30.9.2008 | 18:58
Hans Hedtoftslysið
Þ 30.janúar næsta ár eru 50 á síðan hið hræðilega slys varð þegar Grænlandafarið Hans Hedtoft fórst og með því på 40 skipsmenn og 55 farþegar. Þar af 6 börn og 19 konur.Skipiðvar í jómfrúarferðinni.eins og Titanic og eins og það skip gefið út fyrir að geta ekki sokkið.Undarleg tilviljun..7.januar 1959 sigldi "Hans Hedtoft" frá Kaupmannahöfn
Hans Hedtoft ljósum prýddur í Köben
Ferðin til Grænlands gekk slysalaust "Hans Hedtoft" setti met hvað varðaði tíma.Aldrei fyrr hafði skipsferð til Grænlands gengið svo vel.Í ferðinni höfðu sumir á orði að skipið ylti meir en fyrri Grænlandsskip.En skipstjórinn" Kaptajn P.L.Rasmussen" taldi það vera af því að skipið væri sérstaklega til siglingar í ís.Hann taldi skipið gott sjóskip"Hans Hedtoft" sigldi frá Julianehåb hinn 29. januar kl. 21:15
Við brottför frá Kaupmannahöfn
Farmurinn var 958 ts og 350 ts af olíu og vatni.Siglingaleiðin til Grænlands er hættuleg sérstaklega í janúar og febrúar.Það sem gerir hana hættulega er samskil myrkurs,íss,storms og bylja.og ekki síst óreglulegu slæmu sjólagi við Kap Farvel(Hvarf)Þessir þættir eru kannske hver fyrir sig ekki svo hættulegir.En ef þeir eru allir til staðar þá fara þeir að verða það.Þegar særok þá er ómögulegt að sjá framfyrir stefnið.Og allavega eldri gerðir ratsjáa verða óvirkar..
Einnig þegar skip siglir gegn um stórsjói og þegar loft og sjávarhitir er kominn undir 0°.Þá er mikilhætta áferðum að ísing setjist á skipin.það eru dæmi þess að 60 ts af ís hafi sest á skip á 3-4.Þetta skapar yfirvigt á skipið svo það missir stöðuleika og veltur Aldrei er siglt með mikilli ferð þegar svo stendur á.Mestalagi svona 5-6 sjm.Hvað grandaði skipinu var það borgarísjaki sem gerði það?Hin opinbera skýring á slysinu var sú að skipið hefði verið að sveigja fyrir ísjaka sem hafi hreinlega skorið skipssíðuna endilanga,(eins og Titanic)Þessi skýring er ennþá gefin því fólk gleypur við þeirri skýringu.Ólíklegri finnst fólki sú skýringu að skipið farist við að steyta á grunni í stórsjó.
Eftir slysið gerði skipstjóri að nafni Junker nokkrar mælingar á áætluðum slysstað.Það kom í ljós að undirsjávarsker eða klappir sem var 9 metrar niður á var á staðnum.Þetta sker eða klöpp var hvergi merkt í sjókort.Í rannsókn á slysinu kom fram að það var mikill sjór og ölduhæð var há.Getur verið að skipið í miklum öldudaal hafi rekist á þessi sker eða klappir?Það gefur teóríunni um að bæði vélarúm hafi fyllst af sjó.En skipið var búið 2 aðskildum vélarrúmum sem bæði áttu að vera vatnsheld.Annað var fyrir aðalvél en hin fyrir hjálparvélar,dínamóa og slíkt.
Qaqortog eða Julianehåb eins og þorpið hét.
Í mót þessari teóríu talar að í skeyti frá skipinu er talað um borgarís. Í svona tilfelli er kannske ekki svo mikilvægt að skýra ástæðu þess að gat var komið á skipið og það var að sökkva.Mikilvægara að hugað að björgunin kæmi sem fyrst..Rasmussen skipstóri hefur kannske séð borgarísjaka og haldið að þeir væru valdir að skaðanum á skipinu.Skipið sendir tilkynningu kl 1610 að engir ísjakar séu sjáanlegir.Togarinn "Johannes Kruss"sem kom á áætlaðan slysstað sá enga jaka sem gætu valdið svo stórum skaða á skipinu að það sykki.Yfirmaður Sjómælingana í Danmörk.kaptajn Hansen segir um þetta m.a"Der har været nogle indberetninger om vanddybder på ni meter, også nogle der siger 15 meter. I 1980 blev de aflivet, der er 196 meter vand på stedet, hvilket sandsynliggøres af, at ingen isbjerge har "strandet" der, og på stedet ses ingen reaktion på et undervandsskær. Tidligere kort har vist vanddybder på ni meter, og det forklares med strømkæntringer, der optræder på ekkolod som flimmer"
Komið hefur í ljós að staðurinn sem Hansen tala um er 40 sml frá ætluðum slysstað.Á þeim stað hafa aldrei verið aðrar mælingar en þær sem fg Junker skipstjóri gerði.stuttu eftir slysið.Ein tilgáta til er sú að rafsuða hafi hreinlega gefið sig..Skiðið var eins og fyrr er greint í"jómfrúarferðinni"og í 1sta skifti í miklum sjó.Nokkur svokölluð Libertyskip höfðu hreinlega brotnað svoleiðis í fyrstu ósjóum sem þau lentu í.Carlsen skipstjóri var búinn að súrra Fying Enterprise saman með vírum og ventspennum.Böndin voru rafsoðin saman einnig plöturnar.En svo voru plöturnar og böndin hnoðuð saman.En þetta slys átti sér langan eftirmála sem ekki verður rakinn hér.
En þetta er eitt þeirra sjóslysa sem aldrei verður upplýst.Ég endurtek hér að þetta grúsk mitt má ekki taka sem einhverja sagnfræði.Heldur eins og það er grúsk gamals ekkert sérstaklega skarps náunga sem lítið hefur annað að gera en að búa.þetta blog til.Og er leiður á að vera alltaf að rífa kja.. yfir öllu sem honum finnst aflaga fara í þjóðfélaginu.Á tímum gufuvéla þá safnaðist oft mikil gufa saman í katlinu og þá"blæsu"þeir út.Það þótti engum kyndara til sóma að það blæsi út hjá þeim.Minn ketill er er nú að yfirfyllast og þarf sennilega að blása út að minnsta kosti 1 sinni áður en ég fer að blogga um atburði líðandi stundir.Ég ætla að láta þetta nægja hér í þessu blogi.Það kemur framhald á þessu slysi og þar inn í samskifti Hans Hedtoft og annara skipa.Hingað lesnir kært kvaddir með óskum að við megum öll vera á þess guðs vegum er við trúum á.Lifið heil
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2008 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2008 | 00:21
Vopn og fl
Ég hef furðað mig á áhugaleysi þjóða á þessum tíðu sjóránum.Þetta er að verða daglegur viðburður Hvað ef þetta hefðu nú verið flugvélar,sem rænt hefur verið.Með t.d 12 -13 farþegum hver.Hefðu menn regerað meir ef svo hefði verið?Ég bara spyr?
T-73 eru hættuleg vopn í höndum"óvitum"
Þangað til nú hafa menn haldið að farmur Fainu vöruflutningaskipsins sem sjóræningar heróku um daginn,vopn og skotfæri þ.á.m 33 T-72 skriðdrekar hafi átt að fara til Kenýa en nú þykast Bandaríkamenn vissir um að farmurinn hafi átt að fara til Súdan.
"""We have a report indicating that the cargo and the shipment was headed to Sudan," said Nathan Christensen, spokesman for the Bahrain-based US Fifth Fleet.Both Kiev and Nairobi have denied Washington's claim, as did a Sudanese army spokesman."The Kenyan and Ukrainian governments have all the documents to prove that this cargo belongs to the Kenyan government and not some unknown buyers in Sudan," Kenyan defence ministry spokesman Bogita Ongeri told AFP."I really doubt whether the US has the right information. And I don't think that the US Navy has the jurisdiction to talk about this issue," he added"".
En bandaríkjamenn eru skíthræddir að hinir 33 T-72 rússnesksmíðuðu skriðdrekar falli í hendur Al Qaedamanna.Það vekur furðu mína hve miklir peninga þessar Afríkuþjóðir hafa til vopnakaupa.Þeir virðast eiga skítnóga peninga til þess þó svo að safna þurfi svo til matarkaupa fyrir þá t.d.hér á landi.Og mörg munu dæmi þess að peningar sem safnað hefur verið til matarkaupa fyrir sveltandi fólk hafi lent beint í höndum herkónga.
En það liggja miklir peningar í þessum vopnabraski.Ég þekki svolítið til þeirra því ég var oft með að flytja vopn t.d. frá Wilmimgton N-Carolina til t.d Ítalíu Tyrklands,og landana við Persaflóann.Útgerðin sem ég sigldi hjá sérhæfði sig að nokkru leiti í þessum flutningu.Þeir byggðu 1 skip á ári í 10 ár sem voru spesíalt byggð með svona flutninga í huga.Fyrir framan undirlestarnar voru svokölluð"strong room"þar sem t.d. kveikjurnar í voru geymdar.
Tv Danica Red sem var sérstaklega búin til vopnaflutninga og th staðsetning"strong room"
Eina ferð man ég frá Píreus til Ríó de Janero árið 2000.Á Danica Red.Að vísu kom ég um borð í skipið í Gíbraltar.Ég bloggaði um þessa ferð í fyrra og kallaði "Ferðasaga"Farmur skipsins voru 10,20 feta gámar af vopnum..5600 sjm leið.Einn danskur vinur minn var captain hjá J Poulsen & co á MARSUS rúmlega 1000 tonna dalli var sendur með einn gám af vopnum úr Persaflóanum til hafnar í S- Ameríku .
Eitthvað hafa þeir flutningar kostað.Ég læt þessu lokið við skulum vona að það takist að bjarga sem flestum áhafnarmeðlimum af hinum herteknu skipum lifandi úr klóm þessara glæpamanna í Sómalíu.T-72 skriðdrekarnir komast vonandi í hendur þeirra sem skilja hverskonar drápstæki þetta eru og nota þau aðeins ef á þá er ráðist.
Kemíkaltankskip Eiga þó ekkert skylt við pistilinn annað en sá th er grískur
Síðast náðu sjóræningar grískum kemíkal tankskipi sem ekki hefur komið fram nafnið á.Farið öll á þess guðsvegum sem þið trúið á og af mér ávallt kært kvödd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2008 | 19:32
Sjórán við Sómalíu
Nú mun"hland hlaupið fyrir hjartað á könunum"Tundurspillirinn USS Howard mun vera komin á sjóræningasvæðið út af Sómalíu.
En flest skipin sem tekin hafa verið liggja við hafnarborgirnar Hobyo og Eyl.Þeir hafa sennilega ekki viljað vera síðri en "stóri björninn"í austri.Fregnir berast af að 1 áhafnarmeðlimur Faina hafi dáið úr sem þeir kalla"hypertension"
Hvernig túlka má það nú.En síðustu fréttir herma að 2 herskip frá EBE séu komin á svæðið og nú sé jafnvel búið að umkringa Fainu sem tekin var í gær.Í fréttatilkynningu í gær frá höfuðstöðvum 5ta flota USA í Bahrain segir Vice Adm. Bill Gortney að:" The international shipping industry must take on more responsibility to protect vessels against pirate attacks and kidnappings in the dangerous waters of Somalia"
15 skip eru nú í haldi sjóræninga með um 300 manns í áhöfn.20,000 skip fara þarna um á ári hverju,en þetta er siglingaleiðin milli Rauða-og Indlandhafs.Það er kannske gott að sitja heima í stofu og segja hvað eigi að gera.
Myndir frá USS Howard Efst tv er CDR Curtis Goodnight yfirmaður skipsins
En samt finnst mér það ólíklegt að flotar stórþjóðanna séu algerlega ráðalausir gagnvart nokkrum tugum fv fiskimanna.En þessir sjóræningar eru það víst .Ekki veit ég frá hvaða EBE löndum herskipin eru sem komin eru á svæðið við Sómalíu ásamt USS Howard en segja mætti mér að þau séu frá Frakklandi og Danmörk.
Ef þessir fjan.... sjóræningar litu svona út,já þá kannske.Ja nú er best að halda kj....
Vonandi gengur þeim vel að ná tökum á þessum glæpamönnum.Sjóræningarnir hafa víst hluta af áhöfnum skipanna í haldi einhverstaðar í landi.svo íllmögulegt er að yfirbuga þá og ná skipunum án þess að sumir áhafnarmeðlimir verði eftir í höndum þeirra.Og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum hjá þeim.Það gerir þessi mál svo erfið.En hafa nokkur stríð unnist án þess að þar sé fórnað saklausu blóði?Ég kveð þá sem lesið hafa kært og bið þess að við förum öll á þess guðs vegum er við trúum á
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2008 | 19:05
Vopnaflutningaskipi rænt
Sjóræningjar klófestu 33 skriðdreka af gerðinni T-72 þegar þeir á fimmtudaginn rændu flutningaskipinu Faina.Skipið er undir Belize flaggi en í eigu Úkraníumanna.
Skipið er með 21 manna áhöfn.Farmurinn er vopn sem áttu að fara til Mombasa í Kenya frá Póllandi.Einnig munu þeir hafa rænt grískum kemikal tanker með 19 manna áhöfn í gær föstudag..En fréttir af því virðast óljósar.SÞ virðist algerlega getulaust í þessu máli.Hvar er nú USA sem oft hefur gefið sig út fyrir að vera svona einskonar alheims lögregla
Rússa eru að senda herskip á vettfang.Þeir taka vonandi þessi mál engum "vetlingatökum".Mér er minnistætt þegar"agent"í einu Afríkulandi sagði mér að Rússar lentu aldrei í vandræðum með laumufarþega,því að sá orðrómur gengi að þeir tækju þá og hengdu ef þeir finndu þá í skipum sínum.Ég sel þessa sögu ekki dýrari en ég keypti hana.
Rússar búa sig undir átök við sjónræninga
Rússar senda freygátuna Neustrashimy(sem mun þýða óttalaus)á þetta sjóræningasvæði út af Sómalíu.Vonandi tekst Rússum að ná tökum á þessum bandíttum sem SÞ horfir aðgerðarlaust á.
Svæði sem sjóræningar halda sig á
Skipin sem sjóræningar halda eru liggjandi við höfnina í Eyl í héraði er nefnist Puntland og er hálf-sjálfstætt.Fréttir herma að það sé búið að koma upp veitingastað í bænum þar sem gislarnir fái eitthvað að borða þegar kostur skipana þrýtur.Ég vona að rússum takist það sem USA og SÞ hafa engan áhuga á.Ég kveð þá sem lesið hafa kært sem endranær og vona að allir fari þá vegi sem sá guð sem þeir trúa á vísar.Lifið heil
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 20:15
"Er kakan að falla?"
Það er nú kannske að æra óstöðugan að skrifa um þennan óróa i FF.En ég var að fletta Morgunblaðinu frá í dag og sá þar frétt um fund FF í gærkveldi.Einn fundargesta úthellri þar visku sinni og líkir GAK formanni við skipstjóra sem sé með fáa útvalda með sér í brúnni í stórsjó og væri sama þótt einum og einum manni úr áhöfn skolaði fyrir borð.
B/V Páll Pálsson sem GAK stjórnaði við mikla farsæld í 20 ár að mig minnir
Mér finnst nú sú samlíking brosleg að hann sé eins og skipstjóri í ólgusjó sem safnaði að sér fáum útvöldum í brúnni.Það vill svo til að ég hef verið skipstjóri með skip í ofviðri og þá vildi ég helst engan hafa nálægt mér aðra en þá menn sem ég gat treyst 100% á og ég gat stólað á ef mér fipaðist eitthvað.Mig langaði ekki að hafa hálfhræddda menn sem komu með sínar skoðanir hvað gera skildi sem bara ruglaði mann.
Á þessum bát"Gunnhildi"ÍS byrjaði GAK sinn farsæla skipstjóraferli.Hann uppskar skammir frá útgerðarmanni sínum þegar hann fór aftur út í vitlaust veður á þessum bát eftir að hafa landað og barið ís af eigin bát til að leita að týndum félögum.Mér finnst það lýsa manninum vel.
Í framhaldi á þessari"snilldar"tilvitnun finnsts mér vegið að heiðri formannsins.Að saka hann um að hafa ekki áhyggjur af sinni skipshöfn.Í þessu máli á víst"skipshöfnin"að tákna hinn almenna flokksmann.Mér hlotnaðist sá heiður að vera í skipsrúmi hjá formanninum og hann er einn af þeim albestu skipstjórum sem ég hef siglt með.Fáir skipstjórar létu sér öryggi manna sinna hvort það var til sjós eða lands eins miklu máli skipta og hann.Og hann er einn af gegnheilustu mönnum sem ég hef kynnst.
Og ég þekki GAK það vel að ég veit að hann hefur í dag miklar áhyggur af hinum almenna flokksmanni í öllum þessum darraðardansi sem viðgengst í flokknum.Leitt þætti mér ef rétt reynist það sem bylur í frumskóartrommunum nú um stundir,að sumir kannske með meiri slægð og kannske eitthvað meiri skilning á mannlegt eðli sé að láta aðra vinna fyrir sig skítverk.Láti gamla vini berjast.
Ég vona bara að það sé slúður kannske af sama tagi sem ég varð fyrir barðinu á um daginn.Ekki á ég heitari ósk en stríðandi fylkingar leggi niður vopn og setjist niður og leiti sátta.Hvenig væri að fá Ásmund sáttasemjara ríkisins til að miðla málum.Honum hefur tekist að brúa bil sem þóttu óbrúanleg.Að lokum langar mig að rifja upp smásögu frá B/V Páls Pálssonar veru minni.Addi var skipst.og Leifur Pálsson sonur þess Páls sem skipið heitir eftir var kokkur.Við vorum að"kippa"eins og kallað er.Þ.e.a.s.voru að færa okkur milli miða.
Leifur heitinn Pálsson fv skipstjóri hinn mikli öðlingur sem leysti stundum af sem kokkur á Páli Pálssyni
Svo koma einhverjar fréttir af afla og Addi breitir stefnunni í átt að þeim stað sem fréttirnar komu frá.Við höfðum verið á"lensi"og skipið hreifðist lítið.Og Leifur setti köku í ofninn.En við stefnubreitinguna fengum við vind og sjó á hlið svo skipið fór að velta.Kemur þá Leifur alveg snarvitlaus því kakan í ofninum hafði fallið saman og eyðilagst.Kannske sjá einhverjir kökuna sína vera að falla við stjórn GAK á flokknum.
Gamlir vinir berjast.Skopmynd af Taft og Roosevelt.Sam frændi fylgist með.
En ég held að menn verði átta sig á að ef GAK verður hrakinn úr formannssæti þá er flokkurinn búinn að vera.Þá verður hann eins og Albertslaus Borgaraflokkur.Kæra flokksfólk slíðrið sverðin og snúið bökum saman um að framganga flokksins verði sem mest í komandi kosningum.Menn þurfa oft að brjóta odd af oflæti sínu til að góðir samningar takist.Látum það ske og hrósum happi að kosningum loknum sem gengið verður til með einhug.Verið ávallt kært kvödd.
25.9.2008 | 04:00
Sjórán
Nú eru 13 skip í haldi sjóræninga í Sómalíu.Nýlega létu þeir laust bulkskipið Stella Maris eftir 3ja mánaða varðhald.Ekki er vitað hve hátt lausnargjald var greitt
21 sept tóku þeir bulkaran Capt Stefanos Bamhamas flagg með 19 manna áhöfn dwt 74077, built 2002
18 sept Centauri (grt 12812, built 1977, Malta flagg, áhöfn 26 allir Philippine,einnig þ 18 Great Creation (grt 18179, built 1988, Hong Kong flag 26 - 25 skipverjar frá Kína,
Skipstjóri frá Bangladesh)skipið á leið til Mobasa með 17000 ts af salti.Sennilega tekinn í Indian ocean
16 sept Franskir landgönguliðar frelsuðu hjónin af skútunni frönsk yach Carre d'as IV í bardögum uppí fjöllunum langt frá ströndinni.1 sjóræningi felldur en 6 teknir fanga Yachin nú notuð sem móðurskip fyrir sjóræningana.Krafist var $2 milljóna og að 6 sjóræningar sem eru í haldi í Frakklandi frá ráni á annari yach frá í fyrra yrðu látnir lausir.
15.sept Chemical tankari STOLT VALOR (dwt 25269, built 2004, Hong Kong flagg),Áhöfn 22 - 18 Indverjar, 2 Philippine, 1 Bangladesh and 1 Rússi
10 sept. Kóreanskur bulkari Bright Ruby - grt 15872, built 1987, flag Korea, crew 21, 9 af þeim kóreubúar aðrir óþekkt þjóðerni.
Á sama tíma réðust sjóræningar grískan búlkara en nálægt herskip sendir helikopta á vettfang sem kom í veg fyrir ránið.
11.sept BBC Trinidad and m/t Irene látin laus eftir 3ja vikna $1.4 million greitt fyrir BBC Trinidad
4.sept tekin Venezuela-registeruð 2ja mastra lúxus seglyacht í eigu frakka Carre D'as IV,Um borð frönsk hjón Jean-Yves og kona hans Bernardette Delanne
3 sept Al Mansourah á leið frá Bin Quasim til Jibouti með sement farm. 25 manna áhöfn þjóðerni óþekkt, grt 9549, built 1980
29 ágúst,kemical tankari BUNGA MELATI 5 grt 22116, built 1999, flagg Malaysia áhöfn óþekkt
21 ágúst 3 skip sama dag 2 tekin á 1 klukkutíma 1. Iraniskur bulkari IRAN DEYANAT grt 44468, built 1983, Iran flag, Áhöfn 29,íranir farmur eirduft í bulk til Evrópu.En sögusagnir ganga um að hluti farms hafi verið vopn.Rétt á eftir tankskipið Irene - 7373 grt, built 2000, flagg Panama, Á leið frá Frakklandi til Indlands France - Kandla, 19 manna
Áhöfn skipstjóri og yfirvélstjóri rússar 1 króati 15 Philippinar.
Seinna þennan sama dag BBC Trinidad, dwt 9775, built 2006, flagg Antigua, áhöfn 13 .Skipstj.frá Slovenia aðrir yfir menn rússar síðan 9
19 ágúst kemical tankari Bunga Melati Dua, dwt 22254, built 1997, flagg Malaysia.Farmur pálmaoila, á leið frá Indonesia tilYemen, Áhöfn 20 allir Malaysiar.
10 ágúst Tælensk general cargo m/v Thor Star, 10572 grt, built 1985, flagg Thailand,Farmur general cargo.Á leið fráS.E.Asia - Europe,áhöfn 28, alli Thailand borgarar
10 ágúst dráttarbáturinn Yenaoga Ocean á leið frá Dubai til Mogadishu, Engar upplýsingar um áhöfn.
20 júlí bulkari Stella Maris dwt 52454, built 2007, flagg Panama, Farmur lead-zink ore in bulk.Áhöfn 20, Philippines
. drullusokkarnir sem drullusokkarnir sem nota merkið th ráða ekkert við
Hafi einhver haft nennu til lesturs á þessum pisli kveð ág þann sama kært.Megi sá guð er við trúum á vísa okkur veg til sátta og samlyndis svo að okkur öllum sem byggjum þetta land sem okkur öllum er svo kært líði vel.Lifið heil
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2008 | 23:14
Kátt í höllinni
Ja nú er kátt í höllinni sérstaklega hjá eiturlyfjasmyglurum og landhelgisbrjótum.Búið að reka sennilega mesta eitulyfjasmyglaraskelfir sem landið hefur átt lengi og bæði varðskip ríkisins liggja í höfn.Jóhann R Benediktsson.Neyddur til að hætta.Ætlar Samfylkingin virkilega standa aðgrerðarlaus hjá???Og þetta allt auglýst rækilega í fjölmiðlum um heim allan svo þetta fari nú ekki framhjá smyglurum og veiðiþjófum.
Nú geta landhelgisbrjótar bara slokkt á"græjunum"og veitt eins og þeir vilja.Er ekki flugvélin líka biluð .Engir engir peningar til í strandgæslu og öryggismála.Mér finnst brottrekstur Jóhanns líkast því að Herbert Clark Hoover hefði rekið hinn norskættaða Elliot Ness er stríðið við Al Capone.stóð sem hæst.Og færustu aðstoðarmenn Ness hefðu sagt upp og farið Sem betur fer var Hoover ekki eins andsk... vitlaus og yfirmaður dómsmála á Íslandi svo að stríðið við Capone vannst.
Ekki er ég viss um að Jóhann R Benediktsson hefði unnið stríðið við eiturlyfjasmyglarana á"Vellinum"en hann var allavega besti varnarhershöfðingi sem völ er á.Nei nú skal sko sparast fátæklingum sagt að þrenga"sultarólina"og ungu fólki sem er að missa aleiguna í ofurgin bankana er sagt að éta skít.Á sama tíma og allur þessi sparnaðarhristingur skekur ríkisstjórnina fljúga ráðherra út um allan heim í allslags erindum.
Lexington hótelið sem Capone aðsetur sitt Tv Capone við handtöku og klefi hans í fangelsinu
Ráðherra menntamála leysir forsætisráðherra þegar hún stoppar milli ferða til Kína og hingað og þangað sem klappstýra fyrir hinar ýmsu boltaíþróttir.Verðbólga tekið sér ból í höfði ráðherra utanlandsferða.(það þótti ok að gera grín að veikindum annars stjórnmálamanns í vor svo þetta ætti að vera í lagi???)
Klappstýrur??? af báðum kynjum
Skera þarf í þessa bólgu svo hún aukist ekki.Við skulum bara vona að læknunum gangi betur við þessar bólgu en seðlabankastjóra við hina virkilegu verðbólgu.Hugsið ykkur það þarf að leggja báðum varðskipum ríkisins á sama tíma og fyrrgreindur ráðhera(1 r af því hún er kvennmaður)menntamála splæsir ekki 1 heldur 2 ferðum á maka sinn og nánasta starfsliði ferð til Kína á Olympíuleikana.Allt á sultarólaþrengaranna kostnað.
Þessi hefði kannske átt að halda sig við þetta.
Jóhann kannske í slæmum félagsskap????(ekki veit ég)
Hvað skyldi þessar ferðir hennar hafa borgað marga daga hjá varðskipi á sjó.Ég bara spyr?.'að er ömurlegt að hugsa sér hvernig þetta fólk hagar sér og"spreðar"peningum í allslags skemmtanir og fíflagang í alþjóðamálum.Hugsið ykkur rembinginn að halda að við getum eitthvað gegn neitunnarvaldi stórþjóðana í Öryggisráðinu.Hvernig væri nú að hætta þvi bruðli og láta sömu peninga ganga til okkar eigin öryggismála
Ég hugsa hr Björn að þjóðin fylgist´í framtíðinni með auglýsingum um stöður eftir 5 ára starf.Sem þú segir nú að eigi að gera
Læt þetta nægja í bili.Ef einhverjir haf nennt að lesa þetta kveð ég þá kært.Lifið heil og verið á frjálsum guðsvegum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 14:52
Meira um múslima
Mín góða vinkona Kolbrún spyr mig í sambandi við blog mitt í gær um Músslima.Hvað getum við gert?Það kemur kannske vel á vondan fyrir mig að svara því.Mér hefur alltaf þótt stjórnmála eða menntamenn sem eru að gagnrýna allan andsk.... en koma ekki með neina lausn.En ég er hvorki mennta eða stjórnmálamaður.Ég skrifa bara um það sem sé ég sé og les.En hver er besta lausnin fyrir flóttafólk frá arabalöndum? Það kostar fórnir hjá þeim.
Sennilega frægustu fórnarlömb heiðursmorða á Norðurlöndum Tv Pela Atrosh t.h Fadima Sahindal sem faðir hennar Rahmi Sahindal myrti.
Ég hugsa að okkur íslendingum hugnist ekki umskurðir á smábörnum .Því skal slíkt bannað hér.Sama um heiðurmorð.Útskýra fyrir þeim menningu okkar og siði og kappkosta að þeir læri góða íslensku.Passa uppá að öfgahópar nái ekki meiri fótfestu en orðið er.Þá meina ég öfgahópa á móti þessu fólki líka.Taka hart á þannig málum sem koma upp.Það er öllum innflytendum til baga að öfgahópar myndist gegn þeim.
Ég blæs á þetta andsk..... kjaft... að FF sé einhver öfgahópur gegn innflytendum.Þeir sjórnmálamenn gera sig seka um þannig falsanir á staðreindum ættu að skammast sín eða þeir eru ekki læsir og hafa ekki lesið stefnuskrá FF.Ráðherra iðnaðar gerir sig sekan um rangfærslur og fölsun á staðreindum er hann reynir að klína einhverju"rassista"stimpli"á FF.
Nýir búningar flokkforinga Krata ?????
Í Ástralíu er/var til vopn sem kallað var bommerang..Vopnið kemur til baka ef veiðimaður hittir ekki veiði dýrið.Hræddur er ég um að málflutningur ráðherrans komi í bakið á honum sjálfum er fram líða stundir og fólk skynjar hræsnina í svona málflutningi.
Bommerang Nýasta mynd af ráðherra iðnaðar í bommerangkasti??????
Þá ættu td menn frá félagsmálaráðuneyti og þeim bæjarfélögum að fara í könnunnarferðir til nágrannaland okkar og kynna sér hvað fór það úrskeiðis og hvernig við gætum lagað það.Annað eins er nú bruðlað í ferðir stjórnmálamanna.Vera ekki með þennan fjand... rembing og halda að við kunnum/getum allt(eins og ég stundum)Vera vakandi yfir að þetta fólk virði eignarréttinn t.d. á leikföngum og fatnaði á snúrum.
Nýasta gerð af jólakortum?????
Vera vakandi eins og hægt er yfir þessu fólki.Vera ekki í sí og æ að státa sig af einhverjum samanburði við hingað komnum innflytendum.Þeir eru hingað komnir af allt öðrum toga þó svo að þar sé líka styrjaldir inní myndinni.Og yfirleittt heilu fjölskyldurnar.Oft var það gift fólk af báðum stríðandi þjóðernum sem hreint enga framtið geta átt í sínu heimalandi fyrr en sár eru grónin milli þessara þjóðerna.Ef það þá gerist nokkurn tíma.Eitt af því fyrsta sem ég heyrði eina flóttakonuna segja þegar hún var spurð út í komuna:"Það er gott að koma hingað en ég sakna bara svo ættingana sem urðu eftir úti"
Múslimakonur.Eiginkonur 2ja araba sem handteknir voru í sambandi við morðtilraun við danska teiknara.
Hvernig ætla bæjaryfirvöld á Akranesi að greiða úr þeim vanda þegar fólkið fer að biðja um að ættingarnir komi líka.Og að endingu spyr ég hvernig á að ráða frammúr matarmálunum.Eftir því ég best veit borða múslimar ekki svínakjöt.Og lambakjöt borða þeir ekki nema að kindin sé skorinn að þeirra hætti.Fyrst og fremst verðum við að koma í veg fyrir að fókið í þessum hópum einrangist ekki.Munum að ungur einfari getur orðið gamall djöf...
Ég vildi óska að ég gæti fundið einfalda lausn á þessu vandamáli en því miður hef ég hana ekki frekar en milljónir annara manna sem leita hennar.En eitt er víst það er ekki til framdráttar múslimum hér á landi að innfæddir stjórnmála menn baði sig í sviðsljósum fjölmiðla og státi sig af ímunduðum árangri og gleyma sér svo í eiginpersónudýrkuninni.Biðum um vernd allra tiltækra guða á ókunnum slóðum og í skammdegismyrkrinu.Hingað lesnir ef einhverjir eru skulu kært kvaddir af mér með ósk um bjarta framtíð á okkar fallega og,allavega ennþá friðsæla landi.Lifið heil
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.9.2008 | 23:48
Um múslima
Múslimar hafa sótt um að fá að byggja mosku.Ég læt yfirvöldum í Reykjavík eftir hvort þeir gefa leyfi til þess eða ekki.En einhvernveginn læðist sá grunur að mér að sami helv.... tvískinnungshátturinn sé þar á ferð eins og ég upplifði í Svíþjóð.Af hverju þurfa menn að vera með einhvert andsk.....laumuspil í málefnum múslima.
Það vita allir sem vilja vita það að því miður hefur þessarar trúar fólki ekki tekist sem skildi að aðlagast sig þeim þjóðum sem þeir hafa flutt til.Þeir sem vilja meina eitthvað annað eru bara læsir á öðru auganu.Lesa allt annað út úr skýrslum en þar stendur.Að kristnir menn séu velkomnir í lönd þeirra er ekki nema hálfur sannleikur Ég kom nokkrum sinnum til Saudi Arabíu og Íran.Í þessum löndum þurfti að koma með allt sem að kristindómi laut á 1 stað þar sem hægt var að innsigla það.
Þessi litli drengur er ekki alveg viss í trúnni enn.
Í febrúar 2006 var maður að nafni Abdul Rahman tekin fastur í Afghanistan og leiddur fyrir dómara.Sökin var jú að taka krisna trú Abdul Rahman sem fæddist 1965, sat í fangelsi en var svo látin laus i 27 mars 2006 flýði land og fékk svo pólitíst hæli á Ítalíu.Þetta er nú trúfrelsið sem menn segja að sé í löndum múslima.
Þessar myndir eru frá trúarathöfn Síta muslima"Ahoura"
Og mér finnst það nöturleg aðferð hjá stjórnmálamönnum sem vilja láta taka sig alvarlega að fara undan í þessu máli í flæmingi.Mér finnst það eiginlega ábyrðarhluti af menntuðu fólki loka augunum fyrir þeim vanda þegar fólk af þessari trú á í hlut.Ég las einversstaðar að 20 % af múslimum séu svokallaðir bókstafstrúarmenn.Ég læt lesendum eftir að dæma um hve margir af þeim séu hreinir ofstækismenn.
Tökum fleiri dæmi:Heiðursmorð fyrirfinnast því miður í hinum íslamska heimi.Eftir skýrslu SÞ frá janúar 2002 eru 5000 konur myrta í þessum morðum af karlskyns ættingum þar af 1000 í Pakistan á ári hverju.Í eftirtöldum löndum hafa þessi tegund á morðum komið upp: Bangladesh, Brasilien, Ecuador, Egypten, Indien, Israel, Italien, Jordanien, Kina,Pakistan, Marocko, Storbritannien, Sverige, Turkiet och Uganda.Og eftir fg skýrslu eru þau að aukast.Árið 1997 voru 400 konur myrtar í Jemen,þó yfirvöld þar séu ósamvinnuþýð um að upplýsa um þessi mál.
Lík Samilu Sarwars sem myrt var í heiðursmorði í Pakistan
Um heiðursmorð má lesa um í skýrslu:Amesty Int.hér: http://www2.amnesty.se/krg.nsf/Webbdokument/068BF061DAACB8D2C1256C94003E2E00?opendocument og hér um Pelu og Fadime og fl: http://pelafadime.se/ Ég las eftirfarandi haft eftir Ayatollah Khomeini: An Islamic regime must be serious in every field,"explained Ayatollah Khomeini."There are no jokes in Islam. There is no humour in Islam. There is no fun in Islam."Ég vil endurtaka það hér að ég hef siglt til flestra arabalanda sem eiga land að sjó og líkað það vel með fáum undantekningum sjá framar.Og ég hef lítið tilefni til að setja mig á móti þeim í þeirra veröld í þeirra heimalöndum.
Ayatollah Khomeini erkiklerkur
Mér hefur líkað virkilega vel við fólkið þar og þeir menn sem ég hef haft samskifti við voru prýðismenn að fáum undatekningum.Sérstaklega líkaði mér vel við múslima í Famagusta á Kýpur.Og í Tyrklandi yfirleitt.En ég hafði samskifti við þetta fólk á þeirra heimaslóðum í sínu umhverfi og menningu.Mér finnst það þjóðkjörnu fólki á alþingi til ævarandi og háborinnar skammar að vilja ekki ræða þessi mál af fullri alvöru.
Allir læsir menn með meðalgreind ættu að sjá hvað þessi mál hafa misstekist herfilega í hinum vestlæga heimi.Mig langar til að mér sé bent á 1 einasta land þar sem þetta tekist vel.Þetta er báðum aðilum að kenna.Múslimar eru yfirleitt ekki fáanlegir að slaka á ýmsum trúarhefðum og í staðin yfirvöld ekki í stakk búinn að standast það.Þau virðast flest þvi marki brennd að taka ekki alvarlega þótt aðvörunarbjöllur hljómi hátt.Nýjasta dæmið er frá Finnlandi.
Ekki ætla ég mér að reyna aðklínafjöldamorðunum þar á múslima.En svona getur farið ef stjórnmálamenn hlusta ekki á aðvörunarbjöllur.Hver er í raun ábyrgur í svona málum þar sem kjörnir fulltrúar fólks í löndum daufheyrast við öllum viðvörunarbjöllum.Ég bara spyr.Mér finnst satt að sega alveg fráleitt að koma skælbrosandi í sjónvarp viku eftir að hafa tekið á móti flóttafólki frá Arabalöndum og þakka sérfrábæranárangur. Ég býð þetta fólk velkomið en ég virkilega er hugsi yfir afleiðingunum,Af því að hér virðist vera í uppsiglingu sami andsk..... tvískynnungshátturinn og hræsnin sem er í þessum málum í Svíþjóð.
Ég vona að ungir ógiftir menn á Akranesi séu ekki allir ornir nárrúrulau.... og komi til að líta á þessar föngulegu konur.Hvað getur skeð í augnabliks hálku á vegum dyggðarinnar og mærin gefur eftir.Hvernig bregst þá sonurinn við.Sonur hermanns sem féll kannske í hinu heilaga stríði eins og heittrúaðir múslimar kalla það.Ég er orðinn gamall og slitinn.Ég veit um hörmungarnar sem þetta fólk er búið að ganga í gegn um.Mér eru ógeðfelldar aðferðir t.d.USA og bandamanna þeirra í mörgum arabalöndum.Og allt heitir þetta stríð gegn hryðjuverkum.Ég hef farið nokkuð víða og upplifað margt.Mér þykir yfirhöfuð vænt um fólk hvers þjóðflokks eða trúar það er.
Þessi kenndi börnum að syngja Hey Mr Taliban, come bomb EnglandAttilla Ahmed
En mér hugnast ekki sumar trúarathafnir múslima.Því miður.Það ert okkur framandi og ógeðfelt sem þykir sjálfsagður hlutur í þeirra trú og menningu.Förum öll varlega lítum vel til allra átta í þesssum málum.Það er ekki múslimum til framdráttar að okkur mistakist í málefnum þeirra sem innflytenda hingað
Annar þekktur ofsatrúarmuslimi:"Mohammed Hamid
Ég skrifa þetta ekki til að gera lítið úr múslimum Allir geta séð þessar myndir á"netinu"og séð hvað þar er skrifað.Ég skrifa þetta til að fólk horfi raunsætt á þessi mál láti ekki sjálfumglaða spjátrunga eins og ráðherra iðnaðar slá ryki í augun á sér.Sem ætlar að nota þetta mál til að koma höggi á pólítíska andstæðinga.
Svona undirförulir menn eru lítið betri en þessir 2 sem sjást hér að framan.Þó svo að hættuminni vopn séu notuð.Það væri gaman að vera fluga á vegg á stjórnarheimilinu þegar þessi mál eru rædd og í fundarherbergum sumra flokka sem ekki þora að taka umræðuna á heilbrigðan og opin hátt.Verum öll á frjálsum guðsvegum.Förum varlega í dimmum strætum afvegaleiðslu og rangtúlkana.Af mér öll kært kvödd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.9.2008 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.9.2008 | 21:41
Misminni???
Ég"kíki"alltaf á sjónvarpsþáttinn"Kiljuna"á"ríkisskassanum"Þátturinn er í umsjá Egils þess silfraða.Ekki vegna þess að ég hafi áhuga á umræðunum þar enda þykir mér þessi tveir"sérfræðingar"sem hann hefur til handagagns leiðinlega sjálfumglaðir.Heldur vegna samtalsskots sem kemur alltaf við Braga Kristjónsson bóksala og fræðimann.
Mér finnst Bragi alltaf skemmtilegur og átti stundum spjall við hann þegar ég bjó erlendis og átti peninga til bókakaupa.En í síðasta Kiljuþætti tel ég að minnið hafi brugðist Braga,þegar hann tjáir sig um Sigurð Berntsen. Og samskifti hans og Stefán Jónssonar fréttamanns.Ég vil meina að það hafi verið annar maður sem Stefán fór á fund til með falinn hljóðnema.Sá maður hreinlega auglýsti lán í Mogganum ef mig misminnir ekki eins og ég held að Bragi geri.
Það hefur ekkert uppá sig að nafngreina þann mann en hann bjó að ég held í Miðstræti.Ég tel mig muna þetta aðallega út af því að þegar þetta skeði hafi Stefán verið með þátt í hljóðvarpinu sem hét:" Hvernig verða menn ríkir"Í þessum sama þætti og þessi maður kom fram í fór Stefán með hljóðneman um borð í eitt af kaupskipum landsins.Þar höfðu skipverjar verið nýlega teknir fyrir smygl.
Stefán hafði farið um borð í skipið að kvöldi þess dags sem smyglið komst upp og gaf sig á tal við skipverja sem var þar á vakt.Ég hlustaði á þennan þátt úti á sjó og ég þekkti rödd náfrænda míns sem var skipverji á skipinu og sem rak fréttamannin öfugan í land.Vegna þess held ég að þessi þáttur hafi greypst svona í huga minn.
Og ég man ekki betur en þetta hafi orðið til þess að þessi umræddi fjármálamaður(sem í þá daga voru kallaðir"braskarar)hafi verið dæmdur fyrir lán með okurvöxtum 3%.Hver segi svo að maður geti ekki talað um"den gamle gode dage"En ömurlegt er að hugsa til æsku Sigurðar Berents.Hugsið ykkur að setja drenginn á gólfið og leggja svo fjöl ofan á hann til að rétta bakið.Sem gerði bara svo illt verra.
Manni dettur eiginlega í hug stjóri eins valdamesta banka landsins sem ættlar að berja verðbólguna niður með miklu afli en sem að dómi færustu hagfræðinga hefur þveröfug áhrif.Sá maður hefði fengið fangelsisdóm fyrir okurvexti í kring um 1960.Annað sem maður furðar sig á.Við höfum Seðlabanka,Fjármálaráðuneyti en samt þarf forsætisráðherra sérstakan ráðgafa í fjármálum.Og sennilega er hann ekki á svipuðum launum og ég fæ eða ca 120.000 eftir skatt.
Hverni er þessu landi eiginlega stjórnað.Þetta minnir á Grímseyjarferjuæfintýrið alræmda þegar Vegagerðin gat ekki talað við skipaverkfræðinga hjá Siglingastofnun en þurfti að leita íl prívat aðila út í bæ.Hvernig væri nú að þessir gaurar sem tala um"Þjóðarsátt"(fátæklingar píndir enn meira)fari nú að taka til í eigin ranni og leggi af þessa"stúkuvinafélagabitlinga"og láti þá"fræðinga"sem ríkið borgar kaup vinna fyrir sig.Nú nenni ég ekki að röfla meira í kvöld.Verum öll á frjálsum guðsvegum,og verið öll af mér kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2008 | 03:43
Svar til Sigga
Þetta var orðið svo langt svar hjá mér svo ég bý bara nýtt blog
Sæl bæði tvö og þakka ykkur innlítið.Siggi minn við erum varla 3 í þessum viðhópi.Þú svarar m.a.í athugasemd hjá mér og ég vitna beint í svar þitt af athugasemdinni:
""Við erum hugsjónafólkfólk með réttlætiskennd sem vill afnema óréttlátt og óskynsamlegt kvótakerfi, berjast gegn spillingu og sóun á almannafé, standa vörð um almannahagsmuni til dæmis með því að standa gegn einkavinavæðingu auðlinda landsins. Þetta viljum við vegna þess að okkur þykir vænt um landið okkar og okkur er ekki sama um komandi kynslóðir. Málið er að þó að okkur finnist okkar flokkur gallaður þá er enginn annar flokkur nær þessari stefnu.Tilvitnun lýkur
Enn spyr ég hverjir aðrir en Guðrún María ég og þú eru þessir"VIÐ"?Nú bið ég þig að svara hverjir aðrir eru þessi við.Mér líkar ekki að vera dregin í einhverja dilka sem ég hef ekki hugmynd um hverjir eru.Ef þú hefur lesið blog mitt ættir þú að skilja að við t.d. erum skilin eftir jú á þessari góðu og fallegu Eyju með 0 CÍRÓ upplýsingar um hvað er að gerast bak við þau tjöld sem við fáum ekki að sjá.
Þessi þykku tjöld sem virðast umlykja þetta svokallaða stórreykjavíkursvæði,með litlum staf.Er það ekki stærra mál að lýsa vantrauti á mann í trúnaðarstöðu.Hefði Eríki Stefánssyni þótt það næganlegt að atvinnurekandinn hripaði í flýti niður vantraust/brottrekstur á trúnaðarmanni rétt áður en hann kom á samráðsfund.og fengið hans brottrekstur samþykktan vegna léglegrar mætingu frá vekamanna arminum.
Ég veit að þið hugsið að okkur hér út á landi komi ekkert við hvað þið háttsettir og háværir á stórreykjavíkursvæðinu eruð að bralla.Eiríkur fór mikinn þegar hann var að tala um kosningar fyrir nokkrum árum.Út af fundi sem svo var komin kosningarnæturmorgunninn.Og menn komnir í makk.
Er ekki Eiríkur komin svolítið út á hálan ís.Mér skils,þótt ég sé hreinlega að hætta að trúa því sem fólk úr flokknum segir mér þá hafi varafólk komið frekar frá stuðningsmönnum vantraustsins en að hinir hafi ekki passað sig.Þannig að sumum þyki maðkar hafi verið í mysunni.Ef það er lýðræði að"smeyja"vantrausttillögu á mann í trúnaðarstöðu í flokksins inn á fund sem menn vissu að væri það fáliðaður af vantraustsins andstæðingum,já þá fer nú glansinn að fara af lýðræðinu í flokknum.
Og á hinn venjulegi félagsmaður ekki rétt á að vita að svona stórt mál er í aðsigi´rum við óbreittir algerlega áhrifalausir milli landsfunda.??Margir eru að missa þolinmæðina sumir búnir að því.Reykjavík er ekki nafli alheimssin.Ef þessi flokkur á að koma að mönnum í næstu kosningum má ekki byrja seinna helst í gær að gera eitthvað að viti.Það eru eilifir fundir með frammámönnum á stórreykjavíkursvæðinu.Látið af þessum sandkassakrakka leik og farið að snúa ykkur að stjórnmálum.Skrúfið þið allir niður í Egóistahnappnum.
Sendið vel málifarið fólk hingað út á land ef þið hafið ekki tíma sjálfir.Endurvekið einhverskonar fréttabréf þar sem þið skýrið hvað þið eruð að gera á þingi,Komið þar jafnvel með ræðubúta úr ræðustól og af af nefndarstörfum.Haldiðið persónulegu níði og valdabröltiu fyrir ykkur.Þið getið rifist eins og hanar á þessum Cellusúpuhverfafélagfundum.Notið þá fundi en ekki alla fjölmiðlaflóruna til að rífast.
En leyfið okkur á landsbyggðinni að fylgast með því jákvæða sem mér finnst ég sjá mjög oft inni á þingi.En það kemst ekki til skila nema eitthvað sé gert í því.Eins og þetta er þi dag þá kemst þetta jákvæða ekki til skila á neinn hátt til fólksins allavega ekki hér það heyri ég á fólki.En þið eruð svo sannarlegir snillingar í að koma hinu neikvæða til fólks.Farið á guðsvegum í skammdeginu.Megi guð okkar flestra i samvinnu við hina guðina lýsa okkur veginn.Af mér alltaf kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.9.2008 | 23:10
Afsökunarbeiðni m.m
Svona til að ég stöðvi ekki veðbankan sem virðist vera að komast á legg á síðunni minni byrja ég bara hér á nýju blogi.Ég vil þakka þeim Magnúsi Þ,Georg, Helga, Sigurjóni, Hönnu Birnu að ógleymdri minni mjög svo kæru vinkonu Kolbrúnu fyrir innlitið.Um leið bið ég Helga afsökunnar á að hafa haft hann fyrir rangri sök.
Að vísu vissi ég ekkert um hverjum þetta væri að kenna og beindi ásökunum mínum þessvegna kannske óvart að honum án þess að vita það.Ég nenni nú ekki að rifja málið upp hér.En ég reiddist mjög þegar félagi minn til nokkra ára bar mér þessa sögu sem nú virðist vera komin frá Gróu á Leiti í morgun.
Hann vill ekki blandast í málið og er það miður.Því miður hefur það loðað við mig að ef ég reiðist þá flýg ég upp í himininn.Eða þannig.En oftast kem ég nú með næstu ferð til baka.Þegar ég sigldi með dönum hægðist töluverð á þessum reiðihimnatúrum.Mér var gersamlega ómögulegt að vera reiður á dönsku.Nú virðist þetta vera að taka sig upp.
Hefði þetta skeð fyrir nokkrum árum eða þegar ég var að byrja að skrifa á tölvu hefði bréfið litið einhvernveginn svona út:"okdahifvuoyew v0'pöoð"og þá kannske aldrei farið.En með aukinni"tækni"í minni "leitið og þér munið finna"aðferð get ég verið dálítið reiður á tölvu.,á íslensku að vísu enn.Hafi ég sært einhvern í þessu"kasti"biðst ég forláts.Móðgað? ja mér er eiginlega sama um það.Sá hinn sami hefur sennilega verið mógaður fyrir.Sum af þessu bloggi mínu átti sér ekki stoð og hef ég beðið forláts á því.En margt stend ég við.
Stóri sannleikurinn í þessu mái er sá að það er ekkert gaman að vera tengdur FF í fámennu byggðarlagi í dag.Maður stendur eins og álfur út úr hól og veit ekki sitt rjúkandi ráð;Hvað verður næst,í hvern verður sparkað í fréttunum í kvöld.Það vill svo til að ég sat hér í nokkra tíma á dag fyrra á kosningaskrifstofu FF hér í Eyjum og þeir sem komu ekki í heimsókn sáu mig daglega við upp og niðurfíringar á fána flokksins.Ég var stoltur af þessu.
En nú er bara gert grín að manni og spurt hvernig getur þú stutt svona"ólátabelgi" Þannig er þetta orðið vegna sífeldra deilna flokksmanna í fjölmiðlum fyrir"Sunnan"Menn fyrir"Sunnan" verða að átta sig á því að einu fréttir sem hægt er að fá frá starfi flokksins eru á þessum súpufundum,hverfa fundum eða hvað þetta heitir nú allt saman og á heimasíðu flokksins.meira að segja Útvarp Saga sem hefur stundum verið hliðholl flokknum heyrist ekki hér í Eyjum nema með höppum og glöppum.Þið getið náð þessu á"netinu"segið þið fyrir"Sunnan"
En því miður er bara stór hluti af fólki sem hafði,ég sagði hafði áhuga á og kannske kaus flokkinn ekki með slíkan útbúnað.Þó að ég geti kannske fylgst með beint hvað er að ske á Alþingi eru eldri borgarar margir ekki með þá rás.
Þessvegna eru einu fréttirnar af þessum flokki allavega hér í Eyjujm aðallega rifrildi flokksbræðra um stöður og völd í fjölmiðlum.Svo er maður spurður hvað er eiginlega að ske með þennan flokk.Við sem spurðir eru eru kannske fáfróðari um það en spyrjandinn því maður hefur ekki séð blað eða misst af fréttum.
Það var stundum sagt hjá Ríkisskip að þegar stýrimaður varð að verkstjóra í Reykjavíkurhöfn væri eins og þeir hreilega kynnu ekki að lesta skip.Af því að þeir væru sloppnir er skipi færi og þyrfu ekki að koma nálægt losunni.Ég er hreinlega farinn að einhverskonar þannig sýki sé hlaupin í menn og þeir haldi að það sé nóg að ná í titla og völd svo megi allt fara fjan.... til.Það er eins og menn umturnist við að flytja Suður.Fái einskonar fjölbýlisbrjálæði.
Við á landsbyggðinni erum stundum á sunnudögum kallaðir dreifarar Það mætti kannske kalla suma þreifara því þeir virðast alltaf vera að þreifa á hvar þeir geti gert sem mesta bölvun.Manni dettur oft í hug krakkar í sandkassa eða systkini rífast um súkkulaðimola.Ég segi nú bara ekki annað en að hugsa sér að þetta séu menn með allavega það mikið vit að það nægi til að komast á þing.Það er alveg á hreinu að meðan valdabarátta og framapot innan FF verður háð í fjölmiðlum og á blogsíðum tapar hann fylgi.Það þurfið þið sem kjörnir vóru af okkur í stjórnir og ráð flokksins að skilja.Ég læt þetta nægja ykkar og minni geðheilsu í bili.Ég legg til að menn skoði myndina hér að neðan vel og setji hana á minnið Förum gætilega í skammdegismyrkrinu á þess guðs vegum er við trúum og af mér ávallt kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.9.2008 | 14:00
Brottkast
Ja nú duttu mér allar lýs dauðar úr úr hári.Þær voru nú kannske ekki heldur svo margar.Þær drápust ekki úr hungri þó hárin séu orðin fá,það held ég að sé á hreinu.
Heldur held ég að þær hafi brennst til bana í ofhituðum haus.Ég ætlaði að taka bloggbindindi um tíma vegna stjörnuspárinnar en símtal sem ég fékk í morgun frá gömlum félaga setti mig svo upp á háa C-ið,að það liggur við að ég skrifi þessa færslu alla með stærsta letri sem finnst.Og lýsnar drápust í neistafluginu sem komu úr hausnim.
Talið barst að því sem ég vissi fyrir nokkru og hafði jafnvel spurst fyrir um en ekkert svar fengið.Þeir sem ég spurði komu af fjöllum og vissu ekki svarið.Nafn mitt hafði verið inná síðuð FF þar sem mig minnir eldilega að hafi staðið"Frjálslyndir blogga"Um daginn tók ég eftir því að það var búið að breyta þessu og nú heitir það "Félagar bogga"og nafn mitt ekki með.
Mér hafði verið andsk..... sama um það.Ég hafði ekki sótts eftir að vera þar.En mig langaði að vita ástæðuna.En ástæðan sem þessi félagi gaf mér og þóttist hafa hlerað var sú að ég væri svo út og suður í þessu blogi mínu það sé lítið vit í því og aldrei hægt að stóla á að ég væri ekki að fíflast.Og tæki aldrei neinn þátt í umræðunni.
Ef þessum"FÍNU HERRUM og ofurbloggurum"þarna í FF sem jafnvel líkja sér við guði líkar ekki bloggið mitt þá er mér svo drullusama.Þeir geta skriðið upp í vissar garni á hverjum öðrum.Sleikt og skei...hvern annan Ég les mörg blog þó ég sé ekki alltaf að gera athugasemdir og geri aldrei athugasemd bara til þóknast bloggaranu,
Ég hef aldrei í lífinu skriðið hvorki fyrir öðrum eða á hnjánum yfirleitt ófullur.Og fer ekki að gera það nú alltaf edrú.Hjólið fannnst ekki upp á höfuðborgarsvæðinu og á ekki allt bara að snúast um það svæði.Súpufundir eða hvað þetta heitir nú allt saman sem þar fer fram eru kannske bara cellufundir þar sem fræðingarnir undirbúa næstu fjölmiðlafundi eða hverjir mega blogga á vegum þeirra.En lítil eru fundarhöldin á landsbyggðinni.Þeir kvarta ekki yfir því þessir valdasjúku höfuðborgar fræðingar
Mér er andsk.... sama hvort ég er þarna inni á þessari síðu eða ekki.En ég hef alltaf vanist því að séu menn settur út af einhverjum listum eða þvílíku,þá sé þeim tilkynnt það og ástæðan fyrir því.Svo eru menn að tala um heiðarleika og opnar ummræður.Það er kannske enginn óheiðarleiki í að henda bjálfa eins og mér út af svona lista.En það er óheiðarleiki að láta mann frétta ástæðuna eiginlega úr frumskógartrommunum.Ég er reiður yfir hve Gróa á Leiti og frumskógartrommurnar eru notaðar mikið í sambandi við þenna flokk milli þess sem sumir frammá menn rífast hástöfum í fjölmiðlum.Í gegn um almannaróm og þegar herrarnir rífast í fjölmiðlum fáum við landsbyggðarfólkið okkar fréttir af þessum flokki.
Þessir herra á höfuðborgarsvæðinu virðast ekki skilja að stórhluti landsbyggðar fólki er ekki búið þeim tækjum að að nái nokkrum fréttum hvorki hvað er að ske inni á Alþingi eða af svokallaðri Heimasíðu frá þessum flokki.Einu fréttirnar sem landsbyggðarfólk fær er rifrildi nokkurra forustumanna flokksins í fjölmiðlum.Svo eru menn steinhissa að flokkurinn bæti litlu eða engu við sig.Ég get sagt ykkur það þarna fræðingar fyrir sunnan þegar þessum mannavígum og skóníði í fjölmiðlum linnir þarna fyrir sunnan þá fara tölur að koma upp.Fyrr ekki reynið að skilja það.
Og þessir herrar skulu ekki voga sér að setja mig inn á"Félagarnir blogga"á heimasíðu FF.Ég er hvorki gáfaður eða get hælt mér af einhverjum innlits tölum ofurbloggara.Ég er að þessu fyri mig,af því að mér þykir gaman að þessu.Ef það hugnast ekki einhverjum gervifræðingum eða háskólamenntuðum fræðingum hvaða nafni sem þeir nefnast þá geta þeir étið SKÍT fyrir mér.Og það skulu þessir fínu og menntuðu kallar hverskonar fræði þeir stunda gerfi eða ekki gerfi að ég kýs FF meðan Guðjón Arnar Kristjánsson verður formaður.
Verði hróflað við honum það þá hætti ég því.Ég skynja það stórkallar,að þið kímið og hugsið hvern fjandan varðar okkur um einn karlfausk sem lifir jafnvel ekki fram yfir næstu kosningar.En munið það"fjölbýlis hottentottar"að þarf ekki nema eitt korn til að fylla mælirinn.Og það korn getur komið úr dreifbýlinu.
Og var það ekki Landsbyggðarframbjóðandinn Guðjón Arnar Kristjánsson sem dró fjölbýlishottentottam Sverri Hermannson inn á þing á sínum tíma.Gleymið því aldrei.Ég vona bara engin hjartveikur sem hefur lesið þetta sé eins reiður og ég núna.Það fer ekki vel með blóðþrýstinginn..Ég kem ekki tll með að opna tölvuna um tíma meðan reiðin rennur af mér það gæti tekið tíma.Ég bið ykkur þess guðs blessunar sem þið trúið á.Verið eins kært kvödd og mér er unnt svona reiðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
21.9.2008 | 00:39
Stjörnuspá
20.9.2008 | 23:49
"Stútur við stýrið"
Rétt eftir miðnætti aðfranótt síðastliðins föstudags voru hafnsögumenn frá Helsingborg var á leið út í skip í Öresund.þegar þeir mættu skipi sem stefndi beint á grunn í hinni aðskildu siglingaleið við svokallaðan" Domsten"Þetta reyndist vera hollenska flutningaskipið Little Jane.
Hafnsögumennirnir reyndu að ná sambandi við skipið.með VHF og sterkum ljóskastara en án árangurs.Þegar skipið átti eftir c.a 10 mínútur í það sem virtist óumflýandi strand ákvað áhöfn lóðsbátsins að eins og segir í fréttinni:"borda det herrelösa fartyget"Tókst Anders Jannesen hafnsögumanni að komas tum borð í skipið.
Fyrst sá hann engan í brú skipsins en þega hann sló af ferð þess þá rumskaði skipstjórinn sem lá sofandi á bekk í stýrishúsinu.Virtist hann vera áberandi ölvaður.Skipinu var lagt við festar í danska umráðasvæðinu í"Sundinu"og dönsk lögregla kom og sótti hinn ölvaða skipstjóra.
Anders hafnsögum. Hafnsögubáturinn
Ekki veit ég um framhaldið.Mér ferst kannske ekki að tala um"fulla"yfirmenn af vissum ástæðum en hugsið ykkur þarna á þessu svæði.Allar ferjurna sem krossa það og þetta er annað opið inn í Austursjóinn að N-ferðu.
Staðurinn.Hafnsögubáturinn er hvíti flekkurinn ca á línunni á miðri mynd Little Jane sést þar fryrir ofan stefna á grunnið
Um sl jól strandaði Wilson Garson rétt fyrir utan höfnina í Helsingborg.Þá var fullum stýrimanni kennt um.Einhverntíma heyrði ég þetta sagt á sænsku"Är det vått i flaskan ombord blir det lätt rätt torrt under kölen."
Wilson Garson á strandstað sl jól.
Maður getur kannske sagt að"stútur við stýri"eigi hvergi við.Nema kannske hjá 2 frændum í Borgarnesi hér í den.Þeim þótti gott í staupinu og hjóluðu báðir beint og flott en stóðu svo kannske varla í lappirnarer þeir stigu af hjólinu.Í þess guðs friði sem við treystu og trúum á kveð ég ykkur ávallt kært..
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2008 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2008 | 20:50
Vissi það
Enginn með allar tölur réttar í Lottó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2008 | 20:31
Ofar öllum skilningi
Það er alveg með endemum hvernig stjórnvöld haga sér.Að segja einhverjum skeleggjasta embættismanni landsins upp starfi.Hvaða andsk..... mafía stjórnar þessu landi orðið.þetta er enn ein vatnsgusan framan í fólkið í landinu.Hvaða öfl eru það sem vilja eina stærstu og helstu hindrun á flæði eiturlyfja inn í landið burt???
Meira segja einn færasti hæstaréttarlögmaður landsins og sem ég hélt að væri flokksbróðir ráðherra dómsmála virtist undrandi á þessum gjörning.Lætur Samfylkingin þetta framhjá sér fara.Eru þeir komnir svo langt upp í vissar garnir á vissum mönnum að þetta verði látið afskiftalaust af þeirra hálfu.
Sagt er að víða liggi þræðir.Hafa"sumir"komið ár sinni svo fyrir borð að þeir stjórni nú bara úr öðru húsi.Og sé svo andsk..... sama um almenning.Getur verið að"sumir"séu komnir með þvílíkt stórmennskubrjálæði að þeir stjórni landinu að eigin geðþótta og það fari eftir í hvaða skapi viðkomandi sé í hvernig mál skipast hverju sinni.Komnir með þvílík völd í lögæslu og réttarkerfi að allt sé leyfilegt sem þóknast þeim.Hvort sem um sé að ræða illa fengi fé eða sparifé landsmanna.Halda peningavaldi og atvinnuvegum í helgreipum.
Sagan hefur kennt okkur að flestir"einræðisherrar"hafa misst jarðtenginguna og látið geðþóttaákvarðanir stjórna gerðum sínum langt út fyrir öll mörk andlegrar heilsu.Það stendur einhversstaða að fljótt skipist veður í lofti.Nú eru útrásarframherjarnir sem voru hafnir upp í efstu hæðir fyrir c.a 6 mánuðum kallaðir"áhættufíklar"sem þyrftu í meðferð.En hjá hverjum?Ráðherra utanríkismála hvatti til að fólkið tæki"fjármálin"í sínar hendur.Hvað meinar hún?Á fólkið að fjölmenna í vissan banka og taka bankastjórann og binda og senda hann í útlegð í einhverjum eyðifirði.Og láta hann bjarga sér sjálfan?
Svona svipað og hugur hans til gamalmenna,öryrkja og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu virðist standa til.Mér fannst Seðlabankastjóri hálf fýlulegur á svipinn er hann án þess að nefna nein nöfn jós skömmum yfir,að margra manna mati,færustu fjármálamenn og fv samherja.í samtali á Stöð 2 í fyrrakvöld.Þrátt fyrir að Moggin teli hann hafa farið á,og ég vitna beint í Moggan;"Davíð Oddsson seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra fór á kostum í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld og talaði mannamál. Hans tungutak er þannig að allir skilja. Auðvitað sýnist mönnum alltaf sitt hverjum, þegar Davíð á í hlut: hann var umdeildur pólitíkus og hann er umdeildur seðlabankastjóri."
Mér fynnst hann frekar hafa,og þá flogið á"kústum"eins og vissar kvenpersónur eru sagðar gera.Svo yfirgripsmikið var málæðið.Mér datt nú í hug ónefndur maður á ónefndri útvarpsstöð.Ég verð nú seint orðaður við gáfur en mér heyrðist ekki betur en hann kallaði eftir"kreppu".Atvinna þyrfti helst að dragast saman o.sv.fr.Ég velti fyrir mér hafa ekki harðstjórar og einræðisherrar fyrri tíðar flestir ef ekki allir verið umdeildir.Komi þessi skrif ílla við einhvern verður bara að hafa það.Þetta er mín skoðun og ég veit ekki annað en skoðanafrelsi sé enn í gildi á landinu hvað sem svo verður.Ef völd sumra manna aukast.Förum öll á þess guðs vegum sem við trúum á.Lifið heil og ævinlega kært ködd
Skipt um lögreglustjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2008 | 17:39
Hertoginn af Edinborg
Aftur hefur mér tekist að koma ekki öllu efni í blogi sem ég hef skrifað frá mér.Þetta er kannske soddan bull sem kemur svo að það skiftir ekki máli.En af því sem ég skrifaði í gær mætti halda að Hertoginn af Edinborg Filippus væri skyldari Windsorættinni en hann er,þá ákvað ég að taka þann kafla út og skrifa sjálfstætt blog um hann
"Dikki"frændi"Louis Mountbatten móðurbróðir Hertogans
En sá sem kom honum eiginlega til frægðar var Montbatten lávarður,móðurbróðir hans.Montbatten nafninu var snúið til ensku úr þýska nafninu Battenberg,við"´þýskuhreinsunaraðgerðum"Georgs V 1917.Margir af fv konungum Englands höfðu t.d.aldrei mælt á enska tungu.
Ættmóðirin Queen Victoria með manni? og afkomendum.3 ættliðir???
Afi Filippusar Prince Louis of Battenberg giftist dótturdóttir Victoriu drottningu.Móðurbróðir hans,Louis Mountbatten var Aðmíráll yfir breska flotanum,landstjóra á Indlandi m.a.
Faðir hans Andrew hafði verið atvinnuhermaður í gríska hernum en sakaður um landráð.Honum var gefið að sök að óhlýðnast skipunum og hörfað af vettfangi undir skothríð óvinanna,þegar Tyrkir gerðu innrás í Grikkland 1922.Hann sat í fangelsi og beið aftöku.
Afi Filippusar Prince Louis of Battenberg.Þeir voru myndarlegir"Battenberarnir"
En þá tóku enskir ættingar hans í taumana.Þeir sendu herskipið Calypso til Grikklands til aðnemafjölskylduna á brott.Kona hans sem var heyrnalaus hafði eignast son 18 mánuði fyrr og hélt faðirinn á syninum í tómum appelsínkassa um borð.Barnið var Filippus nú Hertogi af Edinborg.Móðursystir hans Louise giftist t.d Gustav IV Adolf Svíakonungi.
Al-Fayed
Ég sit stundum og vafra um"Netið"því ég hef gaman af grúski.Nýlega rakst ég á ásakanir Mohamed Al-Fayed á hendur Hertoganum af Edinborg Filippusi Drottningarmanni í Englandi um nasisma.En hann var faðir ástmanns Prinsessu Díönu sem fórst með henni í bílsslysinu sem þau lentu í.Nú vita það allir sem eitthvað hafa lesið um Windsorættina að hún er að mestu af þýsku bergi brotið.
Georg V reynir að sópa burt þýsku ætterni 1917
Á 19 öld giftist Queen Victoria,Albert of Saxe-Coburg..Og sonarsonur hennar hennar:"Charles Edward, Duke of Saxe-Coburg and Gotha"var fægur foringi í liði Nasista.Einnig voru 3 systur hans Marggrita,Theodora og Sophie giftar hásettum nasistum.T.d yngasta systir hans Sophie sem giftist Christoph Ernst August of Hesse skírði son sinn Karl Adolf í höfuðið á sjálfum foringanum.
og við jarðarför systur sinnar(1937)
Systur Filippusar tv: Cecilie th: Sophie
Mohamed Al-Fayed gróf upp mynd sem sýnir Filippus í hópi nasista.En sannleikurinn er sá að hann er þarna 16 ára gamall(1937)við jarðaför systur sinnar Cecilie.(1911-1937).
Hér er sonarsonur Queen Victoria og "sjálfur foringinn"
Ekki ætla ég mér að gera mér upp pólitískar skoðanir Hertogans en staðreyndin var framargreint..Svona geta menn reynt að koma sökum á menn að ósekju,að mér finnst.Ég hélt með XD 16 ára unglingur en kenni nú óvitaskap um.Kannske fæ ég á mig einhversskonar "nasistastimmpil"út af þessum skrifum.En mér er andsk..... sama.
Ég hef verið kallaður ýmsum nöfnum mismunandi góðum/slæmum og kippi mér ekki upp við það.Ég er nú kannske fyrir löngu"hrokkinn"upp af standinum.En kannske hrekk ég upp endanlega sem yfirlýstur nasisti.Ég aðhyltist Ungmennafélagsstefnuna hér í"den"Það gerði Helgi S í Keflavík líka.
Minnisvarði um Helga S Jónsson Skátaforinga í Keflavík
Ég lenti einu sinni í miklun vandræðum í erlendri hafnarborg út af forsíðumynd af honum í gamalli"Viku"með visst merki á arminum.En segi kannske frá þvi seinna.Ég bið þá,ef einhverjir eru,sem hafa lesið að taka þetta ekki sem neina sagnfræði heldur sem grúsk í kalli sem ekki er neinn snillingur t.d.í tungumálum en kannske eins og sagt er bara svona"me...fær"
Málverk af Victoriu drottningu á yngri árum
Ég var eiginlega búinn að lofa að vera ekki að birta mikið af þessu grúski mínu hér.Vera helst hér í einhverskonar kjaftbrúkelsi um daginn og veginn og það sem færi í taugarnar á mér,en láta tímaritið Heima er Best njóta grúsksins.Þar getur fólk funndið afrakstur af þessu grúski mínu í komandi framtíð,ef sá guð sem ég trúi á lokar ekki fljótlega á mér kjaf..... endanlega eða þannig.
En ég vona að ritstjórinn fyrirgefi mér en þetta blog í gær leiddi mig einhvern veginn út á þessa braut og það er því miður þannig með mig ef kjaf...... á mér opnast þá getur veriið erfitt að loka honum aftur.Þetta á kannske líka við um bloggið.Verum öll á þess guðs vegum sem við trúum á.Lifið heil og ævinlega kært kvödd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.9.2008 | 02:13
Af vinskap og ósætti
Mikið skelfing getur það farið í mínar fínustu þegar fólk sem býður sig fram fyrir ákveðna flokka og eru kannske kjörnir af"OKKUR"fólkinu í landinu til starfa fyrir okkur í opinberum störfum til að koma stefnumálum þess flokks sem okkur hugnast og VIÐ kjósum,leggast í skotgrafir til að níða skóinn hver af öðrum í fjölðmiðlum og kannske í bakið á eigin formanni.
Svo er reynt að finna eitthvað sem særir og kemur sér kannske ílla fyrir viðkomandi.Gamlar kjaftasögur, gamla"Gróa á Leit" fá byr undir báða vængi.Ég hef nú verið sá stórheimskingi að halda að þingmenn í einum flokki á Alþingi stefndu allir sem einn að því að ná fram stefnumálum flokksins.Og að þeir notuðu fjölmiðla til að tjá sig um deilur við andstæðinga þeirrar stefnu,en ekki í rifrildi við eigin flokksmenn.
Þegar öll dýrin í skóginum eru vinir
Og segja þar kannske bara hálfa söguna.Láta svo okkur sem ekki vita hvaðan á okkur stendur veðrið standa eins og hálvita með galopinn kja..... eins og vegalaus ummrenningur á ílla merktum vegamótum.Mér finnst satt að segja svona fjölmiðlaskotgrafarháttur öllum sem að standa til háborinnar skammar og engum flokki til framdráttar.
Steinhaldiði kjaf.. og skammist ykkar.Fólk kýs ykkur til framfærslu á stefnumálum flokksins en ekki til rifrildis í fjölmiðlum.Og það er alls ekki þeim flokkum sem eru nýbúnir að jafna sig eftir allslags uppákomur.Mest finnst mér það mönnum til skammar að koma í talvarpsfjölðmiðil og ausa þar yfir samflokksfsfólk???skömmum og svívirðingum.Án þess að það geti komið að orði.Ég hef þurft að standa og það oft, skelþunnur og taka afleiðingunum af gerðum mínum eða orðum.Og orðið að éta ofan í mig ýmislegt.
það er annað að gefa boost en bowe í bakið
Og verð sennilega einnig að gera það nú.Ég hef hælt sumum mönnum fyrir að hafa skoðanir á málum og kunna að koma orðum að þeim..Það þarf sennilega að höggva í mjög nálægan hnérunn til að maður skili hismið frá kjarnanum.Og skilji að sumt er bara æsingakjaft.Vegna"tæknilegra misstaka og svo að fólk misskilji nú ekki neitt(það hættir svo mörgum til að misskilja ýmislegt í sambandi við aðalefnið endirnum) ætla ég að breita þessari færslu og koma með nýja yfir það sem var endir á þessari.Bið alla sem standa í ílldeilum í sínum flokki að slíðra sverðin og vera vinir.Verum öll þa þess guðs vegum sem við trúum á.Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2008 | 01:06
Klukkaður/klikkaður
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:Ælustjóri og hjálparkokkur,háseti,stýrimaður.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á: Gaukshreiðrið, The cat mjau,Das Boot, Godfather
Fjórir staðir sem ég hef búið á:Ísafjörður Borgarnes Reykjavík VestmannaeyjarFjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar: Fréttir, Law and Order,Taggart, og C.S.I New York
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:Kanarý, Kaupmannahöfn, London,Benidorm
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg: Mbl.Vísir,Sydsvenskan,Politiken
Fernt sem ég held uppá matarkins: Allt sem að kjaf.. kemur x 4.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft: Þrautgóðir á raunarstund,Ævisaga Tryggva Ófeigs,Ævisaga Sigurjóns Einarssonar og Í Verum eftir Theódór Friðriksson .
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka:Biðst vægðar frá því x 4
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna: Þar sem ég er,heima hjá mér og helst sem mest.meðfulle femmx 4
Vona að þetta uppfylli skilyrðin og loki fyrir kjaf.... á þessum vælukjóum sem alltaf eru að segja manni til,eða þannig!!!!!!!!!!!!!!!!Hvað verður næst.??????
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar