Ábyrgð á hverju???

Ég man það þegar Nordbanken í bankakrísunni í Sverige varð gjaldþrota og ríkið kom honum til hjálpar til að almenningyr sem átti sparifé sitt í bankanum tapaði því ekki, þá fengu bankastjórarnir 3 að mig minnir svokallað " fallskærmsavtal " upp á 2-3 milljónir se kr hver. Út af þessu var allmikið fjaðrafok enda settu mennirnir bankan á hausinn. Og það var að ég held  út af sömu ástæðu og hér varð svo.

 

 

þeir voru sem sagt "verðlaunaðir"fyrir að sóa fé almennings sem áttu peninga í bankanum. Veltum fyrir okkur orðinu ábyrgð. Það er talað um að forstjórar stórfyrirtækja sérstaklega fjármálafyrirtækja þurfi svo há laun vegna ábyrgðar. Hvar er ábyrgð íslensku bankastjórana sem kollsigldu bankana hér. Ég er allavega ekki farinn að sjá hana.

 

Og maður spyr sig er það bara ábyrgð á peningum sem á að launast vel. Hvað með skipstjóra t.d á Herjólfi, Norrönu. Hvað með flugstjóra í farþegaflugi. Er þessum mömmum borgað samsvarandi laun og bankastjóra í hlutfalli við  ábyrgð ?.

 

 

Nei og aftur nei. Og svo er annað í þessum bankastjóralaunum. Þeir eru oft í stjórnum hinna ýmsu stórfyrirtækja og þiggja dágóð laun þar. Ja henni er furðulega deilt á menn þeirri byrgði sem hefur forskeytið á. Sumum er hún þung öðrum er hún léttbær. Þeir virðast allavega ekki þungbúnir á svipinn þessir fv íslensku bankastjórar ef myndir nást af þeim í London. Skælbrosandi hringinn. Ja svei.

 

Það var nú svo að í upphafi svokallaðrar kreppu bjóst ég við að maður kæmi til með að rétt tóra.Sem og er raunin. Ég fór því að líta í kringum mig eftir sæmilega sterkumk krók og álitlegum snætisspotta. En svo sá ég að svona"mátulega"heiðarlegur" maður eins og ég tel mig vera, færi nú ekki að gera þessum andsk..... svikahröppum það til geðs að henga sig,

 

Nei og aftur nei.Svo þarf maður helst að vinna í lottóinu til þess að eiga fyrir brennsluni þegar að henni kemur. Svo mér liggur ekkert á fyrr en eftir það. En á meðan ætla ég mér að "nöldra"yfir því sem mér er ekki að skapi, Eins og t.d ofurlaunum forstjóra fjármálafyrirtækja. Kært kvödd


mbl.is Laun forstjóra ríkisbanka ekki samkeppnishæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 535040

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband