Færsluflokkur: Bloggar

Nútíma Waterloo

 

 

Sadler%2C_Battle_of_Waterloo

Það er ágætt að fá sér frí öðru hverju frá því að argast út í allt og alla.En til að vera með er ágætt að leiða hugan að öðru.Ég bloggaði um daginn um bók sem heitir á Íslensku"Dumasarfélagið"Hún er eftir spænskan höfund"Arturo Perez-Reverte"Útgefandi hér er Mál og Menning.Sumir vinsælustu"bloggarnir"eru stundum með kynlífslýsingar,aðallega frá sjónarhóli konunar.Í þessari bók er aftur á móti lýsing á hvernig farið getur ef græjurnar hjá hinu kyninu klikka.

 

 

Snilldarþýðing Kristins R Ólafssonar finnst mér slík að ég minnist ekki þess að hafa lesið bók þar sem ég hafði satt að segja meira gaman að þýðingunni en sjálfum söguþræðinum.Mér finnst eftirfarandi kafli úr bókinni alveg einstakur.Hvernig höfundurinn fléttar saman fortíð og nútíð.Hvernig hann blandar stórum hetjum úr orustunni við Waterloo inn í tilfinningalega baráttu bókaveiðarans Corsos við dularfulla stúlku sem blandast inn í rannsókn hans á höfundi Skyttnana þriggja A.Dumasi e

 

 

"""Þetta varði aðeins eina sekúndu.síðan komst bókaveiðarinn til sjálf síns;hann sá hinn hlutann af sjálfum sér sitja á rúmstokknum,enn í frakkanum og gersamlega bergnuminn á meðan hún færði sig ögn,lyfti sér upp í boga einsog ungt og fagurt dýr og hneppti frá sér gallabuxnatölunni.Hann virti hana fyrir sér með einskonar vinsamlegu innra hálfglotti;með gamalkunnum fjálgleik í senn þreyttum og tortryggnum.Með meiri forvitni en ástríðu.

 

 

Um leið og stúlkan renndi niður rennilásnum afhjúpaði hún dökkan þríhyrninginn sem myndaði skarpa andstæðu við hvíta bómullina í nærbuxunum sem drógust niður með gallabuxunum þegar hún fór úr þeim og brúnir fótleggir hennar í allri sinni lengd á rúminu fengu Corsos- báða Corsoana- til að grípa andann á lofti á sama hátt og þeir höfðu fengið Rochefort til að grípa um tannbrotinn túlan á sér.Síðan lyfti hún höndunum til þess að fara úr bolnum;gerði það alveg óþvingað,án daðurs eða fálætis,og hafði ekki róleg og blíð augun af honum uns bolurinn huldi andlitið

 

 

Þá varð andstæðan enn skarpari;meiri hvít bómull,í þetta sinn drógst hún uppávið eftir dökkleitri húðinni;og stinnur og hlýr líkami hennar,mjótt mittið,brjóstin þung,fullkominn,útskorinn af mótljósinu í rökkrinu;hálsinn neðst,munnurinn hálfopinn og aftur augun sem höfðu hrifsað til sín alla birtu himinsins.Með skugga Corsos þarna inni,fanginn eins og sál drepin í dróma á botni þessarar tvöföldu kristalkúlu eða smaragðs

 

 

 

Það rann upp fyrir honum að hann myndi ekki geta þetta.Þetta var eitt af þessum myrku hugboðum sem komu á undan sumum atburðum og setja mark sitt á þá,jafnvel áður en þeir gerast,með viðvörunum um áhjákvæmilegt reiðarslag.Eða sagt á óskáldlegri hátt;meðan Corsos henti afganginum af fötum sínum á eftir frakkanum við fætur rúmsins,tók hann eftir því að upphaflegt holdris hans fjaraði nú óðum út.

 

Fallinn frá í blóma lífsins.Eða eins og langalangafi hans,Napóleonsinninn,hefði sagt,la Garde recule-Varðliðið hörfar.Gersamlega.Slíkt olli honum skyndilegum ótta þótt hann treysti á að þar sem hann stóð og bar í ljósið frá dyrunum bæri ekki á þessari linku.

 

Hann lagðist með óendanlegum varúðarráðstöfunum á magan við hliðina á hlýjum og brúnum líkamanum sem beið hans í rökkrinu og brá fyrir sig því sem  Keisarinn nefndi á sínum tíma í svaðinu í Flandri óbeina herbragðsnálgun;könnun vettvangs af miðlungsfæri og án beinna átaka á hættusvæðinu.Úr þessari skynsamlegri fjarlægð reyndi hann að vinna svolítin tíma ef Grouchy skildi koma með liðsauka og gældi við stúlkuna og kyssti hana flýtislaust á munninn og hálsinn.En allt kom fyrir ekki.Grouchy lét ekki sjá sig;glerblásarinn sá,eltist við Prússa víðsfjarri vígvellinum.

 

 

Og ótti Corsos breyttist í skelfingu þegar stúlkan þrýsti sér uppað honum og smeygði þéttu og hlýju læri milli læra hans og áttaði sig á hörmungarástandinu.Hann sá hana brosa lítillega,ögn hissa;brosa hvatningarbrosi í dúr við áfram meistari,ég veit þú getur það.Svo kyssti hún hann  af einstakri blíðu um leið og hún teygði fram einbeitta hönd tilbúna að bæta úr málunum.

 

 

En á sömu stundu og Corsos fann höndina snerta upptök harmleiksins fórst fleygið endanlega.Eins og Títanik.Sökk í hafið með rá og reiða.Með hljómsveitina að leika á þilfarinu,og konur og börn fyrst,Næstu tuttugu mínúturnar voru dauðastríð;ein þeirra stunda þegar maður bætir fyrir allar lífsins syndir.Hetjuleg áhlaup runninn út í sandinn gengt óhagganlegum sveitum skosku tinnubyssuskyttnanna.Fótgönguliðaraðir komnar í sókn strax og það örlaði á minnsta sigurfæri.

 

 

 

Óundirbúnar skyndisóknir léttvopnaðs fótgönguhers í þeirri bornu von að koma óvininum að óvörum.Skærur Húsara og þungar árásir brynjuriddara.en allar tilraunir höfðu sama endi;Wellington klúðraðist um í fjarlægu belgísku smáþorpi meðan yfirsekkjapípuleikarinn lék Gráskotamarsinn uppí opið geðið á Corsos,og gamli vörðurinn eða það sem eftir var honum beit á jaxlinn,hálfkafnaður í lakinu,gjóandi þöndum augum útundan sér á úrið sem hann var því miður ennþá með á únliðnum.Hnefastórir svitadropar runnu úr hársverði hans niður hnakkan.Og hann skondraði villuráfandi sjónum í kring um sig,yfir öxlina á stúlkunni,í örvæntingarfullri leit að skammbyssu til að skjóta sig með."""

 

 

Ekki ætla ég mér,lítt menntaður sjóarinn að setja mig í einhverjar stellingar sem vitur maður í bókmenntum en þetta finnst mér alger snilld.Kært kvödd


Hvað segja konur

Fyrir nokkru fann velmenntuð kona út klámstekkingu hjá ungri stúlku í auglýsingu.Af þessu spunnust þó nokkrar umræður um þessa auglýsingu og kannske konur í auglýsingum yfirleitt.En ég hef engan heyrt lýsa furðu sinni á auglýsingu þar sem kona er með andlitið hálpartinn niður í klósettinu að þrífa það.Mér finnst satt að auglýsingar þar sem fallegur líkami er látinn njóta sín góðar.En mér er illa við að sjá andlit á fallegri konu á kafi niður í skítugu klósetti

Innflytenda stefna Frjálslyndra

Þegar verið er að væna Frjálslynda flokkinn um innflytendahatur eða óvild í garð þeirra sem hingað til lands vilja flytja, þá ættu menn að lesa yfir ræðu Guðjóns Arnars á Landsfundi flokksins.Sá maður sem getur lesið hatur eða óvild til þessa hóps ætti að fá heiðursverðlaun fyrir ríkt ímyndunarafl.Hann talaði um að taka vel á móti þessu fólki,kenna því íslensku,passa upp á að það verði ekki hlunnfarið á neinn hátt.Ég get ekki séð að það felist óvild í því að það sé beðið um sakavottorð og sé jafnvel látið gangast undir læknisskoðun.Ástralir eru sennilega með hvað hörðustu stefnu í þessum málum.Fyrir nokkrum árum las ég um par sem kynntust á"Netinu".Hún bjó í einhverju öðru landi sem ég man ekki lengur hvað var.Þegar þau ætluðu svo að giftast fékk hún ekki að flytjast til kærastans því hún var með sykursýki.Ég man ekki betur en rökin sem notuð voru væri það að þeir voru hræddir um að"sitja"uppi með hana í heilbrigðiskerfinu.þetta er nú kannske fulllangt gengið en svona leit þetta út fyrir þeim.Fyrir nokkrum árum var ég staddur í "Kóngsins Kaupmannahöfn"nánar tiltekið á "Strikinu".Þá varð ég var við að mig vantaði veskið.Ég snéri mér að lögregluþjóni sem var þarna og spurði hann hvað væri helst til ráða þegar maður týndi veski þar um slóðir.Þú hefur ekki týnt því hefur verið stolið af þér sagði ´ann.Það getur ekki verið sagði ég það kom enginn svo nálægt mér.Þetta segja allir fullyrti hann.Svo sagði hann mér að glæpamenn í Kaupmannahöfn væru farnir að flytja inn unga pilta sem væri búið að þrautþjálfa í vasaþjófnaði frá barnæsku,í löndum sem áður tilheyrðu Ráðstjórnarríkjunu.Það væri líka athugandi að vita frá hvaða löndum verstu afbrotamenn séu sem sitja í sænskum fangelsum.Ég las einusinni í sænsku blaði að Svíþjóð teldist með bestu þjóðum fyrir terrorista að leynast í vegna hve auðvelt væri að komast inní landið.Við skulum ekki láta sama tvískinnungsháttinn sem er í Svíþjóð og jafnvel í Danmörk.Þar sem almenningur og stjórnmálamenn tala sí og æ á móti sannfæringu sinni.Man fólk ekki eftir þegar frambjóðandi"Moderaterna"í Svíþjóð hélt að búið væri að slökkva á migrafóninum.Við eigum að gera eins og Frjálslyndiflokkurinn vill taka vel á móti innflytendum.Mennta þá vel rækta vel tengslin við þá og tala opinskátt um hvað sé þeim og okkur fyrir bestu.Það er ekkert leyndarmál að það leynast stundum,en sem betur fer ekki oft  óæskilegir menn í þessum hóp alveg eins og leynast í okkar eigin röðum

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 536299

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband