12.12.2008 | 22:17
Betri aðferð
Þetta myndi ég telju miklu betri aðferð en einhverjir fundir þar sem æsingarræður eru fluttar af"völdu"fólki og espar upp unglinga í"frímínútum"Sem svo engin segist bera ábyrgð á.
Eggjakast og málingar og skyrslettur hafa engin áhrif enda vita ráðamenn það að þeim stendur ekki "hinn þögli meirihluti"í þessu landi.En svona þögul mótmæli gætu brotið þá niður allavega miklu líklegra en skrílslæti.Kært kvödd
Öflugt andóf boðað eftir jól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 19:50
Hættulegt að drekka!!!
Þetta er nokkuð sem ég hef alltaf sagt
Lést vegna ofneyslu vatns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 19:48
Úr einu í annað
Það er á hreinu að Gylfa lætur betur að leika jólasvein en Geir Harde.Til þess þarf aðeins að bera saman mynd af þeim félögum.Einhvenveginn hefur mér oft verið hugsað til orða Ingibjargar R Guðmundsdóttir þegar hún minnti hann á að það væri stundum mikilvægara að hlusta en að tala.Mér hefur stundum þótt hann tala þannig að munnurinn sé ekki tengdur við heilann allavega þann hluta hans sem sér um hugsunina.
Að öðru.Stjórnin ætla að loka öllum eyrum fyrir öllu óréttlætinu í landinu í landinu og setur meira segja lög til að að auka það.En svo að mönnum með munninn veltengdan við heilann.Einn af þeim er ónefndur útgerðarmaður hér í Eyjum sem sagði fyrir ca 2 mánuðum."Sannið bara til,eftir nokkurn tíma verður Bjarni Sæm(rannsóknarskip Hafró) sendur út til mælinga.Hann fær svo sannfærandi gögn um aukninn þorskstofn að kvótinn verður aukinn"Það má segja um að ca 97 % af ummælum útgerðarmannsins séu komin fram.
Og þá er inn í það tekið misminni mitt af svo væri nafnið á Hafróskipinu.Nú er greindarvísitala þorksins komin langt upp fyrir greindarvísitölu sem finnst í Hafró.Hvað þarf að ske á leikvangi lífsins til að þessir fjand... supergluelímdu forstöðumenn þessara 2ja óheillastofnana ríkisins þ.e.a.s Hafró og seðlabankans sjái sig sigraða.Hvar er árangur þessara 2ja stofnana?Hrunið viðskiftalíf ? Og að eigin sögn hrundir fiskistofnar.Þrátt fyrir áralanga baráttu annarar fyrir verðbólgudrauga og hinnar fyrir fiskverndun.Læt þetta duga í bili.Það virðist vera hvaða guð sé beðin hjálpar Þetta bara vesnar.Kært kvödd
Forsætisráðherra fer ekki með rétt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2008 | 22:43
Óróaseggir
Ráðist inn á alþingi.Þetta er það sem verður verra ef ekkert verður að gert.Að vísu er þetta sáralítill minnihluta hópur sem notar sér allt til að láta bera á sér.En þetta verða stjórnvöld að taka alvarlega.Þ.e.a.s fólkið í landinu er orðið þreytt á að ekkert er aðhafst gagnvart gagnvart þessu liði sem stal hér milljörðum á milljarða ofan ganga lausir.
Tók fólk eftir því sem skeði í Grikklandi þegar stjórnleysingar stofnuðu til óeirða þar Innanríkisráðherra bauðst strax til að segja af sér.Ég held að Grikkland geti seint talist til hinna mestu lýðræðisríkja í heimi.En í því landi sem oft gortar af því að vera með mesta lýðræðið,í því axlar enginn ábyrgð þótt viðskiftanet þess sé hengillrifið.Og allir sem koma að bætningunni séu í vitlausum byrjunum.Það vita allir sem kunna að bæta net þá þarf að byrja rétt.Ef þess er ekki gætt er hætt við að það sé bætt og bætt þangað til að alltof mikill riðill er komin í netið..Það bólar ekkert því miður,á að menn ætli að byrja á réttum stað.Enda kannske vont þegar fólkið sem dró yfir kargan og reif þetta í hengla á að rannsaka málið sjálft.
Ef maður sem stm á togara álpaðist út á einhvern"karga"þurfti maður að svara fyrir hvern andsk.... maður hefði verið að hugsa.Það er partur af lýðræðinu að stela nógu miklu þá sleppur maður við réttvísina.Ef ég stel úr búð vöru fyrir skitinn 1000 kall fæ ég dóm.Ef ég hef stolið áður fyrir 1000 kall fæ ég sennilega fangeldisdóm.En ef fjárglæframenn stela milljörðum þá eru engin lög til yfir það.Allavega virðist svo ekki vera.Fari svo illa að manneska týni lífi hér í átökum hver skyldi þá vera ábyrgur Sennilega enginn.
Í lýðræðisríkinu Íslandi tekur enginn ábyrgð á neinu.Þó að á tyllidögum sé talað um ábyrgðarstöður þegar ráðherrar eru til umtals.Þetta er virkilega farið að fara í fínustu taugar almennings.En okkur hinum almenna borgurum er farið að svíða undan tómum útúrsnúningum ráðamanna og undanbrögðum hjá ráðafólki.Þar sem enginn virðist bera ábyrgð á neinu.Hvenær breytast hin þöglu mótmæli í eitthvað líkt því sem kom fyrir á alþingi í dag.
Hvenær sýður uppúr hjá almenningi.Nokkrir"vitleysingar"komast alltaf beint í fjölmiðla.Ég skora á fólk úr hinum þögla meirihluta að fara að láta í sér heyra.Skrifa hugleiðingar sínar t.d. með að opna blog eða skrifa í dagblöðin.Láta mótmæli dynja á stjórnvöldum á löglegan hátt.Ofbeldi hefur aldrei leitt neitt af sé..Þó að maður í huganum sjái margt af þessu rifrildisfólki hangandi í hæstu gálgum.Læt þetta nægja í bili.Förum öll á þess guðsvegum sem við trúum á.
Ég skal reyna að koma orði til hans sem ég allavega enn,trúi á.Að koma réttlæti yfir spillt fólk í þessu þjóðfélagi.En ég geri nú ekki ráð fyrir að hann sinni því.Hann vill ábyggilega að við losum okkur við þá sem ráða í dag áður en hann tekur til hendinni hvað það varðar.Verið ávallt kært kvödd
Siv: Vildi helst hlaupa í felur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2008 | 03:02
Hver segir hvað hvenær???
Þetta skip lenti í vandræðum fyrir ca 15-16 árum síðan.Skipstjórinn var dauðadrukkinn og sofnaði rétt eftir að skipið lagði af stað frá Frakklandi og vaknaði ekki fyrr en uppí garði hjá tannlækni í Englandi.
Lenti uppí garði hjá tannlækni
Hann var svo ruglaður þegar náðist samband við skipið að hann taldi sig vera enn í Fraklandi.Skipið hafði siglt á fullri ferð og ekki ansað neinum viðvörunum.Mér dettur þetta í hug núna með stjórnina sem nú situr.Ráðamenn hennar ætla ekki að taka mark á neinum viðvörunum."Það er ekkert að marka skoðanakannanir","ég tek ekki svonalagað til mín,þetta er ekki fólkið í landinu"segja þau."Þessi má segja hvað hann vill,það var ekki svona"."Við skulum ekki leita að neinum sökudólgum",
"Ég gef lítið fyrir svona fréttaflutning"(sem á mæltu máli þýðir ég gef skít í skoðanir almennings)Þetta eru orðaleppar sem oft heyrast nú um stundir.Hverju á fólk eiginlega að trúa.Hverskonar andsk..... cirkus forgengur eiginlega í landinu.Ráðamenn ljúga blákallt og án þess að depla augum.Bara svo maður noti mannamál þá opnar ekkert af þessu liði kjaf.... og segir eitthvað öðruvísi en annar úr liðinu segir það lýgi.Maður er að verða svo dolfallin og svoleiðis búinn að missa trúna á þetta fólk að það hálfa væri nóg.
Landinu virðist stjórnað af óvitum
Mér finnst þetta"lið"ætti bara að skammast sín og hypja sig af stjórnpallinum.Áður en það lendir uppí næsta garði og tali þar tóma frönsku.Það hefur aldrei stýrt góðri lukku að áhöfnin verði var við sundurleiti við skipstjórnina.Ég hef verið frekar á móti kosningum á næstunni en nú er mér að snúast hugur.Burt með þennan sundurleita hóp,er kannske best.En því miður stendur maður á hliðarlínunni sem bara bíður eftir einhverjum ráðherrastól.Sama hvaða nafni hann nefnist.Maður sem einusinni kom í Kastljós og varði kvótakerfið.
Ýmsu"þrælað"gegn um þingið undanfarið
Mér finnst það með ólíkindum hve djúpt við virðumst sokkin í hið pólitíska svað.Ég bara spyr:"hvernig á ungt fólk sem er að byrja lífið að treysta þessu fólki?.Eftir það sem á undan er gengið.Ráðamenn tala opinmynntir um að við verðum að skapa okkur traust á alþjóðavísu,En þurfa ekki þessir herrar og frúr að skapa sér traust meðal þjóðarinnar fyrst.Hætta að láta þetta unga fólk horfa upp á að stórþjófar ganga lausa án þess að hreyfa hvorki legg né lið.
Gamlir refir virðast ráða bak við tjöldin
Spillingin lifir góðu lífi og ráðamenn láta það viðgangast. Í einhverju landi væru nokkrir hausar foknir og fleiri á leiðinni að fjúka.En ekki á landinu sem einusinni var sagt um góða.Það þyrfti kannske að fá seiðkalla á Ströndum til að vekja Jörund upp.Láta hann tvíelfdan,afturgenginn rusla almennilega til og koma skikki á hlutina
Þyrfti kannske að vekja´ann upp
Nei það er alveg með endemum hvernig haldið er á málum.Ég hef haldið því fram að kreppunar gæti ekki svo mikið hér í Eyjum vegna þess að"græðgisvæðingin"náði ekki að svo miklum mæli hingað.En nú skellur hér á voði sem er alvarlegur fyrir fólk hér.Síldin er að svíkja okkur í eitt skiftið enn.Að vísu er nóg af henni en hún er eins og svo margt annað hér á þessu landi sýkt.Fólk sem sá fram á góða vinnu út árið er að missa´ana.
Sumir hafa lifað í vellistyngum pragtuglega á kostnað almennings
Og ráðamennirnir horfa máttlausir á.Hvernig væri nú að auka kvóta svo að þessu fólki sé bjargað.Það er nefnilega svo að þegar byggingaræðið og frjálshyggjubrjálæðið geysaði á STÓR-Reykjavíkursvæðinu,þá vann fólkið hér vinnuna sína og aflaði gjaldeyris sem m.a var sóað til gæðingana sem eyddu þeim í fjárhættuspil.Það fór kannske lítið fyrir þessari gjaldeyrisöflun en hún stendur fyrir sínu sem hún hefur altaf gert og mun gera í framtíðinni
Fundur hjá"liðinu"Stjórnin að störfum
Hvað skeður ef gengið fellur aftur???
Læt þetta nægja í bili en það verður stutt bil ef fer sem horfir.Stjórnin er óvirk og ósátt biðum því alla guði og ása að hjálpa okkur í dag.Förum öll á þess guðs vegum sem við trúum á.Og verið af mér kært kvödd
Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.12.2008 | 19:47
Hvað er að marka´ann???
Nú er það komið í ljós hvaða Akkillesarhæll það er sem er að kremja formann 3ja stærsta flokksins.Þessi hæll tilheyrir slóttugum ref sem búinn er að hreiðra um sig á Kalkofnsveginum.Og hótar að að taka völdin af veslings forsætisráðherra ef hann verði ekki þægur.
Það er með endemum hvernig þessi gamli refur lætur út úr sér eða kannske"missi"út úr sér og kemur svo á eftir og segir hluti slitna úr samhengi.Dettur einhverjum í hug að hann verði skósveinn forsætisráðherra.Nei allsekki það dettur engum sæmilega greindum manni í hug.Bara svo að fólk sjái setningarnar sem hann segir slitna úr samhengi læt ég hér fylgja beina tilvitnun í Fyens Stiftstidende.: "Jeg er kun 6o år og atter helt rask, så jeg har tænkt mig at sidde endnu nogle år og derefter træde tillbage lige så frivilligt, som jeg gjorde som statsminister. Hvis jeg tvinges væk, stiller sagen sig anderledes. Så vil jeg vende tilbage til politik, lyder det med et hvast blik i øjnene."
Svo geta þeir sem skilja dönsku séð hvað slitið var úr samhengi í samtalinu.Og hverjir sem sáu Mosdals hvissið í Kastljósþætti fyrir nokkru sáu eitthvað slitið úr samhengi.Að öðru.Það ber mikið á mótmælum nú um stundir.Það er eðlilegt að fólk sé reitt yfir ástandinu..Maður skilur ekki að ráðamenn að taka ekkert mark á þeim.Fólk er yfir sig undrandi að vissir menn gangi lausir.Maður sem stal Wiskeypela m.a.var dæmdur til nokkra mánaða fangelsi en menn sem hreinlega stálu heilum banka og þurkuðu upp gamallt tryggingarfélag ganga lausir með óskert ferðafrelsi.Ráðamenn virðast heldur ekki skynja hættuna af að þessi mótmæli fari meira úr böndunum
.Að æstir svokallaðir"aðgerðarsinnar"fái framgengt vilja sínum.Þótt að margir sem hæst hafa séu að mótmæla af sanngirni,þá er ég hugsandi yfir mörgum.Þar á ég t.d. við einn af ræðumönnum á Háskólabíófundinum sem reynist svo vera bendlaður við viðskiftabrask.Það væri líka spennandi að sjá skattaframtal sumra sem hátt láta.Það verður fróðlegt að fylgast með málum á næstunni.Yfirráðherrann er borubrattur og reynir að stæla útúrsnúninga fyrirrennara síns.En það verð ég að viðurkenna að mikið vantar upp á að honum takist það.Maður getur stundum ekki annað en dáðst að hvernig sá"gamli"er snjallari í öllum undanbrögðum.Í dag hrópa ráðamenn húrra yfir hækkun krónunnar.En af minni langri lífsreynslu vil ég bara segja:"Lofa skal mey að morgni"En ég bið bara þann guð sem ég trúi á að láta á gott vita.
Einnig vil ég biðja hann að vísa okkur veginn út úr núverandi ástandi.Þó að það sé farið að örla á svolítilli vantrú hjá mér á réttlætið hjá honum.Þegar fólki sem ekkert hefur gert af sér er látið þjást fyrir verk fjárglæframanna sem fá að ganga lausir þrátt fyrir augljósa glæpi.Hvað um það.Farið á þess guðs vegum sem þið trúið og í guðana bænum biðjið þá að hjálpa mínum í réttlætinu til að koma böndum yfir hina sönnu glæpamenn.Kært kvödd
Davíð: Of mikið gert úr ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2008 | 19:06
Köld gusa ???
Er þetta nýjasta kalda gusan frá XD í andlit öryrkja,aldraða og þeirra sem minna mega sín.Reyna á einhvern hátt að veikja Tryggingastofnunina.Er ekki nóg komið.Á að fara að prívatísera alla heilbrigðisþjónustuna og engir að komast af nema þeir sem hafa keypt sér dýrar tryggingar.Ég man eftir tilraunum til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu í Svíþjóð.
En svo kom í ljós þó þeir spöruðu nokkra aura á einum stað þurftu þeir að borga helmingi fleiri krónur annarstaðar.Moderatrarnir(íhaldið í Svíþjóð)gerðu allslags tilraunir til sparnaðar er urðu að sætta sig við aukin útgjöld.Það fær mann til að hugsa til allrar flýtilagasetninga sem eru hér í gangi nú um stundir.Ráðherrar eru varla búnir að keyra lög í gegn um þingið fyrr en stórir hópar sem þau varða rísa upp á afturlappirnar og mótmæla.
Sjá allslags kengi á þeim.Og stór hluti af þessari vitleysu virðist unnið í smiðju Seðlabankans.Hræddur er ég um að Benjamín Eiríksson og frumherjarnir myndu tárfella yfir stöðu þessa vandræðabarns þjóðarinnar.Ég vona að Sigríður Lillý standi fast á sínu.Læt þetta duga Í BILI.Kært kvödd
Eigum að vinna þetta saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2008 | 15:33
á vægu nótunum
Það er sem ég segi.Gamlir útbrunnir kallar eins og ég ætti ekki að vera síröflandi yfir hlutunum.Við það hrekkur maður bara í nöldurgírinn."Horfðu á björtu hliðarnar"söng einhver.Sverrir Stormsker???.En hvað um það ég ætla að reyna að vera í bjartsýnisgírnum í dag,og í láa drifinu.Ég hef þrátt fyrir ýmsar hremmingar sannarlega verið lukkunnar panfíll í gegn um lífið.
Þótt ég hafi misst af þegar guð úthlutaði viti á fjármunum og dálítið of seinn í vitsmunaúthlutuninni yfirleitt.Ég var spurður um daginn um hvort ég tryði á framhaldslíf.Og ég svaraði því að ég væri ekki viss um það,en ég væri viss um að yfir mér væri vakað.Þegar ég svo var spurður um dæmi,tók ég það þegar ég ólesinn blaðaði í Siglingarfræðibókinni og beið eftir að fara inn í munnlegt próf í fræðinni.
Og opnaði bókina tilviljunnarkennt á kaflanum um segulskekku og las mér svolítið til.Nú þegar inn var komið dró ég segulskekkju og það sem ég mundi úr lestrinum nokkrum mínútum fyrr bjargaði mér.Ég gæti nefnt fleiri dæmi en læt þetta nægja.
Annars getur maður kóplast inn á"kallagrobbssvæðið"Ég var um tíma hjá Ríkisskip en hætti rétt áður en það var lagt af(íllu heilli)Var þegar það skeði komin í starf hjá danskri útgerð.Það sem ég var eiginlega næstu 15 ár.Fyrir tilviljun búsetti ég mig í Svíþjóð.Efti 1 eða 2 ár féll sænska krónan.Ég þénaði á því.Ég fæ nú nokkrar krónur inn á bankareikning í Svíþjóð og í dag þéna ég á því.Ég ætlaði hvorki að verða gamall eða veikur.En fékk það svo eiginlega hvorutveggja í andlitið á sama árinu og var eiginlega dæmdur úr leik.Áður en ég endanlega fékk rauða spjaldið hafði ég fluttst til Vestmannaeyja.Mér til mikils happs.
Rétt eftir að ég flutti hingað til Eyja veiktist ég aftur(hafði greinst með krabbamein er ég bjó úti en það skorið úr mér)Svo var það kransæðardéskoti.Aftur skorið og lagað.Þegar ég lenti í þeim veikindum komst ég að raun um að ég átti miklu fleiri góða vini hér í Eyjum en ég hafði gert mér grein fyrir.Ég hef aldrei fundið fyrir einhverjum AKP anda hvað mig varðar hér í Eyjum.Sama var í Danmörk Ég hef heyrt íslendinga sem búið hafa þar kvarta yfir að danir litu niður á okkur.þetta varð ég aldrei var við.Þvert á móti að þeir dáðust að okkur að geta búið á þessu hrjóstuga skeri hér norður í höfum.Þeir töluðu mikið um Hófí Og Jón Pál.En hvað um það hér er ég komin með rauða spjaldið forever.
En ekki sendur í sturtu,nema þegar"Torfi á viktinni"skammar mig fyrir matarræðið og andsk..... letina við að hreyfa mig.En ég á það skilið enda hef ég því miður látið það fara inn um annað og út um hitt.Sett svo tvöfaldan skammt af hamsatólg út á fiskinn og hugsað"hann ætti að sjá mig núna"En til Torfa og þeirra sem heimsækja hann fer ég á hverjum degi.Ég hef kallað það stundum að leita mér lækninga.Andlegrar og líkamlegrar.Andlega lækningin fellst í að taka þátt í samræðum og hlusta á þá félaga og sú líkamlega felst í Meerild 103 og svo hristist öll ístran oft á dag.En því miður virðist þessi ístruhristingur ekki gagnast við baráttuna við línurnar.
Maður er eiginlega að verða eins og spurningarmerki á hvolfi nema að fæturnar vantar á það.Nú þessi gegnum eyrungangandi heilræði Torfa,eða réttara sagt skortur á eftirtekt og framkvæmd leiðbeininga hans skolaði mér á fjörur yndislegrar ungar konu í líki næringarfræðings sem starfar hér á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja..Og nú skal kallin hlýða.Hingað og ekki lengra.
Engin hamsatólg,minnka kartöflur með mat úr 5 í eina.Borða hafragraut strax á morgnana.Sem sagt eiginlega rífinn út á rassk..... endsnemma til að éta hafragraut.Ef stúlkan hefði ekki verið svona aðlaðandi hefði ég nú struntað í það.Borða hádegismat.Sem ég hef eiginlega sleppt í marga mánuði.Sem sagt ef maður skildi legga sig eftir helvít.. hafragrautinn þá þarf maður að rífa sig aftur upp og helst labba heila 50 metra út á Elló(það er að segja ef maður hefur átt fyrir matarmiðum).Og hætta að borða þegar maður er orðin saddur.Ja það er mikið á mann lagt.Fá sér svo ávöxt kl 15,það er nú í lagi.Svo er það sami fídusinn með kvöldmat bara borða til ég verð saddur.Svo í sluttendan 1na brauðsneið að kvöldi.
Sem sagt ekkert beikon og egg þegar maður vaknar svangur á nóttini og því síður útsölu kótelettur eða lærisneiðar á niðursettu verði.Hefði bara"Torfi á viktinni" og enginn annar sagt þetta við mig þá hefði ég notað fyrrgreinda"gegn um eyrun"aðferð við þetta en nú er annað upp á teningnum.Eftir fundinn með stúlkunni góðu í morgunn fór ég hálf niðurbrotinn maður á viktina til að ná mér í Merrild 103 líkamlega hressingu.Menn undruðust snemman fótaferðatíma hvað mig varðaði.
Nú ég var neyddur til að segja eins og var með fund minn með stúlkunni góðu.Og nú var það samhljómur hjá þeim þarna.Þarna voru ásamt fyrrgreindum viktarmanni þeir Beddi á Glófaxa og Tóti í Geisla.Og þessir menn sem ég héld að væru vinir mínir snérust nú á öndverðan meið gagnvart mér.Lofuðu stúlkuna góðu og sögðu hana hafa lög að mæla.
Og tóku undir orð Torfa um að nú skuli kallskra.... fara og reyna að heyfa sig eitthvað.Nú sit ég hérna sæll og glaður þakklátur yfir happi mínu að eiga hér heima innan um góða vini sem vilja mér vel.Er hægt að hugsa sér þetta betra.Ég þakka guði fyrir Hafnarviktina í Vestmannaeyjum starfsmann hennar og gesti þar.Verið ávallt kært kvödd og farið það þess guðs vegu er þið trúið á.Á sama tíma bið ég þann guð sem ég trúi á að leiða okkur út úr öllum ógöngum núdagsins
1.12.2008 | 22:34
"skríllinn"
Hvenær ætla ráðamenn að taka mark á þeim sem í þeirra augum er"skríll"Í þeirra augum er allur almenningur skríll.þeir sletta í góm og tala um troðfullt Háskólabíó sem enga fulltrúa þjóðarinnar.Þeir átta sig ekki á að þarna var þverskurður af þjóðinni samankominn.Húsið var troðfullt.Ef húsið hefði verið stærra hefði það fyllst.
Hræddur er ég um að hefði þetta verið framboðsfundur hjá öðrum hvorum stjórnarflokknum hefðu þau Geir eða Ingibjörg hælt sér af svona fundarsókn.Og hælt sér af vilja þjóðareiningarinnar .Hvenær ætlar þetta fólk að fara að hugsa sinn gang og koma í veg fyrir að hinn virkilegur"skríll"fari að láta virkilega til sín taka.Koma í veg fyrir blóðuga bardaga.Milli mótmælenda og óeirðarlögreglu.Leyfa hinum eggjakastandi,skyr og málingarskvettandi fólki að ná yfirhöndinni.
Hvaða tök hefur gamall útbrunnin fv flokksforingi á nv flokksforustu þannig að þau láta fylgið hrynja af flokknum,án þess að hreyfa legg eða lið.Hvað þarf fylgið að fara langt til að þetta fólk skilji að þjóðin er farinn að trúa á að einhversstaðar leynist réttlæti.Og fólk vilji sjá það í framkvæmd.Og að allt verði gert til að það skeði.Skilji það að stokka þurfi upp í öllu stjórnkerfinu.Við erum vitni af aftökum saklausra manna/kvenna á hverjum einasta degi í formi gjaldþrots.Meðan spilltustu stjórnmálamenn í sögu íslensk lýðveldis leika lausum hala.
Menn sem hafa vellt sér upp úr stolnum fjármunum,feitum embættum og forstjórastólum.Það er á hreinu að enn einusinni á að treysta á skammtíma minni íslendinga.En nú held ég að þjóðin standi saman og minni á sig og geri það vonandi með friðsömum mótmælum áfram.Ég held að eggjakast eða skyr eða málingarskvett hafi ekkert að segja.Eða einhverjar æsingarræður.Ofbeldi gefur bara ráðamönnum ástæðu til að kalla okkur fólkið,almenning"í landinu skríl.
Þá þarf ekki marga til að almenningur kallist skríll En þögular mótmælastöður gætu orðið áhrifaríkar og minnt ráðamenn á að almenningur er ekki á því að gleyma,ekki núna held ég.Við skulum sjá til þess að 90 ára afmæli fullveldis verið aldrei gleymt og til ævarandi skammar fyrir þá sem stjórnuðu landinu á þeim tíma.Læt þessu röfli lokið í bili.Það sakar engan að ég biðji þann guð sem ég trúi á geyma ykkur og vísa ykkur veginn út úr örðuleikum núdagsins.Allavega eru engin merki um að ráðamenn hafi vit til þess.Lifið eins heil og hægt er og af mér kært kvödd.
VG stærsti flokkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar