Meira

Mig langar til að sýna ykkur fleiri myndir af allslags óhöppum.Ég hef sama formála fyrir þessu blogi og hinum af sömu tegund

QM 2 Q.Mary 2 að fara úr höfnQM 003 og hvað skeður

QMOg allt endaði þetta án mannskaða.

Svona geta Ægir farið með fórnarlömb sín á nokkrum dögum.

Johanna 2The 960 tonne Johanna ran ashore at Hartland Point on a fine

Johanna Þetta  var 960 tonna flutningaskip Johanna sem strandaði í heiðskíru veðri nokkra metra frá vitanum á Hartland Point á gamlárskvöld 1982.Ég læt mönnum eftir að geta sér til um ástæðuna.

Arklow Castle fórst við Sabel d´Olonnes rétt fyrir S St Nazaire í nóvember 1992Arklow Castlecastle rochestermedwaybytedinghamoldies arklow castle   river july 1990Arklow Castle

Það er ekki að spyrja að þessu þegar það er í ham:ship rough sea 4 En svo gat þetta litið út svona og þá var það gaman að vera sjómaðursunrise 

 

Hunzeborg 01  3653Kiperousa 7 IMO 8407278 East London 28082005 after the storm Strönduð skip með timburfarma

Cleaning underneath Obs!!!!

scilly%20mando%20bigAT Þetta til v getur skeð ef það t.h er stundað

Þarna var um kennt léglegri rafsuðu ship in two halfs great sho ship broke in two  og hérna líka

Og þessi tilheyrði okkur íslendingum hét Rangá og fórst við Írland í Jómfrúarferðinni frá Spániranga.Svo að lokum lítill"heldri"maður fyrr og seinnaMobby DickMD Og nú:pic1 Hingað og ekki lengra í bili.Kært kvödd.

Ps það er enn einhver bilun svo ég hef ekki getað skannað inn allar þær myndir sem ég hefði viljað laga það þegar þetta kemst all ´æi lag.


Óhöpp 2

Ég var að blogga um daginn um óhöpp til sjós.Ekki samt til að velta mér upp úr óhöppum sem slíkum heldur var ég að deila með fólki ljósmyndum sem ég hef séð á netinu.Frábærum myndum ef það mætti orða það svo.Engin má heldur taka þetta þannig að ég sé að gera gys að annara óhöppum.En nú er ég að komast í hring og nú gef ég myndunum orðið:

 

 

Bloody Hell ! The Navy again!Þessi hefur undirskriftina:Bloody Hell ! The Navy again!

Santa Rosa 1958 03SS SANTA ROSA & SS VALCHEMssvalchem resizeSanta Rosa Þessar er frá árekstri:SS SANTA ROSA & SS VALCHEM fyrir 49 árum árum.SS SANTA ROSA tv í efri röð

Þessar myndir sýnir sama skipið fyrr og svo seinna  Sunchine IslandathelbrookSUNSHINE ISLAND Hét síðast Sunchine Island.ex Athelbrook

Heinrich Heine vs MataramHeinrich Heine vs Mataram.2 jpgÞessar myndir sýna árekstur á Elbefljóti 1988

998Collision Litli og stóri???

556Lihou rocks 2 Þessi skrokkur  var soðin saman í Rúmeníu og var verið að draga ´ann til Hollands til fullgerðar

 

gm1gm24848scan00041 Hérna höfum við frægt skip"Global Mariner"sem alþjóðaflutningamannasambandið ITF(að mig minnir)gerði út og kom þá m.a.til Reykjavíkur.Það lenti í árekstri  við 9000 ts flutningaskip"Atlantic Crusader"á Orinocofljóti í ágúst árið 2000 og sökk.

Þessir á þurru:Kiperousa aground442Manaav Star 009232Biscaya Star02 s386WanChun beach Bakkum1974March 2007 Black sea coast,near Dnestrovsky firth. Ukraine Odessa regionDe Hai

 Að lokum eitt frægasta strand allra tíma strand Torrey Canyon við Seven Stones rif milli Scilly Isles og Land's End, Englandscilly%20torrey%20big

torreyc1torreyc5TorreyCanyon2 Líkan af skipinu og strandstaðurinn: sevenstones2

Ef einhver hefur haft áhuga á þessu með mér kveð ég hann kært

 

.


Óhöpp á sjó

Þó að myndir af óhöppum til sjós séu kannske ekkert augnakonfekt,þá ná ljósmyndarar oft frábærum myndum,ef svo má að orði komast.Mig langar að deila nokkrum þannig myndum með ykkur.En fyrst er það ömurleg sjón:"Gamall kunningi sem varð til við Skotland.Sea Reefer ex Goðafoss  Þetta er Goðafoss 3 GoðafossHann bar beinin við Peterhead þar sem hann strandaði 22-08-92.Eimskip seldi hann 1989 og hlaut hann þá nafnið Atlantic Frost 1991 var hann svo skírður Sea Reefers.En svona leit hann út er við mættum honum á Írisi Borg,S af Sikiley 27-12-1988:Goðaf 3 Svo eru það gamlir kunningar mínir.

Danica Red Brest 27 Dec 1999 2 P Danica Red Brest 27 Dec 1999 1 P Danica Red Brest 27 dec 1999 1 1200x797

Svona kom Danica Red til hafnar í Brest í des 1999.Skipið hafði lestað akkeriskeðju í Bilbao til Abeerden.Það hreppti svo brælu á leiðinni út af Quessant fékk það á sig brot og farmurinn kastaðist til.Mennirnir voru hífðir upp í þyrlu allir nema skipstj.Helge Anderssen og stm.Á myndunum er búið að dæla öllu sem hægt var að dæla yfir í bb.Ég sagði nú seinna við Helge er ég sigldi með honum að ég hefði nú látið taka mig upp líka hefði ég verið í hans sporum.Því hann vissi nákvæmlega ekkert um statusinn í lestinni.

 

 Danica RedDanica Red.     Þarna er verið að lesta akkeriskeðju en í annað skip.Þetta skip er með boxhold í undirlestinni,en það var D.Red ekki og millidekkið er aðeins mjórra á þessu skipi.

 

 

Hann sagðist oft hafa hugsað það sama á eftir.En millidekkslúgurnar voru ekki í og farmurinn stoppaði á millidekkinu sem er ca 2 metrar í hvorri síðu.En þetta vissi hann ekkert um fyrr en eftir að þeir höfðu náð aðallúgunum af.Þarna bjargaði maðurinn skipinu og mér er vel kunnugt að enginn þakkaði honum fyrir.Hann varð meira að segja að sofa om borð þangað til farmurinn hafðu verið endurlestaður.

1852MV BETTINA DANICABettina Danica og systir hennar Karina Danica K D

Svo er það óhappaskipið Betina Danica sem strandaði á eyjunni Stroma í Pentlandsfirði 1993 3ja ára gamalt.Margir sem leið átt hafa átt um fjörðinn muna kannske eftir flakinu.Orsökin var sögð biluð sjálfstýring en frumskóartrommurnar sögðu:"Ósofin og örþreyttur stýriumaður"Ég sigldi aldrei á Bettina en mikið á systrum þeirra Karinu og Marianne Danica.Svo að öðru fjarlægara.told em before about them brakes! ... LOl Þessi mynd hefur undirtitilinn"told em before about them brakes! LOl"Sorry about the delay in your car sir, the engine has flooded.Þessi hefur:"Sorry about the delay in your car sir, the engine has flooded.

 trim tabs were definitely working Þessi:"trim tabs were definitely working"

Obviously a BLONDE MOMENT Þessi:Obviously a BLONDE MOMENT"

Good idea, on my way to the pub, having a beer ....or two.Þessi:"Good idea, on my way to the pub, having a beer ....or two."

There was definately a dock here last night sire. I saw it through my own eyes   slightly to the right of that Whisky Bottle"There was definately a dock here last night sire. I saw it through my own eyes slightly to the right of that Whisky Bottle,og þessi:"No smoking on the bridge!"No smoking on the bridge!"

Þessar:A Bridge too far."A Bridge too far." og:

OOW Quartermaster, What does the inclinometer say"OOW Quartermaster, What does the inclinometer say"   What not to do:"What not to do"

Ég vona að ég hafi ekki misboðið neinum með þessari færslu.Og ef einhver hefur haft nennu til lesturs hingað kveð ég þann sama kært.

 


Nútíma farmennska

Það er með endemum hvernig farmenn nútímans eru"handeraðir"Fréttir af síendurteknum skipsránum og meðhöndlun útgerðarmanna á mönnum sínum vekur hjá manni óhug og hrylling.

 157645483ffd8c10266 3 m/v Lehmann Timber

Tökum flutningaskipið m/v Lehmann Timber sem dæmi.Skipinu var rænt út af strönd Sómalíu þ 28-05-2008.Því var haldið þar til  08-07-2008.Eftir að ræningunum hafði verið greitt lausnargjaldið:" $1,300, 000".Maður hefði nú haldið að útgerðin hefði látið skipið sigla til næstu hafnar til áhafnarskifta og kosttöku.En því var ekki að heilsa.Eftir að hafa verið sleppt lausu var skipinu stefnd að Persaflóa.

 14641 Skip sjóræninga

Útgerðin þóttist ekki geta greitt lausnargjaldið til þeirra þar sem skipip var statt.(Við akker út af strönd Sómalíu) En ef skipið færði sig á annan stað væri það hægara eða eins og rússneskur blaðamaður segir m.a:

2004446899 Sjóræningaslóðir

"he won't be able to deliver ransom to the place vessel is anchored now (along Indian ocean Somali coastline), till 3 weeks later.If vessel could move to other position in Guls of Aden, it will be much easier for shipowner to deliver money, maybe in just 1-2 days.Og hann heldur áfram:

Monsen Herskipið USS Monsen sem kom vatni og vistum yfir í L.Timber

"But some of the pirates are afraid, because some local fighting began exactly in area  m/v Lehmann Timber was asked to move to.".Skipverjar slippir og snauðir.Skipið án vatns og vista.Eða eins og blaðamaðurinn segir:

"Food supply is irregular and inadequate, and pirates prohibit crew to go out and take food provisions from safety rafts and boats. Now, with total blackout,  there's no toilet, no chance to boil water for drinking, crew is hurdled on the bridge, about 0.5-1 sq.meter per person. Þann 12-07 um miðjan dag sendir skipið út neyðarkall svona segir rússneski blaðamaðurinn frá:

lehm Staðurinn sem L.Timber sendi út neyðarkallið 

"July 12, 22.30 moscow time (time on board, too) - master and crew decided to send distress message, main engine broke down, disabled vessel adrift in 14.11.6N 5821.4E, Arabian sea. Weather worsening, heavy swell. People exhausted by under nourishment and more than a month imprisonment, and they were informed, that salvage tug is delayed, arrival time unknown.

sudno 00000401021005 L.Timber komin í tog

Under the circumstances, master decided to send distress call, which was sent at about 21.00 msc time July 12, and received by French RCC. Later distress call was confirmed and received by coalition forces Command Center and they dispatched a ship, ETA July 13, afternoon."og hann heldur áfram:

 

July 13, 10.00 LT - bulker, name unknown, came to assist, trying to transfer food and water on board of m/v Lehmann Timber, weather stormy, they're trying to transfer supplies by raft. Navy ship ETA 13.00 LT, and then they'll decide what to do, either to evacuate crew or to wait for a tug. Anyway, there's bulker standing by, and navy nearing, looks like no immediate danger by now"

L.Timber Þyrlan yfir L.Timber

Herskipið mun hafa komið vistum til hins nauðstadda skips.Síðan kom dráttarbáturinn Dubai Moon taug í skipið og dró það til hafnar í Salalah í Oman.Svo veltir rússneski blaðamaðurinn þessu fyrir sér í lauslegri þýðingu:" Skipið kemur til Salalah í Oman,í drætti í fyrrinótt.engir bladamenn fá að koma um borð eða menn frá þeim löndum sem mennirnir komu frá

Aðeins eigandinn og hans fólk - Og einhv. milligöngumenn frá London síðan er áhöfnin (undirmenn) flutt a óþekktan akvörðunarstað. (líkl. flugvöll) án læknisskoðunar. -  Yfirmennirnir rússneskur skipstj. 4 ukrainumenn og einn eistlendingur voru boðið hótelgisting, læknisskoðun og eins mánaðarlaun.  -  ekki eins og skaðabætur (e.compensation) heldur sem laun fyrir 1 mánuð.  Óskir um bætur fyrir einkaeigur og peninga var hafnað.

angelamerkel Kínverjar:oj bjak 

En einmitt skipið var tryggt,en ekki áhöfnin!!! Hvað gengur á?Er útgerðarmaðurinn orðinn klikkaður?Áhöfnin bjargar skipinu fyrir hann og hann býður þeim ekkert,ekki einu sinni læknishjálp,eða tækifæri til að jafna sig.Svo talar hann um að eitthv. sé svakalega gruggugt í þessu öllu og eigi ekki að komast upp á yfirborðið???Svo mörg voru þau orð.Þarna er um að ræða þýska útgerð.

gerhard merkel bundeskanzler Þessa mynd kalla þeir Gehard-Merkel

Angela Merker kanslari Þýskalands getur ekki heimsótt Kína vegna mannréttindabrota hinna síðarnefndu.Svona er nú andsk..... tvískinnungshátturinn í stjórnmálum.Önnur valdamikil kona,hér um lands kvaðst ekki líða mannréttindabrot,hvar sem þau væri framin.Ég segi nú ekki annað en að þessar dáyndis konur ættu að líta í eigin rann.

german woman leader not listen Þreyttur á rausinu í ´enni

Þessi saga af þýskri útgerð er með svo miklum endemum að manni sem gömlum sjómanni flögrar.Manni flögrar við mannfyrilitningunni sem þessir menn sína.Yfirgangurinn og græðgin er óskiljanleg.Svo er talað um mansal .þegar um konur er að ræða.Ég er fullviss um að ónefndur kráareigandi hér á landi sýnir stúlkum sínum meiri virðingu en þessi þýska útgerð sínum mönnum.

Salalah Salalah í Oman

Ég er ekkert að gera lítið úr konum þó ég orði þetta svona.Er of hrifin af þeim til þess.Og er heldur ekki að mæla vændi bót.Satt að segja og er það reyndar heilagur sannleikur að ég gat eiginlega aldrei notað mér slíka þjónustu.Vildi hafa fyrir hlutunum sjálfur.Gat ekki ráðist að næstu konu og borgað svonalagað fyrirfram.Og pían kannske að lesa"Grimsby News"á meðan á áhlaupinu stóð.Nei ég kunni ekki við þessslags viðskifti 

salalah anchorage Salalah í Oman 

Góður blogvinur minn Jóhann Páll sagði í svari við athugasemd frá mér:" farmennskan er ekkert spennandi lengur enda er þetta allt að fara til fjandans og útlendingar streyma í störfin og verkalýðsfélögin aðhafast ekkert í þeim málum."Það hafa fáir menn verið ötulli en Jóhann að berjast fyrir öryggi og kjörum sjó-/farmanna.Og þegar menn eins og hann segir svona já þá er nú farið að hallast á"truntunni"Ég segi nú ekki meir.Hingað lesnir kært kvaddir


Ísbjarnardráp???

Mér finnst orðin"segja frumskógartrommurnar"vera betri orð yfir sögur sem ganga manna á milli og eru hvurndags kallaðar"kjaftasögur"Nú segja frumskógartrommurnar frá því að ferðafólk sem statt var um daginn nálægt þeim stað sem aðrir ferðamenn töldu sig sjá ísbirni á Ströndum um daginn hafi heyrt 2 skot á svipuðum slóðum.Í frétt Vísis.is þ. 20-07-08 segir m.a:

 

"Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði voru kölluð út eftir að hópur ferðamanna taldi sig hafa séð tvo ísbirni á ferð skammt frá Hvannadalsvatni, milli Hornvíkur og Hælavíkur á ströndum, um klukkan níu í gærkvöldi."og svo seinna í fréttinni:

 

"Þyrlan sveimaði yfir svæðinu til klukkan hálf þrjú í nótt en engir ísbirnir fundust og telur lögregla að um missýn hafi verið að ræða en vill koma því á framfæri að allar svona tilkynningar séu teknar alvarlega".

Kindur??? varla.Álftir ??? varla.Það skyldi þó aldrei vera að"Bjössa"hafi verið banað og"líkinu"laumað burt bara svona til að æsa ekki "lýðinn"meira upp.Málinu lokið án alls"fjölmiðlafárs"Hvað veit maður?En svo getur hljómur trommana brenglast í rigningunni og engin skot hafi heyrst.Ekki veit ég.Kært kvödd 


mbl.is Líka hneykslast á ísbjarnardrápi 1974
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Discovery

Þeir læra þetta á Discovery sjónvarpstöðinni.Þeir eru með þætti hvernig eigi að koma í veg fyrir  svona.En ekki allir eru með þá TV -stöð
mbl.is Tveir svindlarar á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhöpp

Til þess að stjórna skipum þar að vera góð tæki til þess´arna um borð.Heldur var nú fátæklegt í brú skipa er ég byrjaði að starfa í þeim fyrir ca 45 árum síðan.

Adams Beck c   Wheelhouse Gamaldags brú og þessi líka:Brú 6 líka þessi :Brú 7 Nú en svo eru það nýrri brýr eins og þessi:52595 800 og eða þessi:001 800x600 5 eða jafnvel þessi:0277 Já það var ekki þægindunum fyrir að fara bara radar sem ekki mátti nota á siglingu nema í dimmviðri,miðunarstöð og dýptarmælir.En þetta horfir öðruvísi við í dag.Ég hef oft áður talað um upplifunina á tækninni.Svo ég ætla ekki að hafa mikið fleiri orð um þetta en læt myndir tala að mestu.Þótt nýtýsku tæki séu fyrir fyrir hendi eins og t.d.þessiBrú 3 getur þetta hent:85379 800 85381 800  eða þetta:Manch C 001Þessi fékk á kjamman í Manchester kanalnum.Mér fannst lóðsarnir þar stundum dálítið svalir.Eða að menn hreinlega týnast í skóginum eins og þessi:86014 800 En svona leit hann út áður en hann týndist:000571a Þessi hérna nær okkur:Hann hét James Battle.Eitthvað hefur sjóbúningurinn farið úrskeiðis hérna:AUSONIABethell4LIMNIÉg læt þetta enda á mynd frá fyrrnefndum kanal:Manch C Mér finnast óhöpp til sjós yfirleitt ekkert grín en stundum getur maður ekki annað en brosað að sumum.Enn og aftur ef einhver hefur haft nennu til að kíkja á þetta kveð ég þann sama kært


"Mega muna sinn fífil fegri"

Margir mega muna sinn fífil fegri bæði skip og menn.Ýmislegt spilar inn í það.Hvað skip varðar er það ryð,slæmt viðhald notkunarleysi m.a að undanskildum aldri.Hvað menn varðar er það veikindi aldur og hreifingarleysi t.d.

87342 800 Þetta skip grotnaði niður í höfninni í Gagliari EVANGELISTRIA V at Cagliari on 20 oct 1988 Það var byggt í Svíþjóð 1947 fyrir Íslendinga,og var það fyrsta skip Jökla h/f og sigldi lengst af undir styrkri sjórn hins kunna skipstjóra Boga Ólafssonar og undir nafninu Vatnajökull..Skipið tók m.a 6 farþega Vatnajökull 1Svona leit skipið út á velmegtarárunum.Flutti okkur m.a appelsínur úr Miðjarðarhafinu.Ef fyrsta myndin er stækkuð má sjá móta fyrir gamla Jöklamerkinu á stefni skipsins.

EX Freyr Þetta er sennilega eitt frægasta skip sem við Íslendingar höfum átt.Það liggur nú í Tilburi í Essex og er notað fyrir fyrir útvarpstöðina:"Radio Caroline"sem flestallir eldri sjómenn sem sigldu til útlanda muna eftir.Þegar stöðin sendi út ólöglega frá skipum m.a.þessu. Skipið var smíðað í Bremenhaven 1960 sem síðutogarinn Freyr freyer Eigandi Ísbjörnin h/f Reykjavík.Skipstjóri var þess tíma,kunnur togaraskipstjóri Guðni heitinn Sigurðsson.1sti stm var í byrjun annar kunnur togaraskipstj.Guðmundur Guðlaugsson(Gvendur Eyja)Ég held að ég sé ekki mjög fjarri sannleikanum er ég held því fram að á þessu skipi hafi hinn kunni athafna og útgerðarmaður Guðmundur Ásgeirsson(Nesskip)byrjað sinn stýrimannsferil en hann tók við starfi 1sta stýrimanns af nafna sínum aðeins rétt rúmlega tvítugur.Skipið var selt Ross hringnum,þekktu ensku togaraútgerðarfélagi 1963 og fékk þá nafnið Ross Revenge sem það heldur enn.Hér eru nokkrar myndir af skipinu sem útvarpstöð:F3V8UICA7IDWQYCA19KOS4CAVGIK1DCAZ4GRN0CA5I9IMPCAVIK8UICA7AOIEGCAJ2FMZ7CA054SPLCAZKQ8VZCAH7K62VCA1QJG77CA9IMH45CA1F1TRACATDSBU4CAQ1YMY7CAZL66NQCABTDQKICABNPV5B atseasouthend10  page7 1010 full Síðasta myndin er úr brú skipsins.Og svo hefur skipið/útvarpstöðin eigin heimasíðu eða:http://www.radiocaroline.co.uk/#home_content.html%%mini_webshop/webshop_window.html%%mini_shop%%0

Mars AK80 Svo er það skip sem er að grotna niður í Santos í Brasilíu.En það skip sá ég sjálfur er ég kom þangað fyrir örfáum árum.Það heitir nú Mars AK 100.Hét fyrst er það kom í Íslenska eigu Freyja RE 38.Byggt 1972 í Frakklandi og keypt þaðan 1975 af Gunnari Hafsteinssyni útgerðarmanni í Reykjavík.Skipstjóri var hinn kunni togaraskipstjóri og síðar uppboðshaldari Pétur heitinn Þorbjörnsson.Freyja Þarna er skipið nýkeypt til landsins.En svona lítur það út í dag: Hjörleifur Þarna er það nú komið á annan stað í höfninni en  þegar ég sá það.

Svo nokkrir útlendingar.Fyrst skal frægt telja United State,hið kunna kjarnorkuknúða farþegaskip.Hér er líkan af því:MuseumC Svo er það svona í dag:Laid up at Philadelphia, Pa.  Delaware River 12jul08 og svona:US Svo fleiri.Þessi hét fyrst:Dundalkdundalk 1974 1 en heitir nú Theseus og grotnar niður í grískri höfn:osai  kapella 1967 1 Þessi hét fyrst Kapella en heitir nú:Kapella Nissos Chios og sömu örlög.Þessi hét fyrst Gripen nordschau 1956 1 En heitir nú:South Elegance ex Gripen South Elegance.Sömu örlög og hin skipin.

Þessi heitir Óli og leit svona út 2ja áraHann sjáfur 2 ára svona fyrir ca 20 árumÓlafur Ragnarsson  Svo varð allskonar"vesen":t.d þetta:Óli veikiog þettaou0p og meir svona.oiu0oOg svona lítur hann út í dag:null.Það er ekki hægt að segja að hann sé að grotna niður.Því kall hefur það bara nokkuð gott miðað við aldur og að maður tali nú ekki um fyri lifnaðarhætti.Lifir í dag þægilegu lífi í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Sólareyjunni Heimaey.Vonandi í sátt við allflesta ef ekki alla og þykir vænt um sambýlisfólk sitt.Ef einhver hefur nennt að lesa þetta,sértu kært kvaddur


Fréttir

 Þetta segir í fréttinni:"Í dómnum segir að fyrir liggi að eftir að maðurinn var látinn laus úr haldi lögreglu hafðist hann ekkert að til að fylgja eftir hótunum sínum gagnvart lögreglumönnunum tveimur."Skyldum við ekki hafa frétt ef svo hefði verið,eða hvað?
mbl.is Hótaði lögreglumönnum lífláti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hriktir í stoðum

Nú er það að koma fram sem ég og margir aðrir óttuðust þegar Kanarnir fóru með sína þyrlusveit af Keflavíkurflugvelli.Að Íslendingar sjálfir gætu ekki sinnt öryggismálum sjómanna sem skildi.Hvað er eiginlega að ske í fjármálum löggæslu og öryggis?Það fer nú koma tími til fyrir ráðherra þessarar ríkisstjórnar að komast niður á jörðina og tala við "fólkið í landinu"á því máli sem það skilur.

 

 

Hætta að svara spurningum fréttamanna út í hött og jafnvel með hroka.Sumir ráðherrar virðast líta svo á að þeir séu í vinnu hjá einkaaðilum og að almenningi komi gerðir þeirra hreint ekkert við.Ráðherra umhverfismála sýndi fréttamanni hroka um daginn sem og forsætisráðherra.Almenningur krefst þess að þetta fólk svari áleitnum spurningum fréttamanna.Þetta fólk var kosið af fólkinu í landinu og alveg eins og hluthafar í fyrirtækjum á hann kröfu á að vita hvað er að ske.Ég man ekki betur en ráðherra fjármála já og fleiri ráðherrar hefðu hælt sér af miklum tekjuafgangi af fjárlögum.

 

 

En hvað snýr svo að okkur sauðsvörtum almúganum.Jú öll löggæsla á höfuðborgarsvæðinu í lamasessi vegna fjárskorts.Glæponarnir fá daglegar fréttir af léglegri nærgæslu.Sum sveitarfélög ætla að ráða öryggisverði frá einkafyrirtæki.Þessir öryggisverðir hafa minni löggæsluvöld en gangbrautarvörður við barnaskóla.Nú skilst mér að öðru varðskipanna verði lagt vegna fjárskorts.Gott fyrir smyglara og veiðiþjófa.Einnig kvarta flugliðar "Gæslunnar"um féskorts.Á sama tíma og öryggi borgarana og sjómanna er kastað fyrir róða er hent milljónum í eitthvað fáráðlegt framboð til Öryggisráðs S.Þ.Til hvers andsk..... spyr maður sig.

 

 

Meðan stórþjóðirnar USA Rússland og Kína hafa þar neitunarvald þá hefur það sýnt sig að þetta er bara snobbklúbbur þar sem þessar þjóðir koma öllum SÍNUM vilja fram hvað sem öðru líður.Hvernig hefði Ísland t.d.geta haft áhrif um daginn í Zimbabwemálinu.Milljónum króna er hent í þetta gæluverkefni ríkisstjórnarinnar meðan lög og öryggisgæsla landsins er í molum.Það er von að erlendir glæpamenn séu áfjáðir í að koma hingað.Hér fá þeir t.d.daglega fréttir af peningaleysi í þessum málum og daglega ný tips hvernig þeir eiga að bera sig að.Nú svo er hægur vandi fyrir veiðiþjófa að slökkva bara á staðsetningartækjunum svo þeir sjáist ekki,vitandi að það er ekki flogið mikið.Ekki til fyrir bensíni eða varahlutum til flugflotans.Var síðasti útlendingurinn ekki tekinn fyrir tilviljun eina.Var ekki V/S Óðinn á leið til Englands í opinbera heimsókn og kom togaranu alveg í opna skjöldu..

 

 

Ég held að þessi ríkisstjórn ættu bara að sjá sóma sinn í að pakka saman og efna til nýrra kosninga.Það er bara sá fjand... hængur á því máli að fjöldinn af fólki kýs XD bara af því pabbi,mamma.afi og amma gerðu það.Ég gerði þaqð t.d.til margra ára.En svo var ég "plataður"(eins og góður vinur minn orðaði það við mig um dagin)til að hætta að drekka og fór að hugsa skýrar.Því miður virðist sumt fólk láta bjóða sér allan andsk.... af þessum flokki.Því ver og miður.Ef einhver hefur haft nennu til að lesa þetta kveð ég hann kært 


mbl.is „Farið að hrikta í“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengismál í Reykjavík

Ég vil benda á þessa bloggsíðu vegna þessara mála í meðhöndlun Reykjavíkurborgar og aðkomu ýmissa manna/kvenna að þeim.Lestur á þessari síðu og sérstaklega athugasemdum á henni varð mér til umhugsunar um ýmsa spillingu sem sennilega viðgengst í stjórnmálum í þessu landi.Kært kvödd 

http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/


mbl.is Smáhýsi götufólksins bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GSM-fé.

Ég gat nú ekki annað en hlegið er ég sá þessa frétt.En svona er Ísland í dag og málið grafalvarlegt.Hún er með miklum ólíkindum þessi tækni nú um mundir.

 

Ég var að blogga um daginn um tæknina þar sem ég sagði á mín kynslóð og þær sem eru rétt á undan og eftir hefðu upplifað mestu tækniframfarir sögunnar.Og maður er steinhættur að segja ef,manni er sagt frá einhverjum nýungum:"Nei nú ert þú að ljúga."

Hver hefði trúað þessu fyrir c.a 10 árum.Mikið djöf... hefði verið gott að kindur og kýr Sigurðar heitins í Vogi og Kristjáns heitins í Stóru-Skógum,þeirra heiðursmanna sem urðu fyrir barðinu á minni þátttöku í landbúnaði þessa lands hefðu haft"gemsa"Þá hefði maður bara getað hringt í Þetta"lið"og sagt því að drulla sér heim.Að vísu er þarna ekki um virkilega gemsa að ræða en hvað verður næst.

 

Já við"beljurnar"hefði þetta sparað manni mörg sporin og slagsmálin við andsk..... kjóann.En við hann átti ég margan "skeinuhættan" bardagan við Vogsósinn.Þegar beljurnar höfðu farið ufir hann.Með hjartað neðar en í buxunum ,með stærðar pappakassa á hausnum og vopnaður brotnu hrífuskafti.

Já þáttaka mín í þessum atvinnuvegi varð hvorki löng eða áhrifarík.Og þó er eins og það læðist að mér að síðan hafi honum farið aftur.En þetta kostaði"blóð,svita og tár.Blóð kostuðu sumir bardagarnir við ands...... kjóan,svita þegar rolluf......... eða beljuskra....... hlupu undan sér þegar maður var að reka þær.Og tár þegar maður var kannske nýbúinn að moka flórinn og ein eða tvær beljum skitu svo í hann nýmokaðan og fínan.

 

Ég bið fólk afsökunar á að vera svona orðljótann um blessaðar skepurnar.En í minningunni æsist maður svo upp út þessar guðsgjafir sem ásamt fiski hafa haldið lífi í þessari þjóð.Ef einhver hefur nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært.Lifið heil


mbl.is Ærnar með gemsa og senda SMS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamlir"kunningar"

Þegar maður er orðinn gamall með ónýtt bak og til einskins nýtur þá er gott að hafa,á ljótri íslensku sagt eitthvert"hobbý"Sumir spila golf.það kann ég ekki aðrið fara í hressandi gönguferðir eða sund.en það leyfir ekki bakið á mér.Ég er eiginlega bestur sitjandi í góðum stól sem verður þá að vera neð góðu baki,sem sagt öfugt við mitt.Þess vegna sit ég oft við tölvuna og kíki inn á"Veraldarvefinn"Segir maður ekki svo þegar maður vil vera gáfulegur í orðum/skrifum.

 

Ég hef stundum verið að rífa kja..yfir öllu mögulegu hér á blogginu.En minnugur minar fyrstu ferðar sem skipstjóri á strandferðaskipi þá held ég að svona kjaftrífelsi sé allsekki gott fyrir hina andlegu heilsu.Sú líkamlega er farinn fjan... til svo það er lítið hægt að gera við hana.Ég minntist á mína fyrstu ferð.Og minnistæðast við hana var lesefnið sem ég greip með mér.Það voru 2 eða 3 bindi úr ritsafni Steinars J Lúðvíkssonar:"Þrautgóðir á Raunastund" og svo endurminningar Theódórs Friðriksonar:"Í Verum"Fyrsta höfn var Ólafsvík svo voru þar á eftir Vestfjarðahafnir.Allt gekk að óskum.En ég skildi ekkert í að eftir að höfnunum fjölgaði án óhappa óx mér einhverskonar kvíði.Þetta var eiginlega í öfugu hlutfalli við veruleikan.

 

En svo laust niður í hausinn á mér:"Hvað ert þú að lesa góði maður"Jú ég var að lesa um óhöpp og slysfarir sem mér miklu færari menn höfðu lent í.Ég henti bók Steinars og byrjaði að lesa bók Theódórs.Og viti menn kvíðinn hvarf.Þessvegna held ég að mér henti ekki að vera alltaf að rífa kja.. og velta mér úr því sem mér finnst fara aflaga.Það er kannske gott um helgar en að halda sig á mjúku nótunum svona"hvurndags"Ég hef verið að vafra svolítið á heimasíðum með skipamyndum og oft tekur hjartað kipp er maðu sér"gamlan"kunninga.Innlenda og útlenda.

 

Bæði sem maður sigldi sjálfur á eða sá oft hér við land.Ég hef sent fyrirspurnir á nokkra staði út af"copýréttindum"og mér skilst að maður megi birta myndirnar ef maður notar þær án þess að hafa hagnað af.Og svo held ég að minn lesendahópur að fjölda til,geri ekki stóran skurk í þeim málum.Þessvegna langar mig að leyfa öðrum að njóta þessa með mér ef einhver hefur áhuga.Ég hætti hérna skrifelsinu en læt myndirnar tala,svona að mestu:

HOLMUR1929 Hólmur færeyist flutningaskip sem bar beinin við Ólafsfjörð.Hafði verið togari en var svo breytt í flutningaskip

Caterine Þessi ber nafnið Caterina.Hét í upphafi Esja(Var fysta strandferðaskipið sem ég leysti af sem skipstjóri á)síðan komu nöfnin"Kistufell.Lesja,Sonja,Sonja Helen,Helen og svo Caterina(2004)

 

Baltic Fjord Þessi hét fyrst Fjord síðan Ísberg(þarna leysti ég af sem skipstj og stm)síðan Stuðlafoss,Ice Bird.Sfinx,Fjord,Baltic Fjord,Endalok þessa skips urðu þau það kviknaði í því í dokk í Tallin 2006 og það var rifið þar sama ár.

Baroy 1 Þessi heitir Baroy.Hét fyrst Polstraum síðan Vela svo Hekla(ég var þar stm og afleysningaskipstj.)svo eftirfarandi nöfn:Búrfell,Katla,Nour Han,Lena,Baroy(2001)

Gullholm Þessi heitir Gullholm,Hét fyrst Lynx svo Askja,Lynx aftur og síðan Gullholm(1999)

Saga 2 Þessi hét fyrst Baltique svo:Summore,Frengenfjord,Saga I,Hvitanes,Ljósafoss (2001)Frekari afdrif veit ég ekki.

Maya Reefer Þessi hét í upphafi Hofsjökull,Síðan Stuðlafoss(þá var ég á honum undir stjórn Þórs Elíssona þess mikla heiðursmanns)Síðan hét skipið Malu,Miss Xenia.Maya Reefer,Skipið endaði sína daga í skipakirkjugarðinum í Alang(Indlandi)2003

IB í eigu Grikkja 2 þessi hét fyrst Dorrit Hoyer.Síðan Sverre Hund,Grímsey.Iris Borg,(ég var skipstj,á skipinu um tíma undir því nafni)Lindenes,Winco Mariner,Evripos(1995)

Sverre Hund Hérna undir nafninu Sverre Hund

HALIMAAWAL1965 ex Hvita Þessi hét þarna Halimaawal en hét einusinni Hvítá í eigu Hafskip

Jarl 01 Þessi hét upphaflega Sorte Jarl en svo Jarl(Björn Haraldson gerði skipið út með því nafni)síðan Khalaf,Ametlla,Jacky (1998)rifinn 1999.

Linz Þessi hét í upphafi Samba síðan Mambo svo Hvalvík,Hvalnes og svo1993 Linz

Nordvåg ex Blikur  Nordvik ex Lómur Þetta voru færeyisku tvíburarnir Blikur og Lómur.Þeir komu hingað til lands oft.Hér komnir undir annað flagg með önnur nöfn

Tananger Tananger var í leigu hjá Ríkisskip

463248 800 Orion er í eigu Samherja að ég held

Ocean Theresa Þetta skip hét í upphafi Coaster Betty (systurskip Coaster Emmy sem Ríkisskip hafði á"timecharter)en hét síðan Star Skandia.Skandia Aftur Star Skandia,Skandia,Green Skandia,enn og aftur Skandia og svo(2003)Ocean Theresa.Var hér á ströndinni þá í eigu Færeyinga en í"timecharter"hjá SÍS.Þarna er búið að lengja skipið.

Danstar Danstar var áður en henni var breytt í pallettuskip mikið hér á ströndinni.Og á ef mig misminnir ekki á það heldur dapra minningu af einni af Austfjarðarhöfnunum.

Fjord Ice Þessi hefur oft verið að"þvælast"hér við land.Síðast hér í Eyjum um daginn.Ég man ekki undir hvaða nafni.En hann hefur heitað mörgum.M.a:El Septimo,Septimo Reefer,Quasar,Everest,Frio Indianic,Loen Stream,Fjord Ice,Fiona(2006).Og að lokum læt ég Samphired ex Bretting fylga meðSAMPHIRE071207A ex Brettingur Með von um að þessu sé tekið með temmilegri nákvæmni hvað núverandi nöfn varðar og von um að einhver hafi haft eins gaman að sjá þessa gömlu"kunninga"og ég,þó kannske allar upplýsingar séu ekki alveg réttar kveð ég hingað lestna kært.Þetta er mest fengið"að láni"úr hinum mörgu skipsmyndaheimasíðum.Aðallega Shipspotting.Ég vil biðja menn ef þeir vita betur um einhver af þessum skipum að gera athugasemdir við þetta hjá mér..Lifið heil 


Friðarskip m.m

Hér á landi er staddur nú um stundir,svokallaður"Peaceboat"eða Clipper Pacific eins og skipið heitir.Það er gert út af Japönskum samtökum sem PeaceBoat Organization heita.Þetta skip á sér langa sögu sem svokallað"Cruse Ship.það var smíðað 1970 hjá Wartsila í Helsingi sem" Song of Norway"fyrir Royal Caribbean Cruise Line.það var 18416 ts loa 168.4 m.og 24 m brd

 

Dream 01 b    Clipper Pacific ex m.a.Song of Norway           Dream Limassol 01 

Þetta var 1sta skip sem Royal Caribbean Cruise Line lét byggja.Það tók 724 farþega.8 árum seinna var skipið lengt og taldist nú 23000 ts og tók  nú 1024 farþega.Skipið var aðallega í 14 daga ferðum um Caribbean Sea út frá Miami.Eftir 1996 gekk skipið kaupum og sölum.Um tíma var það í eigu Ísraelsks skipafélags Caspi Cruises.Og hét þá Dream Princess.Skipið sigldi þá á"rútu"Hafia-Ashdod-Larnaca og Limasol.Í ársbyrjun 2006 var skipið skýrt Dream og notað sem stútentagarður við Tulane University í New Orleans eftir fellibylinn Katrine.

2403775134 491cddb81c Clipper Pacific                                      Dream Limassol 02 bg 

Í nóv 2006 var skipi gert út sem spilavíti út frá Dubai.En það æfintýri stóð mjög stutt.Þá eignaðist Clipper Group skipið skírði það Clipper Pacific og leigði það PeaceBoat Organization,sem"Peaceboat.

649334 800 The Topaz ex m.a EMPRESS OF BRITAIN        EmpOfBritain04

En í timecharter hjá þessum samtökum er einnig The Topaz, en það skip var byggt 1956 í Fairfield Dockyard, Glasgow sem EMPRESS OF BRITAIN,mál 32,327GT  L.o.a. 195.08m Br 25.96m 1956-1964 sigldi það á rútunni Greenock,Liverpool, Montreal og Quebec skipið tók 1600 farþega og hafði 500 manna áhöfn.Skipið var seldt 1964 til grískra eigenda og hlaut þá nafnið"Queen Anna Maria.Eftir danskættaðri drottningu Grikkja.

300px Annedenmark2 Fv drottning Grikkja Anna Maria,dönsk prinsessa

QA 1 Myndir frá The Topaz QA 

 

Eftir skrautlegan feril og undir mörgum nöfnum m.a Carnival,Fiesta Marina og Tompson var skipið tekið á tímalegu 2003 undir nafninu The Topaz hjá fyrrgreindum samtökum sem Peacboat.

200px Henry Ford Henry Ford 

Þetta eru nú ekki fyrstu Peaceskipin.Í fyrri heimstyrjöldinni tók Henry Ford  hinn þekkti bílaframleiðandi skip á leigu sem hann fór með ásamt fylgdarliði,hópi af Þekktum friðarsinnum(þ.á.m Jane Addams, Rosika Schwimmer, Oswald Garrison Villard, and Paul Kellogg.)til Stockholms á ráðstefnu til að ræða frið.

peace   Myndir af Ford og félögum um borð í Oskar II    The Granger Collection 0017115 

Skipið sem hét Oskar II sigldi frá Hoboken, New Jersey 4 Desember, 1915 og  kom til Stockholms í janúar 1916.Þátttakendur á ráðstefnunni sem Ford styrkti voru frá Svíþjóð,Danmörk,Noregi,Hollandi og USA.En þessari ráðstefnu misstókt verkefni sitt..En þarna var sennilega á ferðinni 1sta friðarskipið.En það vakti athygli mína hve fjölmiðlar hér hafa lítið rætt um komu"Friðarskipsins"hingað nú hingað eina sem ég fann var smá grein á innsíðu Moggans.

 

The Granger Collection 0017114Friðarskipið Oskar II við brottförina frá  New Jersey 1915

En svo að öðru.Ekki get ég annað en glaðs yfir annari frétt í Mogganum í dag,þar sem ég sá að bráðlega getur maður keypt sér kolefnajöfnunar nærbuxur.Haldið´ið að það verði ekki munur.T.d. eftir Sprengidaginn.Þá getur maður skotið bæði lausum og föstum skotum hvar sem maður er staddur án neinnar lyktarmengunnar.Að vísu veit ég ekki hvort þessar nýju buxur verða með einskomar hlóðkútum en mikið væri það nú gott í þágu hljóðmengunar ef svo yrði.

 

Það er nú ekki ólíklegt að ég hafi misskilið greinina dálítið mikið en eitthvað stóð,að ég heldi í henni um að svona nærbuxna kolefnisjöfnuður jafnaðist á við 100.000 bíla.Ja mikið er nú fret.. í heiminum ég segi nú bara ekki annað.Danir,þjóðverjar og kannske líka Íslendingar éta nú líka svo fjandi mikið af"þrumara".Góða  helgi óska ég þeim sem hingað hafa lesið og góða Goslokahelgi óska ég Vestmannaeyingum.Verið ávallt kært kvödd.


Upside-down

Maður verður að fylgja tískunnu,þessvegna þessi fyrirsögn.Ég skrifaði um daginn hve"blóðugt"mér þætti að sjá bara erlenda aðila sjá um að sýna okkar fallega land af sjó.Þar finnst mér einkennilega að staðið.En ég ætla mér ekki að tala um það það er víst ekki nógu fínt að tala um þess slags "túrisma"

 

Það er dálítið furðulegt að engu megi hrófla við inná hálendinu vegna þess að þangað eigi að koma erlendir ferðamenn og sjá ósnortna náttúru.En svo er á sama tíma talað um að byggja tilbúna fossa inn á hverjum firði eins og ónefnd listakona lét hafa eftir sér í fyrrnefndum Kastljósþætti og ég skrifaði um um daginn.Ekkert er hægt að gera nema að einhverjir svokallaðir listamenn komi það að.Hvorki að mótmæla neinu eða fyrirbyggja atvinnuleysi.Með þessum orðum er ég ekki að gera lítið úr  Ólafi Elíassyni eða verkum hans.

 

Ég gæti trúað að verk hans minntu á mörg listaverkin sem maður hafði oft í mánuði fyrir augunum í strandsiglingunum.En maður er löngu hættur að botna í þessum svokallaðri list.Fyrir allmörgum árum kom "mikill listamaður"á að mig minnir á Listahátið.Hann settist á þ.v Útvegsbankatröppurnar og vafði á sér liminn.Í mínu ungdæmi hefði svona verið kallað"dónaskapur".

 

Í gærkveldi á Rás 1 í útvarpinu hlustaði ég á einn listamanninn sem sagði frá að hann hefði mígið á sig fyrir stóran hóp af fólki.Þ.e.a.s. listinn fólgst í að míga í buxurnar.Þetta hefði nú verið kallaður púra aumingjaskapur í mínu ungdæmi.Þarna sést kannske best hve gamall og veruleikafyrtur maður er sennilega orðinn.En ég er farinn að íhuga að gerast listamaður.En þar sem krabbamein gerði það að verkum að taka þurfti mikilvægt líffæri úr mér get ég sennilega ekki snúið mér að vafningunum en í buxurnar get ég pissað allavega enn sem komið er ef með þyrfti.Nú er bara af fara til Finnlands ljúga einhverjum fjandanum um fortíðina og pissa svo í buxurnar fyrir fullu húsi.

 

Maður gæti tekið upp listamannsnafnið:" Olav von Pí pí"Ég sé sé mig komin á Listamannalaun strax á næsta ári og þarf ekkert á ölmusu frá Tryggingarstofnun að halda.Fer bara til Finnlands pissa þar nokkru sinnum í buxurnar fyrir fullu húsi og lifi svo eins og konungur a ströndum Caribbean.Sea þess á milli.Sem betur fer er maður hættur að drekka svo að maður þarf ekkert að standa í að gera það ókeypis.

 

Ég skrifaði í kvöld um hve hlutir geta breyst í öndverðu sína.Vestmanneyjingar að fara að selja vatn til útlanda ónafngreindur maður hættur að reykja og drekka.Og það virðist allt vera að umhverfast.Hafró stendur fast á sínum fræðum þó allir sérfræðingar utan hennar séu á öndverðum meiði.Seðlabankinn stendur fast á sínum háu vöxtum þótt allir sérfræðingar utan hans segi að það eigi að lækka þá hér og nú.

 

 

Flugstjórar hjá Icelandair fúlir út í ráðherra utanríkismála vegna hve miklu fleiri flugtíma hún fær út úr sínu starfi heldur en þeir.Ljósmæður hóta öllu íllu svo fólk er farið að spara við sig kannske það eina sem þykir verulega skemmtilegt.2 ráðherrar moka og skrifa ávísanir fyrir nýjum álverum á meðan svo samráðherra vill loka þeim áður en þau opna.NASA gerir kvörtun við ríkistjórnina vegna rusls úti í geimnum sem kom svo í ljós að var hinn íslenski ráðherra fjármála sem tapaðisr út í geim fyrir nokkru og er víst enn að þvælast algerlega ójarðtengdur og fyrir öllum njósnagervihnöttum USA svo að  þeim gengur ekkert við að drepa Talibana í Afganstan eða Al Kaidamenn  í Austurlöndum nær og fjær

 

Og erlendir fjölmiðlar farnir að spá stjórnarslitum á Íslandi.Enda hljóta allir heilvita menn sjá að glundroðinn í þessari ríkisstjórn ríður ekki við einteyming.Þegar einn ráðherrann talar í Norður kemur sá næsti og talar í Suður og svo hinir í Austu eða Vestur eftir því hvernig stendur í bæli þeirra.Forsætisráðherra orðinn önugur við fréttamenn og lætur eins og allt sé í fínasta lagi þótt allir sérfræðingar hvers fræða þeir svo eru sega allt á hraðri leið til andsk......Eitt sinn kvað maður við föður sinn:"Ég er glataður sonur göfugs manns/girndanna aumur þræll/ég er á leið til andsk...../alfarinn vertu sæll/Kannske á þetta við um nútíma Ísland.Það er kannske of stuttur vegur frá moldarkofunum sem áar okkar buggu í uppí hallirnar sem við búum í í dag.Við erum kannske að fara með hina göfugu þjóð til fjand...

 

En nú þarf ég að fara að"æfa"mig fyrir listina ,þó að í þetta sinn fari það ekki í buxurnar.Þess vegna kveð ég þá kært,ef einhverjir hafa nennt að lesa þessar vangaveltur gamals skröggs sem ekki er sáttur við allt sem fyrir augu ber og í eyrum heyrist.En þó flest.Og allt hér í Suðurhafseyju Íslands.Vestmannaeyjum


Vatn og farþegaskip

Það má segja að ýmislegt snúist upp í öndverðu sína.Hver hefði trúað því fryrir 40 árum eða svo að Vestmannaeyjingar ættu eftir að flytja út vatn.

 

 

 Minerva II 04 igb Minerva II 

Það hefði verið eins fjarstæðukennt á þeim tíma og að ónefndur maður myndi kallast"stakur reglumaður"á seinni tímum.En svona geta tímar og menn breyst og sennilega í þessum tilfellum til batnaðar.Eða það skildi maður halda að minnsta kosti.

 

C A Clipper Adventure og Spirit of Adventure 661558 800

Hingað til Vestmannaeyja koma nú hvert stórskipið á fætur öðru.Farþegaskipið Minerva II kom í byrjum júní,rétt á eftir eða þ 12 kom Clipper Adventure.27 júní Spirit of Adventure,29 júní Black Prince og 1/7 sjálfur Marco Polo.

657216 800 Black Prince og Marco Polo Mpolo 

Og svo er það vatnið.Í síðustu viku kom lítill dráttarbátur en hann á að hjálpa Henry P Landing við að leggja hina nýju vatnsleyðslu sem leggja á að öllu óbreittu á föstudaginn.Í dag kom Henry P Landing hingað,dreginn af dráttarbátnum Lucasi.Þannig að það hefur verið nóg að snúast hjá hafnarstarfsmönnum,þó svo að stærstu skipin kæmu ekki inn í höfnina.Ég stals inn á heimasíðu eiganda H.P.L og hér er árangurinn:

H.P.L lagning á kapli/röri H.P.L 001 lagningsskipinu stjórnað af 2 dráttarbátum H.P.L 002 Rörið lagt á botninn.thor 001 Dráttarbáturinn Thor sem kom í síðustu viku.Og dráttarbáturinn Lucas ex Susanne A SUSANNE A 2%20(2) SUZANNE A 3 sem dró H.P.L til landsin og kom í dag.Svo myndir af Henry P Landing HPL02

129339 800 01  22 H.P.L 003

Einhvers misskilnings virtist gæta hjá Fréttastofu Sjónvarps í kvöld kl 2200 er þeir sögðu að skipið hefði verið byggt til lagningar vatnsleiðslunar fyrir 40 árum en það er ekki alveg rétt.Það er byggt 1930 og eins og segir á heimasíðu þess:"The vessel is built as a pontoon without its own propulsion machinery and is equipped with an anchor winch, 4 warp winches and 2 capstan winches complete with anchors, chains and wires. She has accommodation for 25 people".En hvort því hafi verið breytt fyrir vatnsleiðslulögnina fyrir 40 árum,það gæti verið.

Ef einhver hefur haft nennu til að lesa þetta kveð ég þann sama kært


Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Júlí 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband