23.8.2008 | 00:39
Fullur frakki
Blindur Frakki sektaður fyrir ölvunarakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2008 | 23:17
Sjórán og SÞ
Til er í heiminum samtök sem hægt er að kalla klúbbur svokallaðra heldri manna.Ég hef satt að segja aldrei skilið hvað það merkir að vera svokallaður"heldri"maður.Helst hallast ég að skýringu sem finna má í ljóði "Skáldsins frá Skáholti"er hann segir:"Stæli ég glóandi gulli/úr greipum hvers einasta manns/þá væri ég örn minnar ættar/og orka míns föðurlands/"Ef svona heldri maður gerist sekur um t.d.fjárdrátt þá segir hitt "heldra"fólkið:"hann er nú bara mannlegur"og bætir stundum við"greyið"Það virðist þessvegna vera mannlegt í heldri manna hóp að stela.En á þeirra máli heitir það-"að draga sér fé"eða jafnvel:"sjóðþurrð"
Bunga Melati Dua Bunga Melati Dua
En af hverju þetta væl mitt um heldri menn og einhver samtök út í heimi.Jú kannske af því að einn stærsti"heldri manna klúbburinn"heitir"Sameinuðu Þjóðirnar"Og eitt af undirtitlum þessarar samkundu er"Öryggisráðið"Og inn í þetta"ráð"eigum við svo mikið erindi að í þetta er"kastað"fleiri hundruð milljónum.Það virðast alltaf vera til peningar í svona"gæluverkefni"Ég segi nú ekki annað en það hvern and...... höfum við að gera í þetta fjan.... ráð.Til að rödd okkar heyrist segir "heldra" fólkið.Viss er ég um að rödd okkar sem þjóð heyrðist miklu bjartara og skýrara í dag þegar við unnum Spán í handbolta og kannske enn betur á sunnudag þegar við tökum gullið.Í þetta fjand... ráð höfum við ekkert erindi fyrr en USA,Rússar,Kínverjar hafa misst neitunarvaldið.Þá má kannske fara að huga að"röddini"á þeim vetfangi.
Þetta létu"heldri mennirnir"í SÞ afskiftalaust
Nú skulum við velta svolítið fyrir okkur"afrekum"þessara samtaka.Tökum Rwanda sem dæmi.Þar fengu þeir eiginlega að éta hvorn annan án þess að SÞ kæmi þar nokkrum vörnum við.Í 100 daga fengu Hutu menn að drepa tæpa milljón(800,000)af Tutsifólki 1994..S.Þ sem var með friðargæslusveitir sínar á staðnum, beitti sér ekkert í málinu.SÞ með sitt Öryggisráð algerlega máttlaust. Blóðbaðið var hroðalegt og var engum þyrmt sem ekki var í náðinni og sagt var að Bill Clinton hafi verið ráðlagt að halda sér frá því að skipta sér af Rwanda eftir að Bandaríkin gerðu misheppnaða tilraun til að hjálpa í stríðsátökum í Mogadishu í Sómalíu.Og að nútímanum.Nú hafa sjóræningar fengið að stunda sína þokkalegu iðju í friði og ró á þeim slóðum.
og þetta. Þessi lifðu sennilega af
Bæði við Nigeríu og í Adenflóanum.Mannfyrilitningin í algleymingi hvað útgerðarmennina varðar.Skipin topptryggð og engin áhætta fyrir þá.SÞ ALGERLEG máttlaust eins og fyrri daginn."Heldri menn"heimsins með Bandaríkamenn í forustu láta þetta algerlega afskiftalaust að manni finnst.USA menn"drulluhræddir"enda niðurlægingin sem þeir fengu í Mogadishu í Sómalíu alger.Í þessarri viku hafa sjóræningar rænt 4 skipum .
Tankskipinu Bunga Melati Dua með 39 manna áhöfn síðan Írönskum"bulk carrier"svo japönsku tankskipi Irene og þýsku general cargo skipi.Þessi 4 skip eru samtals með 96 menn í áhöfn Þetta er haft eftir Noel Choong frá International Maritime Bureau:"We strongly urge the UN and the international community to take serious action to stop this menace.30 skipum hefur verið rænt á Adenflóanum á þessu ári.Í síðustu viku var 2 skipum rænt Thor Star Thor Star
Tælensku skipi Thor Star og nígerínskum dráttarbát Yene Ocean 20 júli var japönskum bulk carrier Stella Maris rænt.Það er t.d. með ólíkindum að íslenski utanríkisráðherran skuli ekki láta í sér heyra hvað þetta varðar.Ég veit ekki betur en að minstakosti 3 íslensk skip eigi eftir að sigla á þessum slóðum ef þau klárast einhvern tíma.í Taivan.Hún virðist alla vega vera með nefið niður í málum sem minna skifta okkur
Ég veit að margir eru mér ekki sammála um nauðsyn þess að vera í fg ráði,og margir ósammála um þýðingu SÞ í heiminum.En þetta er mín meining og ég leifi mér að hafa hana og birta hana ef mér sýnist svo.Nokkrar spurningar sem leita á hugan:Hvað voru þeir félagar Slobodan Milosevic og Radovan Karadzic í fyrrum Júgúslaíu að gera:voru þeir ekki að drepa múslima?.Er ekki verið að drepa þá átölulaust annarstaðar í heiminu.Var ekki farið inn í Írak af því að stjórnendur þar fóru ekki eftir"ályktunum"SÞ
Öll"DÝRIN"í skóginum vinir!!!!
Eru ekki fleiri þjóðir sem gera slíkt hið sama.Ja þar er ekki sama Jón eða séra Jón.Ég þakka landslíðinu í handbolta fyrir að láta"rödd"Íslands heyrast á alþjóðavettvangi um leið og ég óska hjáróma mjálmi ýmissa"heldri manna/kvenna út í hafsauga.Ef einhver hefur nennt að lesa þessar hugleiðingar gamals önugs karls þá kveð ég þann sama kært,um leið og ég upplýsi að systkini mín hafa boðið gamla hróinu að halda upp á 70 ára afmæli"skröggsins"í Íþróttahúsinu í Njarðvík(er það ekki stundum kallað Ljónagryfjan.Það hæfir þá skel kjafti!!!!)og skal bjóðið byrja kl 1400 þ 30 ágúst.Og ef einhver hefur nennu til að hitta"kallfauskinn"er sá hinn sami hjartanlega velkominn.En þetta verður sennilega af vissum ástæðum ekki hægt að kalla"teiti".Sjálfur afmælisdagurinn er þ 29.Kallinn er enginn blómavinur enda líka lítið um pláss heima og einnig verður hann 1 á ferð heim í Sælureitinn í Eyjum.Hann frábiður sér því slíkum heiðri. Lifið heilo
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2008 | 23:18
Ferfalt frelsi
1941 fyrir 67 árum talaði Rossevelt forseti um:"ferfalt frelsi þjóða".Sem hann skilgreindi svo:1sta: "Málfrelsi" 2nnað:" Trúfrelsi".3ja:"Frelsi án skorts"4ja:"Frelsi án ótta".
Sveinn Björnsson þv ríkisstjóri Íslands skrifar um þessi orð m.a í áramótaræðu 1943.Hann gerir grein fyrir hverju fyrir sig sem of langt mál væri að rifja upp hér.En ég spyr höfum við málfrelsi:jam sennilega að vissu marki.Höfum við trúfrelsi að mínu viti já.Höfum við frelsi án skorts sem Sveinn Björnsson kallaði að vísu öryggi gegn skorti.Mitt svar er nei.Meðhöndlun ríkisvaldsins á ellilífeyrisþegum og öryrkjum segir mér það.Þar er skortur á lífsviðurværi. fyrir þá.Höfum við frelsi án ótta.Sem ríkisstjórinn kallaði öryggi án ótta.Mitt svar er nei.Þeir sem fylgst hafa með fréttum hljóta að sjá að "bankaveldið"er að éta unga fólkið með húð og hári.
Fólk lifir í stöðugum ótta við það.Ég læt fólki eftir að dæma hvort ég hef rétt fyrir mér.Sveinn Björnsson segir svo seinna í ræðunni:Af því sem jeg hef sagt er ljóst að jeg tel fjögur atriðin hans Rossevelts athugunarverð einnig fyrir Íslendinga.Ákvæði strjórnarskrárinnar sem jeg hef nefnt eru auk annara ákvæða hennar ,ávöxtur hugsjóna sem miklir andans menn börðust fyrir á 18 öldinni.Þau voru lögfest víða í löndum upp úr stjórnarbyltingunni frönsku fyrir 150 árum(skrifað 1943)
Svo segir ríkisstjórinn m.a og talar um árið sem var að líða":Einn góðan veðurdag var jeg að spjalla við vin minn sendiherrann breska.Talið barst að svo hversdagslegu efni sem fatnaði.Hann sagði eitthvað á þá leið að hann gengi ekki eins vel búinn og hann hefði vanist en sjer liði eigi ver fyrir því.Ástæðan var þessi:Skömmtunarseðlarnir í Bretlandi leyfðu ekki að fá sjer nema ein föt á ári.Að vísu væri hann hjer á Íslandi þar sem enginn fataskömtun væri(sagt 1943.en hún kom seinna með stofnauka nr 13 ath mín)hann gæti því klætt sig sem fyr.En þá væri hann að nota aðstöðu sína til þess að skapa sjer betri kjör um þetta en aðrir landar hans hefðu.Hann vildi heldur ganga um í fötum sem væru dálítið farin að slitna.Manni liði betur þegar maður hlýddi því"sama sem hinir"Svo mörg voru þau orð.Mikill fengur yrði okkur Íslendingum að ef einhver af okkar ráðamönnum hugsuðu eins og þessi enski"gentleman"
Annar"gentleman"Ólafur Thors sagði m.a.í áramótaræðu 1963,þá sem forsætisráðherra landsins,þegar hann gerið stjórnmálamenn að umræðu efni:"Hitt væri svo áreiðanlega til mikillla bóta,að allir sem við opinber mál fást reyndu að verðskulda að um þá mætti segja svipað því sem merkur erlendur blaðamaður nýlega(1963)sagði við mig um blað sitt en ummæli hans voru eitthvað á þessa leið:"Auðvita hefur blað mitt ekki alltaf á réttu að standa,en það segir aldrei annað en það sem það veit réttast og sannast"
Þetta sagði formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir 45 árum.Ráðamenn flokksins í dag virðast ekki hafa lesið orð foringan mikla sem þeir svo gjarnan kalla Ólaf,allavega hafa þeir gleymt þeim.Getu við sagt þetta um ráðherra flokksins í dag.Ég segi nei.
Í áramótaávarpi þess sama árs(1963)segir þv forseti Íslands Ásgeir Ásgeirsson sögu af ríkum bónda sem missti vinnumann sinn í sjóslysi ""en báturinn rak að landi óbrotinn með öllum farviði svo að eiginlega var það bara pilturinn sem týndi lífi."" Það er margur pilturinn að týna lífi í ágirnarklóm bankanna og annara fjármálafyrirtækja.En báturinn með öllum farviðnum rekur á á þeirra fjörur.Þeir tapa engu..Fólk er hlekkt í fjötra gráðugra banka og auðmanna.Kært kvödd og lifið heil
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.8.2008 | 18:02
Vanhengdir og velhengdir
Það er ýmisslegt sem hefur vakið athygli mína að undanförnu.T.d. notkunin á orðinu mannasiðir.Mér eru hugleiknir 2 menn sem hinn"fínni"hluti af þjóðinni þ.e.a.s.sá hluti sem aldrei hefur í kaltvatn hendi difið og lítur niður á okkur hin þessi lítt eða ekkert menntuðu.Þessir 2 menn hafa verið að"rífa kja.."og verið með fólskulegan dónaskap á einni af hinni óháðu útvarpsstöðvum,að dómi"fína"fólksins.
Fv ráðherra rauk út úr þætti hjá öðrum þessara manna um daginn.Þoldi ekki ókurteisi þáttarstjórnandans að hans sögn(fv ráðherrans) Annar nv ráðherra og það sá æðsti skellti hurðum á sjónvarpsfréttamann sem spurði spurningar sem brann á allra vörum en komu ílla við viðkomandi ráðherra.Mér finnst þessir herramenn þ.e.a.s.ráðherran núverandi og sá fyrrverandi verða sér til stórskammar og það í"beinni"Það er víst"góðra manna siður"hér á landi að ráðamenn tali niður til fólksins í vel undirbúnum lygaþvættingi sem gaumgæfilega er æfður.Flest af þessu hy.....tala þannig til fólks að manni dettur í hug verðirnir á Bessastöðum yfir Jóni Hreggviðsyni.Heyrir það virkilega til mannasiða að ljúga vísvitandi að almenningi í þessu landi?
Ljúga að þetta sé hinu eða þessu að kenna?.Og oftast í beinum, útsendingum rafmiðlana.Mér er minnistæður málflutningur eins af olíugreifunum þegar Atlantsolía var að byrja að stríða þeim.Þá uppástóð hann eftir að fréttamaður spurði hann um ástæðu þess að 2-3 útsölustaðir í kring um sölustað Atlantsolíu voru að lækka verð hjá sér eftir að fyrst farmur Atlantsolíu var uppurinn.Nei nei þetta hafði ekkert með það olíufélag að gera það voru verðin á heimsmarkaðnum sem olli þessum lækkunum á 2 eða 3 olíustöðum á Kársnesinu.
Svo að mönnunum 2 þessum dónalegu.Fína fólkið þykja þeir dónar af því að þeir tala tæpitungulaust um kosningassvik,mannréttindabrot,rangar aðgerðir og spillingu á meðal ráðherra,fjáraustur í gæluverkefni.Og ef prúðmennsku myndinni af þessum svokölluðu"fyrirfólki"er svift svo það stendur berskjaldað og verður sér til skammar í beinni sem þeir og vita þá reyna þeir að leggja stein í götu þáttarstjórnarans og reyna að fá hann rekinn og þátturinn tekinn úr endurflutningi.
Alþingismenn fara á"siðanámskeið".Til hvers?jú sennilega ef inn skildi slæðast einn af lægri menntunnarsviðinu sem ekki kynni að haga sér innan um"fína"fólkið"Fyrir mörgum árum var sýndir enskir sjónvarpsþættir sem hétu"Húsbændur og hjú"Ekki ætla ég mér að ræða þá þætti nánar..En lítum á nafnið.Það þarf að koma því ínn í hafragrautsívafinn haus"fína"fólksins sem tyllir sér í ráðherra stöður og annað hjá því opinbera að við almenningur í landinu eru húsbændurnir en"þetta fólk"eru hjúin.
Það er eins og "þessu fólki"sé heimilt að ráðskast t.d.með Ríkissjóð eins og um einkareikning viðkomandi ráðherra sé að ræða.Hvað með alla vinavæðinguna á Keflavíkurflugvelli,hvað með Grímseyjarferjuhneykslið,söluna á ferjunni Baldri.Hvað þénuðu vinir ríkisstjórnmarinnar marga milljarða í öllu þessu"stússi".Verða þessi mál þögguð niður.Við ráherra má helst ekki tala um þau mál nema að undangennginni beiðni og þá um hvað eigi að spyrja.
Svo að unnt sé að skrifa einhverja lygamollu sem svo er sögð almenningi án þess að blikna.Svo koma menn eins og fg þáttagerðarmenn tala við"þetta fólk"á venjulegu klýulausu íslensku máli.Þá hrópar"þetta fólk"kjaftforir óuppdregnir dónar.Dónar,strigakjaftar,sem ekki kunna siði "fína" fólksins.En bíðum nú aðeins við,enginn hefur kallað þessa menn allavega ekki í mín eyru hræsnara.En hvað er ráðherra sem horfir í augu áhorfenda í sjónvarpi og lýgur visvitandi að þjóðinni.
En á mjög fallegu máli.Þetta fólk sem búið er að svíkja flest kosningaloforð kemur og treður í okkur lýgi hvurnsdags og ennþá meiri lýgi á helgidögum(eins og t.d.á Sjómannadaginn).Um þá mætti segja eins og Jón Hreggviðsson sem kvað þegar draugrinn var að"troða"hann er hann var í haldi hjá þýðveskum:".Dátt er einhengdum/í sal drauga/Vasa tvíhengdur/í heim of borinn/Troðum velhengdir/vanhengds negg/hugs akarn/í óhengds barmi/Troðum Hreggviðs kundar/hart móðakarn/""
Það mætti kannske segja að við almenningur í þessu landi séum velhengd af stjórnarherrum sem svo sannarlega eru vanhengdir.Við látum þessa vanhengdu herra troða ofan í okkur allslags lýgi og bulli sem við engin rök hafa að styðjast.Tala niður til fólksins á einhverskonar heldrimannablíðmælgi.Og ef einhverjum dirfist að tala við þá á hreinni íslensku þó svo að það sé út á kjarnyrðista kanti málsins hlaupa þessir herrar í baklás.
Ekkert gaman því þeir ráða ekki lengur leiksviðinu sjálfir.Humörinn sem menn hafa kannske gortað af að hafa, horfinn.Leikararnir tekið leikstjórnina í sínar hendur.Við skulum ekki lengur láta vanhengda menn stjórna okkur.Við skulum hafa þá"velhengda"eftir næstu kosningar.Ef einhver hefur haft nennu til lesturs á þessu rausi geðills gamals karls þá er sá hinn sami hér með kært kvaddur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.8.2008 | 00:18
Savannah
Góður blogvinur minn,gamall vinur og fv.skipsfélagi Jón Aðalsteinn Jónsson vélfræðingur spyr mig í athugasemd:Hvaða skip er Savannah?Ég rak nú fyrst í rogastans en svo áttaði ég mig á hve andsk... gamall ég er orðinn.Og það er kannske ekki von að"unglingar"eins og Jón vinur minn viti mikið um þetta merka skip.
First Lady Mamie Eisenhower gefur Savannah nafn 1959 Savannah í reynsluferð
Nú þetta gaf mér tilefni til að blogga svolítið um skipið.Savannah var fyrsta flutningaskip sem byggt var í heiminum sem knúið var kjarnorku.Þessvegna hefur skipið ákveðinn brautryðjendasess í siglingarsögunni.Einnig þótti hönnun skipsins brjóta blað í sömu sögu.Þar sem ég er ekki svo snjall enskumaður þá ætla ég að birta beint lýsingu á vélabúnaði skipsins sem ég fann á"Wikipedia"svona til að allt komist slysalaust til skila :
"The N.S. SAVANNAH is equipped with a pressurized light water moderated and cooled low enrichment uranium dioxide (U-235 4.4%) fueled reactor with a maximum power rating of 80 Megawatts (thermal). The reactor-supplied steam was employed in the ship's propulsion system (geared steam turbine), which was capable of delivering in excess of 22,000 shaft horsepower to a single propeller, with a designed ship's service speed of 21 knots"Savannah var eiginlega sýningargripur fyrir áætlun Eisenhower stjórnarinnar:"Atoms for Peace initiative" Áætlun sem stóð yfir á stjórnarárum Eisenhower.
Sigling undir Golden Gate brúnna
Það var byggt í: New York Shipbuilding Corporation, Camden, USA á árunum 1959-1961.Það var skýrt 1959 af"First Lady Mamie Eisenhower"Skipið kostaði: $46,900,000 ($18,600,000 fyrir skipið, og $28,300,000"for the nuclear plant and fuel")Það var 181.66 m lgt og 23.77 m brd.Það var 13599 GRT og 9900 long tons deadweight. Áhöfn var 124 menn.Og skipið tók 60 farþega Eigandi var: U.S. Maritime Administration
Myndir af skipinu
Rekstraraðilar:1962-1965: State Marine Lines1965-1972: American Export-Isbrandtsen Lines.(sama útgerð og átti"Flying Enterprise")En það var galli á gjöf Njarðar"Hún þarnaðist 124 manna í áhöfn þ.á m.kjarnorkutæknifræðinga.Samsvarandi skip þurftu 20-30 manns.
Útsýni úr brú Úr einum af farþegaklefunum
Og ég vitna aftur í grein um skipið:"The death knell for the Savannah -- and for commercial nuclear shipping -- came when the DoD, a major customer of US-flagged shipping, inevitably and appropriately concluded that oil-fired freighters were more cost-effective than nuclear ships"Þann tíma sem skipið var í förum þjónaði það líka einskonar:"a goodwill ambassador"starfi:" Savannah served a unique public relations role as a floating exhibit on the peaceful use of nuclear energy. In this context, she traveled more than 450,000 miles to 32 domestic ports and 45 foreign ports, and was visited by more than 1.4 million people"Skipinu var lagt 1973
Frá 1981-1994 var skipið"bareboat chartered" til:"the Patriots Point Naval and Maritime Museum near Mount Pleasant, South Carolina,"sem" museum ship"Það var svo tekið í"dokk"í Baltimore, Maryland í Júní-Júlí 1994.
Þessa mynd tók ég sjálfur af Savannah í des 1996 er ég var að sigla upp James River á leið til Virginíu.
Eftir"dokkninguna"var skipinu lagt í svokölluðum"James River Reserve Fleet"hjá"Fort Eustis, Virginia"Kjarnorkueldsneytið var fjarlægt en samt er ýmisslegt:" that still contain radioactivity are on board".og svo restin komist til ykkar án minna afskifta vitna í síðu um skipið á Wikipedia:"The Maritime Administration has funded decommissioning and removal of the ship's nuclear systems. The Savannah had undergone work at Colonna's Shipyard of Norfolk, Virginia, beginning 15 August 2006.
Tekið á James River í des 1996.Þessi næst okkur gæti verið af"Tröllafosstýpunni"en breittur.
That $995,000 job included exterior structural and lighting repairs, removing shipboard cranes and wiring, refurbishing water-damaged interior spaces, and removing mold, mildew and painting some of the interior. On January 30, 2007, she was towed to Pier 23, which is owned by the City of Newport News. On May 8, 2008, the NS Savannah arrived in Baltimore under tow from Norfolk, for removal of the vessel's remaining radioactive material.[3] The Savannah is expected to remain in Baltimore for up to 3 years under a $588,380 U.S. Maritime Administration contract with the Vane Brothers' shipyard at the Canton Marine Terminal in the Canton section of Baltimore.[3]
Skip á James River
Since the NS Savannah is historically significant and has been designated a National Historic Landmark, MARAD has expressed interest in offering the ship for preservation once Savannah's DDR (Decommissioning, Decontamination and Radiological) work is completed. A MARAD spokesman told The Baltimore Sun in May 2008 that the maritime agency envisions the ship's eventual conversion into a museum, but that no investors have yet offered to undertake the project.Efnið í þessa færslu er að megninu til fengið að láni hjá Wikipedia.Myndirnar margar þaðan og annarsstaðar af"Netinu"nema þær dagsettu þær eru mínar.Ef einhver hefur nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært og þakka fyrir mig
1.8.2008 | 01:31
Caledonia 2
Dettur nokkrum í hug að myndirnar hér fyrir neðan séu af sama skipinu?En það er nú samt staðreynd.Á myndinni t.v er það nýtt haustið 1947 hét þá Akurey RE 95
Skipið er byggt í Beverley, England 1947 og var skírt Akurey RE 95.1952 er það selt til Akranes.Heldur nafni en fær einkennisstafi AK 77.1966 er það selt til Noregs og breitt í rannsóknarskip og fær nafnið Akeroy.Og 1968 nafninu breitt í Pertel.Selt 1976 til Techno Navigation of Sillery, Quebec í Canada og heitir þá Petrel V.Selt 2000 til Atlantic Towing Ltd. of St. John, N. B. og skírt Cape Harrison. Selt til Canadian Sailing Expeditions og skírt Caledonia 2007.Siglir nú sem lúxusfarþegaskip í Carribean. Þarna sem Petrel V.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.1.2018 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar