19.10.2008 | 16:03
Á strandstaðnum
Ég er sammála Jóni Baldvin um að ónafngreindur maður þælist fyrir á"strandstaðnum"Ég vil meina,séð frá mínu sjónarhorni að það sé ekki nóg að hann sé að þvælast fyrir á strandstaðnum heldur hafi hann"lokkað"skipið í strand.Og hver er svo sekur um strandið ef það er ekki maðurinn með villuljósin.Ég bara spyr,
Og af hverju má ekki finna sökudólgana strax.Er verið að stóla á,að langtíma minni í venjulegum Íslending virðist ekki ná nema ca viku aftur í tímann.Ráðherra dómsmála boðar rannsókn.En hverjir verða rannsakendurnir.Vildar vinir og kunningar??????.Menn verði búnir að gleyma staðreyndum og raunverulegir sökudólgar sleppa eins og fyrri daginn.
Mér finnst satt að sega Ríkislögreglustjóri ekki hafa staðið sig sem skyldi í rannsóknum sínum á hinum ýmsu málum undanfarið.Hver sýknudómurinn á fætur öðrum.Nei að rannsókn á þessu má engin innfæddur koma að.Við erum ekki nema ca 350.000 manna þjóð og allir skildir öllum.Svo eru það allslags bræðralög og stúkur sem binda menn saman út yfir ættarbönd.Innlend rannsókn getur aldrei verið hlutlaus aldrei,svo einfalt er það nú.Og það hljóta þeir að skilja sem eru nokkurn veginn læsir á íslenska tungu og hafa greind yfir 7ára barn.
Allir nema XD fólkið.Það lifir í einskonar "Loðvíks14" draumum um fv foringa.Sem í einu orðinu segir niður með margumræddan mann en í hinu upp með hann.Það hlýtur að fara að togna á hálsi mannskr..... með öllum þessum upphífingum í annarihvorri ræðu sem þetta fólk heldur.Sömu menn sem vöruðu við þessu mikla bankahruni eru enn sniðgengnir og fólk hvatt til að hlusta ekki á þá.
Og aftur og enn kemur þessi"rulla".Nú þarf þjóðin að standa saman og berjast samhent við þessa svokölluðu kreppu.Mitt minni,þótt skamtímaminni mitt sé farið að daprast þá mininst ég þess ekki að alþýðan væri kölluð að hlaðborði útrásarinnar.Hver sagði þá stöndum saman og njótum ávaxtanna.Ekki var okkur boðið t.d. í þessa snekkju:
www.largeyachtsolutions.com/pdf/boat_internationalaug08.pdf
Og ekki var okkur boðið í afmælisveislur sumra bankaræninga sem eyddu milljónum í þær.En nú erum við nógu góð til að taka á okkur skellinn.Já aftur skal alþýða þessa lands þurfa að þrífa buxurnar þegar vissir menn eru búnir að skíta í þær.Þeir láta svo fara vel um sig á himinháum eftirlaunum í allslags góðum störfum hérumlands og í útlöndum vel styrktir af auðjöfunum sem þeir gáfu lausan tauminn.Þeir þurfa ekki að kvíða þess að verða jarðaðir á kosnað hins opinbera,sem þeir verða sennilega,en þá með öfugum formerkjum.
Mín vegna mættu þessir menn bre... í hel..... Þetta er ekki fallega sagt en hvenær hefur þessi lýður talað fallega til alþýðumanns.Það er talað til okkar hérna niðri eins og það sé ekkert á milli eyrnana á okkur.Ég minnist þess frá nokkrum stöðum fra S-Ameríku og Afríku þar sem við vorum beðnir um að tala ekki um pólitík við infædda.Þeir máttu ekki vita hvað var að ske í heiminum utan við þeirra land.
Svo eru menntamenn að slá um sig með orðum eins og"bananalýðveldi"þegar talað er um sum lönd.En kæra fólk við erum eitt af bananalýðveldunum í dag.Og það vegna verka örfárra manna og heimskulegrar stjórnunará landinu.Förum öll á þess guðs vegum,sem efst er í huga hvers og eins.Vörum okkur á myrkviðum stjórnmálana.Hlustum nú á þá menn sem vöruðu við óláninu en sem enginn hlustaði á.Verið af mér ávallt kært kvödd
Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 19. október 2008
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar