Dawson

í sambandi við þetta nafn Dawson kemur nafn togarans Ingólfs Arnarsonar upp í huga gamals togarakarls.Skyldi þessi knattspyrnumaður vera afkomandi Dawsons þess er reyndi að brjóta löndunarbann Englendinga á íslenskum fiski á bak aftur 1953.

 

 B/V Ingólfur Arnarsson 1sti"Nýsköpunartogarinn"

Og að sjálfsögðu var það togarinn Ingólfur Arnarsson sem braut bannið.En Dawson þessi sem reyndist"ævintýramaður"í fjármálum sá um sölu fisksins.Sló hann öll met hvað varðaði dreifingu á fiskinum úr Ingólfi. Dawson tók við 4 förmum úr íslenskum togurum.Seinna þetta ár 1953 gera Íslendingar svo hagkvæman fisksölusamning við Ráðstjórnarríkin

Pétur Halldórsson B/V Pétur Halldórson einn af hinum glæsilegu"Nýsköpunartogurum"

Ég er ennþá sár og reiður stjórnendum þessa landa að láta togaran Ingólf Arnarson fara beint í skrot.Ég er farin að linast í trúnni að varðveita heilu skipin.Það kostar of mikla peninga og það allavega nú um stundir.En að t.d. brúin og þau tæki er það voru hefðu t.d. ekki verið hirt til varðveislu finnst mér til vansa stjórnvöldum Þegar skipið kom nýtt til landsins 17-02-1947 var það fullkomnasta fiskiskip í heimi.

Eldri Fylkir að hlaupa af stokkunum

Togarinn Ingólfur Arnarsson og skipstjóri hans lengast af,hinn kunni afla/farsæli ölingur Sigurjón Stefánsson hafa skrifað nöfn sín í togarasölu Íslands gylltum stöfum.Undir stjórn Sigurjóns braut skipið 2svar löndunarbönn Englendinga 14 okt 1953 og svo 27 nóv 1956.

 

DawsonSigurjón skipstjóri tv á tali við Dawson hinn enska

Einnig varð skipið 1sti togari til að landa ísfiski í Boulogne Frakklandi þegar gerð var tilraun til sölu ísfisks þangað.á 6ta áratug síðustu aldar.Ég er enn sár út í svokallaða stjórnenda þessa lands að láta þetta mikla afla og happa skip fara átölulaust í brotajárn.Ég er farin að gera mér grein fyrir að varðveita heilt skip er erfitt,og kostar mikla peninga.

BaldurBaldur einn af"öldungunum"sem nú er horfinn af sjónarsviðinu.Svipaður bátur og Blátindur

Mér finnst ég sjá slæmt dæmi hér í höfninni þ.e.a.s.Blátind,sem virðist vera hér opin öllum.Hvort sem er óboðnir gestir eða slæm veður.En ef menn gefðu nú t.d.hugsað um að varðveita brúna af Ingólfi og þá með þeim tækjum sem í henni voru.Svo að skipstjórar framtiðarinnar gætu séð aðstæður í brú þessara skipa.Þegar ég var á honum var að mig minnir mig að það hafi verið Huges neista dýptarmæli.Sennilega var einnig Huges fisksjá.

null Valberg II VE ex Víkingur III ÍS

Einnig er ekki of seint í rassin gripið að endurbyggja t.d neðri lúkarinn í skipinu.Enn í 1stu var hann 1 geimur.Kojur fyrir 16 menn.Efri lúkar var með kojur fyrir 8 menn inn af setustofu.En þetta gæti verið langtímaverkefni.Ég gerði athugasemd í fyrra við forstöðu  við Sjóminjasafn Íslands.Þetta ét ég nú ofan í mig og það með mikilli ánægju.Ég hef ekki heimsókt safnið en þeir sem það hafa gert gefa því góða einkunn og segja störf forstöðukonunnar til fyrirmyndar.Ég tek orð mín í hennar garð til baka og bið hana afsökunnar á þeim.

 

Hér í Vestmannahöfn  liggur svo annar bátur sem sér fram á sömu örlög og Ingólfur Arnarson þ.e.a.s  að vera seldur í brotajárn.Svona hálfgerður"Brautryðandi"ef svo að orði mætti komast.Líkt og Ingólfur og Blátindur.Þessi bátur heitir nú Valberg II en er kannske þekktastur undir nafninu Víkingur III ÍS.

pic1 Varðveita hefði mátt t.d brúna og tæki hennar af Ingólfi Arnar.

Þetta er síðasta orginal eintakið af svokölluðum síldar og vertíðarbátum sem Íslendingar létu byggja í Noregi í kring um 1960.Gaman væri að menn reyndu að forða brú hans og keis.Hvar á landinu það yrði svo varðveitt t.d Byggðarsafnið hér í Eyjum, Síldarminjasafnið á Siglufirði,Sjóminjasafnið í Reykjavík.Hafi einhver haft nennu til að lesa þessar hugleiðingar er sá hinn sami kært kvaddur.Förum öll á þess guðs vegum sem við trúum á.


mbl.is Dawson ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2008

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband