Sjómenn og fjölmiðlar

 

Mikið hefur verir rætt í fjölmiðlum og skrifað um uppsagnir verkafólks í fiskiðnaði.Nú síðast á Akranesi.Engin má taka orð mín þannig að ég réttlæti uppsagnir fólks.Ég samhryggist fólkinu þar.Og ekki fannst mér boðskapur forsætisráðherra í dag uppörvandi.Hann sagði eitthvað á þá leið að menn sem eigi "sér drauma"séu sofandi en ríkisstjórni sé vakandi.Sem sagt,góðir hálsar á hreinni íslensku til alþýðu landsins:"látið ykkur ekki dreyma um neinar úrbætur um batnandi hag"stjórnin sér um það .Ég veit af eigin reynslu hvernig það er að"missa vinnuna"vegna veikinda.

null 

 Lengst t.v Elborgin  MB 3.Skipið sem ég byrjaði sem sjómaður á,fyrir 55 árum.Stærsta skipið sem ég hef siglt á m/t Nordtramp.Og svo Valberg II Ve 105 síðasta  skip sem ég var á 

Það hlýtur að vera ennþá"ömurlegra"að vera fullfrískur en fá ekki vinnu við hæfi.Bloggvinkona mín lenti í" kröppum"sjó um daginn er hún notaði kannske ekki alveg réttu orðin um sjómenn og vinnu í landi.Meiningin hjá henni er alveg sama og mín.Það er ekkert hlaupið að því fyrir fólk,hvorki verkafólk eða sjómenn sem missa vinnuna á efri árum kannske eftir áralanga íveru í sama starfi að fá aðra  vinnu og að ég tali nú ekki um að aðlagast henni.Ég var búinn að vera til sjós í 52 ár þegar ég var neyddur til að hætta vegna veikinda.Ég var oft spurður:"ætlarðu ekki að fara að hætta þessum skælingi"Svarið hjá mér var alltaf"Nei,Ég get það ekki því ég kann ekkert annað"En það sem mig langar að benda á er að mér finnst sjómenn séu oft ekki settir undir sama hatt og aðrir launþegar hjá fjölmiðlum.Það virðist ekki vera nein frétt að sjómaður missir vinnuna.Ég minnist þess fyrir mörgum árum árum að vél í skuttogara í littlu byggðarlagi bilaði alvarlega.Þá var talað um reiðarslag fyrir byggðarlagið

 T.v málverk eftir Bjarna heitinn Jónsson listmálara hinn mikla velunara sjómanna af aðgerðarfólki.Í miði fiskverkunarfólk að störfum th skuttogari.Maður þorir ekki annað en setja skýringar til að allir viti af hverju myndirnar eru.

 

Ég man nú ekki lengur töluna á fólkinu sem vann í frystihúsinu hvort það voru um 20 - 30 manns sem myndi missa vinnuna og þyrftu að fara á atvinnuleysisbætur uns togarinn færi á veiðar aftur.Það var ekki minnst einu orði á áhöfnina sem missti ef,ekki vinnuna,þá allavega miklar tekjur.Oft eru skip seld til útlanda og áhafnir missa vinnuna.Í fá skifti hef ég séð talað um það í blöðum.Þ.e.a.s.að áhafnir þessara skipa missi vinnuna.Nú er ég ekki svo inní mönnun fiskiskipa í dag en ef t.d.venjulegur togari í dag er seldur eða lagt og ekkert kemur í staðinn.Missa þá ekki 12-14 menn vinnuna?Frystitogari eitthvað fleiri..Sama má segja um vertíðarbáta þeir eru oft seldir og lagt og engin kemur í staðinn.Hvað með farmennina?Mér reiknast(í óundirbúnum hugareikning í gömlum haus) svo til,að í kringum 1980 hafi kaupskip undir íslenskum fána verið á milli 40-50 þegar mest var.

 

Til v m/s Brúarfoss II í miðju m/s Tungufoss.Dæmi um fallega hönnun Viggós Maack.t.h m/s Tröllafoss sem lengi vel var stæsta skip íslenska kaupskipaflotans sem nú er nánast útdauður.Maður fær fiðring í magan þegar maður rifjar upp þessi fallegu skip eins og t.d Brúarfoss II var,

 

Ég finn 2 skip undir íslenskum fána í skipaskrá í dag.Var það nokkurtíma"fjölmiðlamatur"þegar skip úr þessum geira voru seld og ekkert kom í staðinn,hve margir sjómenn misstu vinnuna.Hvað hafa margir farmenn misst vinnuna á þessum árum.Hvað misstu margir sjómenn vinnuna þegar skipafloti Landhelgigæslunnar var minkaður um 2 skip(Þór,Óðinn)Sitjandi hérna við tölvuna án nokkurra heimilda eða annara gagna gæti ég ímyndað mér  að farmannastéttin(þar meina ég varðskipsmennina innifalda)á gullaldarárum sínum hafi talið um 700-1000 sjómenn.Ekki veit ég hve margir tilheyra þessari stétt í dag.

     t.v v/s Þór mikið er nú ömurlegt að horfa upp á örlög hans,grotna niður með þennan líka ömurlega lit í Reykjavíkurhöfn.T.h v/s Óðinn sem nú standa vonir til að verði varðveittur. 

Hræddur er ég um að fáum stéttum hafi blætt eins út og farmannastéttinni.Hvað með það en,mér er farið að finnast eins og íslendingar skammist sín fyrir uppruna sinn.Það vantar ekki að menn hælast um að vera komnir ú frá svokölluðum"Víkingum"En hvað voru þessir Víkingar,ekkert annað en "rumpulýður"sem rændu fólki sem notað var til þrældóms,brenndu fólk inni í húsum sínum þ.á.m konur og börn.Og ef einhver var drepinn leitaði kannske einhver af þessum vígamönnum upp ættartengsl(þessvegna hafa íslendingar alltaf verið svona ættfróðir) við þann sama hversu lítil sem þau voru til að geta hefnds hans.

 

   t.v líkan af"Knerri"sem víkingarnir notuðu.t.h mynd af langskipi (Gokstadskipinu)

 

Sem sagt blóðþyrstir hefnigjarnir óþokkar.Ég get rakið ætt mína beint til Ketils Flatnefs eða Þórunnar Hyrnu dóttir hans.Ekki finn ég fyrir neinu stolti yfir þessu ætterni og hvað hef ég út úr því ekkert annað en að vera gamall fúll fv sjómaður rífandi kja.. ú í allt og alla,sem finnst hann einskis nýtur"to day"En einu get ég verið stoltur yfir.Ég var íslenskur sjómaður í rúma hálfa öld.Það er líka mikið til að vera stoltur yfir.Ekki að vera afkomandi einhverra bandítta sem kölluðust"Víkingar"heldur afkomandi heiðarlegra duglegra sjómanna og bænda.

 

t.v Vestfiskur bátur.Afi minn Ólafur hefur senilega róið á einum svona.Í miðju bátur settur upp með gangspili.T.v Sjómenn klæðast skinnklæðum,Allt þetta getur minnt á sjómannstíð afa míns.Allt málverk eftir hinn mikla listamann Bjarna heitinn Jónsson.

En þessir 2 atvinnuvegir tvinnuðust mjög svo saman fyrir rúmri öld  síðan.Á Vatnsleysuströndinni og  í Ísafjarðardjúpinu.Þaðan sem nánustu áar mínir voru ættaðir.Hreyknastu er ég af afa mínum Ólafi sem bjó í "Fætinum"og síðast í Hnífsdal.Sameinaði búskap og sjósókn..Þessi ái minn með flata nefið skiftir litlu máli fyrir mig.Og þar sem margt bendir til að sjómannastéttin sé að verða einskis til að minnas þá langar mig að afkomendur mínir minnist mín vegna þess að ég tilheyrði þeim hóp manna sem kölluðust sjómenn.Ég geri ráð fyrir að margir séu mér hér ekki sammála.Nú þá geta menn ef þeim býðst svo gert athugasemd við þetta skrifelsi mitt.Ég skal þá reyna að rökstyðja mál mitt.Kært kvödd ef einhver hefur nennt að lesa þetta

p.s;Mér er andsk..... sama hvað Geir Harde gerir lítið ú dagdraumum manna.Ég sit oft og læt mig dreymaeða þannig!!!!!


Bloggfærslur 12. febrúar 2008

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 536917

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband