Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"ekki ófrægara skip "

Þetta er nú ekki ófrægara skip en Stockholm sem sökkti Andrea Doria 25 júlí 1956

Svona leit skipið út um þær mundir

PreviewCAGHG679 © Handels- og Søfartsmuseets

Andrea Doria að sökkva

PreviewCA3DWPJ1  © Handels- og Søfartsmuseets

Nefbrotið Stockholm komin í dokk

PreviewCAJB5GEA  © Handels- og Søfartsmuseets
mbl.is Landfestar Athenu slitnuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Svona háttsettir menn"

Ætla þeir að snúa sér svona út úr þessu ? Svona háttsettir menn gera engin misstök. Þeir, allavega hér á landi eru ekki mennskir hvað þau varðar. Annað en við þessir sauðsvörtu, Sem getum lent í öllum andsk...... sem við  þurfum að biðjast afsökunnar á. Kært kvödd
mbl.is Samsæri gegn Strauss-Kahn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Föðurland vort hálft er hafið" III

Ég er ekki hættur að messa yfir nafnabrenglinu á Sjómannadeginum Og enn ætla ég að leita fanga í gömlum skrifum. 

01971

Jóhann Þ Jósepsson sem 1939 talaði fyrir hönd útgerðarmanna sagði m.a:

Þessi dagur er hátíðisdagur allra sjómanna lands vors. I dag minnumst vér þeirra með þakklátri virðingu. Þeirra, sem  á löngu liðnum tímum háðu þrautseiga baráttu víðsvegar fyrir ströndum landsins, annesjum þess og útskerjum, á sínum opnu róðrarskipum. - Kynslóðanna, sem grundvöllinn lögðu að sjósókn og farmennsku vorra tíma. Og þeirra, sem í dag hefja merki islenzkrar sjómennsku bæði heima við landsins strendur og í langferðum landa á milli. Minnumst þess, er þeir allir hafa afrekað þjóðinni til heilla" 

85812 Svona kom danska flutningaskipið Danica Red inn til Brest eftir að hafa fengið á sig brotsjó svo að farmurinn( akkeriskeðjur fyrir borpalla) kastaðist til í skipinu í des 1999

 

Dr. Richard Beck prófessor skrifar : í Sjómannadagsblaði 1950

En samtímis því sem sjómannadagurinn minnir á fórnir, minnir hann jafn kröftuglega á unnin afrek í þjóðar þágu, glæsilegar sigurvinningar á baráttuvelli hafsins. Þess vegna er hann í ríkum mæli fagnaðardagur og dagur, sem miklar framtíðarvonir eru tengdar við. Og íslenzkir sjómenn hafa sýnt það í liðinni tíð, að þeir munu ríkulega láta rætast í verki þær vonir, sem þjóðin tengir við hið mikilvæga starf þeirra í framtíðinni. Fastrúaður á, að svo muni reynast, og minnugur gamalla og góðra kynna við íslenzka sjómenn frá fyrri árum, sendi ég heiðursdegi þeirra innilegar kveðjur og blessunaróskir.

85805 

 

Árið 1951 les maður í Sjómannadagsblaðinu:

"Um miðjan marzmánuð s. 1.er togarinn Elliðaey frá Vestmannaeyjum var í síðasta ísfisktúr á Halamiðum, og verið var að taka inn botnvörpuna í hvassviðri og stórsjó, skeði það, að einn hásetinn,Guðjón Annes, kipptist út með forrópnum. Um stund hélt hann sér í trollið, en vegna sjógangs missti hann takið og fjarlægðist skipið. Sigurgeir Ólafsson bátsmaður henti sér þá til sunds og tókst að komast til Guðjóns með bjarghring og eftir stutta stund voru þeir dregnir áð skipinu og bjargað um borð. Talið er víst, að hefði karlmennsku og snarræði Sigurgeirs ekki notið við, hefði Guðjón drukknað. Sigurgeir Ólafsson er fæddur 21. júní 1925 að Víðivöllum í Vestmannaeyjum. Arið 1950 lauk Sigurgeir prófi frá Stýrimannaskóla íslands. Frá því Elliðaey kom til landsins hefir hann verið þar um borð, og í seinni tíð sem bátsmaður"

85815 

 

Tekið úr Sjómannadagsblaðinu 1970

Þá afhenti Pétur afreksbjörgunaverðlaun Sjómannadagsins 1969, en þau hlaut að þessu sinni Ornólfur Grétar Hálfdánarson frá Súðavík, skipstjóri á m.b. Svan, IS 214, sem sökk í ofviðri út af Vestfjörðum 29. janúar 1969, en áhöfnin bjargaðist í gúmmíbjörgunarbáti. Þegar Svanur sökk, reið brotsjór yfir skipið og skellti því á hliðina og rétti það sig aldrei við alftur, en sökk eftir 10 mínútur. Gúmmíbjörgunarbáturinn á stýrishúsinu rifnaði, en skipstjóranum tókst með frábærum dugnaði að komast  fram á hvalbak og losa vara-gúmmíbjörgunarbátinn.  Einnig náði hann neyðartalstöðinni úr stýrishúsinu við mjög erfiðar aðstæður. Það er einróma álit skipshafnar Svans og allra kunnugra, að Örnólfur Grétar Hálfdánarson hafi með dugnaði sínum og stjómsemi, fyrirhyggju og ábyrgðartilfinningu, tvímælalaust bjargað allri áhöfninni.

karfi 

 

Þessi tvö dæmi um fórnfýsi íslenskra sjómanna eru bara tekin af handahófi. Við eigum að fagna þeim sigrum þar sem hafið tapaði og við eigum að syrgja þá félaga sem hafið tók. Ég veit það ósköp vel að eitt af takmörkum Sjómannadagsins var að hlú að öldruðum Sjómönnum og aðstandendum þeirra og þar hafa þeir sem að því hafa komið unnið frábært starf. Og þar hafa menn unnið óeigingjarnt starf sem ber að þakka af alhug. En einhvern vegin finnst mér sá tilgangur sé að ná yfirhöndinni. Þ.e.a.s. að afla peninga til þeirrar starfsemi. En mér finnst að sú fjáröflun eigi að vera undir nafni Sjómannadagsins. En það skal  viðurkennt að "lofsöngur" stjórnmálamanna um sjómanninn á þessum degi fer í sumra manna( allavega) fínustu taugar.

 

0512pod03 

 

Stjórnmálamenn eiga ekki að fá að koma nálægt þessum degi. Hvað hafa ekki margir ráðherrar í áranna röð lofsungið sjómenn með allslags loforðum þennan sunnudag. Loforðum sem svo voru strax svikin á mánudegi. Og ég vorkenni þeim mönnum sem standa í forsvari fyrir sjómenn (hvaða tegund sjómennsku þeir stunda) að standa fyrir framan þessa hálvita sem þykjast vera að stjórna landinu og reyna vekja athygli þeirra á mikilvægi starfa sjómanna. Með vinsemd og mikilli virðingu fyrir starfandi sjómönnum verið ávallt kært kvödd 


"háttsettur"

Vitanlega er svona "háttsettur" maður saklaus. Eða þannig. Allavega myndi hann sýknaður af vildarvinaréttinum hér á landi. Kært kvödd


mbl.is Mun lýsa sig saklausan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fósturland vort hálft er hafið II"

Ég veit að ég tala eiginlega  fyrir tómum eyrum þegar ég er að "messa" þetta um Sjómannadaginn En ég vil meina að þetta nafnabrengl séu hrein svik við hinn upprunalega tilgang. Í því sambandi er kannske rétt að rifja upp ýmis skrif á bernskuárum "Sjómannadagsins"Svona skrifar t.d. vikublaðið  "Fálkinn" um Sjómannadaginn 1938:
1257799 Skip á leið út frá Figueira da Foz Höfn í Portugal sem margir íslenskir farmenn kannast við
"Það má undarlegt heita, að ekki skuli fyr en nú hafa verið efnt til „sjómannadags" hjer á landi, þegar litið er til þess að íslendingar eru flestum þjóðum framar sjómannaþjóð. Engin einstök íslensk stjett hefur um  langt skeið gefið þjóð sinni svo mikil verðmæti sem hún.
Og það hefur kostað hana miklar mannraunir að höndla þau. Ósjaldan hefur Ægir heimtað sínar fórnir. Stór er sú fylking ungra og hraustra Islendinga, sem fengið hafa hinstu hvíldina í hafsins djúpi.Ef til vill er mannfallið hjá íslensku þjóðinni af völdum Ægis meira en mannfallið meðal hernaðarþjóðanna, er heyja stríð hver gegn annari." Tilvitnun lýkur Skúli Skúlason var ritstjóri Fálkans er þetta var skrifað. En greinin var ómerkt.
1257801
©J. Viana
Höfuðtilgangur var eins og Guðmundur Oddsson einn af frumkvöðlunum lýsir í grein um daginn í Sjómannablaðinu Víking 1939:
"Starfssvið dagsins víðsvegar um land er með mjög líku móti. 1 reglugerð Sjómannadagsins hér, sem er í 11 greinum, segir meðal annars:
1. gr. Einn dagur á ári skal helgaður sjómannastétt landsins, er nefnist Sjómannadagurinn.
2. Takmark Sjómannadagsins sé:
a.) Að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar.
b.) Að heiðra minningu látinna sjómanna og þá sérstaklega þeirra, er í sjó drukkna.
c.) Að kynna  þjóðinni lífsbaráttu sjómannsrns við störf sín á sjónum.
d.) Að kynna þjóðinni hve þýðingarmikið starf stéttin vinnur í þágu þjóðfélagsins.
e.) Að beita sér fyrir menningarmálum varðandi sjómannastéttina, er auka gíldi hennar
3. gr. Þessu takmarki sé náð með: ræðum, útvarpserindum, ritgerðum í blöðum og tímaritum, samkomum sýningum, íþróttum og öðru því, sem stéttin getur vakið eftirtekt á sér með.."Tilvitnun lýkur,
1257802 
©J. Viana
Mig er farið að gruna að "menningarvitar" úr vissu póstnúmeri séu farnir að hafa þarna áhrif En þetta eru bara mínar hugleiðingar skreyttar gömlum blaðagreinum um "Sjómannadaginn"
1257804
©J. Viana
Með vinsemd og virðingu fyrir því sem það á skilið

"Fósturland vort hálft er hafið"

Ég vil nú bara vona að þessar uppsagnir séu bara til málamynda. En ég vil minna á að nú eru rúmar þrjár vikur til "Sjómannadags" Dagsins sem á að halda hátíðlegan undir því nafni. Ég skil satt að segja ekki Sjómannadagsráð að taka þátt í þessari "hátíð hafsins" endaleysu.

 big sea storm rino aldini © Eftir málverki Rino Aldini

Vissulega hefur hafið verið gjöfult við okkur en eins og segir "Fósturland vort hálft er hafið helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju bjarmi skín af Drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið, hetjulífi og dauða skráð. (Jón Magnússon.) " Og gjafmildið þakkarvert. En svoleiðis uppskeruhátið má bara halda annan dag. 

 

christmas cards 117 

Því íslenskir sjómenn hafa háð baráttu við hafið í aldaraðir. Og sú barátta hefur kostað stórar fórnir. Ungir menn í blóma lífsins týnt lífi í þeirri baráttu. Sjómannadagurinn á að vera dagur til að minnast og heiðra þá menn. Ekki aðilan sem svifti þá lífinu. Ég var til sjós í tæp 53 ár.

16 28 7   Big Waves and Rough Sea web Ég bar mikla virðingu fyrir hafinu þó ég kannske hræddist það aldrei. Ég hef átt marga vini sem ekki snéru aftur. Ég er það gamall að muna, þegar þess tíma stór skip hurfu með allri áhöfn Og ég sé enga ástæðu til að heiðra hafið á Sjómannadaginn. Ég leifi mér að birta hér niðiurlag greinar sem Sig. Gröndal skrifaði í fyrsta Sjómannadagsblaðið 1938 :

16 29 3   Rough Sea and Big Waves web "  Sjómannadeginum er ætlað það hlutverk, að vera sameiginlegur frí- og gleðidagur sjómannanna og viðurkenndur sem slíkur af allri þjóðinni, og honum er ætlað að vekja skilning þjóðarinnar á störfum og lífi sjómannanna. Og við vitum það einnig, að Sjómannadeginum er ætlað annað hlutverk háleitara og viðkvæmara, hann er einnig helgaður minningu þeirra mörgu mannslífa, sem hafið hefir krafizt og fengið. -Það er eins og hugur minn nemi staðar, er ég minnist hinnar votu grafar sjómannsins." Tilvitnun lýkur. Leturbreitingar mínar

 

742754 big sea wave on a windy day  good for surfing 

Það er þetta háleita og viðkvæma hlutverk Sjómannadagsins sem mér finnst menn vera að gera að engu með þessi "hátið hafsins " bulli. Ef Sjómannadagsráð þarf að grípa til þessarar nafnabreitingar til að vekja áhuga fólks á störfum íslenskra sjómanna þá hafa þeir hreinlega bara ekki staðið sig í stykkinu. Og með þá stöðu er stéttin ílla stödd. Með vinsemd og virðingu fyrir því sem það á skilið kveð ég ykkur í kvöld. En ég kem aftur


mbl.is Áhöfn Sólbaks sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" í réttu"klíkunni""

Á sama tíma og þeir dæma konu í fangelsi fyrir 6000 kr vísa þeir þessu frá. Dettur einhverjum í hug að hæstiréttur dæmi bankastjórann ? Nei og aftur nei En konan var bara ekki í réttu"klíkunni" Kært kvödd
mbl.is Fékk 330 milljónir haustið 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Vildarvina dómskerfið"

Skelfing er nú gott að vita hve skilvirt dómskerfið er hér á landi Vonandi verður sama formúla notuð, nei annars hún verður aldrei notuð á stórþjófana sem skildu hér eftir sig sviðna jörð  Vildarvina dómskerfið mun sjá fyrir því  Kært kvödd


mbl.is Í fangelsi fyrir búðahnupl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Logaði stafnanna á milli"

Þetta sýnir okkur betur en nokkuð annað hættuna sem sjómönum stafar af eldi um borð í skipum. Með stærri og öruggari skipum er eldurinn jafnvel orðinn hættulegri óvinur sjómannsins en hafið. Sem allir keppast nu til að hylla á degi "Sjómannsins" Gaskútar gerfiefni og margt fleira er hægt að telja til. Að vísu gerðist þetta í höfn til allrar lukku.

 

 

Þetta minnir mig á sögu sem gekk hér í "den" Friðrik Ólafsson skólastjóri Stýrimannaskólans þótti stundum harður í horn að taka hvað lærdóminn varðaði, En hann kenndi (sem venja var hjá skólastjórum f g skóla) siglingarreglur og var betra að gata ekki í tímum hjá honum. 

 

Svo varð það einusinni í tíma hjá Friðrik að hann tekur upp einn nemenda og spyr hann um kaflann í  24 reglunni um skip sem dregur annað skip. Þ.e.a.s hvaða  ljós slíkt skip á að hafa. Nemandinn sem seinna varð fengsæll fiskiskipstjóri og farsæll útgerðarmaður klóraði sér aðeins í hausnum og svaraði:" ja ég er nú ekki aveg viss um það."

 

Friðrik spurði þá strangur á svip:"hvað er þetta lest þú eki reglurna heima drengur." Jú jú svaraði hinn" en síðast þegar ég sá skip draga annað skip þá hafði dráttarskipið togljósið en sá sem dreginn var logaði nú bara stafnanna á milli"  En þá meinti hann þegar b/v Neptúnus RE. var að draga b/v Gylfa BA brennandi til hafnar í mai 1951. Menn sögðu að Friðrik hefði snúið sér undan til að halda andliinu. 001Ef myndin er stækkuð sérst hvernig brúin á Gylfanum hreinlega bráðnaði niðir. Kært kvödd


mbl.is Dæla sjó á eldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband