19.12.2008 | 21:29
Nýr lóðs ???
Björgunarskipi stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2008 | 20:30
Gömul skip
Ég hef stundum haldið því fram að maður eigi ekki alltaf að vera að rífa kjaft yfir öllu mögulega.Einn togaraskipstjóra heyrði ég um sem gaf stundum up meiri afla en hann fékk og kallaði það að:"ljúga sig í stuð".Ekki það að ég ætli að fara að ljúga að ykkur allavega ekki viljandi.
Systurskip Þyrils skip af Yo gerðinni
En mig langar að rifja upp sögu nokkurra gamalla skipa sem keypt voru til landsins í lok 2nnarar heimstyrjaldarinnar.Þetta verður engin sagnfræði heldur grúsk gamals sjóara sem hefur ekkert annað að gera en flækjast fyrir á ónefnum vinnustað og þegar sá lokar að setjast við tölvuna og semja einhverja óværu sem hann vonar að einhverjir nenni að lesa,þegar birt er.
En aftur að skipunum.Eitt af þessum skipum var olíuflutingaskip sem upphaflega bar bara númer.YO 127.Ég man að ég heyrði sögur af það US Navy hefði gleymt skipinu þegar þeir fóru af landi brott eftir stríðið.Það hefði svo verið selt Ríkinu fyrir 15 krónur.Þetta passar ekki alveg við bók félaga míns Hilmars Snorrasonar,sem segir að ríkið hafi keypt öll mannvirki af US Navy,tanka,olíustöð og hafnarmannvirki fyrir 2 miljónir.Ekki rengi ég það.
En Skipaútgerð Ríkisins gerði svo skipið út undir nafninu Þyrill.Ef ég man rétt sóttust stýrimenn Skipaútgerðarinnar eftir að fá pláss á skipinu því það var í töluverðum utanlandssiglingum t.d. með lýsi.Þar náðu menn tilskyldum utanlandssiglingatíma.1sti skipstjóri á skipinu undir íslensku flaggi var Lárus Blöndal sem frægur var fyrir heimsiglinguna á Frekju litlum mótorbát sem nokkrir menn með Gísla Jónssyni í fararbroddi,keyptu í Danmörk. og sigldu til Íslands á í stríðinu.
Skipið var svo í olíu og lýsisflutningum þar til 1964 að skipið er leigt Einari Guðfinnssyni í Bolungavík,til síldarflutninga sem tókust svo vel að Einar keypti skipið1965 og skírði það Dagstjarnan.Síða keypti Sigurður Markússon skipstjóri og útgerðarmaður skipið 1968 og notaði í olíu og lýsisflutninga þar til 1971 að skipið var selt til Belgíu til niðurrifs.Annað skipið í þessari upptalningu er m/s Tröllafoss,Skipið var byggt í Wilmington Cal USA 1945.,Var skýrt Coastal Courser.
Skipið var af svonefndri C1-M-AV1 gerð.Stundum kölluð"pocket liberty"skip.Eimskip hafði haft 2 af þessum skipum á leigu,ef ég man rétt.Þau hétu True Knot og Salmon Knot.Ekki vist að ég muni þetta alveg rétt.Ekki höfðu þessi skip mikinn vélakraft 1750 hp voru aðalvélarnar.Maður heyrði þær sögur að Eimskip hefði staðið til boða að kaupa báða"Knottana"líka um leið og þeir keyptu Coastal Courser.Thor Thors.átti að hafa hvatt mikið til kaupana en skipin ekki þótt hentug.Svo heyrði maður að skipstjórunum hjá Eimskip að undanteknum Bjarna Jónssyni sem tók Tröllafoss hefði ekki þótt skipin nógu fín.Enda voru þau dálítið"hrá"hvað innrættingar varðaði.
Skip af C1-M-AV1 gerð Þessum var breitt í ´málmflutningaskip
En þetta var nú bara kjaftasaga.En ekki voru fleiri skip keypt af þessum skipum.Eimskip gerði svo Tröllafoss út til ársins 1964 að hann var seldur.Fyrst sigldi hann á A-strönd USA."Tygigúmmírútunni"sem leiðin var kölluð stundum í gríni,En uppúr 1960 var hann aðallega í Evrópusiglingum.Ein af hans síðustu ferðum undir íslenskum fána var með timbur frá Arkhangel´sk Rússlandi til Englands.Hann var svo seldur 1964.Endalok þess var að það dró akkerið og rak á land í S-Koreu 1973 og var rifið á strandstað 1974.
Svo voru það 3 lítil skip af svokallaðri MMS(motor minesweeper)gerð.Þau voru 360 ts Þetta voru tréskip byggð á Englandi í stríðinu til slæðingar á tundurduflum.Þetta voru að mínu mati laglegustu skip.Fyrst skal nefna MMS-1006.Fullgert 22-03-1943.Skipið var svo skírt seinna Trippesta Þegar það var keypt til landsins fékk það nafnið Pólstjarnan EA.síðan Baldur EA og fyrir rest Hildur RE.Það sökk svo þ 21 mars 1968 út af Gerpi.Varðskip bjargaði öllum 7 mönnunum.Þegar það sökk vantaði það 1 dag uppá 25 ár.Þá var það eign Guðmundar A Guðmundssonar og fl.
MMS 1006 Síðan Trippesta,Pólstjarna Baldur
Skip af MMS gerðinni.Þá er það MMS 1021.Fullgert 09-04-1943.Keypt til landsins 1948 fær nafnið Arnarnes ÍS Skipið var ætlað til selveiða í Norðurhöfum.Enn af því var ekki og var skipið síðan notað ti síldveiða og flutninga.1952 selt til Hafnarfjarðar og fær nafnið Einar Ólafsson GK.Örlög þessa skips urðu þau að því hlekktist á,á leið til Spánar með saltfisk en var bjargað til hafnar í Írlandi þar sem skipið dagaði uppi og var það tekið af skrá 1967.Því miður fórust 9 menn sem voru í áhöfn breskrar leitarflugvélar eftir að skipið hafði sent út neyðarskeyti.
Tv Straumey T.h óþekkt MMS skip
Næst í þessari skiparöð er MMS-1032 .Fullgert:10-11-1943 fær svo nafnið Admiral Fisher.Keypt til landsins 1947 og skírt Straumey EA síðan RE.Endalokin urðu þau að skipið sökk rétt fyrir a Vestmannaeyjar.7 manna áhöfn bjargaðist um borð í Sigurfara VE.Ég hef fundið upplýsingar og flestar myndirnar á "Netnu"Ég vona að mér fyrirgefist að birta eitthvað af þessum myndum án leyfis.Ég bið fólk vel að lifa og kveð það kært
Bloggfærslur 19. desember 2008
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar