28.4.2008 | 15:12
Farmenn og fl
Mig langar að leyfa mér að hafa skoðun á núinu.Hvernig komast.unglingar dagsins í dag að atvinnuvegunum t.d. sjómennsku.Og hvernig snýr heimurinn að þeim með öllu sínu yfirgengilega auglýsingaflóði og öllum þessum raunveruleikasjónvarpsþáttum.Ég lýsti því um daginn hvernig Reykljavíkurhöfn heillaði mig óharnaðan ungling utan af landi.
Nú sjá unglingar engin skip nema í fjarska.Enginn fær að koma lengur að þeim.Enda kannske engin áhugi fyrir að sjá útlenska"dalla"með mönnum um borð sem skilja ekki íslensku.Er nokkuð gert af skólum til að kynna þeim undirstöðuatvinnuvegi landsins.Siglingar,fiskveiðar,landbúnað Íslendingar kenndu því löngum um að þeir hefðu glutrað niður sjálfstæði sínu í öndverðu vegna þess að þeir létu siglingar úr höndum sér og urðu eingöngu upp á náð og miskunn norskra kaupmanna komnir með ferðir landa á milli.
Í náinni framtið verðum við að vera undir náð og miskun erlendra manna um mönnun þeirra skipa sem hingað sigla.Ég heyrði einusinni einn af forráðamönnum skipafélags halda þvi fram að sjómaður væri sjómaður hvar sem er í heiminum.Það er að vísu alveg rétt.En reynsla manna er ekki sama af Kyrrahafinu og Atlantshafinu.Menn hljóta sína reynslu af því hafsvæði sem þeir eru vanastir að sigla á.Mér kemur í hug er "harbourcaptain"frá Salemskipafélaginu sænska kom eina hringferð með okkur á m/s Hofsjökli.Þeir voru,hjá Salem að hugsa um að bjóða í flutninga á frosnum loðnuafurðum beint til Japan.Eftir ferðina hristi hann höfuðið og sagð eitthvað á þá leið að hann treysti ekki sínum skipstjórum að sigla hingað.Ef augu stjórnvalda fara ekki að opnast hvað farmennskuna varðar þá erum við í djúpum sk...
Ráðamenn ættu að rifja upp ræður fv forustumanna þjóðarinnar þegar þeir minnast á sjálfstæði og siglingar. Gamli sáttmáli var undirritaður á árunum 1262-64 sem færði Íslendinga undir Noregskonung gegn því að honum yrði greiddur skattur sagðist hann skyldu tryggja reglulegar siglingar til landsins og frið.Margir ráðamenn hér á árum áður töldu við hafa fengið sjálfstæðið til baka þegar við náðum siglingunum í okkar hendur.Mér finnst íslendingar í dag þurfa að íhuga þessi mál gaumgæfilega.Við eigum enn sem betur fer dugandi farmenn sem görþekkja aðstæður við þetta land.Ég minnist þess á"Ríkisskips"árunum þá var nokkuð stór útlenskur dallur að lesta fiskimjöl á Austfjörðum.Á þessu skipi voru allavega hásetar frá suðurlöndum.
Þetta var um vetur og íslensk veðrátta í essinu sínu.Verkamenn úr landi þurftu að opna og loka lúgum ef veðurskilyrði kröfðust þess.Ég man að annað skip beið lestunnar út á einni höfninni en þessi harðneitaði að hreifa sig fyrr en það yrði almennilega bjart.Það getur orðið töf á slíku þegar dagur er sem styðstur á þessu landi.Ef mér misminnir ekki þá var slóð af brotnum bryggjum sem hann skildi eftir sig.Ég lenti í óhappi á suðlægum slóðum sem ekki hefði skeð ef ég hefði verið kunnugur hafsvæðinu.Það er eins og við íslendingar byrgum aldrei brunninn fyrr en barnið er dottið niður í ´ann.
Við ættum að taka okkur tak Íslendingar og styðja við bakið við alíslenska farmennsku.Íslendinga verða að skila þýðingu íslenskrar farmennsku.Við verðum að sjá dimmubakkan út við sjónarrönd hvað þetta varðar.Við finnum oft fyrir því hér í Eyjum ef Herjólfur stenst ekki áætlun sína hverra ástæðu það nú er.Eybúar eru fljótir að finna fyrir ef siglingar hindrast af einhverjun ástæðum.Það virðist eins og við heyrum aldrei í aðvörunnarbjöllum hvar hvenær þær glymja.Munið eftir orðum ráðamenna í fyrra er danir og fl voru að skrifa um íslenskan efnahag.Hvað kom svo í ljós.Ég læt þetta nægja í bili og kveð ykkur sem lesið hafa kært
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.4.2008 | 20:06
Gengið um Ægisgarð 1953
Á bryggjurúnti frá 1953,um daginn byrjuðum við Verbúðarbryggjurnar.En nú langar mig að skreppa með ykkur út á Ægisgarð.Það lágu oft skip með mikla sögu bak við sig.Það er einhver mánudagur og árið er 1953. Við verðum að vera snögg því þennan dag á hjálparkokkurinn að sjá um 3 kaffið og hann slóraði við uppvaskið eftir hádegismatinn.Við austanverðan Ægisgarð liggur eitt af frægustu skipum Íslenska flotans fyrr og síðar.Verksmiðjuskipið Hæringur.
Verksmiðjuskipið Hæringur og þegar vel er að gáð sést v/s Fanney utaná honum
Hann hafði verið byggður í Union DD skipasmíðastöðinni í Buffalo og hljóp af stokkunum 24-04-1901 undir nafninu"Mauch Chunk"fyrir Lehigh Valley Tptn Co, Buffalo og ætlað til hrájárnflutninga.Skipið var 116,3 metra langt og 15,4 m breitt með 1800 ha 3ja þjöppu gufuvél.Skipið hafði gengið kaupum og sölum og undir ýmsum nöfnum: 1921 W.J.CONNERS 1947 MALACCA STRAITS - 1948 W.J.CONNERS - 1948 er það svo selt Hæringi h/f í Reykjavík sem breytir því í fljótandi Síldarverksmiðju.Skipið kom til landsins 1948 en lá bundin við Ægisgarð þar til hann var seldur til Álasunds með 2 undantekningum.1950 sigldi skipið austur á land og lagðist við akker á Gunnólfsvík þar sem það tók á móti 4-5 þús mál.1 mál samsvaraði ca 135 kg.Og svo 1954 þegar skipið slitnaði frá í ofsaveðri 5 janúar.Eftir mikla þrautsegju og dugnað hafnsögumanna og starfsmanna hafnarinnar tókst að koma skipinu aftur að bryggju.Í ljóði sem ort var um atburðinn segir m.a:"En Hæringur karlinn var kátur/að komast nú loksins úr höfn,/og fádæmasvipmikil siglingin var/um sæfexta freyðandi dröfn./Það var næstum eins og hér áður,/þegar útgerðin dafnaði best/þá var sími í stafni og skrifstofa í skaut/en skuldunum safnað í lest/Engan grunaði þá -hvað í loftinu lá/yfir ládauðum stjórnmálasæ/Þá var skipulagt allt,þá var skemmtilegt allt,/þá var skipstjórinn indælis gæ/Skipið bræddi síld í Álasundi í nokkur ár en var svo rifinn í Sandnessjöen 1957.
YOG 32 og glaðir sjóliðar Þó ekki af YOG 32
Utan á Hæringi láu ogt hin ýmsu skip.Fastagestur utaná honum var YOG 32 sem var Ameríkst olíuskip af svokallaðri YOG-5 Class Gasoline Barge (Self-propelled):gerð byggt 1944, í RTC Shipbuilding Corp., Camden, N.J.Skipið var 53 m langt og 10 m breitt með 1700 ha diselvél.Þetta skip sem setti ásamt Hæring svip sinn á höfnina var notað af ameríska hernum til olíuflutninga úr Hvalfirði til Keflavíkur.En lá lengst af utan á Hæringi.Sjóliðarnir eignuðust kærustur í Reykjavík eins og gengur og komu þær stundum í heimsókn.Einu sinni lágum við í klössun á Eldborginni utaná YOG 32 sem aftur var 3 skip frá Hæring.Svo einn daginn fór annað skipið sem lá utan á Hæring og komu þá allar"kærusturnar"um borð til okkar.Þær voru lítt að sér í skipategundum og töldu bara skipin.En þær voru fljótar að átta sig á að um borð um Eldborg var lítið um Coke,nælonsokka eða tyggjó.Skipið hvarf af landi brott og skiftir um flokk verður YO 48(Fluel Oil Barge)Ensíðar er það dregið til Nofolk og verður það YWN (non-self-propelled) Water Barge.1975 var skipið svo rifið.
Eitt af mörgum skipum sem lágu oft við Ægisgarð var Fanney skip Fiskimálanefndar og Síldarverksmiðja ríkisins.Þetta skip var smíðað í Tacoma(ekki langt frá Seattle) á vesturströnd USA Smíði skipsins tók 58 daga. Það var 158 ts að stærð og því var siglt til Íslands og var 1sta íslenska skipið sem var siglt gegn um Panamaskurðin.Sjóleiðin var 9095 sml.Endalok þess skips urðu þau að það sökk undan Horni eftir að hafa siglt á ísjaka 2 maí 1968.
Vestanverðu við Ægisgarð lá í mörg ár bátur að nafni Bragi.Skipið var byggt í USA 1944.Eftir langa legu hallandi undir flatt við Ægisgarð gekk það kaupum og sölum í mörg ár.Endalokin urðu þau að því var sökkt út af Austfjörðum í okt 1971.
Utan á Braga lá í mörg ár b/v Íslendingur.skip með sögu bak við sig .Skipið var byggt í Englandi 1893.Var 146 ts með 2ja þjöppu gufuvél.Það kemst í eigi Íslendinga 1908.9 des 1926 sökk það af ókunnum orsökum þar sem það lá á legu sinni á Eiðsvíkinni..Skipinu var bjargar af sjávarbotni 1941 og það endurbyggt og sett í það 500 ha Fairbanks diselvél.Það gekk svo kaupum og sölum þar til 1961 að það var tekið af skrá.Fleiri skip höfðu mismunandi viðlegu við Ægisgarð en við höfum ekki tíma til að skoða fleiri.3 kaffið er á næsta leiti og svo er það Akranesferð kl 5.En á eitt skip sem ég tel eiginlega öruggt að legið hafi við Ægisgarð einhverntíma.Þó ekki þarna 1953 ástæðan var sú að það fórst 13 jan 1952 við Orkneyjar og með því 8 menn.Skipið mun hafa verið smíðað fyrir Dr Charcot, Jean-Baptiste Hvort þarna var komið hið fræga skip Dr Charcot, Jean-Baptiste" FRANÇAIS"veit ég ekki fyrir víst en tel töluverðar líkur á að svo sé.Eftir því sem ég kemst næst voru bara 2 skip smíðuð fyrir doktorinn FRANÇAIS og Pourquoi pas?En eftir bók Jóns Björnssonar var Eyfirðingur smíðaður í Frakklandi fyrir Dr Charcot En ef svo var þá átti þetta skip átti mikla sögu áður en það komst í eigu Íslendinga.Það var smíðaða úr eik 1908 af virtum skipasmið:" Pere Gautier í St.Malo.Fyrir Dr Charcot,
FRANÇAIS skip Dr Charcot sem hann m.a sigldi á til S-Heimskautalandsins
Hinn þekkta vísindamann sem fórst með þá verandi skipi sínu Pourquoi pas?En aðalástæðan fyrir að ég hef skipið með í þessum hugleiðingum er að það hafði fyrir nokkrum árum áður komið nokkrum sinnum í Borgarnes til að lesta hey til óþurrkasvæða N og A-lands.Þá hafði myndast smá kunningsskapur milli mín og kokksins sem hét Vernharður Eggertson.Hann var bróðir mins mikla slysavarnarforkólfs séra Stefáns Eggertssonar fv prests á Þingeyri..Vernharður sem var 43 ára er hann fórst var skáld og skrifaði undir nafninu"Dagur Austan"En nú fer hjálparkokkurinn að drífa sig um borð og hella upp á könnuna.2 skeiðar kaffi og brot af kaffibæti.Hingað lesnir séu kært kvaddir..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2008 | 20:48
Íslenskir Farmenn
Íslenskum Farmönnum er að blæða út.Þá meina ég sem stétt..Hverjum er um að kenna hvorki get ég eða vil dæma um.Hef verið of lengi frá landinu til að geta það af einhverju viti.En eitt er víst hverjum sem það er að kenna þá er virkilega illa komið fyrir þessari stétt.Þeirri stétt sem sigldu einhverjum fallegustu skipum sem prýddu höfin á þeim tíma.Þeirri stétt sem ekki síður flutti björg í bú íslendinga,en fiskimennirnir,með fullri virðingu fyrir þeim.
Skip sem ég sigldi á er það var nýtt.
Mér hefur oft fundist farmenn ekki fengið þann sess í sögunni sem þeim ber.Mér minnist þess að við fiskimenn töluðum stundum um"tuskibelli"(þið fyrirgefið orðbragðið)innfjarðarsjóara o.sv.fr.En farmennska krafðist ekki síður mikillar sjómennsku en fiskimennska.Allaversta ísing sem ég lenti t.d. í var um borð í farskipi.Máttarvöldin greina ekki farmenn frá fiskimönnum.Þessi misskilningur stafaði kannske af að farmennirnir sáust kannske helst við að þvo og mála í höfnum stundum hangandi í stillönsum einhverstaðar á skipinu.
Ýmis eldri skip sem byggð voru fyrir íslendinga.Esja 2,Dísarfell 1 Tungufoss 1 Lagarfoss 2
Þetta var misskilningur af sama toga og sagt var að við togarakallarnir værum alltaf fullir því að margir af okkur sáust ekki öðruvísi.Fólk sá ekki til okkar á sjó.Eins sá fólk ekki til farmanna að koma böndum á farm sem losnað hafði eða moka til í lestum og kolaboxum ef með þurfti eða þvíumlíku. Miskilningur er oft út af vankunnáttu um staðreyndir Það gæti líka hafa örlað á einhverskonar öfund það fengu færri en vildu pláss á þessum skipum.Ég komst nokkrum sinnum í farmannspláss en komst fljótlega að raun um að við félagarnir,ég og"Bakkus"áttum þangað lítið erindi.
Gullfoss stolt íslenska flotans á eftirstríðsárunum
En maður verður hugsi yfir framtíð íslenskra siglinga ekki síður en fiskveiða.Hvar endar þetta.Ný og fullkomin skip fást ekki mönnuð íslendingum.Það getur varla verið langt í að útlendir hafnsögumenn verði ráðnir við hafnir landsins.Þó ég viti um eitt dæmi að ekkiskipstjórnarlærður hafnsögumaður hafi sinnt því starfi,og það gerði hann með svo miklum sóma að frægt var út um heim.Þá meina ég hinn mikla atorkumann Jón Sigurðsson kenndan við Látra í Vestmannaeyjum.Ég hef verið að gagnrýna það að fólk sækji ekki hátðiðarhöld Sjómannadagsins og sný ekki til baka með þær skoðanir mínar.En það eru aðrir vinklarsvo maður noti nútíma orðfæri,á því máli
Dæmi um aðkeypt skip Tröllafoss tv Reykjafoss 2 th
Í fyrsta lagi mætti kannske skoða tímasetningu dagsins Júní getur stundum verið kaldur og hryssingslegur.Ég get vel skilið margrabarna feður með hóp sinn á hátíðarhöldunum.Litlu greyin hafa lítinn áhuga á ræðum og þesshátar.Það er engin Baldur og Konni eða svoleiðis til lengur.Eða eitthvað þessháttar til að skjóta inní til að halda athyli þeirra.
Dæmi um farskip sem byggð voru fyrir íslendinga á eftirstrýðsárunum. Fjallfoss 2,Skjaldbreið og Herðubreið
Svo er kannske slagveðurs rigning og kalsaveður og smáfólkið vill láta pabba halda á sér helst öll í einu af því að nú er pabbi heima.Þó komin séu einhver"tívolí"nær það skammt.Það skilur engin smábörn eftirlitslaust í þeim.Mér finnst satt að segja að það mætti endurskoða tímasetningu dagsins.Svo er 17 júní oft helgina á eftir.Dagsetningin var ákveðin á sínum tíma út frá útgerðarháttum.Vertíð lokið og síldveiðar ekki hafnar.Einnig var oft stop hjá togurunum eftir vertíð í þá daga.Að vísu er ég nú svo vanafastur að ég myndi samþykkja svona breitingu með seimingi. Ég bloggaði í gær um Reykjavíkurhöfn í kring um 1953.
Fleiri dæmi Stuðlafoss ex Hofsjökull
Og lífið við hana og talaði um að hugur margs ungs manns hefði mögulega beinst að sjómennsku við að koma þangað.Kannske við að veiða kola við Verðbúðar eða Loftsbryggju.Hvar sjá unglingar nútímans eitthvað í líkingu við það sem við sáum.Hvergi.Bryggjur,sem allavega flutningaskip liggja við eru lokuð almenningi út ef einhverri hryðuverkahræðslu lands sem fremur flest hryðjuverkin sjálft.En ekki út í þá sálma.Gullaldarskeið íslenskrar farmennsku var ekki runnið upp 1953. Það áttu glæsileg.stór og falleg íslensk farskip eftir að prýða þessa höfn.
Fegurstu"svanirnir"
Skip eins og"tvíburarnir" Selfoss og Brúarfoss sem komu 1958 og1960,.Skip sem að mínu mati eru fallegustu farskip sem prýtt hafa úthöfin.Ef mig brestur ekki minnið þá var Esja 4 1983 síðasta skipið sem byggt var sérstaklega fyrir íslendinga.Með einni undantekningu Brúarfoss?sem byggður var 1996.12 ár 1 skip og þar áður 13 ár síðan íslensku farskipi með íslenskan fána í skut hefur verið hleypt af stokkunum.
Esja ný og komin í hendur útlendinga
Brúarfoss? síðasta farskip sem byggt var fyrir Íslendinga
Ég tel ekki ferjurnar Baldur og Herjólf eða hafrannsóknarskip með.Þetta er Ísland í dag.Hér á árum árum áttu sumir ráðamenn stóra drauma,allavega á Sjómannadag um að gera Ísland að stórveldi í siglingum.Já það er sælt að láta sig dreyma en sú von hefur nú misst vængi sína,Ekkert hefur verið gert til hagræðis íslenskri farmennskiu að mínu viti.Í þjóðvísu frá Álandseyjum segir m.a."vem kan ro utan årar"Já hver getur róið án ára.
Mér finnst ekki hægt að tala um falleg skip öðruvísi en að tala um þessa 2.Freyr Re tv og Sigurður th og þeir áttu 2 bræður Víking og Maí.Sjáið þið línurnar þarna,eins og með Selfoss og Brúarfossdæmunum kunnu menn að teikna skip.
Íslensk stjórnvöld hafa ekki vilja í dag til að leggja til árarnar.Því miður.Ráðamönnum er oft tíðrætt um sjálfstæðið og siglingarnar á hátíðardegi sjómanna.Um hve þarft það sé sjálfstæðri eyþjóð að sjá um sínar siglingar.En þeir láta farmannastéttinni blæða út hægt og hægt.Þá er eins og blóðið sé frosið í þeirra eigin æðum.Það er aldrei of seint í rassinn gripið að reyna að hvetja menn til dáða.Ég hvet Íslenska sjómenn hvaða flokki sjómennsku þeir standa til að standa vörð um íslenskar siglingar hverju nafni þær nefnast.Látið ekki gamlan ríg standa í vegi fyrir því.Hingað lestnir skulu kvaddir með sumarkveðju.Í bloggi mínu í gær um höfnina féll af einhverjum ástæðum,niður smá kafli sem átti að vera þar.Hann kemur hér:"Mig langar til taka mér bessaleyfi til að breyti aðeins teksta Ása úr Bæ þegar hann yrkir um götuna sína.Breyta nafninu götu ú höfn þó það standist engin lögmál bragfræði:
Ó, gamla gatan mín, í
Ó, gamla höfnin mín,
ég glaður vitja þín,
og horfnar stundir heilsa mér.
Hér gekk ég gullin spor,
mín glöðu æskuvor
sem liðu burt í leik hjá þér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.6.2017 kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2008 | 02:14
Gleðilegt sumar!!!
Óska öllum mínum bloggvinum gleðilegs sumars með kærri þökk fyrir veturinn! Verið ávallt kært kvödd.
24.4.2008 | 00:49
Gamla góða höfnin
Við Reykjavíkurhöfn var í gamla daga mannlíf sem var blandað ys og þys og skáld ortu ljóð til hennar og lífsins við hana.Hugur margs ungs mannsins hefur ábyggilega leitað til fjarlægari landa við að ganga um hana.
Gamla höfnin eins og hún var þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur
Ég man vel eftir hinu heillandi lífi við Reykjavíkurhöfn,Allt iðaði af lífi.Við skulum láta hugan leita til baka og taka bryggjurúnt Byrja við Verðbúðarbryggjurnar.
Skógarfoss RE Hermóður ogAðalbjörg. 3 af fastagestum við Verðbúðarbryggjurnar.
Friðrik Þorvaldsson og hans menn að lesta Vesttfjarðar eða Vestmannaeyjaflutningabáta við Loftsbryggju,
Vestmannaeyjarbátarnir Skógarfoss VE t.v og Skaftfellingur t.h sem lestuðu við Loftsbryggju Skógarfoss hjá afgreiðslu Laxfoss eins og hún hét þá og Skaftfellingur á vegum Ríkisskipa
Lengst tv Ármann svo Hugrún og síðast Særún ex Sigríður sem sinntu Vestfjarðarflutningum og afgreiðsla Laxfoss(Friðrik Þorvaldsson)sá um afgreiðslu á við Loftsbryggju.
Ríkisskip við Sprengisand Eldborg fyrir neðan Tollbúðina Gullfoss eða önnur Eimskip"við Miðbakkan og Austurbakkan.
Skip Ríkisskipa við Sprengisand.3 þekkt skip skip frá Reykjavíkurhöfn.Lengst t.v Jötunn þá v/s Sæbjörg síðan finnskt flutningaskip og svo gamli Magni
Eldborgin sem ég byrjaði á sem hjálparkokkur fyrir 55 árum og sem kom í staðin fyrir Laxfoss eftir að hann strandaði 1952.Hún sést faktíst í horninu sínu ef vel er gáð á myndinni af skipum Ríkisskipa sem liggja við Sprengisand
Togararnir við Faxagarð og Varðskipin við Ingólfsgarð.Þetta var sannarlegur æfintýra heimur fyrir unga hrausta menn.Það hafði hver skipsflokkur sína eigin lykt.
Gullfoss á sínum stað og Gamli"Selurinn
og gamli"Brúsi"
Það lyktaða af tjöru, hampi, fiski, ávöxtum.Ég var tæplega 15 ára þegar ég kynntist og heillaðist af þessum heimi.Tómas Guðmundsson yrkir um"Hegran"eins og Kolakraninn var kallaður/hét:
"En hátt yfir umferð hafnar og bryggju
og hátt yfir báta og skip,
sfinxi líkur rís kolakraninn
með kaldan musterissvip.
Hann mokar kolum og mokar kolum
frá morgni til sólarlags.
Raust hans flytur um borg og bryggjur
boðskap hins nýja dags"
b/v Skúli Magnússon.Og b/v Hvalfell
.
Og svo um sjálfa höfnina segir skáldið:
"Hér streymir örast í æðum þér blóðið,
ó, unga, rísandi borg!
Héðan flæðir sá fagnandi hraði,
sem fyllir þín stræti og torg.
Sjá skröltandi vagna og bíla, sem bruna,
og blásandi skipa mergð.
Tjöruangan, asfalt og sólskin
og iðandi mannaferð."
Löndun úr togaraÆgir og Þór stærstu varðskip þess tíma.
Einhvert af þessum skipum og bátum hefðum við geta barið augum á bryggjurúnti 1953.Ég sakna satt að segja þessa tíma.Því nú er lyktin,ysin og þysinn horfinn og skáldin þögnuð Hingað lesnir kært kvaddir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2008 | 04:10
Heilsufarið
Það er frekar bágborið faktíst nú um stundir.Ég þessi fv morgunhani varla drullast úr bælinu fyrir miðdag.Ímyndið ykkur fyrir 68 árum leit stráksi svona út Ungur og sætur strákur en sömu árum seinna eiginlega svona
Hérna eftir einn megrunarkúrinn:
Svo var það svona: nú í dag svonaEn á meðan getur þetta komið upp í hugann: eða svona: jafnvel:
og þá: en svo þegar allt kemur til alls er þetta niðurstaðan:
Þetta með megrunarkúrinn er náttúrlega haugalygi.Þessar buxur eru keyptar í Pakistan og þar færðu passandi jakka en allar buxur eru af þessari stærð.Vona að enginn heittrúaður móðgist Það var einusinni togaraskipstjóri sem gaf oft upp meiri afla en hann hafði fengið á kótatímanum.þetta kallaði hann að ljúga sig í "stuð"Kannske getur maður fíflast eitthvað svo maður komist í meira stuð Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.4.2008 | 03:32
Aðskildar siglingaleiðir
Nú á að fara að setja aðskildar siglingarleiðir.Ég er mikill áhugamaður um öryggi sjómanna og tek eindregið undir þessar fyrirætlanir.Í 1sta tölublaði sjómannablaðsins"Víking"skrifar minn gamli kæri kennari Guðjón Ármann Eyjólfsson fv Skólameistari grein um aðskildar siglingaleiðir við Ísland Ég las þessa grein með áhuga og sammála því sem Guðjón skrifar.Ég ætla nú ekki að kafa dýpra í hana en svona fyrirkomulag hefði átt að vera komið á þarna á fyrir löngu.
Þeir hafa margir farið ílla við Reykjanesið.b/vJón Baldvinsson á strandstað 31 mars 1955.Mig minnir að 6 tímar séu á milli myndanna
Ég hef siglt mikið á aðskildum siglingarleiðum í Ermasundi og það var stundum darraðardans þegar maður þurfti að krossa þær.Einnig finnst mér Frakkarnir núna vera ornir fullharðir þegar fer að nálgast Quessant.Nú er svo komið að möguleikarnir að leita vars og ankera eru alltaf að minnka.Frakkar banna t.d algerlega að maður geti komið í var í St Malo buktinni svo að í SV óveðrum er maður neyddur til að halda áfram fyrir Quessant og inn í Bicayflóann eins og hann er nú oft árennilegur í þeirri átt eða hitt þó heldur.
Sama við Finisterra ekkert landvar þar að fá eða hvar sem helst þar sem þessir Separation.Zone eru komnir.Og nú er verið að tala um að færa Zonin við Quessant ennþá lengra út.(þegar ég hætti 2005) Ég minnist þess er m/t Erika var að sökkva um 40 sml SW af Quessant að morgni þ 12 des 1999.Ég var á öðru skipi 10-15 sml frá.
Ég var á m/s Danica Sunrise og vorum við á leið frá Dunkirk til Mostaganem í Alsír með fullfermi af kartöflum.Ég náði að tala aðeins við skipstjórann Karun Mathur og ég undraðist hvernig hann hélt ró sinni þrátt fyrir sírenuvælið í bakgrunni, En við áttum fullt í fangi með okkur sjálfa og gátum ekkert gert annað en að bera á milli einstaka sinnum.Þetta verður manni ógleymanleg.
Svo undarlega vildi einnig til að þegar m/t Prestige sökk 19 nóvember um 150 sml út af Finisterra.var ég á"Karina Danica"einnig á leið til Mostaganem frá Ghazaouet einnig með fullfermi af kartöflum..En þá vorum við út af Lissabon og maður heyrði bara um þetta í útvarpinu.En ef minnið er ekki að bregðast mér þá bað skipstjórinn fá leyfi til að leita vars við Finisterra en fékk ekki.
Menn voru ekki á eitt sáttir um þetta óleyfi.Töldu að bjarga hefði mátt skipinu hefði það fengið að leita vars/hafnar.Bretar Spánverjar og Portúgalar rifust harkalega út af slysinu.Hinn 26 ára gríski skipstjóri Apostolos Mangouras lenti í fangelsi í La Coruna.Menn voru á nálum að sagan væri væri að endurtaka sig frá 11 árum áður þegar m/t Aegean Sea strandaði nálægt La Coruna.
Ekki ætla ég að dæma hvort hægt hefði verið að koma að veg fyrir þessi slys en samt leiðir maður hugan að hvort svona hefði farið ef skipin hefðu átt tækifæri að leita vars í tíma.Hvort þið trúið því eður ei þá var ég staddur á dönsku skipi út af Þjórsárósum nokkrum nóttum áður en Víkartindur strandaði þar 5 mars 1997.Við höfðum lestað"sót"(úr hreinsitækjum í skorsteinunum)á Grundartanga og vorum áleiðinni til Hamborgar með það.
Hanne Catharina Lestaðar kartöflur
Fórum frá Grundartanga þ 1 Við vorum svo komnir að Fair Isle þegar Dísarfell sökk þ 9 mars.En þetta var nú hálfgerður útúrdúr.Það er staðreind að aðskildar siglingarleiðir hafa sannað gildi sitt.Og má segja að það sé komin tími til að Íslendingar komi á eftirliti með siglingum skipa.
En öllu verður að stilla í hóf.Og mín persónulega skoðun er sú að sumstaðr séu reglurnar fullstrangar allavega hvað varðar lítil flutningaskip með hættulausa farma þó ólían sé að vísu alltaf bölvaður skaðvaldur.En mér finnst mannslífin alltaf eiga að koma í forgang.En aðskildu siglingaleiðirnar við Ísland líst mér vel á.Og öfluga dráttarbáta vantar okkur held ég fleiri.Ef olíuflutningarir fara að aukast við landið er það engin spurning
Ef einhver hefur nennt að lesa hingað kveð ég hann kært
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2008 | 00:08
Sjómannadagurinn 70 ára
Árið er 1938.Og mánuðurinn júní.Í Gamla Bíó er kvikmyndirnar"Engillinn"með Marlene Ditrich í aðalhlutverkinu kl 7.9 og svokölluð alþýðusýning kl 5.Og"Tarsan strýkur".Ég vissi nú ekki að hann hefði nokkurtíma strokið,en það skeði nú áður ég fæddist.Þetta með alþýðusýningu skýrist að ég held í auglýsingu Nýja Bíó sem auglýsir kvikmyndins"Reimleikarnir á herragarðinum"með þeim"Litla og Stóra.Frægum hetjum okkar stríðsáraárgöngunum ásamt þeim"Gö og Gökke","But Abbot"og "Lu Kastelló"að ógleymdum Roy Rogers.Í sömu auglýsingu segir um sýningartímann:kl 3(fyrir börn) og kl 5(lækkað verð.)
Til v þess tíma(1938)kaupskip t.h þess tíma línuveiðari
T v þess tíma togari t,h þesstíma mótorbátur
Fyrsti sjómannadagurinn var haldin hátíðlegur mánudaginn 6 júní(2 Hvítasunnudag)Í leiðara í Mogganum þann dag segir m.a:Það er mjög vel til fallið að láta sjómanninn fá sinn dag.Ekki til þess sérstaklega að nota daginn til að ausa yfir hann væmnu lofi heldur hins ,að minnast þess,hvað hægt er að gera til þess að tryggja líf hans í baráttu n við hin óblíðu náttúruöfl"Svo segir blaðið frá hátíðarhöldum Sjómannadagsins þ 8 júní með stæðsta letri í fyrirsögn:"Stórfengleg hátíðarhöld sjómanna"og svo með svolítið smærra letri:"Virðulegasta og mesta skrúðganga sem hér hefur sést"Svo liðu árin og dagurinn festist sig í sess
Minnisvarðinn um óþekkta sjómanninn
Ég geri nú ekki ráð fyrir því að margir núllifandi Íslendingar viti hver hvílir undir minnismerki óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði.Þetta er kannske ekki rétt til orða tekið,en sá sem hvílir þar er sannarlega óþekktur en svo er mál með vexti að nokkru eftir að b/v Skúli fógeti fórst 1933 við Grindavík rak óþekkanlegt lík ekki fjarri strandstað Skúla og jarðsetti sr Árni Sigurðssoin líkið í Fossvogskirkjugarði 27 maí sama ár sem óþekkta sjómanninn.Af strandi Skúla segir þv bóndinn á Stað í Grindavík Gamalíel Jónsson, í viðtali við Birgir Kjaran í Lesbók MBl árið 1960:
"Svo strandaði Skúli fógeti hér á Staðarmölum. Þú sérð þarna, beint út af. Það var svona klukkan að ganga sex um nóttina, sem við vissum um það. Það komu að austan tveir menn og létu okkur vita. Karl heitinn Guðmundsson fór niður um nóttina og var að hlusta á veðrið frá Vestmannaeyjum, og þá heyrir hann, að það var kallað út, að Skúli fógeti væri strandaður. Það var stöðin í Vestmannaeyjum, sem kallaði þetta út með verðinu. Hann vakti mennina og fór að leita, og svo ræstu þeir okkur. Við höfðum komið heim að Stað um nóttina kl. tvö frá aðgerð. Það var mikið brim, og það var langt að skjóta út í Skúla. Línan var 97 faðmar. -
Já, það það mátti ekki miklu muna. Það var síðasta línan, sem náðist í. Við áttum ekki fleiri. Það var seinasta skotið, sem hægt var að skjóta. Við voru svo heppnir, að vindurinn bar línuna upp að mastrinu, þar sem þeir sátu á hvalbaknum, og einn gat teygt sig í hana. Þeir voru sumir mjög þrekaðir, skipsbortsmennirnir, en einn var þó ótrúlegt hraustmenni, og var hann ekki nema 16 ára gamall. Hann hljóp eins og krakki þegan hann kom upp á kambinn, hreint eins og ekkert hefði í skorist. Það var mikið tekið eftir því. Það var Sæmundur Auðunsson, sem síðar varð skipstjóri á Akureyrartogurunum. Þeir fórust 14 á Skúla, en 24 var bjargar, svo ver hefði getað farið þar, ef síðasta línan hefði brugðizt"Í lögum um Sjómannadag sem eru nr 20,26 mars 1987 sem tóku gildi 14. apríl 1987.segirm.a:
1. gr. Fyrsti sunnudagur í júnímánuði ár hvert skal vera almennur frídagur sjómanna með þeim undantekningum sem um getur í lögum þessum. Beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skal sjómannadagur haldinn næsta sunnudag á eftir.
Sjómannadagurinn skal vera almennur fánadagur.
2. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til sjómanna á íslenskum farskipum sem sigla milli Íslands og annarra landa. Þó skal farskipi, sem liggur í íslenskri höfn og eigi hefur látið úr höfn fyrir kl. 12 á hádegi á laugardegi næstum á undan sjómannadegi, eigi heimilt að láta úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
Ferjur milli lands og eyja eru undanþegnar ákvæðum 1. gr.
Strandferðaskip og sanddæluskip skulu halda höfn þar sem þau eru stödd á sjómannadag.
3. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til skipa Landhelgisgæslu Íslands. Stjórn Landhelgisgæslunnar ber þó að sjá til þess að skipin séu í höfn ef þau hafa ekki aðkallandi verkefnum að gegna að hennar mati.
4. gr. Hafrannsóknastofnunin skal skipuleggja rannsóknaleiðangra þannig að skip geti leitað hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láti ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
5. gr. Öll fiskiskip skulu liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.
Skipverjar skulu ekki vera skyldir til vinnu við skipið eftir kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag nema öryggi þess sé í hættu.
Ákvæði 1. mgr. eru frávíkjanleg ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað, enda sé skipshöfn kunn sú fyrirætlan áður en veiðiferð hefst. Einnig má víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar.
6. gr. Útgerðarmaður og skipstjóri bera ábyrgð á því að farið sé að ákvæðum laga þessara. Brot gegn lögunum varða sektum í ríkissjóð.
7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Einn af svokölluðum nýsköpunartogurum
Svo er þetta í fréttum 3 júní 2007: Haldið var upp á sjómannadaginn í 69. sinn í dag og fara hátíðahöld fram víða um land þó ekki á Akureyri og Dalvík. Í Hrísey og á Árskógsströnd var dagskrá í gær í tilefni sjómannadagsins..Mér fynnst satt að segja með ólíkindum að svona geti skeð.Akureyri þessi mikli útvegsbær(hélt ég að minnsta kosti)sagði pass.Þetta kom frá þeim á Akureyri:
" Sjómannafélag Eyjafjarðar sendir sjómönnum um land allt bestu kveðjur með von um að þeir og fjölskyldur þeirra eigi góða og ánægjulega helgi fyrir höndum. Til hamingju með daginn!"Og eða Dalvík.Mér er fjandans sama um einhverjar nafnbreytingar og aðrar tilraunir til að eyðileggja þennan dag þ.e.a.s.Sjómannadaginn með að halda einhverja bryggjudaga eða einhverja hátið hafsins.Ráðherra sjávarútvegs ætti að skammast sín fyrir að vera að hæla sér yfir hve vel hafi tekist með hátíð hafsins.Á það að vera einhver sigurhátíð hafsins yfir föllnum sjómönnum.Ef þarf að halda hátíð til heiðurs hafinu þá má gera það á öðrum degi.En á Sjómannadagi eigum við að fagna sigrunum við hafið og syrga ósigrana.Víst er hafið göfult og fyrir því þarf að bera mikla virðingu en það er líka ógnvekjandi og hefur höggvið óbætandi skörð í hóp íslenskra sjómanna.Og mér finnst satt að segja lítil eða engin ástæða fyrir ráðherra sjávarútvegs að vera að hylla það sérstaklega nú um stundir.
Ég skora á íslenska sjómenn(þar með taldar fjölskyldur þeirra)að taka þátt í að hylla sjómannsstarfið og minnast fallina félaga og að landi komna,úr hrakningum með mikilli þátttöku í hátíðarhöldum Sjómannadagsins um land allt á 70 ára afmæli dagsins næstkomandi júní.Munið það sjómenn hvar sem þið starfið hvort það er far eða fiskimennska sem þið stundið að þið eruð að berjast við sömu öflin sama hver fleytan er.Mér finnst það tregara en tárum taki að hugsa til farmannastéttarinnar.Hugsa til árana fyrir 1980 þegar 450-500 sjómenn störfuðu á kaupskipum og um 120 menn á varðskipum.Vitanlega hefur fiskimönnum líka fækkað en mér finnst það af öðrum toga
Einhverntíman á þessum árum sagði Guðmundur Hallvarðsson fv þingmaður og að mínu viti mikill baráttumaður fyrir íslenska sjómenn"Okkar málstaður má aldrei falla í gleymsku"Munið það sjómenn.Englendingurinn talar um "Centleman of Sea"þegar þeir vilja nefna sérlega góða sjórmenn.Ég var rúm 50 ár á sjó og sigldi með mörgum svoleiðis,Það fer nú að síga á seinni hlutan á þessu skrifelsi.En mér varð hugsað til málsháttarins"batnandi manni er best að lifa"þegar ég las eftirfarandi á heimasíðu"Sjómannafélags Eyjafjarðar þar sagði m.a."Þá fögnum við auðvitað mjög þeim orðum forstjóra Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar, að Samherji hefði sannarlega lagt sitt af mörkum til að halda hátíð á sjómannadag ef haft hefði verið samband.Í okkar huga er málið því skýrt:
Eitt af fallegustu skipunum sem sigldu á gullaldar árum íslenska kaupskipaflotans sem nú er að blæða út
Við blásum til sóknar að ári og skipum sjómannadeginum þann heiðurssess sem hann á skilið"Ja alltaf er Samherjiinn miskunsamur ég segi nú ekki annað.Ég vil enda þennan pistil með að segja við núverandi íslenska"Centleman of Sea"munið eftir að taka þátt í 70 ára afmæli Sjómannadagsins.Hingað lestnir kært kvaddir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.4.2008 | 21:24
Ísland og mannréttindi
Um leið erum við ekki að hvika frá eindreginni stefnu íslenskra stjórnvalda, sem er sú að mótmæla hvers konar mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin"Þetta segir ráðherra menntamála Íslands núna. Skelfing er nú það mikið fagnaðarefni að fá svona ummæli frá íslenskum ráðherra nú um stundir.
Í Mannréttindasáttmála SÞ segir m.a:"Mannréttindi eru grundvallarréttindi fyrir okkur sem mannlegar lifandi verur. Án mannréttinda, gætum við ekki þroskast til fulls og notað mannlega hæfileika okkar, gáfnafar, hæfni og andlega eiginleika.Sameinuðu þjóðirnar ákváðu almennan stuðul fyrir mannréttindi fyrir allar þjóðir árið 1948, þegar mannréttindayfirlýsingin var staðfest.
Með yfirlýsingu þessari samþykktu ríkisstjórnirnar skyldur sínar til að sjá til þess að allar mannverur, ríkar sem fátækar, sterkar sem veikar, karlmenn og konur af öllum kynþáttum, skuli meðhöndla á sama hátt. Yfirlýsingin er ekki bindandi að lögum aðildarríkjanna, en vegna útbreiðslu hennar um heim allan, skuldbinda ríkin sig siðferðislega, til að framfylgja henni."Íslendingar eru aðilar að Mannréttindasáttmála SÞ"Svo segir áfram m.a:"Þegar ríki hefur undirritað alþjóðlegan samning um mannréttindi þá ber því að fara eftir þeim ákvæðum sem að finna má í samningnum. Ríkið er skylt að vernda mannréttindi einstaklinganna sem að búa innan lögsögu ríkisins"
Svo fá íslenskir ráðherra þetta: Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðar að íslenskum stjórnvöldum beri að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið og greiða tveimur sjómönnum bætur fyrir að hafa ekki fengið úthlutað kvóta"Og þar segir m.a:"Í niðurstöðu meiri hluta nefndarinnar segir að meginálitaefnið sé hvort kærendur verði að lögum skyldaðir til að greiða samborgurum sínum fé til að afla sér fiskveiðiheimilda sem séu nauðsynlegar til að eiga kost á að veiða í atvinnuskyni kvótasettar fisktegundir í eigu íslensku þjóðarinnar.
Tekið er fram í áliti nefndarinnar að hópum fiskveiðimanna á Íslandi sé mismunað. Einn hópur fiskveiðimanna hafi fengið ókeypis fiskveiðiheimildir af því að hann stundaði fiskveiðar á þar tilgreindum fisktegundum á tímabilinu frá 1.11.1980-31.10.1983. Sérstaklega er tekið fram að þeir sem þannig háttar til um þurfi ekki að nota fiskveiðiheimildir sínar en geti selt þær eða leigt til annarra. Annar hópur fiskveiðimanna þurfi að kaupa eða leigja kvóta frá fyrri hópnum eða af öðrum sem hafa keypt kvóta af honum ef þeir vilja stunda veiðar á kvótasettum fisktegundum af þeirri einföldu ástæðu að þeir áttu ekki eða ráku fiskiskip á ofangreindu tímabili. Meiri hluti nefndarinnar telur að slík mismunun sé grundvölluð á ástæðum sem samsvari eignarstöðu"
Vegna þessa alls fagna ég ummælum ráðherra menntamála.En mér sýnist hún ekki vera sannfærandi.Ég get vel skilið frúna að hana langi á setningu og lok ólympíuleikanna í Peking.Ég myndi vel þiggja svona boð.Og"strunta"í öll mannréttindi á Íslandi Tíbet eða hvar sem er ef mér biðist slíkt.Maður verður nú að taka tilllit til mannana með peningana.Og líka heija á íþróttamennina okkar.Það er kannske alveg nóg að vera mannréttindasinni í hjáverkum.Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2008 | 22:12
Bakkafjara enn og aftur
Það er nú sennilega að bera í bakkafullan(fjöruna) lækinn að skrifa um Bakkafjöru.Ég hef af ýmsum ástæðum ekki blandað mér mikið í umræðunni sem hefur verið um þessi Bakkafjörumál og kannske ekki heyrt öll rökin sem mæla með,að mínu áliti þessari vitleysu.Hjá gömlum sjóara eins og mér vakna nokkrar spurningar.Það skal strax viðurkennt að ég er ekki kunnugur aðstæðum akkúrat þarna.En ég þekki þó nokkra skipstjórnarmenn úr Eyjum sem ekki eru par hrifnir af þessari hugmynd.Engin af þeim sem ég þekki eru hlynntir henni.
Og maður spyr sig hvað hefði Bakkajólfur komist margar ferðir í vetur?.Hefur kannske háttvirtur samgönguráðherra fengið góðan samning hjá Almættinu,hvað varðar vindstig og ölduhæð.Almættið hefur kannske kíkt við hjá þeim í Kópavoginum?.Hvernig á að verja stýri/skrúfur ef afturendinn tekur niðri á rifinu sem mér er sagt að sé þarna fyrir utan.Á kannske að vera hægt að hífa heila klabbið upp(eins og þeytari er tekinn upp á heimilishrærivél)ef svo bæri undir?Hvert á að sækja grjótið í garðana sem á að byggja?Ætla þeir kannske að fara að leita að grjótinu sem þeir týndu í Grímsey og Bakkafirði?Eða á kannske að rífa Heimaklett niður?Og spurningarnar verða fleiri og áleitnari .
Nei,jarðgöng til Eyja verða að veruleika þegar þar að kemur,það er á hreinu.Hvort það eru 10,20ár eða lengri tími veit enginn í dag,en tækninni fleygir fram.Það sem er óframkvæmanlegt í dag getur verið veruleiki á morgun.Það vitum við sem erum komin á svokölluð efri ár.Ég kannast svolítið við tilfinninguna sem maður getur fengið við að sigli inn í kannske grunna höfn í miklum sjó.Ég myndi vorkenna þeim manni sem á að sigla þarna upp.Óvanur skipi og aðstæðum.Vestmanneyjingum vantar nýtt skip til Þorlákshafnarferða núna strax þangað til göng koma Og þó þau verði í augsýn eftir nokkur ár má alltaf selja nýlegar ferjur t.d.Grikklands og við megum ekki láta það viðgangast að misvitrir ráðherrar fái að vera með puttana í teikningunum t.d.stytta það til að skapa kosningaloforðsatvinnu.
Ég hef hlustað á rök Siglingarstofumanna og get skilið þau en þau hafa ekki sannfært mig.En ef af þessu verður vona ég bara að ég hafi ekki rétt fyrir mér.Menn tala um sjóveiki..En hvað um að brjótast t.d.í vitlausu verðri á sandinum (fínt fyrir þá sem ætla að láta sprauta bílinn) og lenga bílferðna um alllangan tíma .Hvað með þá bílveiku.Nú hef ég ekki fylgst svo með vegasambandi milli R.víkur og .t.d Hvolsvallar.Ef kæmi nýtt og hraðskreiðara skip milli VE og þ.hafnar þá styttist tíminn líka á sjó.Ég hef varað við afleiðingum þess ef skipið rekst á brimbrjótshausana með fjölda fólks uppi standandi,Á ekki að geta komið fyrir segja sérfræðingamir En hversvegna eiga þeir þá að vera varðir miklum gúmmífenderum.
Ég heyrði einhvern tíma um daginn að þessi tilvonandi höfn var borin saman við höfnina í Hanstholm á V strönd Danmerkur.Í sögu þeirrar hafnar segir m.a.1917 byrjaði danska stjórnin á að byggja fiskihöfn þarna.Síðan segir m.a"Fra 1917 til 1941 skete der reelt ikke meget udover at der blev spildt en masse penge på næsten håbløse forsøg på at bygge den planlagte vestlige mole. Den blev aldrig gennemført, og en komite nedsat af Ministeriet for Offentlige Arbejder kom i 1951 frem til den konklusion, at Hanstholm var særdeles uegnet til byggeri af en havn, at store tilsandingsproblemer sandsynligvis ville opstå, at det ville være umuligt at vedligeholde en indsejling med rimeligt tilfredsstillende dybde ind i havnen, og at anlægsomkostningerne ville være bedre anvendt til udbygning af andre eksisterende fiskerihavne med roligere vandforhold. Komiteens opfattelse bragte ikke en endelig afklaring,og en ny komite blev nedsat i 1955.
Denne komite kom til den modsatte konklusion. Komiteens opfattelse bragte ikke en endelig afklaring, og en ny komite blev nedsat i 1955. Denne komite kom til den modsatte konklusion.Model forsøg blev udført af professor Lundgren fra Danmarks Tekniske Universitet. I 1960 blev beslutningen truffet og havnen blev bygget i perioden fra 1961 til 1967 for omkring 150 mill. kr.Sem sagt það tók 6 ár að byggja þessa höfn.Þetta segir í upplýsingum um höfnina:
Innri höfnin í Hanstholm.Eystri garðurinn sem ég nefndi sést þarna vel
Havnen består af Forhavn samt 8 bassiner. Bassin 1, 2 og 3 er fiskeri- og trafikhavnsbassiner.Bassinerne 4-8 er rene fiskerihavnsbassiner Ca. 1 sm NE for Hanstholm Havn ligger Roshage Mole, der strækker sig ca. 310 m ud mod N til ca. 3,5 m vand og har en bredde på 6,2 m. Den yderste del af molen er 2,2 m over vandet. Molen blev oprindeligt anlagt, for at både kunne finde læ under landing på kysten. Bund- og dybdeforhold ved molen varierer under forskellige vind- og strømforhold. Fartøjer skal holde god afstand fra molen.
Þessi færi á 2 tímum í Þorlákshöfn
Dybden ved yderenden af molen er 3,5 m, aftagende ind mod land.På yderenden af molen er et hvidt blinkfyr på firkantet gittermast.Dybder:8,4 m i bassin 1. 7,5 m bassin 2, 3 og 44,9 m i bassin 5 og 6 5,9 m i bassin 8 Som følge af sandvandring kan de opgivne dybder ikke altid påregnes at være til stede foran havnen, i forhavnsbassinet eller overalt i havnebassinerne.Indsejlingen forsøges så vidt muligt holdt oprenset til 9,0 m i fyrlinien under middelspringtidslavvande.Ég læt fólki eftir að þýða þetta svo ekkert fari milli mála og einnig að bera þessar hafnir saman.Og dæma sjálft.Það má bæta við að það þarf oft vélskóflur til að moka sandinum eystri þvergarðinum eftir Sw rok.Það skeði ekki mikið annað en peningaaustur í Hanstholmhafnarbyggingunni í 24 ár þegar þeir voru að reyna að byggja vestari varnargarðinn.Mikið er ég hræddur um að eitthvað í þá áttins skeði í framkvæmdunum hér ef af verður.Kært kvödd
Bara svona til íhugunar og að láta sig dreyma
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.4.2008 | 23:17
Seðlabanki
Hér á árum minnir mig að hafa heyrt m.a.af forsvarsmönnum XD að Vilhjálmur Egilsson væri meðal fremstu sérfræðinga Íslands og þó víðar væri leitað í hagfræði Ferill hans er hér m.a:".Stúdentspróf MA 1972. Viðskiptafræðipróf HÍ 1977. MA-próf í hagfræði Suður-Kaliforníu-háskóla í Los Angeles 1980 og doktorspróf 1982. Hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda sumurin 1978 og 1981. Hagfræðingur Vinnuveitendasambands Íslands 1982-1987. Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands 1987-2003. Fulltrúi (skrifstofustjóri) í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Whashington 2003. Ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu 2004-2006. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá 2006.Nú virðist ekkert að marka þessi maður segir.En þetta segir hann nú m.a.
Enn og aftur hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti sína, nú í 15,5%, og enn og aftur er það misráðin ákvörðun af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur alveg litið fram hjá því við vaxtaákvarðanir sínar á undanförnum misserum að íslenska fjármálakerfið verður sífellt alþjóðlegra og tengdara erlendum fjármálamörkuðum. Sú staðreynd hefur dregið úr virkni hefðbundinnar peningamálastefnu auk þess sem víðtæk verð- og gengistrygging fjárskuldbindinga hefur haft sömu áhrif. Ótæpilegar vaxtahækkanir Seðlabankans hafa því ekki unnið á verðbólgu heldur verið undirrót ójafnvægis og gengissveiflna sem hafa valdið íslensku atvinnulífi miklum skaða.
Nú þegar íslenska bankakerfið og ríkið búa allt í einu við afar takmarkaðan aðgang að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum hefur það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt atvinnulíf. Greiður aðgangur að erlendu lánsfé hefur verið undirstaða uppgangs og framfara í atvinnulífinu og nú þegar sá aðgangur hefur takmarkast svo mjög mun hægja verulega á efnahagslífinu. Háir vextir á Íslandi virka svo sannarlega við slíkar aðstæður og herða á samdrættinum þannig að búast má við verulegum erfiðleikum í atvinnulífinu ef aðgangur að erlendum fjármagnsmörkuðum rýmkast ekki á ný. Peningastefna Seðlabankans er mikið áhyggjuefni fyrir atvinnulífið og íslenska krónan er sífellt að veikjast sem samkeppnishæfur gjaldmiðill. Sé litið til þriggja mælikvarða þ.e. verðbólgu, vaxta og gengis gagnvart öðrum gjaldmiðlum, stendur íslenska krónan höllum fæti sama hvert litið er. Þessi veika samkeppnisstaða krónunnar hefur ýtt mjög undir umræður innan atvinnulífsins um hvort íslenska krónan eigi yfirleitt framtíð fyrir sér sem gjaldmiðill þjóðarinnar.
Annar sérfræðingur um stefnu Seðlabankans:""Seðlabankinn hefur misst trúverðugleika sinn og það er orðið sjálfstætt efnahagsvandamál," segir Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.Bregðast verður við segir hann með því að skipta um stjórn bankans og setja yfir hann fagmenn í stjórn peningamála og styrkja gjaldeyrissjóð bankans um leið. Gylfi segir nauðsyn á að stjórnvöld sýni þá djörfung sem til þarf að endurheimta traust Seðlabankans.Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivextina í gær og hefur sætt mikilli gagnrýni í framhaldinu. Bent hefur verið á að háir stýrivextir bíti lítt á verðbólguna. Gylfi Magnússon segir margt vera að í efnahagsstjórninni og breytinga sé þörf, ekki síst á Seðlabankanum.
Gylfi segir vel þekkt að aðgerðir seðlabanka þurfi að vera trúverðugar eigi þær að bera árangur. Einfaldast væri, í stað bankastjórnar og bankaráðs, að setja eitt bankaráð yfir Seðlabankann, bankaráð sem tæki allar helstu ákvarðanir bankans. Slík breyting krefðist mikillar dirfsku stjórnvalda, Gylfi vill ekki segja til um líkindi til að farið verði að þessum ráðum hans""Hvernig getur staðið á að viðvaranir og tillögur þessara manna eru einskins virtar.Þetta er alveg sama sagan og með Hafró.Bara þeirra sérfræðingar hafa rétt fyrir sér og eru hafnir yfir alla gagnrýni.Í Zimbabe ríkir þjóðhöfðingi sem er búinn að keyra fjárhag landsins til fjand...Þessi þjóðhöfðingi notar allskonarklækitil að halda völdum.Nú er stakkurinn farinn að þrengast hjá honum.Nú bíður maður bara eftir að hann verði skipaður seðlabankastjóri landsins.Það verði hanns síðasti klækur Kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2008 kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2008 | 21:05
Hafró
Skelfing er oft leiðinlegt að hlusta á fréttir nú um stundir..Sérfræðingar Hafró segja að allt sé farið til fjand....Þessir sérfræðingar stofnunarinnar hafa allt aðrar skoðanir á þessum málum en færustu sérfræðingar sem ekki starfa hjá þeim hafa.Ég vil gefa fiskifræðingi sem ekki starfar hjá þeim orðið:
""Furðulegast af öllu er að ráðamenn skulu leyfa Hafró að halda þessari niðurrifsstarfssemi áfram endalaust. Nú sitja í ríkisstjórn 2 ráðherrar sem áður hafa lýst mikilli vantrú á ráðgjöf Hafró, en þeir hafa nú snúist um 180 gráður og beygja sig í duftið. Annar er ráðherra sjávarútvegs en hinn ráðherra byggðamála. Þetta vekur upp spurningu um hvað valdi þessari hlýðni við "vísindin" og hver RAUNVERULEGA stjórni þessu. Það er ekki aðeins verið að valda tjóni á Íslandi heldur riðar sjávarútvegur til falls víðast í hinum vestræna heimi. Það er verið að búa til hungursneyð með því að banna mönnum að sækja sjó" Svona skrifar Jón Krstjánsson 22.2.2008.
Ég bý í Vestmannaeyjum og réri hér á árum áður.Þá þurfti 8-10,12 neta trossur til að ná samsvarandi afla sem þeir eru að fá í 4 trossu með sama netafjölda.Mig langar að vitna í grein eftir Grétar Mar í Vaktinni"í dag 11-04,þar sem hann skrifar:
""Stærsta vandamál Hafrannsóknar stofnunnar er það hve mjög stofnuninn tekur mið af togara rallinu eingöngu, á kostnað annara gerða veiðafæra svo sem neta og línu. Eftir niðurskurð í þorskveiði heimildum á síðasta ári, eftir að togararall taldi sig ekki finna nægilegt magn af smáfiski sem lagt var til grundvallar þeim niðurskurði, brá svo við að í kjölfarið hafa skyndilokanir svæða sett Islandsmet, þ.e.a.s 100 skyndi lokanir vegna of mikils magns af smáþorski í afla.Nákvæmlega þetta atriði segir nægilega mikið til um það að togarararallið sýndi ekki fram á þá nýliðun sem þarna er í raun á ferð og segir okkur sjómönnum, að hrygning hafi heppnast 2 3 árum áður og óhætt sé að auka veiðar nú.Sömu sögu er að segja um rækjurall síðasta sumars sem sýndi einnig fram á meiri þorsk á miðunum.Þorskur á öllum miðum, sem þó má ekki veiða.
Sjaldan eða aldrei hefur orðið vart við eins mikinn þorsk allt í kring um landið á flóum og fjörðum og nú undanfarna tvo mánuði sem er sannarlega ánægjulegt en eigi að síður sorglegt að stjórnvöld skuli ekki eygja sýn á það atriði að rannsóknir kunni að vera vafa undirorpnar og í ljósi þess sé hægt að auka þorskveiðiheimildir nú þegar um að minnsta kosti 40 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári.Rækjurallið síðasta sumar sýndi meiri þorsk en áður á Íslandsmiðum. Þorskur á djúpslóð þ. e.a.s.400-600 faðma dýpi á Hampiðjutorginu miðja vegu milli Íslands og Grænlands er eitthvað sem sjómenn hafa ekki átt að venjast en vart var við hann í fyrra og nú í febrúar þar sem hann var hann að ganga til Íslands að hrygna. Í netaralli síðasta árs hefur aldrei fundist meira af þorski, en ekki virtist tekið tillit til þess, samt sem áður""
Svo mörg voru þau orð.Það hefur verið,eins og kallað var í gamla daga"landburður"af fiski hér í Eyjum í vetur.Allir skipstjórar sem ég þekki og þekkja til þessa svokallaða togararalls,kalla það "arfavitlausa" aðgerð sem ekkert sé að marka.Fólk er ekki búið að gleyma loðnuleitinni í vetur.Samt berja stjórnendur Hafró hausnum við stein og segja alla fiskistofna komna langleiðina til fjan....
Í sambandi við þetta má minna á orð ráðherra menntamála sem lýsti því yfir í fréttum ríkissjónvarpsins í gærkveldi að skilaboð íslendina til umheimsins væri að virða bæri mannréttindi. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að hún er ráðherra í ríkisstjórn sem lætur sig litlu varða það álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna að á Íslandi séu brotin mannréttindi á fólki (kvótakerfið).Kært kvöddStjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 20:25
Heilbrigði
Gamlir kallar mega ekki festast í einhversskonar væluhlutverki.Vera vælandi yfir öllu sem sem að þeirra mati aflaga fer.Láta ekki neikvæðnina taka öll völd.Sem betur fer er ekki allt að fara til fja.....Það eru sem betur fer ljósir puntar í lífi manns þó maður sé til lítils nýtur.
Mig langar til að segja ykkur af einum mikið ljósum punti sem við eigum hér Eyjum .Það er starfsfólk Heilsugæslunnar hér í Eyjum.Ég ætla ekki að gera lítið úr hjúkrunarfólki annarstaðar.en ég fullyrði hvað mig varðar hef ég aldrei fengið eins góða ummönnun og hér á spítalanum.Það getur vel verið að maður verði þakklátari með aldrinum hvað þetta varðar.En hvað um það það hrærir við gömlu sjóarahjarta þegar mjúk hönd strýkur mann um vangan á morgnana til að vekja mann.Þegar maður er frekar vanur við að einhver öskri á mann RÆSSSSSSS svo maður hrökkvi í alla tiltæka kúta.Þegar sagt er blíðlega við mann"Óli minn má ekki bjóða þér fram að borða"í staðin fyrir kannske"ef þú drullar þér ekki strax á fætur færðu ekkert að éta"
Mikið megum við sem á dvöl á þessari stofnun þurfum á að halda vera þakklát fyrir hve manna valið er þar gott.Og Heilbrigðisstofnnunin í Eyjum má vera stolt af sínu starfsfólki.Einhvernvegin tel ég að starf á svona almennum spítala hljóti að vera erfiðara en þar sem sérhæfing er meiri.Ég get því litið björtum augum á síðustu stundir æfinar vitandi um mjúkar hendur og hlýan hug sem að öllu óbreyttu munu hlú að mér.Ég get nú ekki annað en sagt en ég held að það sé sama hvernig heilbrigðistkerfið er rekið,bara þeir sem stjórna sjái um að fólki sem vinnur við það fái mannsæmandi laun svo að í það sæki bara úrvalsfólk í að vinna þar af sama kaliber og hér í Eyjum.Ég get nú ekki annað en þakkað þeim sem öllu veldur fyrir að ég skyldi hafa lagt skútunni minni hér í Eyjum eftir síðustu siglinguna.
Velvildinni og allri gestrisninni,sem ég hef orðið aðnjótandi hér segir mér það sem ég svo sannarlega vissi,að í Eyjum býr frábært fólk.Hér er að vaxa upp heilbrigð æska sem kemur til með að gera stóra hluti í framtíðinni.Ávallt kært kvödd
9.4.2008 | 14:47
Tollgæsla og fl
Það hljóta margir íslendingar spyrja sig í dag um hvaða öfl það séu sem ætla í gegn um ráðherra Sjálfstæðisflokksins að knýja fram breytingar á störfum Löggæslunnar á Keflavíkurflugvelli.200 milljónir eru sagðar vanta til þess að hlutirnir getir gengið eins og þeir gera.200 milljónir sem ekki fást frá þeim ráðherra sem eftirfarandi var sagt um fjármálastjórn hjá:
"" Loks telur Ríkisendurskoðun ástæðu til að gagnrýna harðlega þá staðreynd að nú þegar hafa verið greiddar tæplega 400 m.kr. úr ríkissjóði til verksins, en í 6. grein fjárlaga 2006 er aðeins veitt heimild til að selja Grímseyjarferjuna m/s Sæfara og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á annari hentugri ferju,Þegar kaupin voru gerð og endurbætur hófust var ekki gert ráð fyrir útgjöldum þeirra vegna á samgönguáætlun. Að mati Ríkisendurskoðunar stenst þessi aðferð á engan hátt ákvæði fjárreiðulaga og getur ekki talist til góðrar stjórnsýslu.""
Peningum dælt"í ónýtan ryðfúadall,þar sem keyptur var þrátt fyrir aðvaranir þekkts skipaverkfræðings hjá annari ríkisstofnun.Ok þetta reddaði kannske illa stöddu fyrir tæki sem mætti kannske styðja betur við bakið á en þá að gera það eftir venjulegum leiðum.
Svo er það braskið á Keflavíkurflugvelli þar er það að sögn fámennur hópur sem komi víða við sögu í tengslum við kaup fyrirtækisins Háskólavalla á 1.600-1.700 íbúðum á Keflavíkurflugvelli fyrir 14 milljarða sem sagt er að sé um helmingur markaðsverðs á fasteignum á svæðinu.Aðaleigendur Háskólavalla eru Glitnir og Klasi. Ekki einasta er bróðir fjármálaráðherra, aðaleigandi Klasa, heldur eru náin tengsl þess félags bæði við Glitni og eins við Eignarhaldsfélagið Fasteign sem á eiginlega allar skólabyggingar, sundlaugar, íþróttamannvirki og meira að segja skólpdælustöðina í Reykjanesbæ.Reynist þetta rétt að þarna hafi farið 10-14 milljarðar í einskonar"brotherhodd".Þá finns mér ætti að nú að staldra við og athuga sinn gang,
Hinn,hér árum áður,þekkti náttúrufræðingur og vísindamaður Dr Helgi Pétursson hélt fram kenningu sem mig minnir að hafa heitið"Nýall"og fylgismenn kenningar hanns voru kallaðir "Nýalssinnar",að mig minnir.Ef ég man rétt það rétt lifðu menn á þessum hnetti alheimsins til að fá reynslu(bæði góða og slæma að mig minnir)eftir þessum kenningum.Og eftir athöfnum hér og lifnaðarhætti færðust þeir á tilsvarandi hnött við dauðan.Ekki vil ég gera lítið út úr þessum kenningum eða fylgismönnum hennar eða uphafsmanni(sem var virtur vísindamaður í sinni grein)En mér bara finnst þessi maður sem nú er ráðherra fjármála vera svo veruleikafyrrtur að það er eins og hann sé lifi ekki lengur meðal vor.
Einhvenrntíma þegar ég las fræði Helga um Nýalinn"kom upp orðið"Framnýall"Ég held að ráðherra fjármála sé orðinn svo"framnýalssinnaður"að hann sé komin á annan hnött og kíki bara einusinni í mánuði á þann gamla.Og í framtíðinni verði ekki hægt að ná í hann nema í gegn um miðil.Ímyndi ykkur 200 milljónir til að halda áfram hinni sköruglegu löggæslu sem framkvæmd er á Keflavíkurflugvelli.Síðasta dæmið í fyrradag.Það var Lögreglan og tollgæslan á Suðurnesjum lögðu í gær hald á um þrjú kíló af amfetamíni sem hafði verið haganlega komið fyrir undir fölskum botni ferðatösku. Töskueigandinn var umsvifalaust handtekinn og í dag var hann færður fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness og úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald.Maðurinn, sem er Íslendingur um tvítugt, var að koma frá París.
Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar.Dettur einhverjum heilvita manni að 20 ára piltur geti fjármagnað kaup á 3 kg af amfetamíni.Fólk spyr sig ýmissa spurninga.Hversvegna í ósköpunum á að fara að hrófla við þessari starfsemi sem sýnir þennan góða árangur.Böndin hvað varðar smygl á eiturlyfjum eru líka að berast inn á aðra stigu í þjóðfélagið.Starfsmaður þekkts flutningafyrirtækis og og inn í sjálft ráðuneyti fjármála.Ég á bágt með að trúa að Lúðvík Bergvinsson alþingismaður láti þetta viðgangast eftir yfirlýsingu frá honum um daginn.Þótt ég styðji ekki flokk Lúðvíks þá hef ég alltaf litið á hann sem heiðarlegan og sjálfum sér samkvæman.
Enda af góðu fólki kominn.Ég get engan veginn skilið af hverju á að fara að"rugga"bátnum núna þegar þessi árangur er að nást af þessu starfi Látið Jóhann Benediktsson og menn hans í friði við sín störf.Hvað með að taka þessar 200 milljónir,hugsið ykkur það er verið að"væla" yfir 200 miljónum sem kannske gætu komið í veg fyrir að minnka innflutning á þessari ógæfu sem eiturlyf eru.hvað með að tala eitthvað af þessum afgangi sem allir stjórnarherrarnir eru að hælast yfir.Ég hlakka satt að segja til að sjá næstu skoðanakönnun.
Og ég hlakka til næstu alþingiskosninga.Hvort það er raunin að það sé ekkert nema grautur(samskonar og ég var píndur til að borða sem barn)á milli eyrnana á fólki í þessu landi,eins og þessir allavega alæðstu menn þjóðarinnar virðast halda.Maður er farinn að halda að þessi títtnefndur ráðherra sé bara að gera nógu mikið af sér áður en hann sest í stól fostjóra Landsvirkjunnar:Hingað lesin kært kvödd
6.4.2008 | 19:23
Bakkafjara
Mig langar til að benda mönnum á grein í Fréttablaðinu í dag eftir hafnarvörð í Eyjum.Mér hefur fundist málflutningur manna meðmæltra Bakkafjöruhöfn mikið byggast á,að það séu að þeirra mati einhversskonar sjálfskipaðir sérfræðingar"eins og t.d.Grétar Mar sem séu á móti henni.Sérhæfni Grétars í þessu máli fellst t.d.í því að sigla skipi með þaulæfða áhöfn í gegn un brimgarð.Reynsla sem er dýrmæt þótt Bæjarstjóri Verstmannaeyja geri lítið úr henni.
Hann er stundum að benda á menn sem hann telur lítið vit hafa á málunum og oft er ekki annað að skilja á honum en að flestir sjómenn hér í Eyjum séu samþykkir þessari höfn.Hann nefnir aldrei á nafn einn harðasta andstæðing tilvonandi hafnar.Virtan skipstjóra sem fyrir utan að vera farsæll skipstjóri hér í Eyjum,ólst upp á þessum slóðum.Ég vægast sagt vorkenni þeim manni,ef af þessu verður sem á að sigla fyrirhuguðu skipi þarna inn í þessa fyrirhuguðu höfn.Inn á höfn sem enginn þekkir til og á skipi sem hann þekkir sama og ekkert.Þó svo hann hafi kannske siglt því heim frá byggingarstað.Ég hef t.d. bent á hvað getur skeð ef skipið t,d,rekst illilega á í hafnarmynninu við komu.Með kannske nokkra tugi fólks uppistandandi innan um stóla og borð.
Menn tala um öryggisbelti,en ég held að maður þekki sitt"heimafólk"ef maður getur orðað það svo.Allavega þegar talað er um ötyggisbelti í umferðinni.Og er ekki fólk beðið um að bíða eftir að flugvélin sé algerlega stöðvuð þegar þær eru lentar.Dæmi hver fyrir sig.Ég myndi líka vilja segja að það ætti að klára Þorlákshafnar höfn áður en farið verður í smíði nýrrar á þessum slóðum,Ég myndi vilja benda framámönnum í Vestmannaeyjum að lesa grein hafnarvarðarins og gefa góðan gaum að tillögum hans um bætingu á Vestmannahöfn.
Hafnarvörðurinn endar greinina á þessum orðum"Undirritaður er orðinn það fullorðin að hann man eftir því þegar Eyjamenn voru að berjast fyrir bættum samgöngum um daglegar ferðir milli lands og Eyja.Það er ekki sú staða sem ég vil sjá ungt fólk þurfa að fara að berjast fyrir á nýjan leik"Af mér séu þið sem hingað lesið hafa,kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.4.2008 | 16:12
Lífið og tilveran
Ég ætla að byrja á formálanum á blogginu mínu:Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum,þar sem hann býr.Líf í sátt og samlyndi við alla
Bið menn að hafa þetta í huga við lestur á þessum hugleiðingum.Maður sest stundum niður og fer að reyna að nota þessar sellur er eftir urðu er viðBakkus skildum að skiftum til að reyna að botna svolítið í lífinu og tilverunni.Kannske meir í tilverunni því lífið skröltir áfram á sínum gömlu tólum. Peningur hafa alltaf verið mér óþægur ljár í þúfu.Ég hef aldrei kunnað með þá að fara.Var oft í góðum plássum og þénaði vel.Þeir sem hafa haft Bakkus að förunaut þekkja vel hve dýr hann er í rekstri.Svo lauk því tímabili og ég fékk smá vitglóru í kollinn en ekki hvað peninga varðar.En hvað um það.Ég get ekki á nokkurn hátt skilið hina svokallaða hagfræði.Það er ofar mínum skilningi að ef ég (og mínir líkar)sem er ellilífeyrisþegi með 120.000 á mánuði fæ nokkura % hækkun á mánuði þá set ég af stað eitthvað sem heitir Verðbólga.
Í mínum huga er sama í hvaða fjand... fjárfestingum menn festa sína peninga.Hvort það heitir,Virkjanir hvaða nafni sem þær nefnast, Álver, Olíuhreinsistöð, Flugfélög, Verslanasamsteypur,eða hvað þetta heitir nú allt saman allt.Allt stefnir að því að búa til hluti eða verknaði sem hinn almenni þegn kaupir og borgar fyrir,Nú virkjanir sjá allskonar iðnaði fyrir rafmagni þar á meðal álverum sem framleiða ál sem svo aftur er notað í allskonar hluti í bílaframleiðslu og svo í potta og pönnur svo eitthvað sé nefnd.Olíuhreinsistöðvar hreinsa hráolíu svo hún sé nothæf á bíla sem diselolía og bensín,Flugfélög flytja fólk sem þarf að komast milli staða þá þá oftar en ekki í sumarleyfi.Í verslunarkeðjunum kaupir maður svo mat.fatnað,skótau auk annars til hins daglega lífs.Að mínu mati er sá hópur alltaf að stækka sem ekkert getur látið eftir sér.
Bilið á milli hins ríka og hins fátæka er alltaf að stækka því miður hér á landi.Þetta féleysi hins almenna borgara hlýtur að segja til sín fyrr en síðar.Þegar fólk fer að halda að sér höndum í t.d bílakaupum.potta og pönnukaupum.Það hlýtur svo að minnka olíu og bensínkaup.Fólk hefur ekki lengur efni á sumarleyfisferðum utanlands.Nú fata og skókaup hljóta að minnka.Mér finns eitthvað vera hér sem ekki gengur upp.Ég taldi mig hafa lesið það að krakkiðmikla í USA hafi stafað út af því að verðlag og laun héldust ekki í hendur.Skemmur fylltust af óseljanlegum varningi.Vegna þess að hinn almenni borgari gat ekki keypt eins mikið og áður hafði verið. Peningar, og það mikið af þeim eru hringsólandi(í þess orðs fyllstu merkingu samanber þyrlukaup sumra auðmanna)einhverstaðar fyrir ofan okkur.
Þessi ófögnuður er að senda menn með taugaáföll inn á spítala að sögn.Það hlýtur að fara að koma að þeim degi að ég og við hin hérna niður á jörðinni fáum að fá meira af peningum svo við getum keypt meir af þeim afurðum sem á endanum koma út úr öllum þessum fjárfestingum hvaða nafni þær nefnast.Í mínum huga er þessi svokölluð"hagfræði"bara kenningar sem menn hafa sett fram.Ekki neinar staðreindir eins og það að 2x2 eru 4.(þó að ráðherra fjármála og fl vilji stumdun halda öðru fram)Svo fá menn Nóbelsverlaun fyrir þessar kenningar og menn læra þær í háskólum og allir verða að fara eftir þeim.Þeir sem hafa haft nennu til að lesa þessar hugleiðingar mínar séu kært kvaddir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2008 | 15:09
Olíuskattur,m.m
Ég er mikið hlyntur baráttu vörubílsstjóra og annara vegna skatta sem ríkið leggur á eldsneyti.En maður hýtur að spyrja sig hvað skyldu margir af þeim hafa kosið og t.d.stutt sjórnarflokkana í síðustu kosningum og skoðanakönnunum.Það virðist vera almennt samúð með þessum aðgerðum í þjóðfélaginu.Langtímaminni íslendinga virðist oft vera lítið.Nú verður gaman að fylgjast með skoðanakönnunum á næstunni.
Ég fyrir mitt leyti hef ekki mikla trú á að barátta bílstjóranna við ráðherra fjármála skili nokkrum árangri .Hann er löngu búinn að hreiðra um sig í fílabeinsturni einhverstaðar svo hátt uppi að ég efast um að þotan sem forsprakkar stjórnarinnar flýðu á til Rúmeníu hefði þol í þær hæðir.Hann virðist svo gerssamlega slitinn úr sambandi við íslenskan samtíma að með endemum er.Svo veruleikafyrrtur er hann að æðstu eftirlitsstofnanir í landinu ná ekki yfir hans gjörðir,Ef sett er ofan í við hann rífur hann bara kja.En ég gæti trúað að eithvað gæti komið út frá ráðherra samgangna Kristján er enn í svona temmilegri flughæð ráðherra enda ungur í starfi.
Og þrátt fyrir óljós svör við sömu spurningu sem hann spurði með svo miklum áherslum sem raun bar vitni um á sínum tíma í ræðustól á Alþingi.Nú svo að flóttaliðinu.Lítið hefur nú ástandið í Afganistan batnað og fremur hefur ástandið á herteknusvæðunum í Palestínu versnað en hitt.Þrátt fyrir ferðir íslenska ráðherra utanríkismála.Paul Valéry á að hafa sagt einusinniStjórnmál er listin að koma í veg fyrir að fólk skifti sé af því sem því kemur við
Á sama tíma og ráðherra fjármála hefur enga peninga til,að það fólk sem vann að því hörðum höndum til að koma fólki,þar á meðal honum til þeirra lífskjara sem það býr við í dag sjái til sólar(bara hérlends).Þá er ekki fjárlög fyrir því á sama tíma og fleiri hundruð milljónum er hent í kolryðgaðan fúadall utan við fjárlög.Ráðherra utanríkis virðist eitthvað hafa misskilið starfsheiti sitt.Hún er utanríkisráðherra en ekki utan ríkisráðherra í ríkisstjórn Íslands og ráðuneytið er í Reykjavík.í hádegisfréttum taldi hún kosnað við þotuflugið vera á milli 120.000 og 300.000.Það var að heyra á henni að það sé skítur á priki.Fyrri talan mánaðarlaun min f skatt.Jæja það er að koma vor á almanakinu en það er ekki vor sýnilegt hjá eldriborgurum.Ég vil benda fólki á að fara inn á eftirfarandi slóð :
http://www.lo.no/portal/page/portal/LONO/PAG_NOR_FORSIDE_HOST1
Ávallt kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.4.2008 | 17:40
Líf,heilsa og löggæsla
Þar nú svo bæði með vélar og menn að þegar þau eldast þurfa þau meiri aðgæðslu og ummönnun.Ég tala nú ekki um þegar keyrslan hefur verið í óhófi hér áður fyrr.Í dag er 1sti dagur minn"på fri fod"eftir algera yfirferð hjá hinum ágæta yfirlækni Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og hinu ekki síðra ágæta starfsfólki sem þar starfar.Það er nú efni í sérstakt blogg.Það má segja að maður hafi verið tekin frá A-Ö.Síur hreinsaðar,pumpan athuguð og króntappinn ,ja við skulum ekki tala um hann.Svo voru allskonar tegundir efna prófaðar til að halda þessu gamla"hrói"í sem besta lagi.
Svo nú er sá gamli komin í,allavega skoðunarfært ástand.Nú ég var að væla um daginn um tölvuskort ella heldur vandræði með gamla tölvu sem komin er í aftökuklefann.Og enn hef ég heppnina með mér eins og í heilsufars málum Ritstjóri"Heima er best" vill hlaupa undir bagga með mér gegn því að fá aðgang að þessu "grúski"mínu og fá að birta þar það sem ég kem til með að grúska af neti og úr minni mínu á næstunni.Svo að ef einhver hefur áhuga á tilvonandi grúski mínu þarf sá hinn sami að kaupa það blað.
En ég kem nú til með að skifta mér svolítið af líðandi stund og birtra hér.En ég hef nú frekar lítið fylgst með landspólitíkinni.Blöðin bárust illa inn á deildina sem ég lá á og ég hreinlega grét það ekki.Og ég nennti oft ekki að horfa á sjónvarpið.En eitt er það mál sem mig langar að rífa kja.. yfir.Það er þetta með hringlið með embættin á Suðurnesjum.Hvað er eiginlega í gangi.Hverjum er það í hag að ganga svona blákallt gegn vilja flestra sem að mínu mati hafa vit málinu.Það virðast vera til sterk öfl í landinu svo sterk að enginn,sem þekkir til þeirra þorir ekki að nefna þau..Hvaða öfl eru það sem stóðu t.d. bak við hótanirnar í garð löggæslumanna í Keflavík.?
Hvaða öfl standa á bak við smyglið á eiturlyfjunum til landsins?Öfl sem þeir sendiboðar sem"skotnir"eru þora ekki að nefna nöfn á.Dettur t.d. einhverjum í hug að "Pólstjörnu"smyglið hafi verið"fjármagnað"af þeim sem dæmdir hafa verið fyrir?Getur verið að það sé"einhverstaðar" verið að þrýsta á einhverja til að veikja þær varnir sem Lögæslan á Suðurnesjum er búin að byggja upp.Þó alltaf sé verið að"skjóta sendiboðana"þá hlýtur Það að skaða "þessi"öfl sem standa sennilega að baki meirihluta smyglsins á eiturlyfjum til landsins.
Hver sem þau eru og hvernig sem þau starfa hlýtur það vera þeim til hagsbóta ef fleinn er rekinn í hold löggæslunar á Keflavíkurflugvelli.Ég hef hlustað rökin bæði með og á móti þessum áætlunum og mér finnst satt að segja að rökin á móti þessum, áformum sterkari en þau sem eru með.Og hugsið ykkur um leið og milljarðar eru lánaðir og gefnir nokkrum vildarvinum í formi húseigna á Vellinum er farið á sjá á eftir nokkrum milljónum til þess að æskulýður þessa lands verði sem mest án eiturlyfja.Verið ávallt kært kvödd og heilt lifandi.
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar