"Borgarstjórnarbátarnir"

 Ţađ var nú blogvinkona mín Kolbrún Stefánsdótir sem kom mér til ađ "sjósetja"ţetta blogg.Hún gaf mér"comment"á bloggiđ um Nýsköpunar-togara og báta.

 

 Tv "Ađalbjörg"á trolli í Flóanum.Ţarna er báturinn í sinni upphaflegu mynd.Til hćgri er hún sennilega eftir lengingu og nýtt stýrihús.

Ţar minntist ég á "Ađalbjörgina"sem Einar frá Oddgeirsbć í Reykjavík átti og stýrđi svo farsćllega til margra ára.Ţessi útgerđ Einars er ein af ţeim útgerđum sem hafa stađiđ af sér alla brotsjói kvótakerfis og allslags óárans í útgerđ ţar sem synir hans(og kannske einhverjir af 2 ćttliđ jafnvel 3ja út frá honum,án ţess ađ ég viti)hafa haldiđ uppi merki hins farsćla skipstjóra međ myndarlegum hćtti.Áriđ var 1934 og atvinnuleysi var mikiđ í Reykjavík. Borgarstjórnin međ Jón Ţorláksson í fararbroddi ákvađ ađ láta byggja 4 báta undir eftirliti Ţórarins Kristjánsonar hafnarstjóra.Skyldu einstaklingum gert kleift ađ kaupa ţessa báta međ lánum eđa ábyrgđum til ađ kaupa ţá.2 af ţessum bátum áttu ađ vera um 50 tonn en 2 um 20.Bátarnir skyldu byggđir í Skipasmíđastöđ Daníels Ţorsteinssonar í Reykjavík.Ađalbjörg RE 5 hljóp af stokkunum 1935 Var međ 80 ha Völund vél.Eigendur voru  skráđir:Sigurđur Ţorsteinsson.Einar Sigurđsson.Frá 20 des 1940 voru skráđir eigendur Einar Sigurđsson,Jón Sigurđsson og Gróa Ţórđardóttir Reykjavík.1945 er Einar Sigurđsson einn skráđur eigandi.1947 var sett í bátinn 115 ha Caterpillar disel.1960 var báturinn lengdur á Akranesi og mćldist ţá 31 tonn Einar stundađi allan algengan veiđiskap á Ađalbjörginni allt í kring um land.

 

                  Tv hinn djarfi og dugmikli skipstjóri Einar Sigurđson úr Oddgeirsbć,T h tekur Einar viđ MBE orđunni

 

Hann var fyrstur til ađ nota botnvörpu í Faxaflóa á svona litlum bát.En einna frćgastur varđ hann fyrir ţegar hann bjargađi um 200 manns af kansdískum tundurspilli"Skeena"sem strandađi viđ Viđey í ofsaveđri 25 okt 1944.,fyrir ţetta afrek var Einar heiđrađur og fékk heiđursorđuna"Members of the British Empire"En Einar var međ bát sinn á leigu hjá Bretum viđ flutninga á vegum Sjóhersins ţegar ţađ gerđist.

06_Steinhoff,_Perkins_og_Maidman                       10_Ted_Maidman_segir_fra_erfidustu_nott_avi_sinnar Tv 3 eftirlifandi af "Skeena"virđa fyrir sér minningartöfluna um drukknađa skipsfélaga.Th Ted Maidman lýsir erfiđustu nótt lífs síns og hugdirfsku og dugnađi"Einars á Ađalbjörginni"fyrir blađamönnum 2006 

2 ágúst 2006 á 100 ára afmćlisdegi Einars komu 3 af eftirlifendum áhafnar"Skeena"til Íslands og voru viđstaddir minningarathöfn og afhjúpun minningartöflu um félaga sína í Viđey.Ţeir ţökkuđu dirfsku og dugnađi Einars lífgjöfina:""Í tilefni fćđingardags ţessa heiđursmanns erum viđ hér saman komin til ađ afhjúpa minningarskjöld um strand kanadíska tundurspillisins Skeena viđ Viđey ađfaranótt 25. október 1944. Tvö hundruđ og ţrettán manna áhöfn var í bráđri lífshćttu í ofsaveđri. Stormi, ölduróti, slyddu og hagli svo ekki sé minnst á ólgandi brim. Giftusamlega tókst til ţegar Einari heppnađist ađ flytja erlent björgunarliđ út í Viđey međ ţví ađ brimlenda innrásarpramma frá bandaríska hernum í Sandvíkinni. Hann naut ţar góđs af fyrri reynslu ţegar hann sem drengur sótti sjóinn á árabát međ föđur sínum og oft varđ ađ sćta lagi á öldunni til ađ ná landi.""Ţetta sagđi Sjávarútvegsráđharra Einar K Guđfinnson í rćđu sem hann hélt viđ ţađ tćkifćri

 

Mig langar í smá útúrdúr koma hér međ smáhluta úr samtali sem Guđmundur Jakobsson átti viđ Einar og birtist í bók hans"Mennirnir í brúnni"sem út kom 1973:"Ţađ var geysileg áníđsla á Flóanum í áratugi og oftast góđur afli,en síđan hann var friđađur hefur ekki sést bein.Hvenig í ţví liggur veit ég ekki,en ég held ađ fleira sé í ţessu en fiskifrćđingar vita""Ţetta sagđi mađur sem ţekkti Flóann eins og lófan á sér fyrir ca,34 árum.????.Ţess má til gamans geta ađ stýriđ sem prýđir rćđustól Sjómannadagsráđ í Reykjavík er einmitt stýriđ af"Ađalbjörginni".Einar dó 22/11 1977  71 árs ađ aldri.En höldum áfram međ "Borgarstjórabátana"

 Tv Ţorsteinn RE21 en ţó ekki í sinni upprunalegu mynd(kominn hvalbakur)Kafteinn Torfi úti á dekki á heimsiglingu frá Gautaborg eftir vélaskifti 1945

Sá fyrsti sem var 52 tonn hlaut nafniđ"Ţorsteinn"RE 21 hljóp af stokkunum 21 febrúar 1935 međ 130 ha Völund vél.Eigendur voru hinn kunni skipstjóra Torfa H Halldórssonar frá Bolungavík og Jón Sveinsson útgerđarmađur.Einkennisnúmeriđ er eftir sögn sótt í uppáhaldsspil Torfa,21 en hann var slunginn spilamađur og hafđi gaman af ađ spila.Međal barna Torfa var hinn kunni fréttamađur Högni og Sverrir matsveinn.En Sverrir var einn af ţeim sem komst af er árásin var gerđ á "Fróđa"11/3 1941.Sverrir var tengdafađir hins kunna Eimskipafélagsskipstjóra Jóns Vigfússonar sem lést langt um aldur fram fyrir nokkrun árum.Ţorsteinn var lengdur 1941 og mćldist ţá 61 tonn.1945 er sett í bátinn 225 ha June Munktel vél.1952 er báturinn seldur til Flateyjar og heldur nafni en fćr einkennisstafina  BA 310.1953 kaupir svo.Flóabáturinn Baldur H/F í Stykkishólmi bátinn og er hann skírđur"Baldur"SH 106.Hann var svo notađur í Breiđafjarđarferđir frá Reykjavík til ársins 1965.En ţá hafđi veriđ settar í hann(1954)2 x 132 ha Kelvin díselvélarTil gamans má segja frá ţví ađ"Baldur"ex Ţorsteinn leysti af  bát međ sama nafni en Einar SV Jóhannesson keypti,skýrđi"Vonarstjarnan"og sem hann notađi í Ţorlákshafnarferđir.sem ég minntist á og birti mynd af í síđasta Bloggi.Ţorsteinn var svo afskráđur 23 nóv 1965(Áramótabrenna???)

 Hafţór RE 44

 Ţá er ţađ"Hafţór"RE 44 međ 80 ha Völund vél.Eigendur hanns voru Annelíus Jónsson og Ţórđur Guđmundsson.Sjósettur 1935.Báturinn var seldur 1944 Ingvari Vilhjálmssyni(Ísbjörninn Rvík)og Jóni Sveinssyni(Sami Jón og átti í Ţorsteini?)síđan er hann seldur til Patreksfjarđar 1946,heldur nafni en fćr einkennisstafina BA44,seldur til Bíldudals fćr nýtt nafn"Sigurđur Stefánsson"en heldur einkennisstöfum..1956 seldur til Vestmannaeyja og fćr nafniđ Sćvar VE19 Eigandi Hásteinn H/F í Vestmannaeyjum.1957 seldur Sigfúsi Guđmundssyni,Sigţóri  Sigurđssyni og Áskeli bjarnasyni.1965 seldi Áskell félögum sínum sinn hlut.1976 var sett í bátinn 200 ha Gummins diselvél.dćmdur ónýtur 1980 eftir ađ hafa veriđ seldur til Keflavíkur og fengiđ ţar nafniđ Jakob Eyjólfsson(Áramótabrenna??),

 Jón Ţorláksson RE60

Síđan var svo "Jón Ţorláksson" RE60. 52 tonn međ 130 ha Völund  vél.Hljóp af stokkunum júni 1935.Eigendur Ingvar Vilhjálmsson(Ísbjörninn Rvík)Guđmundur Ţ Guđmundson og Kristinn Guđbjartsson.1948 var báturinn  seldur Ţorsteini Gíslasyni,Jóhanni Sigfússyni og Sigurđi Gísla Bjarnasyni í Vestmannaeyjum. og báturinn skírđur"Sjöfn"VE37.1951 selur Sigurđur Bjarni hlut sinn og skráđur eigandi Sjöfn h/f.Vestmannaeyjum.1956 var sett í bátinn Gamma diselvél. 240 1971 aftur skift um vél en eins vél sett í bátinn Gamma disel 240 ha.Báturinn seldur 1972 Hauki Jóhannssyni og Ţorleifi Guđjónssyni Ve..1975 eignast Haukur bátinn einn.Báturinn var svo seldur 1991 Bergvini Oddsyni.Hrafni Oddsyni og Arthúr Bogasyni Báturinn var svo brenndur V-af Eyjum 1994 undir eftirliti Slökkvuliđs Ve..Mér finnst ţessar áramótabennur og og ćfingarbrennur fyrir slökkvuliđ ţar sem bátar af ýmsum stćrđum og gerđum,margir međ merka sögu voru notađir sem eldiviđur minna á bókabrennur fyrri alda.Ađ vísu kćmi aldrei til greina ađ hćgt vćri ađ varđveita hvern einasta merkilega bát.En ađ menningarvitarnir í ţessu landi skuli ekki hafa séđ neina ástćđu til ađ reyna ađ bjarga einhverjum af ţessum skipum frá bátabrennuvörgunum finnst mér međ eindćmum.Efni í ţetta bogg er ađ miklu leiti sótt í Rit Jóns Björnssonar"Íslensk Skip"úr riti Guđmundar Jakobssonar"Mennirnir í Brúnni" og endurminningum Torfa Halldórssonar"Klárir í bátana" Myndir fengnar ađ"láni" úr ţessum bókum og af"Netinu"Kćrt kvödd


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorkell Sigurjónsson

Ţađ er fróđlegt og skemmtilegt til lestrar ţađ sem ţú setur hér á bloggiđ ţitt Ólafur. Ţađ er međ ólíkindum hvađ margt frá fyrri tíđ útgerđar og sjómennsku hefur glatast vegna vanţekkingar og áhugaleysis fólks, sem enga yfirsýn hefur á hlutverk sitt, en veriđ ráđiđ á pólitískum forsendum. - En ađ öđru.  Ég kynntist  Högna og konu hans, ţegar hún var ráđskona á bć, ţar sem ég dvaldi sem drengur í sveitinni. Ţau kynni héldust međan ţau hjónin bćđi lifđu.

Ţorkell Sigurjónsson, 20.11.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Sigmar Ţór Sveinbjörnsson

Heill og sćll, ţetta er góđur pistill hjá ţér Ólafur og gott framhald, ekta lesnig fyrir okkur sem áhuga höfum á sjósókn bátum og sögu skipa.

kćrar ţakkir 

Sigmar Ţór Sveinbjörnsson, 22.11.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ţakka ykkur innlitiđ strákar

Ólafur Ragnarsson, 23.11.2007 kl. 07:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband