Liggum lágt

Ja nú er Bleik brugðið. Einusinni seldum við Færeyingum okkar fúa og ryðdalla. Þeir höfðu ekki efni á öðru enda fámenn þjóð og fátæk. Ég held að færeyingar hafi t.d.misst miklu fleiri skip og áhafnir í síðari heimstyrjöldinni en við, miðað við hausatölu.

 

Og við unnum þá alltaf í fótbolta. Þá og Grænlendinga. .En nú stendur dæmið heldur betur á haus. Engun kreppa hjá þeim, Þeir eiga sennilega miklu fullkomnari flota en við miðað við fyrrgreinda tölu. Nú lána þeir"stóra bróðir,sem er búinn að gera svo rækilega í buxurnar að"skítaslóðin"liggur þvers og kruss um heiminn,peninga.

Til að"stóri bróðir"eigi ofan í sig að éta. Og til að kóróna helv.... vitleysuna vinna þeir okkur í fótbolta.Ja detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði við þessi óskapartíðindi.

 

 

Við"jáararnir"verðum bara að taka ofan fyrir"Neggvunum"og hneigja okkur fyrir þeim. Ég er ekki að gera lítið úr færeyingum með þessu orði. Þeir eiga alla mína virðingu allavega eftir að maður komst til vits og ára. Ég er bara minnugur hvað við kölluðum þá hér áður fyrr og það með miklum hroka. Þeir hafa alltaf staðið fyrir sínu og vel það. Kært kvödd


mbl.is Skrifað undir lánasamning við Færeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband