stimplað með 3 skipstimplum 2 pólskum og einu portúgölsku(sennilega stolnum úr viðkomandi skipum).Þetta fullyrti minn góði vinur að væri hvorki meira eða minna en vottorð frá sjálfum forseta landsins um aldur ömmunar.Nú voru góð ráð dýr
.Ég greip til trúarinnar og laug að ég væri giftur og að kristin trú bannaði allt framkjáhald.Þá sagði vinur minn að Kristur hefði ekkert með Guineu Bissau að gera,Allah réði þar öllu í þeim efnum og hann myndi ekki leyfa Kristi að komast að til að sjá til mín.,því væri mér óhætt að trúa.Hann hefði sannanir fyrir því.Nú bar ég við miklum önnum og þreytu.Mikið var nú vinur minn sár út af öllu þessu vanþakklæti í mér.Gamlir inniskór bættu þó aðeins úr skák.Nú hélt ég að ég væri sloppinn.En það átti eftir að sigrast á kjötfjallinu sjálfu og fá það til að láta málið niður falla.
En sú gamla var nú heldur betur ekki á þeim buxunum.Hún sat sem fastast og þvertók fyrir að yfirgefa svæðið og beið síns tíma.Það gerði hún svikalaust það sem eftir var.Þetta skeði á 2ðrum degi svo að 3 morgna mætti hún á þessa ástarmálavagt sína og hvarf ekki fyrr á kvöldin þegar ró var komin á.Í hvert einasta skifti sem ég birtist úti á dekki byrjaði hún að veifa og góla"hi chef chef".Ég var nú farinn að vorkenna kerlingarræflinum þarna á bryggjunni og bað vin minn að miðla málum.Fyrst var reynt þetta með þreytuna og annirnar en allt kom fyrir ekki.Það myndi líða hjá og ég yrði bara miklu sprækari á eftir.
Þá voru reyndar mútur(Winston og Coke Cola)en þær höfðu þveröfugug áhrif. Hún sat enn fastar og gólaði og veinaði en hærra er ég lét sjá mig á dekkinu..Ekki bætti úr skák allur þessi cirkus féll í góðan jarðveg hjá verkaköllunum og leit út fyrir um tíma að ég yrði að gera svo vel að halda mig innandyra svo hægt yrði að losa skipið.Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að hætta mér upp á bryggju,mig langaði ekki í hendurnar á þessari kynóðu konu.En allt fór þetta vel að lokum,en ekki fór hún af vaktinni fyrr en rétt áður en við fórum frá bryggju.Þá sendi ég einkavin minn og ráðgafa með box af dönskum smákökum 2 eða 3 bjóra og nokkra pakka af Winston til hennar.Mikið létti mér nú við ánægjusvipinn sem færðist yfir andlitið á henni við að fá þetta,því ég var farinn að dauðskammast mín fyrir allt saman.
Vinur minn mátti eiga það að hann passaði vel upp á að engu var stolið frá mér,en þarna stela þeir öllu steini léttara og vel það.Ég hafði að vísu sett það sem skilyrði fyrir vináttu hans og ráðgöf að hann passaði upp á það(annars myndi ég gera hann höfðinu styttri og jafnvel meir).Þetta var nú ekki allt búið.Vinur minn hafði hafði varað mig við að það gæti verið,að laumufarþegar reyndu að komast með okkur þegar við færum.
Og skildum við leita vel að þeim fyrir brottför.Ég fór svo af stað að leita og þegar ég hafði fundið 4 sá ég að þetta yrði að taka föstum tökum..Við vorum svo 1 ½ tíma að leita og höfðum fundið 12 er við töldum okkur hafa leitað af allan grun.Svo var lagt af stað.Sagan er ekki búinn framhaldið kemur seinna.Læt þetta nægja í dag.Myndir eru flestar åf netinu vegna.þess að á svona stöðum læsri maður myndaválar og þessháttar niður og notar t.d myndavélar ekki nema í brýnustu neyð.Skemmdir á farmi eða svoleiðis og þá er eins gott að muna eftir að taka hana til handargagns.Ef einhver hefur nennt að lesa hingað,er sá hinn sami kært kvaddur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 14. febrúar 2008
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar