Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"var gert"

Mikið var að eitthvað var gert af viti  Eða hvað? Kært kvaddir o.sv fr
mbl.is Sjálfstæðismenn sektaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"á vitlausum enda ?"

Er ekki hér verið að byrja á vitlausum enda ?.Árinni kennir íllur ræðari stendur einhverstaðar. Eða er XD saklaus af hruninu?  Og eru allir þingmenn með hreinan skjöld gagnvart kjósendum þessa lands? Á ekkert að hreifa við styrkjahneykslinu? Kært kvaddir sem það eiga skilið
mbl.is Saga afdrifaríkra mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"engin ný sannindi"

þetta eru engin ný sannindi. Lítum okkur nær. Þræta ekki allir þessir andsk.... sem komu okkur á hausinn sök Kært kvaddir sem það eiga skilið
mbl.is Eiturlyfjabarón neitar sök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"frelsi"

Jú víst gáfu þeir mönnum frelsi til að ná höndum yfir bankana. En taka svo enga ábyrgð á gerðum hlutum. Og svo bera þeir umhyggju fyrir þeim sem gáfu þeim stórgjafir. Með því að gefa þá einhverra hluta vegna ekki upp. Körorð XD í hnotskurn Svo í kaldhæðni örlaganna verður lokahófið haldir í Gullhömrum.Kært kvaddir sem það eiga skilið
mbl.is Dagskráin liggur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftenging

Nú ætla ég að aftengja mig gömu togurunum. Þetta byrjaði á að ég ætlaði að blogga um þetta hér:

jaxlar 001 Ég ætlaði líka að vekja athyli á togarasíðu Hafliða Óskarssonar á Húsavík en slóðin er hér:

http://www.togarar.is/  

En Hafliði er alger alfræðiorðabók um skip allavega um nýsköpunartogarana. En ég ætlaði aðeins að minnast á þá og togarana sem þeir leystu af hólmi. Nú sem sagt þegar músin tók jóðsótt fæddist fíll. Og ég bið Hafliða vin minn afsökunar ef honum  finnst ég hafa seilst inn á hans svið. Það er ekki meiningin.

 

Þorvaldur magnússon Þorvaldur Magnússon í fullum skrúða  Einn af þessum gömlu hetjum 

Hafliði á mikinn heiður skilið fyrir síðuna. En ég get hreinlega ekki slitið mig frá þessu nema að minnast aðeins á nokkur skip úr hópi þessara gömlu undanfara "Nýsköpunnartogarana" Og þau þungu högg sem þau urðu fyrir. Og nokkura frægra manna sem þessum skipum stýrðu. Ímyndið ykkur lúkarnir í gömlu togaranna tóku uppí 24 menn.

 dhoon Skemd brú eftir brotsjó.

Ekki var nú miklu vatni til að dreifa enda voru skipin kolakyntir gufutogarar. Í 2 eða 3  nýsköpunartogaranna voru 16 manna lúkar stærsta vistarveran, Og menn töluðu um hallarsalarkynni. Og vatnssalerni varð að veruleika um borð í togara  Gamli menn töluðu um að þeir (nýsköpunartogararnir) gætu mætt hvaða veðri sem væri. Og eins og í Halaveðrinu komust þeir að öðru þegar frá leið. Það liðu 12 ár frá því að sá 1sti kom til landsins þar til sá 1sti fórst í rúmsjó

Ég hef sagt frá nokkrum togurum sem týndust í WW2

Top.BMP Gullfoss fórst með allri áhöfn 19 mönnum. Skipstjóri var Finnbogi Magnússon, faðir Finnboga heitins fv skipstjóra hjá Eimskip

 

reykjaborg Reykjaborg fórst og með henni 13 menn en 2 björguðust. Skipstjóri var Ásmundur Sigurðsson bróðir hins ástsæla skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík Jónasar Sigurðssonar

Sviði Sviði fórst á stríðsárunum með allri áhöfn 25 mönnum. Skipstjóri var Guðjón Guðmundsson faðir Eyjólfs fv skipstjóra hjá Jöklum og Eimskip.Og ef ég treysti á götótt minni þá var Þorbergur Friðriksson 1sti stm faðir Guðrúnar Katrínar heitinnar fv forsetafrúar.

 

jón ólafsson Jón Ólafsson fórst með allri áhöfn 13 mönnum Skipstjóri Sigfús Ingvar Kolbeinsson

Maður getur ekki skilið við gömlu gufutogarana án þess að minnast á nokkra sem þar gerðu garðinn frægan T.d Tryggva Ófeigsson og Bjarna Ingimars á Júpiter

júpiter Júpiter

Guðmundur Jónsson á Skallagrími

Skallagrímur Skallagrímur

Sigurjón Einarsson á Garðari

 

garðar 003 Garðar

Guðmundur Markússon á Tryggva gamla

 tryggvi gamli Tryggvi gamli

Vilhjálmur Árnason á Venusi

venus Venus

Sjálfsagt gleymi ég einhverjum sem ætti að vera hér. En þetta eru þeir sem ég minnist svona í fljótu bragði. Kært kvaddir sem það eiga skilið


Meir af "Halaveðri"

Við skulum halda aðeins áfram með halaveðrið:Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur sýnt mér þá vinsemd að senda mér veðurkort frá þessum tíma. Ég gríp hér niður í "rafbréf" Einars: "Tölurnar með þrýstilínunum eru ekki mb eða hPa.  Innsti hringurinn samsvarar 935 hPa þrýstingi, svo kortið sýnir strax án  þess að nokkuð annað séð skoðað að þetta vður hefur svo sannarlega verið alvöru."

comphour 212 30 211 225 168 14 50 28

Þetta hefur verið eins og Einar bendir réttilega á "alvöruveður" Mikil leit var gerð að skipunum 2 og sést hér leitarsvæðið

Top.BMP Eins og sjá má ef myndin skannast vel hefur það ekki verið nein smávegalengd  sem Egill Skallagrímsson hefur rekið af Halanum að krossinum sem gerður er þarna ca V af Látrabjargi. Skipin sem lentu í þessu voru misjöfn .Að gæðum og aldri. Annaðhvort byggð í Þýskalandi eða Englandi. Þýsku skipin þóttu betri sjóskip allavega þegar bræla var komin að ráði.

 

Skallagrímur 1924 Áhöfnin á Agli Skallagrímssyni 1924, Sennilega margir þarna sem lentu í Halaveðrinu 

 

En hálf leiðinleg í þæfingi en svo sjóborgir er komið var slæmt veður. Ensku skipin sem um ræðir voru annaðhvort smíðaðir í Beverley eða Selby. Margir gamlir sjómenn sögðu að "Selbyarnir" hefðu verið betri en "Beverleyarnir" Og ef við athugum skipin í Halaveðrinu þá er listinn svona: Þýskbyggðir voru: Ása (1918 í Kopman í Dordrecht) slapp skipa best.Gulltoppur (1920 Unterweser í Lehe) lenti í miklum hremmingum en en dugnaður og kjarkur manna bjargaði skipinu, Gylfi (1920 Seebeck í Geestermunde) Slapp nokkuð vel.

fd30norbreck Enskur togari frá þessum tima Sennilega Beverleyskip þvi Selbytogararnir voru með vírnet á brúarvængjum

 

Selbyar: Tryggvi gamli (1920) Slapp nokkuð vel. Earl Haig (1919) lenti í miklum erfiðleikum en komsr til hafnar með mölbrotna brú m.m. Egill Skallagrímsson ( 1916) Lenti í miklum erfiðleikum en með harðfylgni komst skipið til hafnar. Field Marshall Robertson  fórst(1919) með allri áhöfn 35 mönnum (6 enskir) Hilmir (1913) slapp með brotna brú og bilað stýri. Ari (1920) slapp nokkuð vel með bilað stýri. Þórólfur (1920) slapp við stór áföll. Draupnir (1907) slapp vel.

 

ísing Ísaður togari 

Leifur heppni (1920) fórst með allri áhöfn 33 mönnum Surprise (1920) slapp nokkuð vel Beverleyarnir voru: Njörður (1920) Fékk á sig hvert brotið eftir annað. En með óbilandi dugnaði og kjarki tókst skipverjum að koma skipinu með glugga og hurðarlausa brú til hafnar  Cesersio(1915) komst við illan leik til hafnar .Jón Forseti (var smíðaður hjá  Scott Bowling í Bowling Englandi 1907)slapp vel  Læt þetta duga nú.Ég vil þakka Einari Sveinbjörnssyni fyrir veðurkortið  Kveð þá kært sem það eiga skilið


Fleiri gamlir í "Halaveðri"

Það sem átti að vera smáblogg um gamla síðutogara hefur aldeilis undið upp á sig. Og þetta átti eiginlega að vera um "nýsköpunartogarana" þetta um þá gömlu átti bara að vera formáli, Þetta er kannske eins og með kja....... á mér ef hann opnast er vont að loka honum aftur. En án gríns þá skulum við athuga restina af skipunum sem voru á "Halanum" í samnefndu veðri. Og hvernig þeim reiddi af;

njörður Njörður Fékk á sig brotsjó. Færði skipið gersamlega í kaf, Allar rúður í stýrishúsi brotnuðu. Skipið lá svo á stb hliðinni með brúarvænginn í sjó.Skipshöfnin fór strax í að reyna að rétta skipið. Var það vel á veg komið er annað ólag reið yfir og gerði þann árangur að engu. En með óbilandi kjarki og dugnaði tóks þó að rétta skipið. 1sta brotið reið yfir síðdegis á laugardag. Það var svo seint á sunnudagskveld að skipið náðist á réttan kjöl Þá með brúna glugga og hurðarlausa

þorolfur Þórólfur Var nýkominn á miðin og slapp við stóráföll

ása Ása Var líka nýkomin á miðin og slapp sennilega skipa einna best. En hún hélt upp í veðrið allan tíman.Það urðu örlög Ásu að hún strandaði rúmum 10 mánuðum seinna við Dritvík á Snæfellsnesi

fd423gladys Ceresio Enskur togari með íslenska áhöfn eins og Earl Haig lá undir áföllum en með harðfylgni tókst áhöfninni að koma skipinu lítt sködduðu til hafnar. Myndin er ekki af Ceresio heldu af systurskipi hand Glayds, En sagan af Ceresio er ekki búin Hann var byggður 1915 hjá Cook Weltin & Gemmell í Beverley Englandi sem Jellicoe. Fyrir Hellyers Brothers .

Kelvin and Clyde Vct 1915 358grt Port of Spain 13 Oct 1992 P  Endalok Ceresio 

Skipið mældist 189.0 ts 338.0 dwt Loa: 42,80 m.brd 7.70m Strax 1915 fær skipið nafnið Ruchcoe 1919 Ceresio 1948 var honum breitt í kaupskip. Hann heldur nafni til 1976 að hann fær nafnið Kelvin and Clayde. Endalok skipsins urðu að það slitnað upp í fellibyl í Port of Spain Haiti 31-11983 og var svo rifinn 1989.74 ára gamall. Það þurfti meiri "gust" en í Halaveðrinu til að koma honum fyrir "kattarnef"

ice coated ship Þetta þurfu togaramenn í Halaveðrinu líka að berjast við, ísinguna

Hvað skildu margir vera á lífi í dag sem geta þakkað það óbilandi kjarki og dugnaði þessara sjómanna fyrir rúmum 85 árum síðan að þeir lifa. Ekki veit ég til að nokkur af þessum monnum sé lifandi í dag. En þjóðin ætti að halda minningu þeirra í hávegum. Og ég hugsa að það sé á hreinu að sumir hafa ekki hugmynd um að þeir geta þakkað lífið áum sínum sem lentu í þessu miklu hremmingum sem Halaveðrið var. Kært kvaddir sem það eiga skilið


Síðutogarar í Halaveðrinu 1925

Ég bloggað um daginn um "síðutogara" og hlutverk þeirra í uppbyggingu landsins  Mér urðu því miður á ófyrirgefanleg misstök þegar ég gleymdi því að í febr 1925 varð stærsta blóðtaka í íslenskri togarasögu.

 

Leifur heppni Leifur Heppni

Þegar stórviðri skall fyrirfaralítið á og fjöldi togara var á Halamiðum 2 togarar fórust, auk vélbáts. Alls fórust 61 íslenskir sjómenn og 7 enskir í þessu veðri. 16 togarar með á sjötta hundrað menn innanborðs lentu í þessu íllskeitta veðri. Að vísu var annar togarinn enskur en útgerð hans ( Hellyersbrothers) hafði aðstöðu í Hafnarfirði .

 

reykjavíkurhöfn Rvíkurhöfn Sennilega um svipað leiti og Halaveðrið skall á ???

Íslenski togarinn hét Leifur Heppni. Skipstjóri hans var Gísli Oddson einn af brautryðendunum í veiðum á Halamiðum. Sem að mínu mati er ein af stærstu matarkistum Íslendinga. Gísli ásamt Guðmundi Jónssyni á Skallagrími Tryggva Ófeigssyni á Júpiter. Sigurjóni Einarsyni á Garðari Guðmundur Markússon á Tryggva gamla voru fremstir í flokki íslenskra skipstjóra sem leituðu og fundu nú þekkt togsvæði. Þessir menn þekktu t.d. manna best togsvæðið við Selvogsbankahraunið.

aquarius Leifar af 1sta togara sem kastaði trolli við Ísland Aquarius GY 214

En 1sta veiðiskipið sem kastaði "trolli" við Ísland var enski togarinn Aquarius byggður 1889 hjá Mackie & Thomson, Govan. Yard, Skipið mældist  165,0 ts Loa: 31,40 m. brd: 6.27 20.6 feet.Eigandi Grimsby & North Sea Steam Trawling Co, Grimsby.Örlög skipsins urðu að það strandaði við Withernsea 25 Desember 1904.

ísing Hann gat verið napur á Halanum 

En aftur að Halaveðrinu. Í bókinni Sigurjón á Garðari ritar Sigurjón Einarsson skipstjóri m.a.:",,Halaveðrið gekk af þeirri skoðun dauðri, sem verði hafði mjög útbreidd að togarar gætu ekki farist af völdum veðurs í rúmsjó. Þetta áhlaup breytti líka sjósókninni á togurunum í það horf, að þeir leituðu jafnan vars í vondum veðrum frekar en að áta fyrir berast úti á djúpmiðum""

 garðar 001 En nægur fiskur

Fyrstur til að kasta trolli á svokölluðum Halamiðum mun hafa verið Guðmundir Guðmundsson frá Móum á b/v Snorra Sturlusyni 1911, Síðan var frekar dræm sókn á þessi mið og þau komust ekki eiginlega á blað fyrr rn eftir 1920 en þá jókst sóknin líka og þegar þetta óveður skall á voru þau mikið sótt

snorri sturluson b/v Snorri Sturluson  

Veðrið skall á 7 febrúar 1925 16 togarar voru á veiðum á Halamiðum. 13 íslenskir og 3 enskir. Meðal togarana sem lentu í veðrinu voru:

ari b/v Ari Stýrið bilaði og skipverjar notuðu lifur og lýsi til að verja skipið áföllum

 

draupnir b/v Draupni Slapp vel

 

hilmir b/v Hilmir Fékk á sig brotsjó og var fyrir skemmdum  auk þess bilaði stýrið Skipstjóri var Pétur Maack sem seinna fórst með Max Pemberton

jon forseti b/v Jón Forseti Varð ekki fyrir teljandi áföllum eða  skemmdum

 

surprise b/v Surprise. Áhöfnin notaði lýsi til að forða skipinu frá áföllum

gylfi b/v Gylfi Varði sig vel í óveðrinu, 2 stm var , hinn seinna farsæli og kunni aflamaður Sigurjón Einarsson kenndur við Garðar

 

gulltoppur b/v Gulltoppur. Lagðist á hliðia og rak þannig stjórnlaus uns áhöfninni tókst að rétta skipið. Skipstjóri var Jón Högnason. Faðir þeirra Högna skipstjóra hjá Skipaútgerðinni og Gríms stm og skipstjóra á Ingólfi Arnar. Jón var tengdafaðir Sigurjóns skipstj. á Ingólfi

 tryggvi gamli b/v Tryggvi Gamli  Var lagður af stað heimleiðis en varð fyrir áföllum

 

earl haig b/v Earl Haig. Hér háði Nikulás Kr Jónsson seinna frægur togaraskipstjóri oft kenndur við b/v Otur (eiginmaður Gróu Pétursdóttir slysavarnarfrumkvöðuls) sína frumraun sem skipstjóri. Kom með heila áhöfn að lendi en stórskemmt skip eftir óveðrið

egill skalla b/v Egill Skallagrímsson Undir stjórn Snæbjörns Stefánssonar (bróðir Eggerts söngvara og Sigvalda Kaldalóns læknis og tónskálds) fékk á sig brotsjó og munaði ekki miklu að illa færi em með hetjulegri baráttu tókst skipshöfninni að sigra

Mér finnst satt að sega að saga síðutogaranna ætti að verða  fyrirferðarmeiri í sögu landa og að ég tali nú ekki um  þjóðar. Kært kvaddir sem það eiga skilið


"Vonandi er"

Vonandi er ekkert að hjá þessum bát. En hvernig verður þetta ef fara á að leigja tæki og tól LHGÍ út um allar koppagrundir. Kært kvaddir sem það eiga skilið
mbl.is Þyrla LHG kölluð út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"traust almennings"

Hugsið ykkur. Svo talar þetta lið um að bæta þurfi traust almennings  á cirkusnum við völlinn. Kært kvödd sem það eiga skilið


mbl.is Rætt um brúnku Árna Páls á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 537751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband